Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996
Fréttir DV
Ríkissaksóknari ákærir fyrrum gjaldkera Heilsugæslunnar við Barónsstíg:
Dró sér 1,4 milljónir
af gjöldum sjúklinga
- bar ábyrgð á komugjöldum og greiðslum fyrir aðgerðir og rannsóknir
Tæplega fertug kona hefur verið
ákærð fyrir að hafa sem gjaldkeri
dregið sér tæplega 1,4 milljónir
króna úr sjóðum stjómsýslu Heilsu-
gæslunnar við Barónsstíg. Þess er
krafist, auk refsingar, að konan
endurgreiði féð en hún hefur ekki
gert skil á þeim fjármunum sem
hún viðurkenndi að hafa dregið sér.
Athæfi konunnar uppgötvaðist
sumarið 1994 þegar hún var í fríi frá
störfum sínum sem gjaldkeri. Þá
kom í ljós að hún hafði skilið eftir
miða sem eins konar skuldaviður-
kenningu vegna peninga sem hún
hafði tekið. Endurskoðandi fór sið-
an yfir málið og kom þá í ljós að
konan var grunuð um að hafa dreg-
ið sér tæplega 1,4 milljónir króna.
í kjölfar þessa var haft samband
við konuna sem viðurkenndi nánast
strax að hafa dregið sér umrædda
peninga sem gjaldkeri. Fjárdráttur-
inn stóð yfir frá því haustið 1993 þar'
til í ágúst 1994.
Um sjóði Heiisugæslunnar fara
m.a. komugjöld sjúklinga og annast
Heilsuverndarstöðin framkvæmda-
stjóm fyrir 8 heilsugæslustöðvar I
Reykjavík. Á öllum stöðum er tekið
viö komugjöldum, gjöldum fyrir
rannsóknir, ýmsar aðgerðir og
fleira.
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Heilsugæslunnar í Reykjavík, sagði
í samtali við DV að konunni hefði
verið vikið úr starfi eftir að upp
komst um fjárdráttinn. Henni var
gefið.svigrúm til að greiða til baka
það fé sem hún hafði tekið en þegar
loforð um slíkt vom ekki efnd var
ákveðið að kæra málið til lögreglu -
kærandinn var stjórnunarsvið
Heilsuvemdarstöðvarinnar og barst
kæran td Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins í mars 1995. Konan viðurkenndi
að fuliu það sem hún var grunuð
um. Ríkissaksóknari gefur konunni
að sök að hafa dregið sér féð og nýtt
það í eigin þágu. -Ótt
Bíllinn er svo illa farinn að vart svarar kostnaði að gera hann upp. Nær allar rúður eru brotnar og hliðarnar mikið
beyglaðar eftir spörk.
DV-mynd GVA
Bíll eyðilagöur af hópi skemmdarvarga í miðbæ Reykjavíkur:
Sátu í bílnum meðan
rúðurnar voru brotnar
virtust þurfa að fá útrás á einhverju, segir einn sjónarvotta
Árásin var gerð á Essó-planinu
milli Tryggvagötu og Geirsgötu að-
„Þeir virtust þurfa að fá útrás á
einhverju eða einhverjum. Við frétt-
um síöar að þessi hópur hefði átt í
útistöðum við aðra í miðbænum
þessa nótt,“ segir piltur úr hópi
fimm unglinga, sem urðu fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu í miðbæ
Reykjavíkur að bBl þeirra var eyði-
lagður. Þrír sátu í bílnum þegar
hann var lagður í rúst.
Krakkamir vilja ekki láta nafna
sinna getið af ótta við hefndarað-
gerðir en skemmdarvargarnir voru
milli 50 og 60 að því er þeim telst tU.
Þeir voru allir á þrítugsaldri.
„Ég vissi ekki hvað ég átti að gera.
Þeir byrjuðu bara aö berja í rúðurn-
ar og svo brotnuðu þær,“ segir sá
sem sat undir stýri meðan árásin var
gerð. Hann slapp ómeiddur en sá
sem sat við hlið hans skarst lítillega
þegar hann fékk glerbrot í sig.
Auk þess að brjóta nær aUar rúð-
ur í bílnum var hann mikið beyglað-
ur og bæði afturljósin brotin eftir
spörk. Bíllinn hafði verið í eigu fjöl-
skyldu bílstjórans í fimm mánuði.
Skemmdirnar em það miklar að vart
svarar kostnaði að gera upp flakið.
Það þarf að rétta mikið á báðum
hliðum, setja í rúður og ljós og
sprauta bUinn að nýju.
faranótt 1. maí. Þá var fjölmenni
hvað mest í miðbænum en sá hópur
sem réðst á bílinn tilheyrði ekki
skólakrökkum að fagna próflokum.
BUstjórinn stöðvaði bílinn á plan-
inu og ætlaði að taka tvo vini sína
upp í. Þeir komust þó ekki inn en
urðu sjónarvottar að því sem gerðist.
Þeir segjast munu þekkja árásar-
mennina aftur en lýsa jafnframt eft-
ir vitnum sem gætu borið kennsl á
þá. Eru hugsanlegir sjónarvottar
beðnir að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík. -GK
Læknis- og lyfjakostnaður:
Auknar
endur-
greiðslur
til þeirra
sem minnst
hafa
- greitt fjórmn sinnum á ári
Heilbrigðis- og tryggingamál-
ráðuneytið gaf nú um mánaða-
mótin út breytingar á reglugerð
nr. 59/1996 um heimUisuppbót,
sérstaka heimilisuppbót og
frekari uppbætur samkvæmt 9.
og 10. gr. laga nr. 118/1993 um
félagslega aðstoð og á reglum
nr. 231/1993 um endurgreiðslu á
umtalsverðum útgjöldum
sjúkratryggðra vegna læknis-
hjálpar og lyfja með síðari
breytingum.
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra leitaði f mars sl. eftir
samráði við samtök aldraðra og
öryrkja um með hvaða hætti
bæta mætti hag þeirra sem búa
við lökust kjör.
Breytingamar miða að því að
gera endurgreiðslu lyfja og
lækniskostnaðar fljótvirkari en
nú er, auka rétt bamafólks tU
endurgreiðslu lyfja og lækka þá
fjárhæð sem hinir tekjulægstu
þurfa að greiða áður en þeir
eiga rétt á endurgreiðslu. Heim-
ilt er að hækka frekari uppbæt-
ur hjá þeim sem njóta umönn-
unar og þeim sem njóta sér-
stakrar heimUisuppbótar.
Á næstu fjórum mánuðum
verða reglurnar endurskoöaðar.
Endurgreiðslan fer sam-
kvæmt nýju reglunum fram
fjórum sinnum á ári í stað
tvisvar áður og er 60-90% af
kostnaði umfram gmnnkostn-
að.
Ráðherra sagði, þegar þessar
breytingar voru kynntar, að
)ær myndu breyta miklu fyrir
mjög marga. -ÞK
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já 1]
Nei 2}
,r ö d i
FOLKSINS
904-1600
t >«
Er 1. maí úreltur sem baráttudagur?
Höfn-Þríhyrningur á Hellu:
Vörutalning 1. maí
Vörutalning var gerð fyrsta maí
hjá Höfn-Þríhymingi á HeUu. „Það
er bara verið að átta sig á árangrin-
um fyrstu fjóra mánuði ársins,“ seg-
ir Gestur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, við DV.
Gestur segir að gerðar hafi verið
talsverðar breytingar í rekstri og þó
einkum .í innkaupum frá betri og
ódýrari birgjum. „Þær breytingar
komust á í mars og við vildum sjá
hvemig staðan væri nákvæmlega
nú og hvernig vörurnar seljast,"
segir Gestur. Höfn-Þríhyrningur
kaupir nú einkanlega inn hjá Baugi,
fyrirtæki Hagkaups og Bónuss, og
njóta viðskiptavinir fyrirtækisins
hagstæðra innkaupa þess í vöru-
verði að sögn Gests. „Þeir sem tóku
þátt í talningunni tóku þátt af fús-
um og frjálsum vilja og enginn var
þvingaður." -SÁ
Stuttar fréttir
RÚV án auglýsinga
Starfshópur um endurskoðun
útvarpslaga leggur til að
Ríkisútvarpið hverfi af
auglýsingamarkaði og tekinn verði
upp nefskattur í stað afnotagjalda.
Samið um síldina
Verið er að reyna að ná
samningum strandríkjanna
fjögurra sem hagsmuna eiga að
gæta um skiptingu veiða úr norsk-
íslenska síldarstofninum áður en
íslensk skip hefja veiðamar í
næstu viku. RÚV greindi frá þessu.
Miklagarði greitt
Kaupfélag Eyfirðinga og
Samvinnusjóður íslands eiga að
greiða þrotabúi Miklagarðs
samtals 37 milljónir króna,
samkvæmt dómi Hæstaréttar í
gær. Samkvæmt RÚV hefur
þrotabúið þar með unnið tæplega
30 riftunarmál.
Sjálfstæður sjóður
Samkvæmt frumvarpi sem
kynnt var í ríkisstjórn í gær
verður Ofanflóðasjóði tryggður
sjálfstæður tekjustofn og honum
heimilt að taka lán vegna
aðkallandi snjóflóðavama.
Selt í Jarðborunum
Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra fékk í gær
heimild ríkisstjómarinnar til að
selja hlut 28% ríkisins í
Jarðborunum hf. Samkvæmt RÚV
ætlar Reykjavíkurborg að selja
hluta af sínum þriðjungshlut í
fyrirtækinu.
Uppsagnir hjá KEA
Öllu starfsfólki Vöruhúss KEA á
Akureyri, 20 að tölu, hefur verið
sagt upp störfum en á aðalfundi
KEA nýlega var ákveðið aö leggja
starfsemi vöruhússins niður vegna
rekstrarörðugleika.
Hagnaður hjá Samskip
Rekstrarhagnaður Samskipa nam
183 milljónum króna í fyrra og var
rúmum 100 milljónum betri en 1994.
Borgin getur tapað
Reykjavíkurborg getur tapað 170
milljónum á ári ef stjómarfrum-
varp um skattlagningu fjár-
magnstekna verður samþykkt
óbreytt. Tíminn greindi frá.
Tilraun með kornrækt
Tilraun með kornrækt er hafln á
Ökmm á Mýrum, skv. Mogga, og er
hún liður í stærri kornræktartil-
raun í Borgarfirði.
í opinberri heimsókn
Forsætisráðherra fór í gær til Sví-
þjóðar til að sitja leiðtogafund
Eystrasaltsráðsins. Þaðan fer hann
í öpinbera heimsókn'til Eistlands.
-bjb/-GHS