Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 7 I>V Fréttir Liður í landskeppni á laugardaginn: Hjólreiðakeppi 12 ára barna í Perlunni - DV tekur á móti sögum iirn TiCTrQ 1 Mmfowsinní Umferðarráð 1 samvinnu við lög- reglu og Bindindisfélag ökumanna stendur fyrir hjólreiðakeppni fyrir utan Perluna laugardaginn 4. maí klukkan 10-12. Þetta er liður í land- skeppni sem hefur verið í gangi undanfarna daga. Keppt er í fimm riðlum um allt land og er keppt í Suðvesturlandsriðlinum á laugar- daginn. Keppnin er fyrir alla krakka í 7. bekk grunnskóla, þ.e. 12 ára. Krakkaklúbbur DV verður á sama tíma með bás í Perlunni á 4. hæð og verður hægt að skila þangað sögum í smásagnasamkeppni um Tígra í umferðinni. Einnig er hægt að fá þátttökugögn en skilafrestur er til mánudagsins 6. maí. Sögurnar er enn fremur hægt að senda til Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14, 105 Reykjavík, og Umferðarráðs, Borg- artúni 33, 150 Reykjavík. Margar skemmtilegar sögur háfa borist og allir þeir sem senda sögu fá glæsileg verðlaun. Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbsins, kemur á svæðið klukkan 11.30 og heilsar upp á krakkana og gefur nammi. -ÞK Hjólreiðakeppni verður haldin í Perlunni á laugardaginn. Nú fer hver að verða síðastur að senda sögu í smásagnasamkeppnina Tígri í um- ferðinni þar sem síðasti skiladagur er mánudagurinn 6. maí.DV-mynd S Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Sigurveig Jónsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir. SÝNINGUM FER FÆKKANDI á þessu hugljúfa og gamansama verki. ÞJÓDLEIKHÚSID Uppselt hefúr verið frá frumsýningu, á yfir 30 sýningar. sími 551 1200 Panasonicdagar ekki missa af þeim! sjónvörp • Ferðageislaspilarar HiFi myndbandstæki • hljómtækjasamstæður bílgeislaspilarar • rafmagnsrakvélar geislaspilarar • vasaútvörp • örbylgjuofnar JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.