Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996
9
I>V
Breskir íhaldsmenn töpuðu stórt í sveitarstjórnarkosningum:
Ekki þurrkaðir ut
eins og spáð var
íhaldsflokkur Johns Majors, for-
sætisráðherra Bretlands, beið mik-
inn ósigur í bæjar- og sveitarstjóm-
arkosningum á Englandi í gær, fékk
aðeins 27 prósent atkvæða á móti 43
prósentum helsta stjórnarandstöðu-
flokksins, Verkamannaflokksins.
Flokkur frjálslyndra demókrata
fékk 26 prósent atkvæða. Það er
íhaldsmönnum þó huggun harmi
gegn að þeir þurrkuðust ekki út
eins og hafði verið spáð.
Kosningamar í gær voru síðasta
stóra prófraunin á fylgi flokkanna
fyrir þingkosningarnar sem verða
haldnar i síðasta lagi eftir eitt ár.
Þegar úrslit lágu fyrir í langflest-
um kjördæmanna í morgun sagði
talsmaður íhaldsflokksins að flokk-
urinn byggist við að tapa 600 til 650
sætum í bæjar- og sveitarstjórnum.
Talsmenn Verkamannaflokksins
sögðu að þeirra tölur sýndu að
stjómarflokkurinn myndi tapa um
600 sætum, ríflega helmingi þeirra
sem þeir þurftu að verja að þessu
sinni.
íhaldsmenn vom kokhraustir
þrátt fyrir ósigurinn og sögðu að
fylgi þeirra væri á uppleið. Þeir
bentu á að nú hefðu þeir fengið
John Major fékk slæma útreið.
þriggja prósentustiga meira fylgi en
í bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
um á síðasta ári og að fylgi Verka-
mannaflokksins hefði minnkað
samsvarandi.
„Verkamannaflokkurinn er bú-
inn að ná hámarksfylgi of snemma
og fyrir hann er engin leið önnur en
niðurleiðin," sagði Brian Mawhin-
ney, formaður íhaldsflokksins.
Michael Heseltine aðstoðarfor-
sætisráðherra bætti við að hug-
myndir manna um að kosningar
þessar ættu eitthvað skylt við þing-
kosningar væru vanvirðing við
raunveruleikann.
Stuðningsmenn Verkamanna-
flokksins opnuðu nú samt kampa-
vínsflöskur til að fagna sigrinum.
Tony Blair, leiðtogi flokksins sem
færði hann nær miðju stjórnmál-
anna, sagði að úrslitin væru stór-
kostlega góð.
Blair vísaði á bug fullyrðingum-
um að hagur íhaldsflokksins væri
að vænkast. „Þessi úrslit eru hrika-
leg fyrir íhaldsflokkinn, hvernig
sem á það er litið,“ sagði hann en
varaði jafnframt flokksmenn sína
við því að sofna á verðinum. „Við
erum hreint ekkert sjálfumglaðir,
þingkosningamar eru ekki unnar
fyrr en þær eru unnar.“
íhaldsmenn áttu von á slæmri út-
reið þar sem síðast var kosið um
sætin þrjú þúsund, sem slegist var
um í gær, árið 1992 þegar flokkur-
inn naut mikillar hylli.
Samkvæmt spám fjölmiðla, sem
byggja á úrslitum kosninganna í
gær, myndi íhaldsflokkurinn tapa
um helmingi sæta sinna á þingi ef
kosið væri til þess nú. Verkamanna-
flokkurinn fengi þá 100 til 200 sæta
meirihluta. Reuter
Fyrrum mágkona O.J. Simpsons:
O.J. barði Nicole
Denise Brown, systir Nicole
Brown sálugu, sem gift var ruðn-
ingshetjunni O.J. Simpson og hann
er grunaður um að hafa myrt, segir
að Simpson hafi beitt eiginkonu
sína ofbeldi. í réttarhöldum í einka-
máli sem fjölskylda Nicole höfðaði
gegn Simpson i kjölfar sýknudóms
yfir honum í fyrra, sagði Denise frá
því hvernig Simpson hafði hent
konu sinni niður stigana í húsi
þeirra og fleygt henni á dyr og séð
hafi stórlega á henni. Þá lýsti hún
því hvernig hann hafði fleygt mynd-
um i veggina í reiðiköstum sinum.
Lögmenn fjölskyldu Nicole segja
framburðinn svipta hulunni af of-
beldishneigð O.J. Simpsons. Lög-
menn Simpsons gerðu harða atlögu
að Denise í vitnastúkunni og
reyndu að gera framburð hennar
tortryggilegan með því að spyrja
hana í þaula um einkalíf hennar.
Mótmæltu lögmenn fjölskyldu
Nicole spurningunum og vilja að
dómari ákveði hvaða spumingum
Denise þarf ekki að svara. Reuter
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eign verður háð á henni sjálfri
sem hér segir:
Viðarás 35, þingl. eig. Suðurás hf.,
gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, þriðjudaginn 7. maí 1996
kl. 14.00.______________
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Strandgötu 52,
Eskifirði, þriðjudaginn 7. maí
1996 kl. 10.00, á eftirfarandi
___________eignum:__________
Holtagata 3, Reyðarfirði, þingl. eig.
Stefán Jónsson, gerðarbeiðandi
Sparisjóður Norðfjarðar.
Kirkjustígur 2, Eskifirði, þingl. eig.
Björgvin Erlendsson, gerðarbeiðandi
Lífeyrissjóður Austurlands, 2 beiðnir.
Skólabraut 14, Stöðvarfirði, þingl.
eig. Kári H. Kristinsson, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Lífeyrissjóður Austurlands.
Sólheimar 2, Breiðdalsvík, þingl. eig.
Gísli Karlsson, gerðarbeiðendur
sýslumaðurinn á Esldfirði og íslands-
banki hf.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI
_____________________________________Útlönd
Frakkar óhressir með Chirac
Rétt rúmur helmingur frönsku spurðra voru ánægö með forset-
þjóðarinnar er óánægður með ann sinn og átta prósent höfðu
frammistöðu Jacques Chiracs enga skoðun á málinu.
fyrsta ár hans á forsetastóli, sam- Chirac fékk nærri 53 prósent
kvæmt nýrri skoðanakönnun í atkvæða í forsetakosningunum í
tímaritinu Le Point. Óánægðir fyrra.
voru 53 prósent en 39 prósent aö- Reuter
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 6,
Hvolsveili, þriðjudaginn 7. maí 1996, kl. 15.00, á eftirfarandi
eignum:
Lækjarhvammur, A-Landeyjáflreppi, þingl. eig. Gísli H.
Stefánsson. Gerðarbeiðendur eru sýslumaður
Rangárvallasýslu og Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Miðgarður, lóð nr. 5, Hvolhreppi, þingl. eig. Erlendur F.
Magnússon. Gerðarbeiðandi er sýslumaðurinn á Selfossi.
Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Þjóðbraut 13 (lögreglu-
stöð), Akranesi, föstudaginn 10. maí 1996, kl. 14.00.
HX-666 IU-944 M-3605 M-3823 R-33994 X-1116
Þá verða þar einnig boðnir upp eftirtaldir bátar:
Martha AK-139, skipaskrárnr. 5138, og óskráður bátur, um 2
tonn að stærð.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslúmaðurinn á Akranesi
Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, þriðjudaginn 7. maí 1996 kl. 11.00 á eftir- farandi eignum: Lerkigrund 6, 01.02., gerðarþoli Þór- hildur Björg Þórisdóttir, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður. Mánabraut 21, gerðarþoli Jón Rafns Runólfsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður Vesturlands.
Merkigerði 10, gerðarþoli Jens I. Magnússon, gerðarbeiðendur Akra- neskaupstaður og Landsbanki ís- lands, lögfrdeild.
Einigrund 13, gerðarþolar Einar Gíslason og Auður Sigurrós Óskars- dóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Byggingarsjóður verkamanna.
Skólabraut 25a, gerðarþoli Jón Sig- urðsson, gerðarbeiðandi Akranes- kaupstaður.
Einigrund 29, gerðarþolar Ámi ívar ívarsson og Ama Böðvarsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna.
Vesturgata 127, eignarhluti Ágústu Jónsdóttur, gerðarþoli Ágústa Hólm Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins.
Háholt 28, efri hæð, rishæð og til- heyrandi, gerðarþoli Sólveig Sigurð- ardóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Lífeyrissjóður Vestur- lands.
Vesturgata 25, efsta hæð, gerðarþoli Ásdís Lilja Hilmarsdóttir, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna.
Hjarðarholt 17, efri hæð, gerðarþolar Jóna Björk Guðmundsdóttir og Jó- hannes Sigurbjömsson, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður og Kredit- kort hf. Vitateigur 5b, efri hæð, gerðarþoli Sturla J. Aðalsteinsson, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI