Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 12
I 12 Spurningin Hvað ætlarðu að hafa í helgarmatinn? Sesselja Magnúsdóttir, vinnur á Carpe Diem: Ég verð að vinna þannig að ég elda ekki. Guðrún Pétursdóttir, starfar hjá ÁTVR: Ég er ekki búin að ákveða það. María Björg Sigurðardóttir nemi: Bara pasta eða eitthvað einfalt. Helga Guðmundsdóttir mat- reiðslumaður: Panta pitsu. Halldóra Jónasdóttir, í sumar- frii: Ég ætla að borða hjá mömmu og pabba. Pabbi eldar kjöt. Vilhjálmur Guðjónsson tónlistar- maður: Ég ætla að hafa indverskan mat. Lesendur Haröstjórar og hetjurnar Konráð Friðfinnsson skrifar: Stundum sýnist manni að fólk sé tilbúið að kalla ógæfuna beinlínis yfir sig. Fyrir því má færa marg- háttuð rök. Hitler, fyrrverandi einræðisherra i Þýskalandi á fyrri hluta aldarinn- ar, er gott innlegg í þessar hugleið- ingar. Og einmitt fyrir þær sakir að þjóðin bað um þennan mann á valdastól. Þann mann dýrkaði hún og tilbað og studdi dyggUega fram í rauðan dauðann. Og hvað blasti við þjóðinni, sem átti þennan leiðtoga, sem girntist heimsyfirráð? Rjúk- andi rústir, þar sem ekki stóð steinn yfir steini þegar hávaöanum lauk 1945. AUt vegna þess að fólkið valdi ekki rétt. Engin önnur ástæða liggur þar að baki. Sannleikurinn er þó sá að þar sem ógnarstjórnir ríkja eru einnig hetjur að verki. Nafnlaust fólk sem skynjar ástandið með réttum hætti. Þetta er líka fólkið sem löndin hampa er tím- ar líða og ógninni hefur verið hrund- ið. Þetta fólk sýndi umheiminum að tU voru einstaklingar sem beittu sér gegn eymdinni sem ógnarstjómin hafði innleitt í landið en guldu oftast fyrir með lífi sínu. Þýskaland nútímans átti einmitt sínar hetjur. Það voru menn sem sagt höfðu skilið við sinn fyrri átrúnað, Adolf Hitler og stefnu hans. Frægt hefur orðið í sögunni tilræðið sem Claus Schenks von Stauffenberg, greifi og ofursti í þýska hernum, veitti Hitler í Úlfa- bælinu 20. júlí 1944. Stauffenberg bar þangað tösku með sprengju í og kom henni fyrir undir borði skammt frá einvaldinum. Tilgang- urinn var aö freista þess síðar að semja við Bandamenn ef ske kynni að þeir vildu hlífa Þýskalandi. Sem kunnugt er mistókst tilraunin. Gjörningur greifans og félaga hans breytti samt ímynd landsins er fram liðu stundir. Þeir eru hetjum- ar sem þýskur almenningur má vera hreykinn af er seinni heims- styrjöldin ber á góma. Þess ber þó að geta að Stauffenberg var framan af sannfærður nasisti. Síðar opnuð- ust augu hans og hann sá Hitler sem versta óvin þýsku þjóðarinnar og sjálfan sig á villigötum pólitískt. Þjóðin hefur heiörað minningu þessa manns með því að láta götur.í borgum landsins bera nafn Stauf- fenbergs. En er tími harðstjóranna liðinn? Hefur fólkið lært þann sannleik að ekki er sama hver fer með völdin í löndunum? Ég er ekki viss um það. Starfsfólk heilsugæslustöövanna - í námsferð - ekki skemmtiferð Harpa Karlsdóttir læknafulltr. skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir fréttum, m.a. í DV, þar sem því er slegið upp, meira að segja á forsíðu, með mynd af manni í hjólastól með þúsundkrónaseðil í hendinni, að starfsfólk heilsugæslustöðvanna noti svokallaöan Tíundarsjóð í skemmtiferðir til útlanda. Af því aö við erum „starfsfólk" en ekki ráðuneytisstjórar, þingmenn, ráðherrar eða aðrir „hátt settir“ í launastiga ríkisins eigum við greinilega ekki rétt á „launauppbót" sem þessari annaö hvert ár. Ég er starfsmaður á heilsugæslu- stöð í miðborg Reykjavikur þar sem mikið álag er á starfsfólki því við fáum marga skjóstæðinga sem eru fíkniefnaneytendur og jafnvel úti- gangsfólk. Frá þessari stöð fóru 17 starfsmenn í námsferð til Amsterd- am sl. haust. Amsterdam varð fyrir valinu því nú þegar flkniefni flæða yfir landið þótti okkur áhugavert að kynnast hvernig tekið er á málun- um þar í borg þar sem vandinn er mikill. Tíminn var nýttur til hins ýtrasta, farið á fóstudegi og komið heim á sunnudegi. Við skoðuðum meðferðarstofnun og sátum mjög fróðlegan fyrirlestur hjá sálfræð- ingnum Eugenie Rennier og skiluð- um greinargerð um ferðina. Starfs- fólk heilsugæslustööva þarf líka að fylgjast með því sem er að gerast úti í heimi þar eð við íslendingar erum að byggja upp mjög öfluga heilsu- gæslu. Við tökum ódýrasta ferðapakk- ann sem völ er á hverju sinni. Við þiggjum ekki dagpeninga og þaö er ekki glæpur þótt starfsfólkið fari út aö borða saman á eigin kostnað í ferðum sem þessum. Farskipið Edda Sigrún Gunnarsdóttir skrifar: Pistill í lesendadálki DV þar sem rætt var um farþegaskip fyrir ís- lendinga minnti mig þægilega á þann tíma þegar við áttum ein þrjú farþegaskip sem sigldu milli landa og í kringum land. Maður minnist Gullfoss Eimskipafélagsins og Esju og Heklu Skipaútgerðar ríksins. Allt vel útbúin skip og afar vinsæl. Auk þess var Skipaútgerðin með fleiri farþegaskip en minni sem Farskipið Edda í Reykjavíkurhöfn. sinntu verkefnum milli minni hafn- anna. Þetta voru gullaldartímar ferðamennsku hér. Nú flýgur maður til útlanda og þarf að vakna kl. 4 eða 5 að morgni. Þeir sem varkárastir eru sofna afls ekki. Miðinn er nefnilega glataður mæti maöur of seint! En á tímabili - líklega til reynslu - var á fyrstu árum 9. áratugarins tekið á leigu farþegaskip. Edda hét það og var í eigu einhvers skyndi- hlutafélags sem hét Farskip hf. Ég held að Eimskip og jafnvel Hafskip hafi staðið að þessari uppákomu. En svo bar við að þetta eina sumar sem skipið sigldi var það uppbókað. Og síðan ekki söguna meir og enginn veit hvers vegna skipið kom ekki aftur. Ef einhver kann þessa sögu eða tildrög tilkomu Eddunnar væri það fróðleg lesning. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 DV Þörf ábending Guðm. Gíslason skrifar: Ástæða er til að þakka DV fyr- ir leiðara sem birtist nýlega. Voru þar orð í tíma töluð, enda hafa margir vaxandi áhyggjur af því sem virðist vera að gerast varðandi forsetakosningarnar í sumar. í leiðaranum sagði: „Fyr- ir nokkrum árum var í landinu fjármálaráðherra sem lét ríkið taka verðlaus veð í ímynduöum eignum vina sinna og gaf vildar- mönnum sinum ríkisfyrirtæki á Siglufirði.“ Og: „þessi fyrrver- andi fjármálaráðherra, sem er fjarri því að vera vammlaus, nýt- ur nú feiknalegra vinsælda þjóð- arinnar og verður sennilega orð- inn forseti lýðveldisins í sumar. Ekki er hægt að hugsa sér átak- anlegra dæmi um víðtækt sið- leysi íslendinga almennt." Hér er loks vakið máls á atriði sem nauðsynlegt er að íslendingar ræði sín í milli. Þegar við veljum þjóðhöfðingja verðum við að skyggnast undir yfirborð fram- bjóðendanna. Og er þá einkum til starfa þeirra að líta. Skattskýrslur og krókaleyfi Sæmundur Helgason hringdi: Nauðsynlegt er að allir sem sækja um leyfi til krókaveiða verði skyldaðir til að láta afrit af skattaskýrslu fylgja til ráðuneyt- isins. Einnig að þeir fái ekki krókaleyfi sem eru á fullum launum hjá ríki eða sveitarfé- lagi. Sumir þeirra eru í löngu sumarleyfi og eru að stunda krókaleyfisveiðar sem ígripa- vinnu meðfram starfi sínu og taka vinnu frá þeim sem hafa krókaveiðar að aöalstarfi. Menntamála- ráðherra þjóðnýtir Jón Árnason skrifar: Ef marka má fréttir þá hefur menntamálaráðuneytið tekið yfir rekstur internetsþjónust- unnar „íslenska menntanetiö“. Hvað skyldi menntamálaráð- herra ganga til? Eru ekki nógu mörg fyrirtæki á markaðnum sem bjóða þessa þjónustu? Ætlar ráðuneytiö í samkeppni við Mið- heima, Treknet, Kjarnorku, Hringiðuna, Söguvefinn, Oz og alla hina sem bjóða aðgang að internetinu? Maður hélt að það væri liðin tið að ríkið hlaupi undir bagga með fyrirtækjum ef rekstur þeirra gengur ekki upp! Leggjum af forseta- embættið Þórður Sigurðsson skrifar: Ég hvet fólk til að skoða hug sinn um hvort ekki sé ráðlegt að leggja af forsetaembættið að næstu fjórum árum liðnum og sameina það embætti forsætis- ráðherra hveiju sinni. Forseta- embættið er dýrt og gerir lítið gagn þjóðhagslega. Það tekur tíma að koma málinu í höfn en ætti að takast innan fjögurra ára. Þjóðverjar fældir frá íslandi Hildur skrifar: Fréttir herma að Þjóðverjar, sem ávallt voru hér í meirihluta ferðamanna að sumri til, hafi bókað mun færri ferðir hingað en venjulega. Skyldi nokkurn undra? Slfellt hærra bensínverð, hærra gistiverð, og var þó hátt fyrir, og önnur þjónusta sífellt dýrari. Og nú síðast, fréttir um gjaldtöku inn á ferðamanna- svæðin. Þetta endar á einn veg, ferðamenn hætta að koma hing- að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.