Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsíngar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Mannréttindi fótum troðin Sophia Hansen hefur um árabil barist hetjulega fyrir því að fá dætur sínar aftur frá Tyrklandi eftir að faðir þeirra nam þær á brott með ólögmætum hætti. Barátta móðurinnar fyrir sínum rétti og barnanna hefur vakið þjóðarathygli og um leið samúð landsmanna. Það sér hver sjálfan sig í þeim sporum. Almenningur hefur því styrkt Sophiu myndarlega gegnum árin þótt enn sé hún í mikilli skuld vegna langvinns málareksturs. íslensk stjórnvöld hafa stutt aðgerðir Sopiu. Málið hef- ur verið tekið upp við forseta Tyrklands og ráðherra. Þrátt fyrir það hjakkar það sífellt í sama farinu. Það flækist endalaust á milli dómsstiga. Árin líða og móðirin tapar af æsku- og uppvaxtarárum bama sinna. Ofbeldis- maðurinn í málinu, faðir barnanna, er sá eini sem hagn- ast. Hann er enda borubrattur og segist tilbúinn til þess að mæta með dætur sínar fyrir dómara í næsta mánuði, öruggur um hug þeirra. Sophia gerir sér grein fyrir því að þar muni þær segja það eitt sem faðir þeirra segir þeim. íslenskir dómstólar úrskurðuðu á sínum tíma að Soph- ia færi með forræði dætra sinna. Þá hafa tyrkneskir dómstólar úrskurðað að hún skuli njóta þeirra lágmarks mannréttinda að hafa umgengnisrétt við dætur sínar. Þessi réttur Sophiu hefur verið þverbrotinn og það hafa tyrknesk yfirvöld látið viðgangast. Haft hefur verið eftir lögmanni Sophiu Hansen að þrátt fyrir verulega viðleitni íslenskra stjórnvalda, til stuðnings málstað hennar, hafi í raun harla lítið komið út úr þeim viðræðum. Það er því ljóst að herða þarf róð- urinn. Málið var tekið upp á Alþingi fyrr í vikunni. Þar kom fram samstaða þingmanna og vilji til þess að styðja Sophiu í erfiðri baráttu fyrir rétti sínum og bamanna. Hinn tyrkneski lögmaður Sopiu Hansen telur að mál- ið verði að taka upp á æðstu stigum, þ.e. með því að for- sætisráðherra íslands sendi tyrkneskum starfsbróður sínum mótmæli. Utanrikisráðherra vill á þessu stigi málsins ekki fullyrða um þá leið en bendir á að unnið sé í málinu. Meðal annars hefur verið ákveðið að sendi- herra íslands í Tyrklandi fari til Ankara í lok næstu viku vegna málsins. Þingumræða um þetta mál, þar sem meðal annars var greint frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda, var löngu tímabær. Sú umræða sýndi samstöðu yfirvalda. Sophia þarf að finna að í þessu máli stendur hún ekki ein. Hún hefur þjóðina á bak við sig. Þau tíðindi ættu að berast til réttra aðila í Tyrklandi þótt allur þessi langvarandi málarekstur bendi til þess að ekkert eigi að gera. Málið skuli þæft þar til Sophia hefur tapað á tíma. í þessu máli eru mannréttindabrotin gróf. Tyrklandi ber að sjá til þess að mannréttindaákvæði Evrópusátt- málans séu virt. Það hefur ekki verið gert í þessu tilviki. í mannréttindasáttmálanum segir að einstaklingur eigi kröfu á réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma. Sá réttur hefur verið fótum troðinn í máli Sophiu Hansen. Faðirinn fór með stúlkumar utan í júní árið 1990 þegar þær voru aðeins átta og níu ára gamlar. Nú, nær sex árum síðar, er enn engin niðurstaða fengin. Utanríkisráðherra sagði í gær að íslenska ríkinu bæri skylda til þess að sjá til þess að Tyrkir virtu mannrétt- indákvæðin. Allar þjóðir vildu komast hjá því að fá á sig dóma um mannréttindabrot. Því væri sú leið vænlegust. Hvetja verður stjómvöld til þess að taka á málinu af myndugleik og fylgja því eftir af festu. Það má engan tíma missa og í raun hefur sárgrætilega mikill tími far- ið til spillis. Jónas Haraldsson Sjómanninn skortir yfirsýn og tækjabúnað til að nálgast nauðsynlegar upplýsingar um lífríkið í sjónum svo að ákvarða megi heildarmagn einstakra tegunda í sjónum, segir m.a. í grein Helga. Skottulækningar eða alþýðuvísindi í DV 22. apríl sl. er kjallaragrein eftir Guðjón A. Kristjánsson, for- seta FFSÍ, sem ber heitið „Skip- stjórar og skottulæknar". Þar sem nafn undirritaðs kemur þar nokk- uð við sögu sé ég mig knúinn til þess að leggja hér nokkur orð í belg. Grein Guðjóns snýst að miklu leyti um vonbrigði hans vegna ákvörðunar sjávarútvegs- ráðherra um að auka ekki veiði- heimildir í þorsk á þessu fiskveiði- ári en svona í leiðinni er slett nokkrum fúkyrðum í undirritaðan vegna afstöðu VSFÍ til ákvörðunar ráðherrans, sem byggðist á vís- indalegri ráðgjöf okkar virtustu sérfræðinga á þessu sviði. Forsenda fullyrðingar Guðjón gagnrýnir fyrst og fremst það að ráðherra skyldi ekki hafa tekið tillit til skoðana FFSÍ, en samtökin höfðu boðað að auka ætti þorskkvótann á yfirstandandi fiskveiðiári um allt að 50 þús. tonn, sem breytist víst í samtölum við ráðherrann, bara si svona, í 20 þús. tonn, án frekari skýringa. En ósk FFSÍ byggist víst á fránum augum skipstjórnarmanna, séu orð Guðjóns notuð, sem vita meira um lífríki hafsins en blessaðir fiskifræðingarnir okkar. Þessari skoðun Guðjóns er ég ósammála, ekki vegna þess að ég telji ekki að margur skipstjórnar- maðurinn og sjómaðurinn viti býsna mikið um lífríkiö og marg- breytileika þess, heldur vegna þess að þegar kemur að því að ákveða heildarmagn einstakra teg- unda í sjónum umhverfís landið okkar, þá hefur sjómaðurinn, hvort sem hann starfar í brú, á þil- fari eða í vélarrúmi skipanna, hvorki yfirsýn né tækjabúnað til þess að nálgast nauðsynlegar upp- lýsingar sem eru forsenda þess að geta sett fram fullyrðingu af þessu tagi. Misskilningurinn Af þessu tilefni kom í hugann örstutt frásögn, sem er eitthvað á þá leiö að einhvern tíma mætti Onnur merking Hvað varðar hitt atriðið sem Guðjón kemur inn á í grein sinni, þ.e. alþýðuvísindi og skottulækn- ingar, þá virðist mér að hann hafi misskilið merkingu orðsins „skottulæknir". Orðabók Menningarsjóðs, frá árinu 1978, skýrir hana þannig: Gervilæknir, ólærður læknir, lé- legur læknir og hlaupalæknir. Og forliðinn skotta þannig: lélegur, falskur, ólærður. Eins og þarna kemur fram er merkingin sem lögð er i orðið allt önnur en sú sem Guðjón telur að það hafi. Merking Menningarsjóðs er greinilega sú að skottulæknir sé aðili sem tekur að sér verkefni undir fölsku flaggi, þ.e. vUlir á sér heimildir. Þetta er sú merking sem ég tel að orðiö hafi, þ.e. „Staðreynd málsins er einfaldlega sú að skipstjórar og þeir sem falla undir skil- greiningu orðsins „skipstjórnarmaður" eru ekki fiskifræðingar frekar en kjötiðn- aðarmaðurinn er dýralæknir . . Kjallarmn Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands Trabant asna á förnum vegi. Þegar þeir mættust spurði asninn: Hver er þar? Trabantinn svaraði: Það er bUl, en spurði um leið hver spyrði og asninn svaraði um hæl: Það er hestur. Um eitthvað í þessa veru snýst misskilningurinn. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að skip- stjórar og þeir sem falla undir skil- greiningu orðsins „skipstjórnar- maður“ eru ekki fiskifræðingar frekar en kjötiðnaðarmaðurinn er dýralæknir, þótt hann viti að sjálf- sögðu afar mikið um hold dýranna sem við leggjum okkur til muns daglega. Eða er hugsanlegt, með sömu rökum, að halda því fram að smal- inn sé sérfræðingur um útbreiðslu kvikfénaðar hér á landi þar sem hann gætir og smalar kvikfénaði alla daga? Ég held ekki. skottulæknir á fiskifræðilegu sviði er sá sem gefur fiskifræði- lega ráðgjöf án þess að hafa tilskil- inn nauðsynlegan bakgrunn. Um alþýðuvísindi gegnir allt öðru máli. Alþýðuvísindi eru, m.v. þær upplýsingar sem ég hefi aflað mér, uppsöfnuð reynsla kynslóð- anna sem í raun er grunnurinn sem vitneskja okkar byggist á. Er í raun þekkingin sem hver og einn einstaklingur hefur að geyma við fæðingu en á meðan á dvöl hans hér í heimi stendur þá bætir hann við hana sinni reynslu, sinni þekkingu, sem flyst síðan áfram til næstu kynslóðar og þannig koll af kolli. Alþýðuvísindi eiga því ekki skyldleika við neikvæða merkingu skottulækninga, nema hjá þeim sem vaða í villu um merkingu þessara hugtaka. Helgi Laxdal Skoðanir annarra Aukin framleiðni „Eitt mikilvægasta og augljósasta samvinnuverk- efni verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórn- valda er aukin framleiðni í íslenzkum fyrirtækjum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að hún er minni en í mörgum samkeppnislöndum okkar. Þetta gerir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna erfiðari og stuðlar um leið að því, að íslendingar vinna mun lengri vinnutíma en nágrannaþjóðirnar. Með aukinni framleiðni og sömu launum fyrir styttri vinnutíma má með sanni segja að lífsgæði, í viðum skilningi, aukist.“ Úr forystugrein Mbl. 1. maí. Launþegar og góðærið „Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum er stóraukið vald fært til sáttasemjara frá launþegum... Nú er komið á daginn að góðærið er alfs ekki fyrir alla. Launþegar hafa verið blekktir og til þess að þeir geti ekki sótt rétt sinn á nú að mýla verkalýðs- hreyfinguna með valdboðum... Sú alda mótmæla sem risið hefur vegna áforma ríkisstjórnarinnar verður ekki hnigin þegar næst verður gengið að samningaborði." Úr forystugrein Alþýðubl. 1. maí. Vald verkalýðshreyfingarinnar „Það er ekki hægt að halda öðru fram með sann- girni en að áhrif verkalýðshreyfingarinnar hafi ver- ið mjög mikil á síðustu áratugum. Þessi áhrif ná langt út fyrir ákvarðanir um almenna launataxta. Samtök launafólks hafa mikil áhrif á stefnumörkun 1 efnahagsmálum þjóðarinnar... Það er engum til góðs að draga úr mætti samtaka launafólks, en leik- reglurnar verða að ýta undir almenna þátttöku í ákvarðanatöku innan verkalýðshreyfingarinnar." Úr forystugrein Tímans 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.