Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Síða 18
26
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996
íþróttir______________________________________
íslandsmótiö í körfubolta unglinga:
KR með yfirburðalið
í 8. flokki í mörg ár
- íslandsmeistarar sl. þrjú ár og sigur í Scania-Cup í Svíþjóð fyrir skömmu
íslands- og Reykjavíkurmeistarar KR í 8. flokki karla í körfubolta - og að sjálfsögðu Scania-Cup- meistarar 1996.
Fremri röð frá vinstri: Hjalti Kristinsson, Reynir Bjarnason, Andri Fannar Ottósson, Björgvin Halldór Björnsson,
Helgi Magnússon, Jakob Sigurðsson og Brynjar Þór Björnsson, vatnsberi. - Aftari röð frá vinstri: Markús Hjaltason,
Sverrir Gunnarsson, Davíð Kristjánsson, Jón Arnór Stefánsson, Óskar Arnórsson, Baldur Jónasson, Hlynur Bær-
ingsson, Gunnar Arnarson og Benedikt Guðmundsson þjálfari.
Undanfarin ár hefur körfuboltaliö
KR i 8. flokki karla haft mikla yfir-
burði í sínum aldursflokki. Þó hafa
önnur lið verið að nálgast það hratt
hvað getu varðar, til að mynda ÍR
og Njarðvík. í úrslitakeppni ísland-
mótsins vann KR alia leiki sína af
öryggi. Hefur liðið unnið Islands-
meistaratitU þrjú síðustu ár og hef-
ur reyndar ekki tapað leik tU þessa
sem hlýtur að vera mjög athyglis-
vert, svo ekki sé meira sagt.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Stigatala liðsins á nýafstöðnu
leiktímabUi er 1472 stig skoruð gegn
592 stigum. í úrslitakeppninni 1996 i
íþróttahúsi Hagaskólans 29. og 30.
mars lauk leikjum liösins þannig:
KR-Njarðvík 59-37
KR-ÍR 56-51
KR-Tindastóll 77-26
KR-Breiðablik 88-18
KR-Haukar 77-34
Jón Amór Stefánsson með viður-
kenningarnar sem hann hlaut á
Scania-Cup.
Lokaröðin:
1. sæti KR
2. sæti ÍR
3. sæti Njarðvík
4. sæti Tindastóll
5. sæti Haukar
6. sæti Breiðablik
Stigahæstu leikmenn 1996:
Andri Fannar Ottósson 323
Jón Amór Stefánsson 244
Davíö Kristjánsson 173
Jakob Sigurðsson 159
Björgvin Halldór Björnsson 122
Scania-Cup-meistarar 1996
Um páska tók 8. flokkur KR þátt í
Scania-Cup sem er óopinbert Norð-
urlandamót félagsliða í viðkomandi
aldursflokkum i körfubolta. Mótið
fór fram í Södertálje í Svíþjóð og að
þessu sinni mættu 120 lið frá Finn-
landi, Sviþjóð og Danmörku. I ferð-
inni lék KR-liðið sex leiki og vann
þá alla. Úrslit þeirra urðu þessi.
KR-Tapiola Honka, Finnl. 84-47
KR-Alvik, Svíþjóð 52-37
KR-JKS Basket, Svíþjóð 10840
Undanúrslit:
KR-Akropol BBK, Svíþjóð 67-55
Úrslitaleikurinn:
KR-Tapiola Honka, Finnlandi 60-42
I mótslok var Jón Amór Stefáns-
son kjörinn Scaniakóngur í sínum
aldursflokki og að auki var hann
valinn í úrvalslið í sama flokki.
Stigahæstu leikmenn
á Scania-Cup:
Jón Arnór Stefánsson 94
Andri Fannar Ottósson 92
Davíð Kristjánsson 37
Jakob Sigurðsson 26
Helgi Magnússon 24
Reykjavíkurmeistarar 1996
Reykjavíkurmóti 8. flokks í körfu-
bolta lauk síðastliðinn sunnudag.
KR-strákarnir urðu Reykjavíkur-
meistarar og er liðið að sjálfsögðu
skipað sömu leikmönnum og unnu
áðumefhd mót.
Frábær frammistaða
Ljóst er að þjálfun liðsins er í góð-
um höndum því slík frammistaða
kemur ekki nema eftir mikla vinnu
og svo þarf auðvitað góðan stuðning
foreldra sem hafa oft unnið þrek-
virki innan félaganna. - Meira af
svo góðu.
Gott framlag aldraöra til unglingagolfs í Reykjanesbæ:
Lánuðu krökkunum sal
DV, Suðurnesjum:
„Það má segja að þetta fram-
lag eldra fólksins í Reykjanesbæ
til þeirra yngri sé stórkostlegt.
Eldra fólkið hefur lengi leigt sal
í gömlu fiskvinnsluhúsi í
Röstinni til eigin nota en hefur
leyft yngri golfleikurum afnot af
salnum einu sinni í viku endur-
gjaldslaust í allan vetur - og
hafa krakkarnir nýtt salinn
mjög vel allan timann. Þetta
framtak er skemmtilegt og er
mjög gaman að sjá eldra fólk
koma svona til móts við þá
yngri," sagði Elías Krisfjánsson,
stjómarmaður og formaður
unglingadeildar GS. I púttsaln-
um hafa verið haldin mörg mót
í holukeppni og höggaleik í vet-
ur fyrir 18 ára og yngri og í boði
hafa verið mjög vegleg verðlaun
sem fyrirtæki á staðnum hafa
gefið.
Frábært tækifæri til
að bæta sig
„Þessi aðstaða krakkanna
hefur gefið þeim tækifæri til að
bæta getuna og hefur salurinn
verið mjög vel nýttur í vetur.
Þeir ættu því að koma mun hæf-
ari til leiks í sumar,“ sagði Elí-
as Kristjánsson að lokum.
-ÆMK
Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir, 10 ára, var
eina stúikan í æfingahópnum í vetur.
Ungu golfleikararnir í Golfklúbbi Suðurnesja hafa verið mjög ánægðir með aðstöðuna sem eldra fólkið hefur lát-
ið þeim í té. DV-myndir Ægir Már
DV
Handbolti unglinga:
Fram og ÍR í
úrslitakeppnina
Fram og ÍR tryggðu sér sæti í
úrslitakeppnina 3.-5. maí þegar
liðin urðu í 1. og 2. sæti í úrslit-
aumferö 4. flokks karla, A-riðils.
Úrslit leikja urðu þessi.
ÍR-Fram..............19-18
ÍR-FH................16-20
ÍR-Grótta............24-15
ÍR-UMFA..............28-18
Fram-FH..............16-13
Fram-Grótta..........23-18
Fram-UMFA............16-11
FH-Grótta............18-18
FH-UMFA..............18-17
Grótta-UMFA..........14-19
Lokastaðan:
Fram 4 3 0 1 73-61 6
ÍR 4 3 0 1 79-71 6
FH 4 2 1 1 69-67 5
UMFA 4 1 0 3 65-68 2
Grótta 4 0 1 3 65-84 1
Handbolti, 4. fl. kvenna:
KA og Grótta
beint í
úrslitakeppnina
KA og Grótta urðu í 1. og 2.
sæti í úrslitaumferð íslands-
mótsins í handbolta og leika því
til úrslita í 4. flokki kvenna 3.-5.
maí. Úrslit leikja urðu þessi:
Fram-Grótta.............16-15
Fram-Valur..............17-21
Fram-Selfoss.............10-0
Fram-KA.................16-19
Grótta-Valur............20-16
Grótta-Selfoss...........18-0
Grótta-KA...............20-19
Valur-Seifoss............10-0
Valur-KA.................9-16
Selfoss-KA...............0-10
Lokastaðan:
KA 4 3 0 1 64-45 6
Grótta 4 3 0 1 65-51 6
Fram 4 2 0 2 59-55 4
Valur 4 2 0 2 56-53 4
Selfoss 4 0 0 4 0-40 0
Selfoss mætti ekki td leiks.
íslandsmót í körfubolta:
íslands-
meistarar í
yngri flokkum
Undanúrslitaleikir í hinum
ýmsu yngri flokka fóru fram 15.
apríl í Laugardalshöll og úrslita-
leikir síðan sunnudaginn 16. apr-
U. Úrslit leikja urðu eftirfarandi:
Undanúrslit, 9. flokkur karla:
Keflavik-TindastóU......74-44
KR-Njarðvík.............67-54
Úrslitaleikur:
Keflavík-KR..............69-47
Undanúrslit, stúlknaflokkur:
ÍR-Breiðablik...........48-38
SnæfeU-Njarðvík ....... 35-32
Úrslitaleikur:
ÍR-Snæfell..............38-32
Undanúrslit,
10. flokkur karla:
KR-Keflavík.............73-74
TindastóU-Þór, A........37-41
Úrslitaleikur:
KR-Þór, A...............51-45
Undanúrslit,
unglingafl. kvenna:
Keflavík-ÍR...............20-0
yaiur-Breiðablik........63-18
Úrslitaleikur:
Keflavik-Valur...........52-40
Undanúrslit, drengjaflokkur:
Haukar-Laugdælir.........65-50
Grindavík-Valur..........63-56
Úrslitaleikur:
Grindavík-Haukar........66-56
Meira um úrsiitaleikina á
unglingasíðu DV síðar.
Bikarmeistarar í körfu:
Úrslitaleikimir:
9. flokkur: KR-Keflavík . . 75-65
10. flokkur: KR-Njarðvík . 65-37
Drfl.: Grindavík-Keflavík. 75-59
Ulfl. kar.: Keflav-Grindav. 80-63
Stúlknafl.: ÍR-Njarðvík.. . 44-38
Ulfl. kvenna: Keflav.-ÍR .. (28-4)