Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Page 2
kágfa fréttir LAUGARDAGUR 4. MAI 1996 Bakteríusýking á Landspítalanum: Sykill i mjuksapu - allri mjúksápu útrýmt í snatri og venjuleg handsápa tekin í notkun á ný Sýking hefur komið upp á Land- spítala og er hún rakin til sýkils í mjúksápu, fljótandi handþvott- asápu, sem er við flestar handlaug- ar og á snyrtiherbergjum spítalans. Að sögn Karls G. Kristinssonar, sýklafræðings og formanns sýkla- varnanefndar Ríkisspítala, hefur sýkillinn greinst í sápuleginum sjálfum, bæði inni á spítalanum. en einnig hjá framleiðanda sápunnar. Mjúksápan var snarlega tekin úr Flug frá Skotlandi: Álftirnar fóru nákvæmlega sömu leið Álftirnar Jón Gunnar og Ingólfur, sem bera gervihnattasenda þannig að hægt er að fylgjast með ferðum þeirra, komu til landsins i síðasta mánuði eftir giftusamlegt flug yfir hafið. Athyglisvert er að þær flugu báðar sömu leiðina. Síðastliðinn vetur héldu báðar álftirnar til í Caerlaverock í Skotlandi en þar er friðland fyrir fugla. Ólafur Einarsson, líffræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun Islands, fylgdist með flugi álftanna. Ingólfur lagði af stað frá vetrardv- alarstað sínum þann 29. mars og fór í fyrsta áfanga til Suðureyja. 31. mars lagði hann af stað þaðan og fór beina leið á Breiðamerkursand og var kominn þangað síðdegis 1. apr- íl. Næsta dag fór hann í Þykkvabæ- inn þar sem hann hefur haldið til síðan. Jón Gunnar hins vegar fór frá sama stað í Skotlandi til Suðureyja 5. apríl. Þann 6. apríl lagði hann af stað til íslands en var lengur á leið- inni en Ingólfur því hann tók land á Breiðamerkursandi 8. apríl. Eins og Ingólfur fór Jón Gunnar næsta dag austur í Álftafjörð og hefúr verið þar síðan. Báðar álftirnar flugu lágflug, í innan við 100 metra hæð. -ÞK Alftir á ferð og flugi .. ÍSLAND Jón Gunnar fór Ingólfur fór svo baginn eftir daginn eftir í ; austur í Alftafjörð. Þykkvabæinn. Flugu svo beina leið á Breiðamerkursand. Ingólfur kom 1. apríl e Jón Gunnar 8. apríl. Fóru báöar til Suður- eyja í fyrsta áfanga. * •» Færeyjar ’.Skotland N-irland vCaerlaverock ÍRLAND ' Wa|es BRETLAND Alftirnar Ingólfur og Jón Gunnar fóru héðan 29. mars og 5. apríl. DV umferð á sjúkrastofnunum Ríkis- spítala þegar sýkingin uppgötvaðist. í stað hennar hefur verið sett venju- leg handsápa. „Það hefur verið ákveðið að hætta að nota þessa sápu og verið að skoða aðra möguleika," segir Karl G. Kristinsson. Hann seg- ir að þetta „líf ‘ í sápunni hafi kom- ið verulega á óvart, ekki síst hversu mikið sýklamagnið reyndist vera, en fæstir gera sér í hugarlund að sápulögur sé smitberi. Karl segir að ekki sé ætlast til að sápur séu algjörlega lausar við bakt- eríur, enda engin þörf á því í sjálfu sér. Hins vegar sé sífellt verið að finna sápur sem valda ekki ofnæmi og eru ekki ertandi og í þeim til- gangi séu rotvarnarefni og sótt- hreinsandi efni spöruð meir og meir við framleiðsluna. Það hafi svo í fór með sér aukna hættu á bakteríu- gróðri í sápunni. Samkvæmt heimildum DV þótti í fyrstunni líklegt að sýkingin hefði borist á brúsana og dreifst þaðan um spítalann þegar fyllt var á þá, fremur en að sýkillinn hafi komið inn á spítalann í sjálfri sápunni. Mjúksápan var við handlaugarnar í litlum brúsum með dælu. Þeir eru margnota og fyllt var á þá daglega. í stað mjúksápunnar eru nú kom- in venjuleg litil sápustykki, eins og tíðkast á hótelum, og er skipt um sápustykkin daglega. -SÁ Lárus Kristmundsson, bóndi á Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, með lömbin sem minkurinn beit. Minkurinn er talinn hafa sloppið úr minkabúi en hann bítur ekki fleiri lömb, hunda eða fugla úr þessu. DV-mynd ÞÖK Minkur bítur lömb Minkur beit tvö lömb á túninu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatns- leysuströnd þann fyrsta maí. „Ég horfði á þegar minkurinn beit lömbin, hann skaust svo inn í holu og ég náði í byssu og skaut hann,“ sagði Lárus Kristmundsson, bóndi á Efri- Brunnastöðum. Lárus taldi ekki víst að lömbin næðu sér og verið gæti að þyrfti að af- lífa þau. Þau eru það illa farin að þau eiga erfit með að standa í fæturna. „Þetta eru tvílembingar, minkur- inn beit annað í afturfætur og hitt í framfætur. Þau eru ekki brotin en ég er hræddur um að illt sé að koma í sárin,“ sagði Lárus. Hann taldi að þetta væri búrmink- ur sem hefði sloppið af einhverju búi, hann væri svartur og öðruvísi en þeir villtu. Áður en minkurinn beit lömbin hafði hann bitið heimilishundinn við auga og einnig hafði Lárus orðið var við að hann dræpi fugla. Minkurinn hafði verið viðloðandi bæinn í nokkra daga -ÞK Salmonellusýkingin á bolludag: 8 milljóna skaða bótakrafa - bíðum viðbragða Samsölubakarísins, segir aðstoðarforstj óri Ríkisspítala „Það er búið að taka saman kostnað Ríkisspítala vegna salmon- ellusýkingarinnar á bolludag og hann reyndist rúmar átta milljónir króná. Við höfum snúið okkur til Samsölubakarísins og óskað eftir að fá þennan kostnað greiddan," segir Ingólfur Þórisson, aðstoðarforstjóri Ríkisspítala, við DV. Ingólfur segir að nú sé beðið við- bragða Samsölubakarísins og það sé undir því komið hver þau verða, hvort höfðað verður skaðabótamál á hendur bakaríinu eða ekki. -SÁ NIÐURSTAÐA Er 1. maí úreltur sem baráttudagur? — ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Nei Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _3Lj Nei JjJ ,r 5 d d FOLKSINS 904-1600 Á ríkið að fjármagna baráttu Sophiu Hansen? stuttar fréttir Menntamálanefnd klofln Menntamálanefnd Alþingis er | klofin í afstöðu til frumvarps um 1 framhaldsskóla. Stjórnarþing- menn vilja að kennsludagar verði 145, kveðið á um innritunargjöld og kennarar gefi umsögn fyrir samþykkt námsskrár, skv. RÚV. Vilja skattaafslátt Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp og vilja að inneign á hússnæðissparnað- arreikningum veiti skattaafslátt. Slíkur afsláttur verður afnuminn um áramót. RÚV sagði frá. Síldin komin á sunnudag Fyrstu göngur norsk-islensku síld- arinnar verða trúlega komnar inn í lögsöguna á sunnudag þegar síld- arrannsóknir hefjast. Útvarpið greindi frá. Styrkja sumar- ráðningar Borgaryfirvöld ætla að styrkja fyr- irtæki og stofnanir til aö ráöa 16, 17, og 18 ára skólakrakka í vinnu í sumar. Bændur geta einnig sótt um styrk. Fjallað um vinnu- skólann Umboðsmaður barna vill að nefnd fjalli um málefni vinnuskólans með tilliti til hagsmuna, þarfa og réttinda barna því þessi starfsemi verði æ mikilvægari. Leggja niður vinnu Dagsbrún hvetur félagsmenn sina til aö leggja niður vinnu daginn sem atkvæði verða greidd um frumvarp um samskipti á vinnu- markaði. Samning gegn mengun Umhverfisráðherra hvatti til al- þjóðasamninga gegn mengun af völdum þrávirkra lífrænna efha á fundi í New York. Stórkaupmenn andvígir Stórkaupmenn eru andvígir fram- ! komnu frumvarpi um breytingar á vörugjöldum m.a. vegna þess að það mismunar atvinnugreinum. Frosti ráðinn forstjóri Nýherji hefur ráðið Frosta Sig- urjónsson rekstrarhagfræðing í stöðu forstjóra frá 15. maí. Upplagseftirlit Hljómplötuframleiðendur hafa falið Hagvangi að annast upplags- eftirlit. Félagsmenn eiga 95% markaðshlutdeild. Bann við jarðsprengjum íslendingar eiga aðild að nýjum 55 ríkja sáttmála um bann við jarð- sprengjum sem staðfestur var í gær. Utvarpið sagði frá. Opnar skrifstofu Pétur Kr. Hafstein opnar í dag upplýsingaskrifstofu að Austur- stræti 14. Þar verður létt stemning og lifandi tónlist í dag. Fá hjálma og veifur AUir sjö ára Akureyringar fá gef- ins reiðhjólahjálma og öryggi- sveifur á reiðhjól hjá Kíwanis- klúbbnum Kaldbak í dag. Sportklifurfélag stofnað Sportklifurfélag Reykjavikur hef- ur verið stofnað. Fyrsti félags- fundurinn verður haldinn á mið- vikudag. Allir fá vinning Allir fá vinning í happdrætti SlBS. I ágúst fá öll númer ljós- prentaða bók með handskrifuðuin verkum 124 skálda. -GHS Einu ekki of fj I frásögn af samkomu ung’ miðbæ Reykjavíkur að loknur ræmdu prófunum vantaði eil þegar sagt var frá hópi stúlkna sem þar voru. Stúll höfðu ekki neytt áfengis og er velvirðingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.