Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Side 4
Grindavík
PV
Samstarf
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996
Háskalegt atvik á gæsluvelli í Kópavogi:
Smábarn yfirgefið
- starfsfólkið farið í mat þegar móðirin kom að sækja barnið
Tveir leikir í einu
- í beinni útsendingu á Stöð 3
Þórkötlu Ragnarsdóttur, móður
tæplega þriggja ára barns, brá held-
ur betur í brún þegar hún kom á
gæsluvöllinn við Álfabrekku og
Efstahjalla í Kópavogi þremur til
Qórum mínútum fyrir kl. 12 í fyrra-
dag. „Dóttir mín, Alexandra Elva,
var hágrátandi og hrædd eftir að
hafa meitt sig, starfsmennirnir farn-
ir i hádegismat og hliðið opið,“ seg-
ir Þórkatla við DV
Sem betur fer hafði önnur kona
komið þarna að eftir að Alexandra
Eva var orðin ein á gæsluvellinum
og var að stumra yfir henni þegar
Þórkötlu bar að. Þessi kona undrað-
ist að finna yfirgefið og umsjárlaust
barn á mannlausum gæsluvellinum.
Þórkatla þakkar forsjóninni fyrir að
þessi kona var þarna stödd því að
annars hefði dóttir hennar hugsan-
lega farið út á götuna og hæglega
getað villst eða farið sér að voða.
„Ég var stödd í húsi við Engihjall-
ann og þegar ég lagði af stað að
sækja Alexöndru Elvu vantaði
klukkuna á eldhúsveggnum sjö mín-
útur í tólf en gæsluvellinum er lok-
að klukkan 12. Ég spurði konuna,
sem var að hlynna að dóttur minni,
hvað klukkan væri þegar ég kom
þangað og þá vantaði hana tæpar
fjórar mínútur í tólf,“ segir Þór-
katla. Hún hefur kvartað undan
þessu atviki við fóstrurnar sem
voru á vakt á gæsluvellinum og þær
svarað og sagst ekki hafa séð Al-
exöndru Evu eða nokkurt annað
barn þegar þær yfirgáfu völlinn.
Barnið hljóti því að hafa verið inni
í einu af leikfangahúsunum sem á
vellinum eru.
Ekki náðist í gær í félagsmála-
stjóra Kópavogs né deildarstjóra
gæsluvalla bæjarins vegna þessa
máls en Sigurður Geirdal bæjar-
stjóri sagðist mundu kanna málið
en sér virtist að þama hefðu orðið
mannleg mistök. „Almenn viðbrögð
við svona er að gera könnun á
starfsháttum og vinnureglum á
þessum gæsluvelli og öðrum og at-
huga hvernig þetta geröist og hvem-
ig komið verði í veg fyrir að slíkt
gerist aftur, á þessum gæsluvelli
eða öðrum." -SÁ
Margir knattspyrnuáhugamenn
bíða spenntir eftir síðustu leikjun-
um úr ensku úrvalsdeildinni næst-
komandi sunnudag.
Mikil barátta er milli Manchester
Finnur Ingólfsson iönaöarráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ingvar Vikt- United og Newcastle um Englands-
orsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu viljayfirlýsinguna. DV-mynd S meistaratitUinn og mun Newcastle
spila á heimavelli gegn Tottenham
og Manchester United á útivelli
gegn Middlesbro.
Stöð 3 mun sýna báða leikina
beint á sama tíma. Leikur Middles-
bro og Manchester United veröur
sýndur á hinni hefðbundnu rás
Stöðvar 3 en leikur Newcastle og
Tottenham veröur sýndur á rás
Discovery.
Leikirnir hefjast klukkan 15.00 og
munu Geir Magnússon og Lárus
Guðmundsson lýsa leikjunum.
Forsetaframbjóðandinn Guðrún
Agnarsdóttir býður kjósendum að
kynnast sér nánar á nýrri heimasíðu
á veraldarvefnum.
Heimasíða Guðrúnar er aðgengi-
leg á http:/www.saga.is/Gudr-
un.Agnarsdottir.
Heimasíðan mun veita ítarlegar
upplýsingar um ævi, störf og stefnu
Guðrúnar og áherslur hennar í kosn-
ingabaráttunni. Hún mun einnig
halda dagbók þar sem hún spjallar
um daginn og veginn í kosninga-
amstrinu og gefa fólki færi á að kom-
ast í beint samband við sig. Á netinu
mun hún taka þátt í beinu spjalli við
kjósendur á hverjum miðvikudegi
milli klukkan 18 og 19.
Guðrún segist sjálf hafa notað Int-
ernetið til að halda betri tengslum
við skyldfólk og vini sem búa erlend-
is auk samskipta við vinnufélaga.
Hún telur að á sama hátt geti íslend-
ingar með skynsamlegri nýtingu
þessarar nýju tækni haídið nánum
tengslum við aðrar þjóðir og skapað
ný menningarleg tengsl og atvinnu-
tækifæri ef rétt er á málum tekið.
Netfang Guðrúnar er gudrun.agn-
arsdottir@saga.is. -ÞK
Keflavík
V
Jarðgufa í Trölladyngju
Faxaflói
Á þessu svæöi gæti reynst
* 3/ hagkvæmt aö virkja jarögufu.
Kleifarvatn
Guðrún Agnarsdótt*
ir með heimasíðu
Þórkatla Elva, tæplega þriggja ára gömul, var skilin ein eftir á gæsluvelli í Kópavogi og var aðvífandi kona að stumra yfir
henni grátandi og hræddri þegar móðir hennar kom að sækja hana - fjórum mínútum fyrir 12 í fyrradag. DV-mynd GS
Pétur Kr. Hafstein hóf kosningabaráttu sína á Vestfjörðum:
Troðfullt út úr
dyrum á ísafirði
Hvert sæti var skipað og troð-
fullt út úr dyrum á fyrsta kosn-
ingafundi Péturs Kr. Hafstein í
stjórnsýsluhúsinu á Isafirði 1. maí
- á hátíöisdegi verkalýðsins. Fyrr
um daginn var Pétur viðstaddur 1.
maí hátíðahöldin á ísafirði ásamt
eiginkonu sinni, Ingu Ástu.
Yfir 200 manns voru á fundinum
í stjórnsýsluhúsinu, að sögn sýslu-
mannsins í ísafjarðarsýslu. Pétur
flutti ræðu og lagði áherslu á að
embætti forseta Islands væri einn
af hornsteinum íslenskrar stjórn-
skipunar. Mikilvægt væri að for-
setinn væri sameiningartákn og
friðarafl í samfélaginu.
Sjö ræðumenn tóku til máls,
þeirra á meðal Pétur Bjarnason
fræðslustjóri, Einar Jónatansson
úr Bolungarvík og Baldur Bjarna-
son úr Vigur. Kristján Haraldsson,
framkvæmdastjóri Orkubús Vest-
fjarða, var fundarstjóri.
Pétur Kr. Hafstein hóf kosninga-
baráttu sína til embættis forseta
íslands á Vestfjörðum. Hann heim-
sótti Súðavík, Bolungarvík, Suður-
eyri og Þingeyri og á þriöjudags-
kvöldið hlýddu þau Pétur og Inga
Ásta á tónleika Jónasar Ingimund-
arsonar á Flateyri.
-ÞK
í gufunni
„Nauðsynlegar rannsóknir hafa
ekki farið fram til að hægt sé að
segja hve mikið er til af þessari
orku og hvað hún gæti kostað,"
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri þegar hún gekk til und-
irritunar á viljayfirlýsingu með
Hafnfirðingum og iðnaðarráðuneyti
um rannsóknir á jarðgufu í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins.
Viljayfirlýsingin var undirrituð á
Grand Hótel Reykjavík í gær. Við
undirritunina kom fram að einkum
er horft til svæðisins umhverfis
Trölladyngju í leit að virkjanlegri
jarðgufu. Þaðan eru 12 kílómetrar
til Straumsvíkur.
Þá kom fram að bandarískt fyrir-
tæki, Southern Paper, hefur spurst
fyrir um nýtanlega jarðgufu fyrir
pappírsverksmiðju.
-GK