Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 Vonbrigði yfir nýrri samþykkt um notkun jarðsprengna: Óskir um allsherjarbann hunsaðar til ársins 2001 Ný alþjóðleg samþykkt um jarð- sprengjur, sem 55 ríki samþykktu formlega í gær, bannar notkun jarð- sprengna sem ekki er hægt að finna og beint er gegn mönnum. En sam- þykktin leggur ekki algert bann við notkun jarðsprengna eins og margir höfðu vonað og ríkisstjórnir 34 landa, þar á meðal íslands, höfðu kraflst. Samþykkt sem gerð var á alþjóð- legri ráðstefnu í Genf í gær var ætl- að að endurskoða samþykkt Sam- einuðu þjóðanna frá 1980 um notk- un hefðbundinna vopna. Þó ekki hefði verið lagt algert bann við notkun jarðsprengna voru lagðar verulegar hömlur á notkun nýrra gerða þeirra. Þeir sem óskuðu eftir algeru jarðsprengjubanni, þar á meðal ríkin 34, Sameinuðu þjóðirn- ar og Alþjóða Rauði krossinn, verða að biða til ársins 2001 með að fá þær óskir uppfylltar. Fyrst þá verður samþykktin um notkun jarð- sprengna aftur tekin til endurskoð- unar. Samþykktin þykir fara mjög mildilega með þá sem enn eru hlynntir notkun jarðsprengna. Helstu atriði samþykktarinnar eru þau að svokallaðar „dumb“ jarð- sprengjur, sem beint er gegn fólki, verða bannaðar. Nýjar jarðsprengj- ur verða að innihalda að minnsta kosti 8 grömm af járni svo þær megi finna. Finnanlegar jarðsprengjur, sem verða ekki sjálfkrafa óvirkar, má einungis nota á afgirtum, merkt- um eða vöktuðum svæðum. Sprengj- ur sem komið er fyrir með þyrlum eða slíkum tækjum skulu verða óvirkar sjálfvirkt innan 30 daga. Inn- og útflutningur bannaðra jarð- sprengna er ekki leyfður. En þeim ríkjum sem ekki telja sig geta farið eftir samþykktinni strax er gefinn 9 ára aðlögunartími. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir vonbrigðum með að krafan um algert bann við jarðsprengjum skyldi ekki fá hljómgrunn. Hann sagði að þegar algert bann við jarð- sprengjum yrði aftur á dagskrá heföu þær orðið að minnsta kosti 54 þúsund manns að bana og um 80 þúsund manns hefðu hlotið örkuml. Fulltrúar á ráðstefnunni samein- uðust í einnar mínútu þögn tfl að votta þeim 14 þúsund manns virð- ingu sína sem talið er að hafi orðið jarðsprengjum að bráð frá því ráð- stefnan um jarðsprengjur var hald- in í haust. Jarðsprengjur særa eða örkumla um 25 þúsund manns á ári hverju en það samsvarar 20 manns á hverri mínútu. Yfir 100 milljónir jarð- sprengna liggja faldar í jörðu í 64 löndum um allan heim. Eru 3-7 miiljónir jarðsprengna í Evrópu, þar af um 2 milljónir í ríkjum fyrr- um Júgóslavíu. Reuter stuttar fréttir Skæður skjálfti Að minnsta kosti 8 fórust og yfir 100 slösuðust í hörðum jarð- skjálfta í Mongólíu í Kína. Vonast eftir viðræðum Boris Jeltsin Rússlandsforseti vonast til að þríhliða viðræður geti hafist við uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu. Óttast um frið Palestínumenn óttast um afdrif friðarsamninga við ísraelsmenn eftir að hinir síðarnefndu létu vera að dagsetja brottflutning að hluta frá borginni Hebron á Vest- urbakkanum. Evrópuher til Bosníu IHans van den Broek, fram- kvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, leggur til að Evrópuríki safni í her sem taki við friðargæslu í Bosníu eftir að hersveitir NATO fara þaðan. IBarist í Líberíu Hart var barist á götum Mon- róvíu, höfuðborgar Liberíu. Tvö kúariðutilfeili Tvö tflfelli kúariðu hafa fund- ist í Frakklandi. Boðar umbætur IJose Maria Aznar, verðandi forsætisráðhera Spánar, boðaöi miklar umbætur og græðslu sára eftir borgarastríð. Kærður fyrir káf Fyrrum ritari leikarans Geor- ge C. Scotts, 68, hefur kært hann Ifyrir grófa kynferðislega áreitni og vill draga hann fyrir rétt áöur en hann deyr. Lögmenn Scotts segja að réttarhöld muni ganga af honum dauðum. Reuter Erlendir markaðir: Efnahagsbati í Bandaríkjunum Verð á hlutabréfum hrapaði, doll- arinn féll og vextir hækkuðu í kaup- höllinni í New York á fimmtudag. Vextir hafa ekki verið svo háir í eitt ár. Ástæðan fyrir þessum breyting- um er fréttir um meiri efnahagsbata en búist var við. Batinn mældist 2,8 prósentustig eða einu prósenti meiri en hagfræðingar bjuggust við. Breytingarnar í verðbréfavið- skiptum í Bandaríkjunum höfðu áhrif á viðskiptin í Lundúnum og voru hlutabréfakaup lifleg. Hluta- bréfaviðskiptin höfðu hins vegar verið nokkuð stöðug þegar kaup- höllin í Frankfurt lokaði. Hluta- bréfavísitalan í Tokyo lækkaði á fimmtudag. Bensinverð á erlendum mörkuð- um lækkaði um þrjá til fjóra dollara tunnan í síðustu viku. Verö á hráol- íu lækkaði einnig. Reuter Bosnískur maður gerir hér jarðsprengju óvirka nærri flugvellinum í Sarajevo í gær. Hann er vinnur hjá einkafyrirtæki sem tekur þátt í að hreinsa landið af jarðsprengjum. Mikill fjöldi jarðsprengna er eitt umfangsmesta vandamálið í Bosníu eftir fjögurra ára ófrið. Símamynd Reuter Major kokhraustur eftir tap John Major, forsætisráðherra Bretlands, var kokhraustur eftir ósigurinn í sveitarstjórnarkosning- unum í gær og sagðist mundu halda völdum alveg fram til þingkosninga næsta vor. Sagði hann að þegar Verkamannaflokkurinn færi að skýra út fyrir kjósendum hvernig hann hygðist fjármagna stefnuskrá sína mundu þeir flykkjast til íhalds- flokksins á ný. Hann benti ennfrem- ur á að kjörsókn hefði aðeins verið 30 prósent í kosningunum nú og hann væri þess fullviss að milljónir kjósenda íhaldsflokksins mundu ekki láta sig vanta í næstu þing- kosningum. . Um 3 þúsund manns voru í kjöri í sveitarstjórnarkosningunum í fyrradag. íhaldsmenn töpuðu tæp- lega 600 fulltrúum, um helmingi þeirra sæta sem flokkurinn hafði fyrir kosningar. Fengu íhaldsmenn færri fulltrúa kjörna en Frjálslyndir demókratar. Verkamannaflokkur- inn fékk 43 prósent atkvæðanna, íhaldsflokkurinn 27 prósent og Frjálslyndir demókratar 26 prósent. íhaldsmenn viðurkenndu að úr- slitin væru áfall en þó ekki eins slæm og spáð hafði verið. Leiðin lægi nú upp á við. Verkamanna- flokkurinn hefði þegar „toppað" og leiðin lægi aðeins niður á við fyrir Tony Blair. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 6'100 5S57,15 F M A M FT-SE 100 3800 /7^\ 3700 3600^ 3776,4 DV Andófsmaður biður fjölskyld- unni vægðar Kínverski andófsmaðurinn ( Liu Gang, sem flúið hefur til | Bandaríkjanna undan ofsókn- ; um yfirvalda í heimalandinu, vonar að kínversk yfirvöld láti ' fjölskyldu hans og vini í friði. Gang, sem var einn aðalmaður- inn í andófmu á Torgi hins himneska friðar 1989, er nú staddur hjá kunningjum í Boston. Gang segir að áður en hann flúði Kína hafi hann verið fóm- arlamb stanslausra ofsókna af hálfu lögreglu sem elti hann hvert sem hann fór, hleraði símann, opnaði póst, ók utan í bílinn hans á ferð og hindraði hann á allan hátt. Fyrir flótt- ann var Gang hundeltur þar sem hann hafði hunsað ferða- f bann yfirvalda. Ellilífeyrisþeg- ar gerðu aðsúg að Jeltsín Ellilífeyrisþegar í bænum Jaroslavi, 250 km norðaustur af Moskvu, veittu Jeltsín forseta heldur óblíðar móttökur á kosningaferðalagi hans í gær. Geröu þeir aðsúg að honum með hrópum þar sem þeir höfðu ekki fengið greiddan líf- eyri né ellilaun í marga mán- uði. Þrátt fyrir kuldalegar mót- tökur og forskot kommúnista | var Jeltsín glaður í bragði en 1 brást óvkæða við þegar hann var spurður hvort hann drægi framboð sitt til baka. Jeltsín hætti við að heim- sækja borgina Vladimir í dag. Ekki var gefið upp um ástæður ■ þess. Fjöldamorðingi líflátinn Keith Wflliams, sem fundinn var sekur um morð á tveimur körlum og einni konu fyrir 18 árum, var tekinn af lífi í fang- elsinu í San Quentin í Kaliforn- ! íu í gærmorgun. Var hann líf- látinn með lyfjagjöf eftir að al- ríkisdómstófl hafði synjað ■ áfrýjunarbeiðni. Williams falsaði tékka 1976, keypti bíl og ók að húsi þar sem hann réðst inn og tók tvo menn af lífi. Rændi hann konu á heimilinu sem hann drap síðar eftir að hafa nauðgað henni. Talið er að 75 fangar verði líf- látnir í Bandaríkjunum í ár en 56 voru líflátnir í fyrra. Hæsti- réttur Bandaríkjanna bannaði dauðarefsingu 1972 en fjórum árum síðar úrskurðaði réttur- inn að ríki gætu tekið hana upp aftur, sem flest þeirra gerðu. Hákarlar og sæhestar í út- rýmingarhættu Alþjóðanáttúruvemdarsam- j tökin, WWF, sögðu i gær að sjávardýr eins og hvíthákarl og I sæhestar tilheyrðu nú þeim i dýrategundum sem væru í j bráðri útrýmingarhættu. Bæt- : ast þessi dýr sjávar þar með í hóp með tígrisdýrum, filum og fleiri dýrum. Á fjórða tug vís- »= indamanna sem hittust í : London í vikunni komst að I þeirri niðurstöðu að 131 af 152 ! tegundum sjávardýra væri í út- rýmingarhættu og 15 teg- I undanna væru í verulegri rí hættu. Niðurstöður fundarins verða I lagðar til grundvallar þegar I „rauði listinn“ yfir dýr í útrým- ingarhættu verður gefinn út í haust en hann er birtur á sí þriggja ára fresti. Hvíthákarl er aðallega veidd- ur vegna tálkna sem notuö eru í súpu og sæhestur er aðallega ( veiddur í Austurlöndum vegna 1 lyfjaframleiðslu. Reuter 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.