Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 4. MAI1996
matgæðingur vikunnar
Valgerður Hrólfsdóttir bæjarfulltrúi er matgæðingur vikunnar:
s sælkerinn
Mexíkanskur rækjuréttur
Grafið kjöt
- auðvelt og sjálfsagt að gera
Það er mjög auðvelt að grafa
kjöt sjálfur og gaman að koma
; vinum sinum og ættingjum á
| óvart með því. Það er mjög ein-
falt að grafa kjöt og það er sér-
j staklega gott sem forréttur eða
sem kvöldsnæðingur á góðri
stundu. Svona er kjötið grafið:
Uppskríftin
Um 1 kg lundir, til dæmis af
| stórgrip, lamþi, svíni eða hrein-
; dýri
S2 msk. salt
2 msk. sykur
| %-1 msk. grófmalaður svartur
j pipar
um 1 dl ferskar kryddjurtir, til
dæmis basilíkum, timjan, rós-
marín, salvía eða mynta
2-4 msk. koníak eða ákavíti,
má sleppa
Hægt er að grafa allar gerðir
af meyru kjöti. Reglan er sú
í sama og með grafinn fisk en
gjarnan má minnka magnið af
salti og sykri. Gott er að nota
ferskar kryddjurtir.
Sérlega gott er að nota appel-
sinubörk á svínalundir ásamt til
: dæmis salvíu og sítrónumelsissu
en gæta verður þess að hvitan af
appelsínunni fylgi ekki með því
að hún gefur vont bragð.
Gott er að bera grafið kjöt
! fram með sinnepssósu.
Hreinsið kjötið af fitu og himn-
um. Þurrkið kjötið vel en skolið
það ekki.
Blandið saman salti, sykri og
grófmöiuðum pipar og núið inn í
kjötið. Setjið ferskar kryddjurtir í
botninn á fati og leggið lundina í
fatið. Setjið afganginn af krydd-
jurtunum yfir lundina.
Setjið álþynnu yfir fatið og bætið
skurðarbretti þar ofan á. Leggið
hálft kfló í farg ofan á og kælið í
3-4 sólarhringa.
Skafið jurtirnar af kjötinu, skerið
kjötið í þunnar sneiðar og berið
fram.
Hægt er að frysta grafið kjöt.
Þá er nauðsynlegt aö pakka því
vel inn I loftþéttar umbúðir.
Kjötið má geyma í frysti í 3-4
mánuði.
-GHS
Leiðrétting
Leiðrétting við uppskrift frá
Eivor Jónsson, sem birtist í
helgarblaði DV nýlega. í
rjómasósunni á að vera: 2 egg, %
dl sykur og ’/21 rjómi. Beðist er
velvirðingar á þessum mistök-
| um.
-GHS
Guðmundur Rafn Geirdal, væntanlegur forsetaframbjóðandi:
Hátíðlegt að borða sjávarsaltaðar hnetur
„Ég er vanur að borða það sem
hendi er næst ef ég er svangur og ef
mig langar þokkalega mikið í það
næ ég að tyggja það og kyngja og
þegar það er komið niður í maga er
ekki aftur snúið. Ef ég upplifi að ég
er orðinn saddur hætti ég að borða
og pæli ekki í mat fyrr en ég verð
svangur næst,“ segir Guðmundur
Rafn Geirdal, væntanlegur forseta-
frambjóðandi, en hann er sælkeri
vikunnar að þessu sinni.
„Ég miða yfirleitt viö að hafa fæð-
ið sem heilbrigðast, einfaldast og
ódýrast og að ég borgi sem oftast
fyrir það sjálfur og að ég sé ekki
með of mikla fyrirhöfn né aðrir fyr-
ir mig. Á morgnana fæ ég mér yfír-
leitt tvær ristaðar heilhveitibrauð-
sneiðar með smjörva, marmelaði og
brauðosti," segir Guðmundur Rafn
og bætir við að frá hádegi fram til
fjögur á daginn fái hann sér yfirleitt
eitt af þrennu:
a. salat sem ég vel úr salatborði
Hagkaups með hvítlauksdressing;
b. langloku með grænmeti;
c. granóla með jógúrt.
Síðdegis fæ ég mér oft ávöxt, til
dæmis epli, appelsínur, banana eða
greip; einkum á sumrin.
Heilbrigt fæði
„Ég er yfirleitt ekki svangur um
Bessastaði en myndi þó veita sér
þannmunað að fá sérráðgjöf frá
næringarfræðingum og öðrum sem
hafa þekkingu á heilbrigðu fæði.
Borðar ekki
margskreytta fæðu
„Ég væri líklegur til að fá ein-
hvem til að útbúa fyrir mig á ein-
faldan og ódýran hátt þvi ég vil
spara eins og kostur er í embætti ef
ég verð kosinn því ég vil styrkja
sjálfstæði þjóðarinnar með því að
auka líkur á að embættið starfi inn-
an ramma fjárlaga og að erlendar
skuldir séu greiddar niður,“ segir
Guðmundur Rafn og gefur lesend-
um þau ráð að borða eins heilbrigt
fæði og kostur er því að það auki
líkurnar á bættri heilsu og hún sé
einmitt það dýrmætasta sem menn
eigi.
„Heilbrigt fæði er oft ódýrt. Lík-
aminn þarf ekki á svo flóknu sæl-
kerafæði að halda þó það sé gott til
hátíðarbrigða. Sem andlegur maður
held ég aldrei hátíð með marg-
skreyttri fæði eða hef ekki gert und-
anfarin sex ár. Hins vegar finnst
mér hátíð að lygna aftur augunum
og borða létt sjávarsaltaðar hnetur
úti í sólinni í góðu sumarveðri,"
segir hann að lokum.
-GHS
kvöldmatarleytið en fæ mér hins
vegar kvöldmat um 10-leytið á virk-
um kvöldum þegar ég kem heim úr
vinnu og það er þá oftast steiktur
fiskur með soðnum kartöflum. Á
föstudagskvöldum kaupi ég oft
kjúkling, Stjömusalat og franskar
kartöflur (já ljótt að segja) og á laug-
ardags- og sunnudagskvöldum fæ ég
mér oft nautahakk (uss, uss, uss),“
segir Guðmundur Rafn.
Hann segist ekki vera mikill sæl-
keri enda hafi hann ekki eldað sam-
kvæmt uppskrift í um átta ár og sig
langi ekki til að elda mat eftir upp-
skrift og því hafi hann ekki neinar
sérstakar uppskriftir fram að færa.
Hann segist kjósa eins heilbrigt
fæði og kostur sé og hann sé líkleg-
ur til að velja það sama færi hann á
Guðmundur Rafn Geirdal, væntanlegur forsetaframbjóðandi og sælkeri
blaðsins þessa vikuna, gefur lesendum ráð um heilbrigt og gott mataræði.
DV-mynd ÞÖK
bananar
- fyrir fjóra
Það kann að hljóma
undarlega en er samt satt.
Djúpsteiktir bananar eru
frábærlega góðir og þykja
kóngamatur í fjarlægum
heimsálfum, til dæmis i
Taílandi. Sniðugt er að
bera bananana fram sem
einn rétt á fimm rétta
matseðli og auðvitað þyk-
ir okkur íslendingum
svona nýstárlegur matur
henta best þegar gestir
eru aö koma.
Uppskrífdn
2 stórir, harðir
bananar
3-4 msk. hunang
um H1 olía
60 g hveiti
30 g kartöflumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 msk. olía
1 msk. strásykur
1 dl vatn
örlítið salt
Aðferðin
Takið hýðið af banön-
unum. Skerið þá í miðju
og skiptið þeim í tvennt,
þversum. Hitið hunang í
vatni þannig að það verði
þunnfljótandi. Blandið
saman í djúpsteiking-
ardeigið. Hitið olíuna í
180 gráður. Dýfið banana-
bitunum ofan í og steikið
þá í fitunni. Látið fituna
renna af þeim.
Borið fram með ís og
einni matskeið af hun-
angi sem hellt er yfir ban-
anana.
8
■mm
-GHS
Valgerður Hrólfsdóttir, bæjarfull-
trúi á Akureyri er matgæðingur vik-
unnar að þessu sinni og kynnir hér
uppskriftir að mexíkönskum rækju-
rétti, sem borinn er fram með með
ýmsu góðgæti, laufléttu fléttubrauði,
pottrétti með svínalundum og nýstár-
legri köku i eftirrétt sem hún kallar
Imbuköku.
Mexíkanskur
rækjuréttur
2 laukar
1 græn paprika
1 dós sveppir, 200 g
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
1 dl chilisósa
2 dl rjómi
1 tsk. salt
hvítur eða svartur pipar framan á
hnifsoddi
cayennepipar, örlítið eða eftir
smekk
300-400 g rækjur
\ dl appelsínuþykkni
1 dl vatn
Hakkið laukinn og saxið paprik-
una. Látið renna af sveppunum.
Léttsteikið, lauk og sveppi í
smjörinu. Stráið hveitinu yflr
og hrærið í á meðan. Bætið
paprikunni, chilisósu,
rjóma, salti og kryddi í.
Látið sjóða við væg-
an hita í 8-10 minút-
ur. Bætið rækjun-
um, appelsínu-
þykkninu og vatn-
inu í og látið malla.
Rétturinn er bor-
inn fram með hris-
grjónum og brauði.
iy2 msk. sykur
7 dl vatn
1 egg
1 dl matarolía
2 lítrar hveiti
Gerið er leyst upp í fingurvolgu
vatni. Bætið salti, sykri, olíu og eggi
út í. Hnoðið mjölinu saman við. Lát-
ið deigið lyfta sér í 30 mínútur. Skipt-
ið síðan deiginu í þrennt og hveijum
hluta aftur í þrennt. Búið til
lengjur og fléttið.
Lyfturnar þrjár eru
látnar lyfta sér á
bökunarplötu í
20-30 mínútur.
Penslið með eggi
og stráið gjarnan
birkifræi eða ein-
hverju slíku ofan á.
Bakið við 200 gráður í
30-35 mínútur.
Lauflátt fláttu-
brauð
50 g ger
iy2 msk. salt
Valgerður Hrólfsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, er matgæðingur vikunn-
ar að þessu sinni. DV-mynd GK
Pottréttur með
svínalundum
500 g svínalundir
1 msk. smjör
1 tsk. salt
1H tsk. karrý
3 dl rjómi
3 græn epli
Skerið kjötið í um 2ja cm þykka
bita. Brúnið það i smjörinu á pönnu.
Setjið steikta kjötið í pott. Bætið
salti, karrý og rjóma út í. Látið
malla á vægum hita í 5-8 min-
útur.
Flysjið eplin og skerið úr
kjamana. Skerið síðan eplin í
litla bita. Látið allt sjóða áfram
í 3-5 mínútur. Rétturinn er bor-
inn fram með soðnum kartöflum
eða hrísgijónum og salati.
Imbukaka
6 dl kaffi
350 g sykur
2 tsk. kanill
1 tsk. negull
4 dl rúsínur
4 tsk. vanillusykur
1 tsk. salt
100 g smjör
Þetta er soðið und-
ir loki í um það bil
fjórar mínútur. Þá
er því sem er í
pottinum hellt út
Í400gafhveitiog
2 tsk. natron. Allt
er hrært saman og
sett í litla ofn-
skúffu. Kakan er
bökuð við 175 gráð-
ur.
Valgerður skorar á
vinnufélaga sinn,
Kristján Má Magn-
ússon.
-GHS