Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Side 10
10
LAUGARDAGUR 4. MAI 1996
Hreinn Líndal óperusöngvari er í einni elstu riddarareglu í heimi:
Sæmdur æð
orðu kaþóls
kirkjunnar
- fyrir hjálparstörf - sinnir heimilislausum og dauðvona sjúklingum í New
„Við erum náttúrulega í herbúningi þegar
við erum á ferð á vegum riddarareglunnar en
ekki með neinar byssur eða önnur vopn. Svo
erum við í riddarabúningi með orðum við há-
tíðleg tækifæri. Áður fyrr fóru riddararnir í
krossferðir en nú hjálpum við, fórum inn á
erfiðustu og hættulegustu svæðin og aðstoð-
um fólk í neyð. Við förum sums staðar þar
sem Rauði krossinn fer ekki,“ segir Hreinn
Líndal óperusöngvari, sem margir íslendingar
muna eftir, en hann var sæmdur orðu einnar
æðstu reglu Kaþólsku kirkjunnar, reglu
Riddaranna af Möltu, fyrir þremur árum.
I staðinn fyrir golf og tennis
Hreinn er fæddur í Reykjavík og alinn upp
í Keflavík en hefur starfað erlendis í rúm 30
ár, meðal annars í fjölda ára í Austurríki og
Bretlandi, á Ítalíu í 11 ár og 14 ár í Bandaríkj-
unum. Meðan hann bjó á Ítalíu hóf hann þátt-
töku í hjálparstarfi og hefur helgað sig þeim
störfum í sífellt auknari mæli. í frítíma sínum
sinnir hann nú heimilislausum í New York og
heimsækir reglulega sjúkrahús þar sem eru
dauðvona einstæðingar.
„Ég vinn reglulega við sjúkrahúsin hér við
að aðstoða veikt fólk. í staðinn fyrir að spila
golf og tennis, eins og aðrir gera, þá fer ég upp
á spítala og gef fólkinu þar allan þann tíma
sem ég get. Þarna eru krabbameinssjúklingar,
fársjúk börn og fólk, sem er að deyja úr eyðni.
Allir eru búnir að yfirgefa þetta fólk. Það á
engan að,“ segir Hreinn.
Mikill heiður að fá orðuna
Það er mikill heiður að hljóta orðu Riddar-
anna af Möltu enda er orðan aðeins veitt fyr-
ir langt og mikið hjálparstarf. Hreinn var
fyrst útnefndur til að hljóta orðuna fyrir fimm
árum síðan en hlaut hana ekki fyrr en fyrir
þremur árum því að fyrst var allur hans ferill
kannaður. Honum var veitt orðan við stóra at-
höfn í Saint Patrick’s dómkirkjunni í New
York og segir hann að kardínálinn hafi sagt
við athöfnina að orðan væri ekki bara eitt-
hvað til að skreyta sig með heldur væri við-
komandi að skuldbinda sig til að sinna hjálp-
arstarfinu jafn vel og helst betur en áður.
Hreinn segir að Riddararnir af Möltu sé
elsta riddararegla í heimi enda hafi hún veriö
stofnsett árið 1070. Orðan sé herorða og regl-
an sé herregla. Áður fyrr hafi einungis aðals-
menn verið teknir inn í regluna en nú sé búið
að breyta því. Starfsemi reglunnar sé gífur-
lega umfangsmikil og riddararnir starfi við
hjálparstarf út um allan heim. I síðustu viku
hafi hann tU dæmis farið með lyf og ýmis
hjálpargögn til Líbanons ásamt tveimur full-
trúum bandarísku samtakanna AmeriCare og
líbönskum túlki.
Fóru með 40 tonn
Hreinn hefur stundað hjálparstörf á vegum kaþólsku kirkjunnar árum sam-
an og sinnt heimilislausum og heimsótt reglulega einstæðinga á sjúkrahús-
um í New York. Hann heimsækir meðal annars dauðvona alnæmissjúklinga
og krabbameinssjúk börn og segist reyna að gefa þeim allan þann tíma sem
hann getur. Hreinn var tekinn í elstu riddarareglu í heimi fyrir nokkrum árum
og var þá veitt ein æðsta orða kaþólsku kirkjunnar fyrir hjálparstörf sín.
Hreinn er hér að heimsækja börn á einu sjúkrahúsinu.
af hjálpargögnum
Það voru Mölturiddarar í Bandaríkjunum
sem fjármögnuðu hjálparsendinguna til Lí-
banons í samvinnu við AmeriCare og flaug
þotan frá Amsterdam með samtals um 40 tonn
af lyfjum og ýmsum sjúkragögnum. Öll gögn-
in voru flutt til Amsterdams á undan fylgdar-
mönnunum fjórum. Riddarareglan vildi að
sjálfsögðu fylla vélina af gögnum og voru þvi
Mölturiddarar í Þýskalandi fengnir til að
leggja sitt af mörkum. Trukkar komu yfirfull-
ir frá mörgum stöðum í Þýskalandi og tókst
þannig að fylla flutningavélina.
Þegar þotan lenti í Beirút á sunnudags-
morguninn var
tók heilbrigðis-
ráðherra Lí-
banons á móti
bandarísku
sendinefndinni
ásamt sendi-
herra Mölturidd-
ara í Líbanon og
öðru fólki auk
þess sem vopnað-
ir hermenn voru
viðstaddir í tuga-
tali. Bandaríkja-
menn eru óvin-
sælir í Líbanon
vegna stuðnings
bandarískra yfir-
valda við ísraels-
menn og er stöð-
ug hætta á því að
Bandaríkja-
mönnum verði
rænt af Hiz-
bollah-skærulið-
um. Þannig
mátti Hreinn
ekki vera í bún-
ingnum sínum í
Líbanon því á
honum stendur
„U.S.A.".
„Við áttum að
fljúga til baka
aftur klukkan
átta á þriðjudags-
morguninn tii
Hreinn Líndal óperusöngvari í herbúningi reglunnar Riddararnir af Möltu á götunum í New York.
Hreinn mátti ekki vera í búningnum í Líbanon því á honum stendur USA og það skapaði hættu.
Sviss en fórum í loftið klukkan tvö um nóttina
vegna árása á helgu borgina Han Hanaan þar
sem kristnir gerðu fyrsta kraftaverkið og
breyttu vatninu í vín. Meira að segja múslim-
ar álíta borgina helgan stað en við vorum í
stöðugri gæslu af hálfu líbanska ríkisins, lög-
reglumenn og vopnaðir hermenn voru með
okkur allan timann og viku aldrei frá okkur,“
segir Hreinn.
Hann segist ekki hafa fengið að fara út fyr-
ir dyrnar á hótelherberginu án gæslu enda
hafi tveir verðir
staðið við dyrnar
hjá sér alla nótt-
ina og hann hafi
ekki fengið að
fara út af hótel-
inu til að reka
erindi reglunnar
nema í fylgd her-
manna þvl að
svo mikil hætta
sé á því að
Bandaríkja-
mönnum sé
rænt.
„Ástandið
þarna er óskap-
lega erfitt og við
erum á fullu að
undirbúa aðra
ferð sem verður
líklega farin eftir
tvær vikur. Til
Beirút voru komnir 400 þúsund flóttamenn að
sunnan, sjúkrahúsin voru yfirfull af særðum
og slösuðum og 152 borgarar höfðu látist. Við
fengum að fara í birgðastöðina þar sem þeir
voru búnir að stafla þessu upp en þaðan átti
að deila þessu út til sjúkrahúsanna," segir
Hreinn.
Fer aftur til Líbanons
„Núna erum við að hjálpa þessu fólki til að
komast inn á heimili sín í Líbanon og endur-
byggja sjúkrahús, sem búið er að eyðileggja.
Það vantar öll sjúkragögn fyrir börn og gam-
alt fólk og krabbameinsmeðul vantar alveg. í
næstu sendingu verða lyf og sjúkragögn fyrir
þetta fólk og allt annað sem þarf, áhöld fyrir
sjúkrahúsin og þess háttar," segir hann og
býst við að vera sendur í aðra ferð til Lí-
banons eftir hálfan mánuð. Reglan hefur
einnig í bígerð að senda hjálpargögn til Bosn-
íu-Hersegóvínu, Rússlands og Afríkulanda.
Hjálparsendingar reglunnar hafa kostað
tugi eða hundruð milljarða íslenskra króna
undanfarin átta ár. Hvernig skyldu þessar
hjálparsendingar vera fjármagnaðar?
„Við vinnum fyrir regluna og gefum af-
rakstur vinnu okkar. Mikið af þeim sem eru í
reglunni eru milljónamæringar og gefa eina
milljón dollara eða skrifa ávísun upp á hund-
rað þúsund dollara. Við störfum út um allan
heim og þegar vantar í viðbót þá fáum við að-
stoð frá riddurum í öðrum löndum eins og
núna þegar þeir komu með aðstoð frá Þýska-
landi áður en við ílugum til Líbanons," segir
Hreinn.
Gífurleg öryggisgæsla var meðan á dvölinni i Líbanon stóð. Vopnaðir verð-
ir stóðu vörð við herbergisdyrnar á hótelinu og Hreinn fékk ekkert að fara án
þess að fá fylgd.
Sjálfur vinnur hann sjálfboðaliðastarf á
sjúkrahúsum í New York og mætir þar
nokkrum sinnum í viku auk þess sem hann
vinnur fyrir sér með óperusöngnum og heldur
stundum styrktartónleika og lætur ágóðann
renna til reglunnar.
Pílagrímsferð til Lourdes
Hann bendir á að reglan hafi nýlega opnað
sjúkrahús á Haítí og í fleiri löndum auk þess
riddarar reglunnar fara reglulega með dauð-
vona sjúklinga í pílagrímsferð frá Bandaríkj-
unum til Lourdes í Frakklandi í þeirri von að
vatnið þar geri kraftaverk á einhverjum sjúk-
linganna. í þessari viku verður einmitt slík
ferð farin. Hreinn segir þessar ferðir gera
mikið fyrir fólkið, það fái trúna á guð aftur og
geti betur sætt sig við dauðann.
Hreinn segir að hjálparstarfið í Bandaríkj-
unum hafi gefið sér mikið.
„Maður lærir alltaf mikið í svona ferð. Þá
sér hvað maður hefur það gott í sínu eigin
lífi,“ segir hann. -GHS