Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 12
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 u erlend bóksjá Ný bók um helförina vekur harðar deilur Bretland ISkáldsögur: 1. Rosamunde Pllcher: Comlng Home. 2. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 3. Nlck Hornby: Hlgh Rdellty. 4. Stephen Klng: The Two Dead Glrls. 5. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 6. Irvlne Welsh: Trainspottlng. 7. John Grlsham: The Ralnmaker. 8. P.D. James: Orlginal Sln. 9. John le Carré: Our Game. 10. Danielle Steel: Wlngs. Rit almenns eðlis: 1. Will Hutton: The State We’re In. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. John Cole: As It Seemed to Me. 4. Graham Hancock: Flngerprlnts ot the Gods. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 7. Brlan Lowry: The Truth is out there. 8. Helen Prejean: Dead Man Walking. 9. Alan Bennett: Writlng Home. 10. D. & E. Brlmson: Everywhere We Go. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og folelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Use Norgaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 15. Terry McMillan: Andened. 6. Use Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politiken Sondag) Var þýska helfórin gegn gyðing- um einungis verk brjálaðra nasista eða eðlileg afleiðing landlægs gyö- ingahaturs í Þýskalandi? Var vit- neskja um þá stefnu nasista að myrða allt fólk af gyöingaættum í Evrópu á vitorði tiltölulega fárra manna eða tók umtalsverður hluti þýsku þjóðarinnar þátt í hryllingn- um af fúsum og frjálsum vilja? Þessar spurningar eru enn á ný komnar upp á yfirborð tilfinninga- ríkrar fjölmiölaumræðu í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilefnið er ný bók eftir bandaríska sagnfræðinginn Daniel Jonah Goldhagen, aðstoðar- prófessor við Harward-háskóla. Hún nefnist Hitler’s Willing Ex- ecutioners: Ordinary Germans and the Holocaust. Þótt bókin sé ekki væntanleg á þýskan markað fyrr en í ágúst hefur hún þegar gef- ið sagnfræðingum, stjórnmála- mönnum og fjölmiðlum tilefni til heiftarlegra árása á vinnubrögð sagnfræðingsins og umræðna um lykilspurninguna: hvað vissu Þjóð- arverjar almennt um útrýmingu gyðinga - og gerðu? Fjöldamorð framin af „venjulegum" Þjóðverj- um Ekki er deilt um þær staðreyndir sem Goldhagen dregur fram í bók- inni. Jafnvel þeir gagnrýnendur sem lýsa sig andvíga alhæfingum höfundarins viðurkenna að hann haíi safnað saman á einn stað afar mikilvægu safni staðreynda um fjöldamorðin á gyðingum. Þótt þær upplýsingar séu í sjálfu sér ekki nýjar birti hann margt i bók sinni sem fram til þessa hafði farið hljótt. Hitler fagnað. Þar byggir hann t.d. á rannsókn sem gerð var í Hamborg á árunum 1957-1965 á lögreglusveit númer 101. Þetta var ein fjölmargra sveita lög- reglumanna sem höfðu það verkefni Umsjón Elías Snæland Jónsson að safna saman og drepa gyðinga í Póllandi. Þær fóru bæ úr bæ, þorp úr þorpi, mánuð eftir mánuð og drápu óbreytta borgara af gyðinga- ættum, karla, konur og börn. Hræðilegri samantekt um villi- mennsku mannsins er vart til á jarðríki. Samt voru þessir morðfúsu lög- reglumenn ekki nasistar af SS-gerð- inni. Þeir voru samansafn „venju- legra“ manna sem vegna aldurs, lík- amlegs atgervis eða af öðrum ástæð- um voru ekki tækir í herinn. Marg- ir þeirra voru fjölskyldumenn. Það neyddi þá heldur enginn til að drepa gyðinga. Sumir óskuðu eft- ir að fá að sleppa við að vera í af- tökusveitunum og þeim var leyft það án refsingar. Flestir kusu hins vegar að drepa saklausa borgara dag eftir dag, viku eftir viku, mán- uð eftir mánuð. Spurning um vilja Staðreyndir af þessu tagi, og þær eru yfirþyrmandi, sýna auðvitað að fjölmennur hópur „venjulegra" Þjóðverja tók ótilneýddur þátt í út- rýmingu gyðinga. Um það er ekki hægt að deila. Hins vegar fordæma margir Þjóðverjar hversu almennar ályktanir höfundurinn setur fram sem meginkenningu bókarinnar. í stuttu máli segir Goldhagen: Þýska þjóðin var gegnsýrð af gyð- ingahatri. Hún var því sálfræðilega undir það búin að drepa þessa sam- borgara sína. Þegar tækifærið gafst gerðust Þjóðverjar viljugir morð- ingjar Hitlers. Það voru ekki nasist- ar sem myrtu sex milljónir gyðinga; það voru almennir Þjóðverjar. Ábyrgir þýskir fjölmiðlar hafa lagt á það áherslu í umfjöllun sinni að þeim detti ekki í hug að vísa á bug þeim staðreyndum sem fram komi i bók Goldhagens, enda séu þær óyggjandi og hafi legið fyrir lengi. Þær gefi hins vegar ekki til- efni til svo víðtækra yfirlýsinga um sök allra Þjóðverja. Goldhagen taki heldur ekkert tillit til þeirrar stað- reyndar að íbúar í mörgum þeim löndum sem þýski herinn lagði und- ir sig hafi tekið virkan þátt í útrým- ingu gyðinga af engu minni grimmd en Þjóðverjar sjálfir. Fyrsta risaveldið fundið Fornleifafræðingar telja sig nú hafa komist að því með ráðningu | myndleturs Maya-indíána í Rómönsku Ameríku að þeir hafi verið í nánu sambandi við tvö önnur konungsríki. Áður fyrr var það trú vísinda- manna að Maya-bæirnir niðri á láglendinu hefðu verið sjálfstæð konungsríki. En í myndletri þeirra eru svo margar vísanir í konungsríki í Gvatemala og Mexíkó að Mayamir hljóta að 1 hafa átt náin samskipti við þau. Það má því eiginlega segja að þarna hafi verið fyrsta risaveld- f ið. Elskið börnin ykkar Börn sem finna fyrir ást for- eldra sinna í uppvextinum verða heilbrigðir einstaklingar, bæði j tilfinningalega og líkamlega þeg- ar þau verða fullorðin, segja tveir bandarískir sálfræðingar sem kynntu niðurstöður rann- sókna sinna á ráðstefnu um sam- band hugar og líkama. Sálfræðingarnir ræddu við 87 Ífyrrum námsmenn í Harvard sem tóku þátt í rannsókn árið 1954 um hvernig fólk bregst við streitu. í ljós kom að 82 prósent þeirra sem töldu að foreldrarnir hefðu ekki elskað þá höfðu orðið alvarlega veik en aðeins 38 pró- sent þeirra sem töldu sig finna ; fyrir ást foreldranna. Umsjén Guðlauyur Bergmundsson Meiri ávextir og grænmeti geta lengt lífið og bætt Viltu lengja líf þitt og koma í veg fyrir að þú fáir langvinna sjúkdóma síðar á lífsleiðinni? Ef þú segir já ættirðu kannski að borða svolítið meira af ávöxtum og grænmeti. Og ekki gleyma vítamínunum. Þetta er álit fjölmargra vísindamanna sem sátu öldrunarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fyrir skömmu. „Því verður ekki í móti mælt nú að beint samband er milli bæði mat- aræðis og næringar og margra af þeim langvinnu sjúkdómum sem hrjá fólk á efri árum,“ sagði Jeffrey Blumberg frá Tufts háskólanum í Boston í Bandaríkjunum. Alexander Kalache, brasilískur læknir sem veitir öldrunar- og heilsufarsdeild WHO forstöðu, sagði að árið 2020 yrðu rúmlega 1,2 millj- arðar af fólki í heiminum 65 ára og eldri. Þrír af hverjum fjórum þeirra verða í þróunarríkjunum. íbúum Evrópu hefur fjölgað um 17,5 prósent frá árinu 1970 en á sama tíma hefur þeim sem eru komnir yfir sextugt fjölgað um 30,7 prósent og þeim sem eru yfir áttrætt hefur fjölgað um hvorki meira né minna en 62,4 prósent. „Það ætti ekki að setja samasem- merki milli fleiri ævidaga og leng- ingu dauðaferlisins. Það er ekki bara mikilvægt að bæta árum við lífið heldur verður einnig að bæta lífi viö árin,“ sagöi Ursula Lehr, fyrrum heilbrigðisráðherra Þýska- lands, sem starfar nú við háskólann í Heidelberg. Sérfræðingarnir töldu að það að borða hollan og góðan mat væri partur af forvarnarstarfinu, svo og líkamsrækt, félagsstörf af ýmsu tagi og virkjun hugarstarfsins. C- og E- vítamín geta einnig átt þátt í því að draga úr sjúkdómum sem fylgja hækkandi aldri, svo sem krabba- meini, hjartasjúkdómum og skertri heilastarfsemi. Margir lögðu áherslu á að „oxunarstreita" af völdum sindurefna og hættulegra sameinda, sem valda skaða á DNA kjarnasýrum mannslíkamans, væri meðal helstu ástæðna öldrunar og langvinnra sjúkdóma. Sindurefnin er að finna í sígar- ettureyk og í mörgum mengunarefn- um en þau eru líka hluti af náttúru- legri framleiðslu líkamans. Næring, þar með talið gott mataræði og vítamín að auki, kunna að gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn oxunarstreitunni. „Yfirgnæfandi vísbendingar eru nú um aö aukin neysla á ávöxtum og grænmeti geti mjög svo dregið úr hættunni á mörgum hrömunarsjúk- dómum sem fylgja því að verða gamall," sagði Lester Packer sem starfar við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Bandaríkin Skáldsögun 1. Maevc Blnchy: The Glass Lake. 2. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 3. John Grlsham: The Rainmaker. 4. Catherine Coulter: The Cove. 5. Danlelle Steel: TheGlft. 6. Amanda Quick: Mystlque. 7. Elizabeth Lowell: Autumn Lover. , 8. Jane Smlley: Moo. 9. V.C. Andrews: Tarnlshed Gold. 10. Mlchael P. Kube-McDowell: Before the Storm. 11. Steve Thayer: The Weatherman. 12. Michael Palmer: Silent Treatment. 13. Wllbur Smith: The Seventh Scroll. 14. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 15. John Sandford: Mlnd Prey. Rit almenns eðlis: 1. Ann Rule: Dead by Sunset. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. James Carvllle: We're Rlght, They’re Wrong. 4. Mary Pipher: Revivlng Ophella. 5. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 6. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Clvllization. 7. Ollver Sacks: An Anthropologfst on Mars. 8. Robert Fulghum: From Beginning to End. : 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. Rlchard Preston: The Hot Zone. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. Nlcholas Negroponte: Belng Dlgital. 13. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 14. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Crimlnals. 15. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. (Byggt á New York Tlmes | Book Review) Vondur svefn skemmir Slæmur nætursvefn veldur ekki einasta syfju og slappleika næsta dag heldur getur hann einnig haft áhrif á skapið, athygl- ina og andlega skerpu. Það eru vísindamenn við há- skólann í Edinborg sem halda 1 þessu fram eftir að hafa rannsak- ' að sextán manna hóp. Svefn hjá helmingi hópsins var truflaður | með hljóðmerkjum á tveggja j mínútna fresti, ekki nægilega háum til að vekja fólkið heldur losaði það aðeins svefninn. Þeir sem voru truflaðir í næt- ursvefninum reyndust ekki vera jafn ánægðir daginn eftir og hin- j ir sem sváfú ótruflaðir og þeir ; reyndust líka slappari. Þá reynd- ' ust þeir sem fengu ekki ótruflað- an svefn vera lengur en hinir að leysa verkefni sem mældu at- hygli og andlega skerpu. Hneturnar og ofnæmið Börn, sem eru gjörn á að fá of- næmi, kunna að verða enn við- ;; kvæmari fyrir því en ella vegna ? örlítilia skammta af hnetuafurð- um sem þau borða 1 sælgæti, ; kökum og jafnvel móðurmjólk- • inni, segja breskir vísindaménn. Ef mjög ungum börnum er gef- : in fæða á borð við jarðhnetu- ; smjör kann það að gera þau 'í gjamari á að fá ofnæmi og þar : með valda þeim ævilöngum þján- ; ingum, segja Pamela Ewan og ; starfsfélagar hennar við Adden- brooke-sjúkrahúsið í Cambridge. Ewan rannsakaði 62 sjúklinga með hnetuofnæmi á aldrinum 11 mánaða til 53 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.