Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Side 15
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 15 I barmi eru sumir þeirra með merki sem boða jöfnuð, úrgöngu úr Nató og herinn burt eða bara einfaldlega byltingu. Andliti Leníns sést bregða fyrir á kröfuspjöldum og það eru flestir komnir í gamla fílinginn þar sem fyrirmyndaríki í austri eru sett á stall. Hægfara hægri Kratar eru orðnir að gallhörðum kornmúnistum og Internatsjónalinn hljómar um borg og bí. DV-mynd GS Tilbreyting frá sunnudagsrúntinum „Ríkisstjórnin hefur ráöist á kjör launþega í þessu landi og gert hina ríku ríkari,” glymur úr hátal- arkerfinu og ræöumaðurinn bætir við: „Launþegar láta ekki lengur bjóða sér þessa aðfór að kjörunum. Nú mun verkafólk alls staðar að af landinu sameinast gegn vágestin- um." Það er fyrsti maí i miðborg Reykjavíkur og margmenni sam- ankomið til að hlýða á forystu- menn launþega lýsa þeirri krísu sem launafólk er í. Verkamenn og aðrir launamenn hafa margir þann sið að koma saman í hópa þann 1. maí um allt land. I lang- flestum tilfellum eru þetta einu af- skipti fólksins af verkalýðsmálum. Ræður leiðtoganna eru svipaðar þeim sem haldnar hafa verið á þessum degi um áratugi. Þar er enn og aftur krafist launahækk- anna og annarra þeirra atriöa sem létta megi almúganum lífið. Um- fram allt er gerð skilyrðislaus krafa um algjört réttlæti fyrir alla. Verkföllum hótað Það er við hæfi á þessum degi að hóta verkföllum og bölsótast yfir stjórnvöldum sem eru upptek- in af því að vega að þeim þegnum sem eiga hvað erfiðast uppdráttar. í ræðum verkalýðsleiðtoganna er einnig við hæfi að draga saman í einn pakka allt það sem betur er talið mega fara. í þetta eina sinn á ári sem verkamenn allra landa sameinast til að hlýða á boðskap leiðtoganna slær hjarta þeirra með hreyfingunni. í barmi eru sumir þeirra með merki sem boða jöfn- uð, úrgöngu úr Nató og herinn burt eða bara einfaldlega byltingu. Andliti Leníns sést bregða fyrir á kröfuspjöldum og það eru flestir komnir í gamla filinginn þar sem fyrirmyndaríki í austri eru sett á stall. Hægfara hægri kratar eru orðnir að gallhörðum kommúnist- um og Internatsjónalinn hljómar um borg og bí. Ryðguð vopn Fyrsti maí er stóri dagurinn þar sem allt er sagt og ryðguð vopn verkalýðshreyfingarinnar eru dregin fram og pússuð: Nú skal ná fram réttlætinu og tilfinninga- þrungnar ræður sem æptar eru í ískrandi gjallarhom skera sig inn í hlustir fundarmanna. Gamlir marx-lenínistar, Fylkingarfólk og og kommúnistar eru áberandi í hópnum Skilti með byltingar- kenndum áletrunum standa upp úr þessari þvögu sem einu sinni á ári fer í kröfugöngu til að hlusta á ræður sem eru efnislega þær sömu ár eftir ár; aðeins öðruvísi útsett- ar. Hagfræðingamir, sem eru and- lit hreyfingarinnar út á við hvunn- dags, sjást hvergi að undanskild- um þeim sem hyggja á pólístískan frama þar. Hinir er’u væntanlega í sumarbústöðum sínum að grilla eða' bara að horfa á fótbolta í sjón- varpinu. Gjallarhornin á háaloftið Þegar degi hallar hverfa kröfu- spjöldin, barmmerkin og myndirn- ar af Lenín. Gjallarhomunum er komið fyrir uppi á háalofti og ræð- urnar eru vistaðar í tölvunum undir 1. maí 1997. Verkamennirnir hverfa heim og fara úr sparifötun- um og í jogginggallana. Beðið er eftir útdrætti úr ræðuhöldum dagsins í sjónvarpsfréttum og enn er í hugum manna sú trú að nú verði tekið til hendinni og eytt Reynir Traustason öllu óréttlæti. Stund hins fullkom- lega réttlætis sé að renna upp. Launaseðlar sem sýni mánaðar- laun upp á 50 til 70 þúsund krónur verði brátt hluti fortíðarinnar og þriggja stafa tölur allsráðandi. Þessi tilfmning endist fram eftir kvöldi þar til fólk fer að rifja upp fyrri hátíðarhöld á þessum degi verkalýðsins og fyrri yfirlýsingar forkólfanna. Þá dofnar vonin og menn spyrja sig hvort enn einn hátíðisdagurinn hafi verið partur af sjónarspili toppa verkalýðs- hreyfingar sem hafa það eitt að markmiði að halda völdum og þokkalegri lífsafkomu fyrir sig og sína. Forkólfar með fimmföld laun Verslunarmaðurinn, sem hefur laun 70 þúsund krónur á mánuði í laun sem þýðir 50 þúsund útborg- uð, hugsar með sér hvort trúlegt sé að forkólfar, sem hafa fimmfóld laun hans, séu líklegir til að ná fram raunverulegum úrbótum í kjaramálum. Hugsanlega veltir hann einnig fyrir sér hvort topp- arnir leggi meiri áherslu að halda völdum með því að efla kerfi líf- eyrissjóðanna eða með því að lag- færa hag einstaklinganna sem standa undir öllu klabbinu. Hvort það geti verið að meginmarkmiðið sé að kroppa fé úr vösum félags- manna í formi félagsgjalda, orlofs- gjalda, sjúkragjalda eða lífeyris- sjóðsgjalda eða hvað sem þessir frádráttarliðir á launaseölunum heita. Það rifjast upp að hreyfing- in hafði að markmiði í eina tíð að koma upp öflugum lífeyrissjóði fyrir alla launþega í því skyni að tryggja öllum áhyggjulaust ævi- kvöld. Nú, þegar tíund launa rennur inn í kerfið, er helsti vand- inn fólginn í því aö finna leiðir til að skerða þær upphæðir sem eiga með réttu að renna til baka til ein- staklinganna. Lúðrablásturinn þagnar Fimmtíu þúsunda króna maður- inn mun fljótlega eftir að lúðra- bíásturinn er þagnaður komast að þeirri niðurstöðu að hvað sem líð- ur öllum kröfugöngum þá eru kjör hans svipuð því sem var fyrir 50 árum hjá forverunum. Sáralítið hefur breyst annað en það að orð- ið hefur til öflug peningamaskína sem búin er til úr fjármunum al- þýðunnar til að þjóna Höpi sem þyrstir í völd og að viðhalda þeim. Sviðsetningin 1. maí breytir engu í þeim efnum. Baráttan fyrir raun- verulega bættri afkomu á sér ekki stað í leikhúsi verkalýðsforkólf- anna. Þegar fyrsta maí sleppir og annar dagur mánaðarins rennur upp þá mun lífið aftur fara í sinn gamla farveg. Hagfræðingarnir verða sestir við tölvurnar og gaml- ar kröfugerðir bíða þess að verða yfirfarnar í því skyni að hressa upp á þær og færa örlítið nær nú- tímanum. * Ekki benda á mig Upphrópanir munu siðan verða undanfari samninga þar sem „heiftarleg átök“ verða sviðsett. Áður en kemur til raunverulegra átaka verður samið þar sem aðal- atriðið verður að sýna fram á að hinir lægstlaunuðu hafi fengið verulegar bætur. Það mun þó enn á ný vekja nokkra undrun þeirra sem fengu launabæturnar að ekki verður hægt að merkja bætta lífs- afkomu. Ef spurt er um ástæður þessa stendur ekki á svari leiðtog- anna: „Ekki benda á mig Hinn sameiginlegi óvinur hreyfingar- innar, stjórnvöld, hefur enn einu sinni verið að ráðast á kjör hinna lægstlaunuðu." Á næsta ári mun á ný verða blásið í herlúðra 1. maí, stríðsyfir- lýsingar, kröfuspjöld og kröfu- göngur verða almenningi kærkom- in tilbreyting frá hefðbundnum sunnudagsrúntum. Gamlar verka- lýðshetjur munu enn á ný þramma niður Laugaveginn, sumir í fimm- tugasta sinn, í þeirri von að hljóta að launum betri lífskjör. Leikhús- iö mun halda sína árlegu sýningu sem gegnir því hlutverki að vera eins konar ópíum fyrir alþýðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.