Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 25 Sálfræðinámskeið fyrir sjómenn og eiginkonur þeirra: Rask að hitta manninn eftir langa útiveru „Það var komið inn á það hvaða áhrif langar útiverur hefðu á fjöl- skyldulíf. Það var heilmargt sem maður var búinn að finna fyrir lengi en fékk svar við þarna og tókst að tengja álaginu sem fylgir vinnunni. Það voru aðallega sam- skiptin þegar fjölskyldurnar hitt- umst eftir langan tíma og hvað það er í raun og veru mikið rask að hitta eiginmanninn. Það var farið svolítið skemmtilega inn á það,“ segir Erling Arnar Óskarsson, sjó- maður á frystitogaranum Engey. í sjómannablaðinu Vík- ingi kom fram nýlega að útgerðarfyrirtækið Grandi hf. hefði staðið fyrir nám- skeiðum fyrir sjómenn sína og eiginkonur þeirra. Fyrirtækið fékk sálfræð- ingana Álfheiði Steinþórs- dóttur og Guðfinnu Eydal til að fjalla um samskipti á vinnustað og fjölskyldu- mál með sjómönnum á frystitogurum og var byrj- að á áhöfninni á Engey meðan togarinn var í stoppi. Sérnámskeið voru svo haldin um fjölskyldu- mál með eiginkonum sjó- mannanna. skemmtilegt. Við gátum eiginlega allar sagt það sama í sambandi við uppeldið á börnunum, að sjá um allt heimilishaldið, bankamál og heimil- ið almennt. Við vorum með misjafn- ar skoðanir á því hvernig væri þeg- ar þeir kæmu heim, hvað við gerð- um til að taka á móti þeim og feng- um hugmyndir um hvað væri hægt að gera og koma þeim skemmtilega á óvart,“ segir Lucinda. Þau Erling Arnar eiga þrjú börn á aldrinum sex mánaða upp í átta ára. Gott að taka konurnar með „Við fórum að ræða málin, strák- arnir, eins og við höfðum ekki gert áður, til dæmis hvernig menn legðu sitt af mörkum til að gera góða inni- veru. Það komu punktar um hvað fólk væri að gera. Menn fóru að ræða þetta öðruvísi og mér fannst einna merkilegast að fyrirtækið hefði opinn huga fyrir þessum mál- Fengum ýr hugmynmr msar Eiginkonur sjómanna hafa mjög sérstaka stöðu meðal islenskra kvenna því að þær þurfa alfarið að sjá um heimilið, fjár- málin, uppeldi barnanna og halda fjölskyldulífmu gangandi langtímum sam- an í fjarveru fóðurins. Það hlýtur því að hafa rask- andi áhrif þegar eiginmað- urinn kemur skyndilega í land og vill vera virkur þátttakandi í heimilislíf- inu. Lucinda Friðbjörns- dóttir er i stöðu sjómanns- konunnar og þekkir þetta allt af eigin raun. „Mér fannst þetta mjög Erling Arnar og eiginkona hans, Lucinda Friðbjörnsdóttir, sóttu námskeið á vegum Granda í haust. Þar var fjallað um samskipti sjómanna á vinnustað og raskið á fjöl- skyldulífið þegar sjómaður kemur í land eftir langa útiveru. Voru Erling Arnar og Lucinda mjög ánægð með námskeiðið. Þau eiga þrjú börn á aldrinum sex mánaða til átta ára. Hér eru þau með það yngsta. DV-mynd Sveinn Tilboð nr. 2 Iqkö eldunartæki Tilboð nr. i w'...<*&#>*>«* & \1 • •1 •ol c # 0,0 2 ára ábyrgd á TEKA heimilistækjum. (Group Teka, AG) 3 stk. í pakka /^f% 't (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, gerð HT490 eða HT490ME, undir- eða-« yfirofn, undir-yfirhiti. Grill, mótordrifinn grillteinn. Vifta CE 60, SOG 310 rrf/klst., litir: hvítt, brúnt. Helluborð E60/4P eða SM4P, með eða án stjórnborðs, litir: hvítt, brúnt, Vifta CE 60, SOG 310 nf/klst., litur: hvítt, brúnt, 3 stk. í pakka W% (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, gerð HT610 eða - HT610ME, undir- eða yfirofn, blástur (þríviddarblástur), sjálfhreinsibúinn. Grill, grillteinn, mótordrifinn, forritanleg klukka, fjölvirkur, litur: hvítt, brúnt. Vifta CE 60, SOG 310 rrf/klst., litur: hvítt, brúnt. Keramikhelluborð, VTN eða VTCM, með eða án stjórnborðs, gaumljós, litir á ramma, hvítt, brúnt eða rústfrítt stál. rðs, únt. ; únt. um og tæki konumar með í reikn- inginn," segir Erling Arnar og Lucinda tekur undir þau orð. „Mér fannst loksins að einhver sýndi okkur athygli, vildi fræða okkur og tala um þessi mál viö okk- ur,“ segir hún og telur að öll útgerð- arfyrirtæki ættu að sjá sjómönnum og eiginkonum þeirra fyrir svona námskeiðum. Erling Arnar bætir við að fram að þessu hafi ekki verið opinn hugur fyrir þessum málefn- um sjómanna. Gengur þvert á uppeldisaðferðirnar „Þetta er allt á frumstigi og ekki vitað mikið um þetta en svona sjó- mennska hefur náttúrlega mikil áhrif á fólk til langs tíma, langar fjarverur og allt það sem því fylgir," segir Erling Arnar og bendir á að sjómaður, sem hefur verið lengi í burtu, hafi tilhneigingu til að ganga þvert á uppeldisaðferðir móðurinn- ar þegar hann loks kemur í land og vill til dæmis láta meira eftir börn- unum. Áhöfnin á Engey er 26 sjómenn og tóku þeir allir þátt í námskeiðinu tvo heila daga í haust. Eiginkonurn- ar voru 20 talsins og sóttu þær nám- skeiðið nokkur kvöld í október. Erl- ing Arnar segir að á námskeiðinu hafi ýmislegt komið til umræðu sem menn hafi ekki „verið að bera á borð fyrir aðra“ áður. -GHS Dagana 6. til 9. maí n.k. mun Klihm jr. frá þýska fyrirtækinu Rodcraft sýna og kynna Rodcraft loftverkfæri og ýmsar nýjungar á því sviði. Kynningin verður í verslun okkar að Borgartúni 26 í Reykjavík. RODCRAFT* ■U POWER TOOLS Til sýnis verða 80 tegundir af loftverkfærum. Gestum gefst einstakt tækifæri til að prófa loftverkfærin á staðnum og fá óð ráð frá sérfræðingi. Láttu þennan spennandi og fræðandi viðburð ekki fram hjá þér fara. Allir velkomnir. Borgartúni 26 Reykjavík Sími 562 2262 Símbréf 562 2203

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.