Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 32
útlönd LAUGARDAGUR 4. MAI1996 Denis Thatcher lét ekki mikið fyrir sér fara þau ellefu ár sem eiginkona hans, Margrét, var forsætisráðherra Bretlands. Hann var yfirleitt þögull meðan eiginkonan lét gamminn geisa um allar jarðir. Denis virtist afar undir- gefinn eiginmaður en hafði þó orð á sér fyrir að þykja sopinn góður. Gengu margar sögur um drykkjuna og var meint drykkja hans tilefni ótal blaða- greina og skopteikninga. Eitt sinn kom vammlaus íhalds- maður að Denis og spurði hreint út hvort hann ætti við drykkjuvanda að etja. Denis, sem er mikill áhugamaður um íþróttir og þykir hafa sérstæðan drykkjustíl, lyfti glasinu og svaraði: „Já, „frú“ mín góð, það er rétt. En vand- inn er að ég fæ aldrei nóg.“ En nú getur fólk hætt að geta sér til um manninn á bak við konuna þar sem dóttir þeirra hjóna, blaðamaðurinn Carol Thatcher, hefur gefið út bók um pabba sinn sem kynnt var í London á dögunum. Bókin heitir Below the Para- pet eða Undir brjóstvirkinu. í bókinni Margrét Thatcher virðist ekki deila áhuga eiginmanns síns á hinum Ijúfu veigum en lítið var um að vín væri haft um hönd á hennar heimili. Hér svoigrar Denis úr bjórglasi á kosningaferðalagi 1987. ingja Rajiv, sonur Indiru, fékk hálfa fötu af þessum andskota yfir sig og allt virtist tómt helvítis klúður." Denis var einnig með í for þegar Mar- grét Thatcher heimsótti Falklandseyjar eftir að Bretar höfðu sigrast á innrásar- her Argentínumanna. Honum varð litið yfir eyðilegt landslagið og sagði: „Það er víst öruggt mál að við komum hingað ekki landareignanna vegna. Þetta er allt tóm helvítis auðn.“ Flösku af víni og konuna í mildu skapi Carol lýsir því hernig Denis varð að aðlaga sig breytingum þegar Margrét varð forsætisráðherra eftir kosningasig- ur sinn 1977 og þau hjón fluttu að Down- ingstræti 10. Hann segist hafa uppgötv- að að hann var afar feiminn maður sem varð að sigrast á feimninni með hraði. En það var ekki einungis Denis sem þurfti að venja sig þeirri tilhugsun að lifa í skugga forsætisráðherra Breta Dóttir Thatcher-hjónanna skrifar bók um pabba sinn, Denis: Drakk og brúkaði munn í skugga Járnfrúarinnar dregur dóttirin upp hlýlega mynd af forsætisráðherrans á ellefu ára tryggum fylgdarmanni og verndara valdatíma hans í Downingstræti 10. * /*“**&* Krakkar! Þið getið komið við í Perlunni (4. hæð) í dag og á morgun og skilað inn sögum í smásagnasamkeppnina Tígri í umferðinni. Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, kemur í heimsókn kl. 11.30 í dag. Gfagdkg vörðfauii frá vér^fuuíttíií M4RI Sjáumst í sumarskapií í samstarfi við ogi^lögregluna / Gleðimaður og húmoristi I bókinni kemur fram að Denis er ekkert dauðyfli heldur litríkur persónuleiki sem hefur afar ákveðn- ar skoðanir um hluti og er ekkert að liggja á þeim, alla vega ekki í góðra vina hópi eða þegar ginblandan er innan seilingar. Þykir langur vegur milli þess Denisar sem þjóðin sá í fylgd með Járnfrúnni og þess Denis- ar sem gerir að gamni sínu með vin- um og kunningjum þegar „skriðdýr gulu pressunnar eru úr kallfæri". Þá er Denis snjall golfleikari. Enda þykir hann hafa haft nægan tíma til að spila golf með vinum sínum með- an konan var önnum kafin sem for- sætisráðherra. í bókinni er dregin upp mynd af fjármálamanni sem fylgst hefur náið með stjórnmálabaráttunni og þykir á stundum hafa afar eitraða tungu þegar þau mál ber á góma. En lesendur vilja gjarnan fá staðfest- ingu á þeim grun sínum að Denis hafi aUa tíð verið mikill gleðimaður og eitraður húmoristi sem ekki fékk að njóta sín í skugga eiginkonunn- ar. Og bókin virðist peninganna virði sé það tilgangurinn meö lestr- inum. Kúgað Ijúfmenni Bókin kom út í sömu viku og Andrés prins og Sarah Ferguson, Fergie, tilkynntu að þau ætluðu að skilja. Þótti því viðeigandi að vitna í kafla bókarinnar þar sem segir frá þegar Denis sat til borðs með Fergie í veislu. Var hún að kvarta yfir út- reiðinni sem hún fékk í breskum fjölmiðlum. Denis lét sér fátt um finnast og sagði: „Já, frú. En hefur yður nokkurn tíma dottið í hug að halda yður saman.“ fréttaljós á laugardegi Tímaritið Private Eye gerði grín að Denis í mörg ár sem ljúfmannleg- um en afar kúguðum eiginmanni. Carol Thathcer segir í bók sinni að faðir hennar hafi alltaf lesið skáld- uð bréf í hans nafni í tímaritinu sem hófust með orðunum Kæri Bill. í bréfunum var dregin upp mynd af dæmigerðu karlrembusvíni: reykj- andi drykkjubolta sem hafði yndi af íþróttum en var beygður undir of- riki konu sinnar og verðskuldaði því meðaumkun hvers karlmanns. Carol segir að sér hafi reyndar kom- ið á óvart hversu oft grínistar tíma- ritsins hefðu hitt naglann á höfuðið þegar þeir lýstu lífinu bak við lukt- ar dyr Downingstrætis 10. Best að segja sem minnst . Síðasti skiladagur er 6. maí Denis við Fergie: „Hefur yður nokkurn tíma dottið í hug að halda yður saman.“ Denis, sem nú er áttræður, lagði ofuráherslu á að segja sem minnst á valdatíma konu sinnar til að firra hana vandræðum. Hann setti sér strangar reglur að fara eftir í þeim efnum: „Talaðu aldrei við blaða- menn, hvorki innlenda né útlenda. Bros og létt kveðja er nægjanleg. Mundu að það er betra að þegja og vera talinn fifl en að opna munninn og taka af allan vafa. Segðu blaða- mönnum aldrei að hypja sig, þá verða þeir móðgaðir.“ Og það var kannski eins gott að Denis var fámáll. Pólitískar skoðan- ir hans, þó þær séu ekki óvenjuleg- ar fyrir Englending af hans kynslóð og með hans bakgrunn, þykja nefni- lega ekki „réttar". Þannig hefði lýs- ing hans á bálför Indiru Gandhi 1984, sem hann var viðstaddur ásamt Margréti, vakið írafár og hneykslun á sínum tíma. „Fólk bara gekk og gekk í kring um köstinn og bölvað bálið ætlaði aldrei að slokkna. Þá fóru menn að skvetta smjörolíu á eldinn. Aum- Caroi Thatcher upp hlýlega mynd af tryggum fylgdarmanni og verndara forsætisráðherrans á ellefu ára valdatíma hans í Downingstræti 10. Kemur fram að Denis er ekkert dauðyfli heldur litríkur persónuleiki sem hefur afar ákveðnar skoðanir. næstu árin. Carol virðist bera ótta- blandna virðingu fyrir móður sinni sem ekki var viðstödd útgáfu bókar- innar. Hún sagðist ekki vilja segja mikið um móður sína þar sem hún væri fjarverandi, aðeins að hún væri afar svöl kona og nokkuð glæsileg að auki. Carol virðist afar lík fóður sínum á margan hátt. Þau þykja bæði miklar félagsverur og hafa síður en svo á móti því að fá almennilega í glas. Eða svo vitnað sé í Denis: „Mín hugmynd um himnaríki er að sitja í garðinum mínum á heitu júníkvöldi með flösku af freyðivíni og konuna í mildu skapi." Margrét virðist ekki deila áhuga Denisar á hinum ljúfu veigum en lítið var um að vín væri haft um hönd á hennar heimili. Segir Denis frá því þegar Margrét Roberts tök tilvonandi eiginmann með sér heim til að kynna hann fyrir foreldrum sínum. Denis fékk heldur blendnar móttökur þegar í ljós kom að hon- um þætti gott að fá sér í staupinu. Hann segir svo frá: „Margrét kynnti mig og sagði síðan: „Denis mundi vilja fá eitthvaö að drekka." Ég get svo svarið að pabbi hennar varð að dusta rykið af einu sérríflöskunni á heimilinu." Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.