Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. MAI1996 Jónas Ingimundarson leikur verk eftir fræg tónskáld. Jónas í Gerðar- safni í kvöld kl. 20.30 verður Jónas Ingimundarson píanóleikari með tónleika í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni. Um er að ræða endurtekningu á tónleik- um sem haldnir voru 15. maí síðastliðinn. Á efnisskrá Jónas- ar eru verk eftir Mozart, Beet- hoven og Chopin. Tónleikar Infernófimmí Rósenberg í kvöld heldur Infernó fimm tónleika í Rósenberg við Austur- stræti. Infernó fimm er eitt fyrsta svokallaða teknóbandið og sækir áhrif sín til evr- ópskra krátrokkara og amerískra ambíenta, eins og Bill Laswell. Fé- lagarnir í In- fernó fimm hafa verið nefndir myndbrjótar og andófsmenn sókum gerninga- halds þeirra. Breskar sjónvarps- stöðvar hafa tekið upp efni með þeim og í kvóld verður tökulið frá MTV á staðnum. Tónleikarn- ir hefjast stundvíslega kl. 23. Egill og Björn á Kaffi Oliver Tríó Björns Thoroddsens og Egill Ólafsson leika á Kaffi Oli- ver í kvöld. Á efnisskránni eru klassísk djasslög og frumsamin lög. Borgarafundur á Höfn Guðrún Agnarsdóttir for- sertaframbjóðandi er stödd á Austurlandi þessa dagana. Verð- ur hún með borgarafund á Hót- el Höfn í dag kl. 18.30. Samkomur Unglingadansleikur í Tunglinu í kvöld verður unglingadans- leikur í Tunglinu fyrir 16 ára og eldri. Munu þar koma fram ýmsir plötusnúðar. Húsið opnað kl. 22. Neistinn, stuðningsfélag foreldra hjart- veikra barna, verður með aðal- fund í Seh'akirkju í kvöld kl. 20. Skógargöngur Á vegum skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er almenn- ingi boðið i skógargöngu í kvöld. Upphaf göngunnar er í Garðaholti, Garðabæ, kl. 20, og er gengið um skógarreit sem ræktaður er við erfið skOyrði. Gengið og skokkað í Breiðholti Nú er sá tími kominn sem fólk notar til útiveru og má sjá fólk úti um allt, labbandi og skokkandi eða á hjóli. Mörgum finnst þægilegt að byrja frá sund- laugum og geta svo eftir hressandi göngu eða skokk farið í heita pottinn og slakað á. Sund- laugarnar á höf- uðborgarsvæð- inu bjóða allar upp á fjölbreytt- ar gönguleiðir og er Breiðholts- laugin engin undantekning. Þar er hægt að fara margar leið- ir. Á kortinu hér til hliðar eru sýndar tvær leiðir, þriggja kílómetra og fimm kílómetra. Þá má geta þess fyrir þá sem Umhverfi vilja fara lengra að stutt er í El- liðaárdalinn, þá fögru náttúru- perlu Reykvíkinga. Tónleikasalur FÍH: FjclJi Og IjcLTcl í tilefni af útkomu hljómplöt- unnar Fjall og fjara efna þau Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg til tónleika í kvöld í tónleikasal FÍH við Rauðagerði. Munu þau flytja efni af nýju plötunni og má þar nefna Konusöng um karlmennina og norska tangóinn Tvö ein i tangó sem Nora Brocksted gerði vinsæl- an á árum áður. Einnig munu þau Skemmtanir flytja eldra efni úr ýmsum áttum. Aðalsteinn mun flytja nokkrar af ljóðaþýðingum sínum úr bókinni Ljóð á landi og sjó eftir álenska skáldið Karl-Erik Bergmann en hún kemur út sama dag og platan. . Fjall og fjara er önnur geisla- platan sem þau Anna Pálína og Aðalsteinn senda frá sér. Sú fyrri, Á einu máli, kom út fyrir tæpum fjórum árum. Þeim til aðstoðar á Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg flytja lög af nýrri plötu. tónleikunum verða Daníel Þor- steinsson á harmoníku, Gunnar Gunnarsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa, Kristinn Árnason á gítar og Pétur Grétarsson á slag- verk. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Öxulþungi bifreiða tak- markaður Greiðfært er nú um alla helstu þjóðvegi landsins. Sums staðar er aurbleyta á vegum, einkanlega á Færð á vegum þeim sem liggja hátt og þar er óxul- þungi bifreiða takmarkaður. Þar sem vegavinnuflokkar eru að störf- um ber að sýna aðgát og einnig er vissara að aka hægt þar sem ný klæðing er vegna steinkasts. Hálendisvegir eru enn ófærir vegna snjóa og er ólíklegt að þeir verði opnaðir í bráð, þó gætu ein- staka leiðir opnast á næstunni. Astand vega El Hálka og snjór |I| Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Hl Þungfært (g) Fært fjallabílum .—. án fyrirstöðu L-O Lokaö JK^Km H^^l 9B Haukur og Helgi eignast systur Myndarlega stúlkan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 24. maí kl. 20.39. Hún reyndíst Barn dagsins vera 3870 grömm að þyngd þegar hún var fyrst vigtuð og mældist 52 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Sigríður A. Kristmundsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Hún á tvo bræður, tvíburana Hauk og Helga, sem eru á fimmtánda ári. Fisher Stevens leikur tölvusénf sem gengur undir nafninu Plág- an. Tölvurefir Laugarásbíó frumsýndi um síðustu helgi Tölvurefi (Hackers) Myndin fjallar um tölvusnillinga sem nota þekkingu sína til að út- búa eyðileggingarskjöl sem hafa mikil áhrif á viðskiptalíf og starfsemi sem fer fram í tölvum. Aðalpersónan er Dade Murphy, sem ellefu ára gómlum tókst nánast að eyðileggja alla við- skiptastarfsemi í Wall Street. Honum var bannað af FBI að Kvikmyndir eiga við tölvur þar til hann væri orðinn átján ára gamall. Nú er tíminn kominn og hann klæjar í fingurna eftir spennu þeirri sem fylgir því að sitja við tölvuna-t5g komast að annarra manna leynd- armálum. Aðalhlutverkin leika Johnny Lee Miller, Angelina Jolie, Lorraine Bracco og Fisher Stevens, sem lék í kvikmynd Friðriks Þórs, Á köldum klaka. Leikstjóri er Ian Softley, en hann á að baki eina kvikmynd, Back- beat, sem fjallaði að hluta til um Þýskalandsdvöl Bítlanna. Nýjar myndir: ¦¦ ' Háskólabíó: Lán i óláni Laugarásbíó: Tölvurefir Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Executive Decision Regnboginn: Barist í Bronx Stjörnubíó: Spilling Gengið Almennt gengi Ll nr. 106 30. maí 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dolliir 67,180 67,520 66,630 Pund 103,080 103,610 101,060 Kan. dollar 48,910 49,210 48,890 Dönsk kr. 11,3420 11,4020 11,6250 Norsk kr. 10,2430 10,3000 10,3260 Sænsk kr. 9,8990 9,9540 9,9790 Fi. mark 14,1780 14,2610 14,3190 Fra. franki 12,9320 13,0060 13,1530 Belg. Iranki 2,1303 2,1431 2,1854 Sviss. franki 53,3100 53,6100 55,5700 Holl. gyllini 39,1800 39,3700 40,1300 Þýskt mark 43,8100 44,0400 44,8700 It. lira 0,04331 0,04357 0,04226 Aust. sch. 6,2250 6,2630 6,3850 Port. escudo 0,4248 ' 0,4274 0,4346 Spá. peseti 0,5210 0,5242 0,5340 Jap. yen 0,62320 0,62690 0,62540 Irskt pund 105,770 106,430 104,310 SDR/t 96,77000 97,36000 97,15000 ECU/t 82,7200 83,2100 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan -í 'l % i^ r T" c 7- V 10 IZ )\ N )S w P \t h x° 21 m Lárétt: 1 gylta, 4 hyggja, 7 mjög, 8 fljótið, 10 gleði, 12 komast, 14 mjúkum, 16 fæða, 17 meiði, 19 tré, 20 kvæði, 21 nærist, 22 skrafi. Lóðrétt: 1 blunda, 2 gára, 3 vitlausi, 4 mikli, 5 odda, 6 flas, 9 innyfli, 11 iðnaðarmenn, 13 skoðun, 15 fóðra, 17 nokkur, 19 helgidómur, 20 mynni. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 árdegi, 8 mör, 9 illa, 10 ækið, 11 ern, 13 lítið, 15 út, 16 at, 17 snið, 18 söl, 19 utar, 21 skán, 2 enn. Lóðrétt: 1 ámæla, 2 rök, 3 drit, 4 eiðinu, 5 gleði, 6 il, 7 kantur, 12 rúðan, 14 ítök, 17 slá, 18 ss, 20 te. ¦f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.