Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. MAI 1996 13 Fiskistef nan - gamansemi eða tvískinnungur? Fiskiráðuneytið hefir nú samið við stjórn Landssamband smábáta- eigenda (LS) um að þeir megi á næsta fiskveiðiári veiða 13,5% af úthlutuðum ársafla eða að lág- marki 31.500 tonn af þorski en þessu var synjað af Alþingi á sl. vori. Þetta sýnir að Alþingi er dúkkuleikhús. Ráðherrar segja þvi fyrir verkum. Menn sjá bara ekki hvert nylonstrengirnir liggja. Stjórn LÍÚ bregst hart við og setur á svið nýtt mótmælaleikhús í fjölmiðlum. Srjórnarformaður og forstjóri LÍÚ er sendur í Sjónvarp- ið til að gráta nokkrum krókadíla- tárum. Fiskiráðherrann hótar af sýndarmennsku LÍÚ hörðu. Ef þeir þagni ekki og hlýði réttum stjórnvöldum skuli þeir hafa verra af. Nú er rétt að staldra við og spyrja: Er þetta sem sýnist eða er þetta bara enn eitt laumuspilið? Auðvitað er meginefni samn- ingsins ekki þessi 13,5% til smá- bátanna heldur hitt að tryggja LÍÚ aðgang í fiskilögsögunni að af- ganginum, þ.e. 86,5% af árlegum þorskafla. Menn geta kallað sjón- arspilið gamansemi en að baki liggur þessi tvískinnungur, bæði hjá fiskiráðuneytinu og LÍÚ. Stjórn LS er músin í klóm kattar- ins. Veiðar í NA-Atlantshafinu Úthlutun karfaveiðanna suður af Reykjaneshrygg tókst vel með góðu samkomulagi aðildarþjóðanna. Klókir Norðmenn studdu úthlutun til Islands, 45.000 tonn, og Færeyja, 40.000 tonn, í skjóli strandréttar þessara ríkja á svæðinu. Grænland mun væntanlega selja sinn rétt, svo sem þeir hafa gert áður. Þess- um ákvörðunum verður að fylgja eftir því að sá sem ekki nýtir sinn rétt mun glata honum. Við höfum þegar um 60 vinnslu- skip til þessara veiða sem er meira en nóg til að ná þessum afla. Þessu til viðbótar kemur síðan afli úr Smugunni frægu, um 30.000 tonn af þorski. Það má sjá það fyr- ir að Norðmenn munu nú gera svipaðar kröfur í Smugunni og ganga hart fram í nýjum og aukn- um kröfum þar, kannske í stað þess að krefjast frekari útfærslu á fiskveiðilögsögunni þar sem þeir hafa haft í hótunum fram til þessa. Líklegt er að með þessu sam- komulagi hafi endanlega verið gengið frá 200 mílna fiskilögsögu Kjallarinn úthafinu til samræmis við rétt aðliggjandi strandríkja. Hlutverk fiskiráðuneytisins Heildarmyndin af veiðunum sem stóru skipin verði notuð á út- hafinu en allur afli af grunnslóð verði tekinn í land til vinnslu. Kvótakerfi með erfðarétti til manna búsettra á Kýpur eða í „Auðvitað er meginefni samningsins ekki þessi 13,5% til smábátanna heldur hitt að tryggja LÍÚ aðgang í fiskilögsögunni að afganginum, þ.e. 86,5% af árlegum þorskafla." Onundur Asgeirsson fyrrv. forstjóri Olís strandríkja en þó viðurkenndur réttur strandrikja utan slíkrar lög- sögu. Þannig er fyrirsjáanlegt að kvótaskipting verður framvegis á umhverfis Island hefir þannig skýrst verulega. Hér eftir kemst fiskiráðuneytið ekki hjá því að taka stjórn fiskveiðanna fastari tökum en áður til að komast hjá glundroða milli útgerðaraðilanna. Nú verður Alþingi að taka hlut- verk sitt alvarlega og tryggja að útgerðarbæir og þorp fái aðgang að þeim fiskveiðum sem þeim eru nauðsynlegar. Þetta kallar á nýtt skipulag þar Flórída getur ekki verið framtíðar- lausn hér lengur. Eftir dóm Hæstaréttar er óhjá- kvæmilegt að þessi mál verði tek- in fbstum tökum af Alþingi sem á að vera æðsta stjórn í þessum mál- um. Við verðum að stöðva það að fiski sé fleygt. Einu veiðarnar sem geta fleygt lifandi smáfiski eru kvótaveiðarnar. - Höldum okkur að þeim. Önundur Ásgeirsson „Einu veiðarnar sem geta fleygt lifandi smáfiski eru krókaveiðarnar, höldum okkur að þeim," segir í grein Önundar. Niðurlæging atvinnulausra Atvinnuleysi á, samkvæmt op- inberum tölum, að vera á niður- leið. Það ér skrýtið að þessar tölur skuli ekki breyta neinu fyrir þau okkar sem eru atvinnulaus. Ég hef verið atvinnulaus síðan í lok ágúst og ekki fengið nokkra vinnu við mitt hæfi síðan. Ég hef leitað mik- ið án árangurs og nú er svo komið að von mín um að fá vinnu er að mestu dauð. Ég ákvað að skrifa þetta bréf til að lýsa þeirri vanvirðingu og þeirri niðurlægingu sem atvinnu- lausir í Reykjavík verða fyrir í leit sinni að atvinnu. Ég hyggst nú greina frá aðeins einu atviki sem mér þykir lýsandi fyrir þá van- virðingu sem við hljótum. Umsóknarstífla Ég starfaði hjá Eimskipafélagi íslands (Eimskip) í hálft áttunda ár en ákvað að segja starfi mínu upp til að nýta mér nýfengin auk- in ökuréttindi og hefja akstur hjá Strætisvögnum Reykjavíkur (SVR) í sumarafleysingum. Allan pann tíma er ég starfaði hjá SVR vonaðist ég eftir fastráðningu og var allvongóður um að hljóta slíka ráðningu. Þegar svo kom í ljós að ég var ekki meðal þeirra sem slíka ráðningu hlutu ákvað ég að sækj- ast að nýju eftir starfi mínu hjá Kjallariiui stöddu. Erfitt var að hrekja þetta svar nema að því tilskildu að hafa vitn- eskju um annað. Þessa vitneskju hafði ég og vissi að á meðan um- Eigum annað skilið Eimskipafélagið er alls ekki eina fyrirtækið sem dregur að svara umsóknum á meöan fólk bíður í voninni. Það er nefnilega „Það er andlega gríðarlega erfitt að vera atvinnulaus og það er ástæðulaust af fyr- irtækjum að gera umsækjendur sina að fíflum með því að ljúga að þeim, draga þá á tálar einungis til þess að segja þeim svo síðar að enga vinnu sé að fá." Jón Rúnar Ipsen verkamaður Eimskip. Ég lagði inn umsókn mína og tók þar fram að ég hefði aukin ökuréttindi og svokallað tækjapróf upp á vasann. Fulltrúi starfs- mannastjóra tók "við umsókn minni og sá um hana. Margoft kom ég á skrifstofuna eða hringdi þangað í von um að fá loks afger- andi svar. Á þessu svari stóð og á meðan fékk ég ávallt það svar að ekkert starf væri laust að svo sókn mín lá.inni voru sex menn ráðnir til starfa. Eftir þrjá eða fjóra mánuði fékk ég svo umsókn mína senda heim með þeim um- mælum að enga vinnu væri að fá fyrir mig og ekki væri fyrirsjáan- legt að nein atvinna skapaðist á næstunni. Aðeins viku síðar birt- ist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem Eimskipafélagið óskaði eftir fólki til starfa. Þetta fók yrði að vera með jafnt meirapróf sem vinnuvélaréttindi. Hvort tveggja hafði ég haft og tilgreint á umsókn minni. þannig að á meðan maður er at- vinnulaus er öll von um starf veik von. Við sem erum atvinnulaus eigum annað skilið en að mæta slíku viðmóti. Það er andlega gríðarlega erfitt að vera atvinnulaus og það er ástæðulaust af fyrirtækjum að gera umsækjendur sína að fíflum með þvi að ljúga að þeim, draga þá á tálar einungis til þess að segja þeim svo síðar að enga vinnu sé að fá. Atvinnulaust fólk er einmitt það, fólk. Jón Rúnar ípsen Meðog á méti Er golf vesældarleg ________íþrótt?________ íþrótt hinna karllægu Það er gjörsamlega og óumdeil- anlega hafíð yflr allan vafa, að það fyrirbæri er ekki til, sem kennt er við íþróttir og er vesæld- arlegra en golf. Sé á annað borð hægt að kalla golf íþrótt, þá er hún íþrótt þeirra karlægu. Þegar Gústaf Svía- konungur V., en hann spil- aði tennis, var hálfníræður var hann spurður hvort honum hefði aldrei komið tO hugar að leika golf. vNei, svo gam- all er ég ekki; Pjetur Hafstoin Lár- usson rithöfundur. svaraði kóngur, vitandi það að golf er langt fyrir neðan virðingu annarra en þeirra sem hökta með annan fót- inn í gröfinni. En að sama skapi og golf krefst minni hreysti af iðkendum sín- um en flestar aðrar mannlegar at- hafnir, fyrir utan kannski að hella sér kaffi í bolla, þá útheimt- ir stafpot þetta viðáttumeira landrými en nokkuð það sem með réftu getur kallast íþrótt. Nýjasta dæmi þessa á sér nú staö austur í Hveragerði, eða rétt- ara sagt í Gufudal sem Uggur norður af bænum. Þar telja kúl- upotarar sig eiga rétt til lands undir leikvöll, enda hafa þeir bréf upp á það frá einhverri frí- merkjasleikju í landbúnaðar- ráðuneytinu. Sá er þó hængur á að búskapur er á landí því sem stafkarlamir gera kröfu til. Land þetta er bújörð í eigu ríkisins sem hefur leigt það bændum til lífsviðurværis allt frá því það komst í eigu þess. Tæpast svaravert Skoðun Pjeturs Hafstein Lár- ussonar lýsir bæði verulegum fordómum höfundarins og al- gjörum þekkingarskorti á golf- íþróttinni. Á honum er helst að skiha að vegna þess að hægt er að stunda íþróttina frá unga aldri til elliára megi ekki flokka hana með íþrðttum. Sérstaklega bendir hann á í grein sinni í Tímanum að iðkendur golfiþrótt- arinnar erfiði ekki nóg en það sjónarhorn segir væntanlega að sú íþrótt sé göfugust þar sem iðkendur svitna mest. Golfiþróftin hefur allt til að bera sem prýtt getur eina íþrótt, það þarf leikni, æfingar og elju til að ná árangri. Þá hefur golf- íþróttin það fram yfir flest- ar aðrar íþróttagreinar að hana geta flestir stundað frá barnæsku til elliára. For- gjafarfyrir- komulag golfs- ins gerir það að þeirri íþrótt þar sem mestur jöfhuður ríkir, byrjandi etur kappi við þann sem lengra er kominn á jamrétt- isgrundvelli. Siðareglur golfí- þróttarinnar gera hana að ein- stakri íþrótt og það er þroskandi fyrir börn að kynnast henni. Þau læra að umgangast fulloröna sem jafhingja, læra að fara að reglum og síðast en ekki síst læra þau að úrskurða sjálf um hvað má og hvað ekki. Þá læra börnin fljótt að umgangast golf- völlinn og náttúruna af virðingu og skilja alltaf við völlinn á þann hátt sem þau vih'a koma að hon- um næst Deilur um land við Hvera- gerði þekki ég ekki en fullyrði þó að golfarar stundi ekki flá- ræði og undirhyggju til að sýn- ast sterkari og ná sínu fram. Golfíþróttin hefur kennt golfur- um að slíkt er ekki líklegt til ár- angurs. -HK Hannes Guðmunds- son, torseti Golt- sambands fslands. Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.