Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 4
Gæðamold í garðinn þinn Garðaúrganginn burt Við komum með gæðamold í opnum gámi og skiljum hann eftir hjá þér í nokkra daga. Við tökum síðan gáminn til baka með garðaúrgangi sem við losum í jarðvegsbanka. Einfalt, snyrtilegt og umfram allt umhverfisvænt. Pantanir og upplýsingar í síma 568 8555 ^ GÁMAÞJÓNUSTAN HF BÆTT UMHVERFl - BETRl FRAMTÍÐ Náttáran er okkar fmg MIKIÐ URVAL 11: / trjám / ruiiiium / rúsuni og / sumarlilómum gróðurmold, kurl. blóinapottar, áhuröiuv plöntulyf, upplvsingarit. vcrkfæri o.fl. ossvogsstödin plöntusalan í Fossvogi Fossvogsbletli 1 (fyrir neöan Borgarspltala) Opiö kl. .8 ■ 19. helgar kl. 9 -17. Sími 564 1777 Háborg er með úrval af plastgleri og ál-listum fyrir garðhús, sólskála og skjólveggi. Einfalt og tvöfalt sólarplast, glært og hvítt plastgler, báruplast, höggþolnar og óbrjótanlegar plastplötur. Ál-listar í þök, skjólveggi, glugga og rennihurðir. Þéttilistar fyrir allar gerðir af plasti og tvöföldu gleri. Ál- og plastefni eru veðurþolin og alveg viðhaldsfrí. Sögum, sníðum og smíðum ál og plast eftir þínum óskum. Plastgler Sólarplast * Alprófílar Rennihurðir Háborg m Skúfuvogié, sími 5812140 & 568 7898 fax 568 0380 |g rs og garðar MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1996 Góöur undirbúningur er grundvöllur þess aö hellulögn veröi falleg. Stilliö leiöara(rör) í hæö og strauið eftir þeim. Hellulagnir: Undirbvggið rétt íslendingar eru þekktir fyrir það að gera alla hluti sjálfir. Ýmis verk í garðinum eru nokkuð sem mörg- um finnst að allir geti unnið og eng- in þörf sé á fagmönnum í verkin. Hellulögn er eitt þeirra verka þar sem fagleg vinnubrögð skipta miklu máli og getur haft mjög mismun- andi útlit eftir því hvernig hún er unnin. Vel unnin hellulögn er alltaf til prýði fyrir garðeiganda þótt ein- faldar og ódýrar hellur hafi verið valdar. Eins geta dýrar og illa lagð- ar hellur verið hin mesta sjónspill- ing. Frostfrítt efni Skipta má hellulagningu í þrjá vinnuhluta; undirbúning, hellulögn- ina sjálfa og frágang. Öll þessi atriði þurfa að vera rétt framkvæmd og vönduð ef vel á að vera. Undirbyggja þarf fyrir hellulagn- ir með frostfríu efni (möl) niður í 60-80 sm því annars er hætta á frostlyftingu. Þegar mölinni er kom- ið fyrir þarf að þjappa hana vel og er best að gera það í lögum, setja um 20-30 sm af mölinni í einu og þjappa með jarðvegsþjöppu. Mölin þjappast betur ef bleytt er vel í henni fyrst. Gætið þess að undir- byggja um 10-20 sm út fyrir það svæði sem á að helluleggja. Ef hætta er á að mold blandist mölinni er gott að setja síudúk á milli. Efst er svo um 5 sm lag af sandi sem hellurnar eru lagðar í. Sandlag- ið þarf einnig að bleyta og þjappa. Þegar jafnað er undir hellurnar er best að stilla af leiðara, t.d. rör, og strauja með réttskeið milli þeirra. Nauðsynlegt er að leiðararnir séu beinir og nota þarf hæðakíki eða hallamál þegar þeir eru stilltir af. Leiðurunum erkomið fyrir í sandin- um í sömu hæð og neðri brún helln- anna á að verða. Gott er að setja hæla við báða enda leiðaranna og mæla endanlega hæð hellulagnar- innar á hælana. Lína er strengd á milli og svo mælt frá línunni niður á rörin, t.d. 6 sm ef um 6 sm þykkar hellur er að ræða. Þótt vel sé þjappað undir hellu- lögn má alltaf gera ráð fyrir ein- hverju sigi (u.þ.b. 3 mm) og ætti að hafa það í huga ef hellulögnin fellur að einhverju, s.s. steyptri stétt eða timburpalli, eða ef verið er að bæta við eldri lögn sem er þá búin að síga. Línurnar í lagi Þegar komið er að sjálfri hellu- lögninni verður að gæta að því að halda línum en þær skipta miklu máli fyrir útlit hellulagnarinnar ekki síður en þegar flísar eru lagð- ■ar. Með því að strengja spotta og skoða reglulega það sem búið er að leggja er auðvelt að halda línunum beinum. Oft passa hellurnar ekki alveg á það svæði sem verið er að leggja. Margir bregða á það ráð að sletta steypu í bil sem myndast. Það er af- skaplega ljótur og ófagmannlegur frágangur. Frágangurinn er sá hluti hellulagnarinnar sem flestir klikka á og þar sést munurinn á fag- mennsku og fúski. Sögun hellna í bil sem myndast er fagmannlega unninn frágangur. Þegar sagað hefur verið í bil þarf að sanda í fúgurnar. Þá er fínum sandi stráð yfirog sópað fram og til baka þar til fyllt hefur verið í flest- ar fúgur. Þegar búið er að helluleggja þarf að koma í veg fyrir að hellurnar hreyfist. Stærri hellur eru yfirleitt til friðs en við minni hellur þarf að steypa rönd með fram lögninni: Steypan er þá látin vera 2-3 sm neð- an við efri brún lagnarinnar þannig að hún sjáist ekki. Góöur og vandaður frágangur skiptir einnig miklu máli. Hér hefur verið vandað til verksins, hellurnar sagaðar svo þær passi saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.