Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 5
21 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNI1996 — hás og garðar Leiktæki: Mörg smáatriði sem FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni Grasfræ • Aburður • Garðáhöld MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Börnin eru dýrmætasta eign hvers foreldris - um það efast eng- inn - og ekkert ætti að vera til spar- að þegar gerð leiksvæða eða leik- tækja er annars vegar. Gott skjól Staðsetning leiksvæðis er mikil- væg. Leiksvæðið þarf að vera á skjólgóðum og sólríkum stað. Ef leiksvæðið er á lélegum stað nýta börnin það ekki og allt er til einskis unnið. Einnig ætti leiksvæðið að vera staðsett þannig að það sjáist yel frá húsinu, eldhúsi eða stofu. Skjól er hægt að fá með ýmsum aðferðum: gróðri, sem er besti og hlýlegasti kosturinn, timburgirð- ingu eða jafnvel steyptum vegg. Sé gróðurkosturinn valinn koma marg- ar tegundir tO greina. Berjarunnar eru t.d. yfírleitt vinsælir hjá ungvið- inu. Gæta verður þess að nota gróð- urtegundir sem annað hvort þola vel klippingu eða koma ekki tU með að skyggja á sjónlínuna frá húsinu. Ef leiksvæðið er gert eftir að börn eru komin í húsið getur verð nauð- synlegt að nota skjólgirðingar jafn- framt gróðrinum fyrstu árin. Mismunandi leiktæki Fæstir einkagarðar eru svo stórir að mikið pláss sé undir leiktæki og þarf því að vanda vel til vals á þeim tækjum sem þar eiga að vera. Sand- kassar eru vinsælir hjá stórum ald- urshópi og tOtölulega lítið mál er bæði að koma upp góðum sandkassa og að fjarlægja hann þegar börnin eru hætt að leika sér í honum. Vin- sælustu sandkassarnir hafa mörg horn en þau eru bestu byggingar- staðimir. Rólur eru einnig mjög vinsælar en þurfa nokkuð mikið pláss. A.m.k. 2,5 metra öryggissvæði þarf að vera báðum megin við þær. Rennibrautir er best að staðsetja í brekku því þá er faOhæðin minnst. Gæta verður þess að hafa brúnir meðfram brautinni a.m.k. 17 sm og láta brautina enda aflíðandi tO að minnka hraðann við lendingu. Undirlag á leiksvæðum skiptir miklu máli. GúmmíheUur eru mjög góðar en einnig stendur grasið fyrir sínu - svo framlega sem álagið er ekki svo mikið að svæðið verði að svaði. Góð og slæm leiktæki Við gerð leiktækja eru mörg at- riði sem gæta þarf að. Gott leiktæki er flísalaust, skrúfur og boltar eru falin og horn rennd. Lélegt og Ola hannað leiktæki er neglt saman með nöglum, með hvöss hom og bolta og skrúfur sem standa upp úr. Góð vegasölt eru með höggdeyf- um og best er að hafa mjúka setu i rólu. Þá er ekki endilega verið að hugsa um hvernig sé að sitja í ról- unni heldur afleiðingar þess ef hún lendir á einhverjum. Við gerð leiktækja skal alltaf hugsa út í öU möguleg slys sem geta orðið og hvernig hægt só að koma í veg fyrir þau. Aldrei verður hægt að koma í veg fyrir að börn meiði sig en hægt er að minnka áverka við Þessi sandkassi frá Kompunni er meö sérstaka byggíngarfleti f hornunum sem gerir þau að enn betri byggingarsvæðum. faU og árekstra með því að vanda vel gerð leiktækja og leiksvæða. MÖRK OG MARKFESTINGAR Festið mörkin áður en óhappið gerist! Festingar fyrir fótboita- og handboltamörk á malbiki, möl og grasi. Barnasmiðjan ehf. Gylfaflöt 7 - Grafarvogi Pósthólf 12470 - 132 Reykjavík Símar 587 8700 - 587 8707

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.