Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 2. húsoggarðar Garður Jóhanns Pálssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar Að Logafold 88 býr garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, Jóhann Pálsson, og er óhætt að segja að garðurinn beri þess merki að áhugamaður um ræktun búi þar. Milli 5 og 600 tégundir og afbrigöi skreyta garðinn og frá því snemma vors og fram á haust er eitthvað nýtt að gerast. Gerði garðinn sjálfur Jóhann byrjaði að gera garðinn 1988. Þá stóð húsið á mel og var efn- ið sem kom upp úr grunninum not- að til að móta garðinn. Jarðvegur- inn var frekar snauður en Jóhann dreifði 10-15 sm lagi af hrossaskít ýfir hann allan og stakk síðan sam- an. Það tók hann 2 sumur, allt var unnið í höndunum og fyrir hvern fermetra sem hann stakk komu upp einar hjólbörur af grjóti sem keyra þurfti burt. Nú er léttur og góður jarðvegur í garðinum sem hentar flestum tegundum vel. Jóhann er líffræðingur og grasa- fræðingur að mennt og mikill gróð- urgrúskari. Sem garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar hefur hann mik- il samskipti við Grasagarðinn í Laugardal og fylgist vel með öllu sem þar er prófað. Það er þó ekki nóg fyrir hann, hann vill prófa plöntumar sjálfur og er til dæmis mikil vinna á hverju vori að fjar- lægja plöntur úr garðinum sem ann- aðhvort þrífast ekki nógu vel eða eru ekki nógu spennandi. Villigarður Jóhann segir garð sinn hálfgerð- an villigarð. Stefnan er að hann hugsi um sig sjálfur. Runnagróður- inn er það þéttur að það heldur beð- unum nokkuð illgresisfríum, þó þarf alltaf að taka eina og eina lúku af arfa í burt en það er í algeru lág- marki. Skemmtilegar plöntur sem sá sér fá að vera þar sem þær vilja vera, þó með smástýringu. Garðurinn snýr í suður og segir Jóhann að hann snúi eiginlega vit- laust, allt það besta snúi út að götu og verður hann að ganga fram fyrir garðinn til að fylgjast með sumum plantnanna. Jóhann notar eitur sem minnst. Þó þarf alltaf að eitra eina og eina plöntu, sérstaklega hafi hún lent illa í haustfetanum sem er mjög snögg- ur með plönturnar og getur farið mjög illa með þær og jafnvel gengið af þeim dauðum. Allt skráð Alltaf er eitthvað um að vera í garðinum. Snemma á vorin skreytir aragrúi af dvergkrókusum hann og þegar þeim lýkur taka páskaliljurn- ar við sem Jóhann segir það alþakk- látasta og auðveldasta í ræktun. Paradísarlilja er einstaklega fögur meö alveg snjóhvít blóm. Stór eplarós, Rosa eglanteria, gefur góöan eplailm yfir sumarttmann. Myndir jp kvæmið sem hann hafi prófað enn sem komið er. Paradísarlilja er einstaklega fal- leg blómplanta með alveg snjóhvít blóm en helsti gallinn við hana hve blómin standa stutt. Grámispill er mjög fallegur jarð- lægur mispill sem ber mikið af berj- um og fær einstaklega fallega haust- liti, hann er mjög harðger. Rauðblaðarós Nova er harðgert afbrigði af rauðblaðarós sem blómstrar mikið og lengi. Ekki eru allar plönturnar hjá Jó- hanni ræktaðar vegna fegurðarinn- ar. Eplarós er ekki ræktuð blómanna vegna enda blómstrar hún litið, a.m.k. hér á landi. Ein yfir tveggja metra há er í garðinum og gefa laufblöð hennar dýrlegan eplailm yfir sumartímann. Um leið og maður gengur út og í gegnum garðinn þá hugsar maður með sér að renna oftar þarna fram hjá, sérstaklega þegar rósirnar fara að blómstra, til að líta dýrðina aug- um. Þær komi upp aftur og aftur án nokkurrar fyrirhafnar. Síðan tekur hvað við af öðru. Gíf- urlega mikið er af rósum í garðin- um, einnig sýrenur, kvistir og mik- ill fjöldi fjölærra blómplantna. Mikiö af plöntunum er sjaldgæft og jafnvel ekki til í öðrum görðum en á milli getur að líta algengar ís- lenskar tegundir eins og t.d. burni- rót. Þó Jóhann þekki flestar plön- turnar er fjöldinn slíkur að hann treystir ekki á minnið og er með öll beð teiknuð upp þar sem hver planta er mérkt. Uppáhaldsplöntur Jóhann á mikið af uppáhalds- plöntum. Sólber eru í sérstoku upp- áhaldi og er hann stöðugt að prófa ný kvæmi. Hann segir þægilegt að rækta þau auk þess sem þau séu sérlega bragðgóð. Melalatti sé besta Fallegir haustlitir. Vinstra megin er grámispill kominn i haustliti meðan skriömispiliinn hægra megin viö tröpp- urnar er algrænn, fyrir miöri mynd má sjá bjartvíöi. Jóhann segir páskaliljur eitt þaö alauðveldasta í Fyrirhafnarlaust komi þær upp ár eftir ár. ræktun. Milli 500 og 600 tegundir plantna skreyta garö Jóhanns. Gífurlegur fjöldi rósa er í garðinum. Hvíta rósin er „Polstjárnan", hægra megin viö hana koma „William Baffin", „John Cabot" og stórar rósin í horn- inu er „Hurdalsrosen". Vinstra megin viö „Polstjárnan" „Pike’s Peak“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.