Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 11
J3V MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 _______________________________ hús og garðar Grjót í görðum: nota náttúrugrjót og hvaða tegund er eftir að finna efnið og koma því í garð. Margir landeigendur selja slíkar auðlindir úr landi sínu en aðrir gefa efnið. Er sama hvort held- ur er - aldrei skal taka efni án leyf- is. Víða eru svæði friðuð og eins eru stuðlar víða friðaðir þannig að alltaf ætti að leita upplýsinga um þessi at- riði áður en byrjað er að hrófla við landinu, jafnvel þó greinilegt rask ■ - » ;>„> Notkun náttúrugrjóts i garða hér á landi er orðin mjög algeng og hef- ur færst mjög í vöxt á síðari árum. Mikið er um að grjót sé notað til að taka upp hæðarmismun en einnig hefur það færst í vöxt að fólk fái sér nokkra fallega steina til skrauts í garðinum. Við notkun á náttúrugrjóti ætti fólk að gæta sín að blanda ekki sam- an mismunandi tegundum af grjóti, fallegast er að halda sig við eina teg- und en ekki blanda saman t.d. hrauni og sjávargrjóti. Einnig ætti að taka mið af staðsetningu garðs- ins og þeirri náttúru sem er í kring- um hann. Hvaða tegundir? Við Islendingar eigum nóg af grjóti. Helsta bergtegund íslands er basalt eða um 80% af öllu bergi. Basalti er svo skipt í marga flokka og eru þeir algengustu blágrýti og grágrýti. Mjög misjafnt er hvernig er að vinna og höggva til mismun- andi tegundir og fer það helst eftir kleyfni grjótsins frekar en hörku þess. Sem dæmi má nefna að algeng- asta bergtegund okkar, blágrýti, hef- ur slæma kleyfni og er nánast úti- lokað að höggva það til. Grágrýtið er hins vegar mjög gott í vinnslu og hefur verið víða notað í Reykjavík, t.d. í götukantstein, brústein í götu og sem byggingarefni i Alþingishús- ið og fleiri byggingar. Hraun er yfirleitt tiltölulega auð- velt að höggva til enda er það mikið notað í hleðslur og einnig sem hell- ur. Víða úti í náttúrunni má finna klappir sem hafa klofnað upp í þunnar (5-10 sm) hellur og eru not- aðar í göngustíga, ýmist sem stiklur eða raðað saman. Mikið fegurðargildi Undanfarin ár hefur afturhvarf til náttúrunnar í allri umræðu ver- ið mjög ríkjandi. Notkun náttúru- efna í allt frá matseld til málningar- vinnu færist stöðugt í aukana og má vera að aukin notkun náttúrugrjóts í garða sé samtvinnuð þessari nátt- úruumræðu. Ákveðin breyting í notkun ein- hverra efna eins og náttúrugrjóts á ekki upphafið hjá einhverjum er ýmist notaö í hleðslur eða sem stakir steinar. Hér er stór og mikil hleðsla Notkun grjóts í görðum er mikil; grjót við heimili systranna í Garðabæ. nokkrum garðeigendum heldur eiga landslagsarkitektar stóran þátt í þessari vakningu. Stór opinber svæði þar sem notkun einhverra efna er ríkjandi hefur áhrif á þá sem leið eiga um og gefur þeim hug- myndir um hvað gera megi í þeira görðum en einnig hafa landslags- arkitektar notað náttúrugrjót mikið í þá einkagarða sem þeir hanna. Mismunandi notkun Eins og áður sagði ætti fólk að gæta þess að blanda ekki saman mörgum tegundum af grjóti í sama garð. Mikilvægt er að hugsa vel um hvaða tegund passi best við um- hverfið. Þar ræður litur og lögun öllu. Holtagrjót er smákornótt og yfir- leitt brúnt á litinn og er gjarnan sóst eftir því að það sé mosagróið' eða með skófum. Holtagrjót er sennilega orðið vinsælasta náttúru- grjótið í garða en lögun hvers steins er sérstök og verða því engir tveir garðar eins þar sem holtagrjót er notað. Holtagrjótið er mikið notað í hleðslur þar sem taka þarf upp hæð- armismun en einnig færist notkun þess sem stakra steina í beðum stöðugt í vöxt. Þá er yfirleitt fallegra að hafa nokkra steina í hverju beði og spila með gróður á milli þeirra. Sjávargrjót fer vel með hellum þar sem litur þess er mjög áþekkur gráum hellunum. Litlir sjávarstein- ar (um 5 sm) eru nú mikið notaðir með stærri steinum í stað gróðurs og eins til að hylja jarðvegsdúka. Hraungrjóti eigum við nóg af um nánast allt land. í gegnum tíðina hefur það verið mest notaða nátt- úrugrjótið og er það hvað hentugast í fríttstandandi hleðslur. Stuðlaberg er ekki algengt enda dýrt og víða friðað í náttúrunni en notkun þess er helst að tveir til þrír steinar myndi listaverk, en það fer einnig vel í litla veggi, en eins og áður sagði er ekki auðvelt að nálg- ast það. Granít er eina innflutta náttúru- grjótið sem náð hefur fótfestu í ís- lenskum görðum. Hægt er að fá það í ýmsum stærðum. Granít er einna helst notað með öðrum hellum og brýtur þá gjaman upp stærri fleti. Ekki taka í leyfisleysi Þegar ákveðið hefur verið að Stéttin erfyrsta skrefið inn... mGARDENA Líkamsrœkt og garðrœkt með sígildum Gardena- \ sláttuvélum... T&k . ...sem ganga fyrir mannafli Heimiirsíæki.hif; afhellum ogsteinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.