Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 6
22 MIÐVIKUDAGUR NÝ SENDING - GLÆSILEGT ÚRVAL Nýjar geröir af gosbrunnum, úti og inni, styttum, dælum og Ijósum, garödvergum, fuglum o.fl. til garöskreytinga. Vörufell hf. v/Suðurlandsveg, Hellu Sími 487-5470 rs og garðar Leiktæki frá Barnasmiöjunni eru á mörgum leikvöilum og dagheimilum um alla borg. Hér má sjá lítil hús og kastala þaöan. LAWN-BOY Garðsláttuvélar Margreyndar við íslenskar aðstæður, nú með nýjum 4,5 HP tvígengismótor, einfaldri og öruggri hæðarstillingu, 48 cm sláttubreidd, styrktum hjólabúnaði, 60 I. grassafnari fylgir ÞÓR HF Raykjavík - Akurayrl Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Skrúð^ garðar Við bjóðum eftirfarandi þjónustu GARÐAUÐUN: Fyrir trjágróður, limgerði og fleira. Úðað með Permasect, öll tilskilin leyfi, framvísum leyfum við úðun. Gerum tilboð þér að kostnaðarlausu án skuldbindingar. Hugsaðu vel um garðinn þinn og hafðu samband. Sölumaöur: sími 561 2272 og bílasími 853 1633 Höfum öll tilskilin leyfi frá Hollustuvernd og Vinnueftirliti. Fagmennska í fyrirrúmi ,170»«)-«» Hléskógun 14 10» Heykjavlk Ihg "eykjs.fk 09.05.19»5 VttSpk Gar&aú&un Loyfissklrleinl Coðrún Hfllð. Slgurgelrs II R.ykJ.vfk R«ykjjvfk HOLLUSTUVHRíJO RlKISINS Garöauöun Leyflssklrtoini 101 Reykjsvlk ag Reykjavlk ou( 09.05.1995 MOLLUSTUVtmND nlKISINS Barnasmiðjan: Hefur framleitt útileiktæki í 10 ár Barnasmiðjan er stærst íslenskra fyrirtækja í framleiðslu á útileik- tækjum. Leiktækin eru framleidd undir vörumerkinu Krummagull og er meðal annars hægt að fá rólur, vegasölt, gormaleiktæki, lítil hús, rennibrautir, sandkassa, kastala, mörk og körfur. Einnig barnahús- gögn og reiðhjólagrindur Öryggið fyrir öllu Eigendur fyrirtækisins, hjónin Hrafn Ingimundarson og Elín Ágústsdóttir, setja öryggi barna ofar öllu. Stöðugt er verið að endurhæta hönnun og gerð leiktækja og er far- ið eftir ströngustu. stöðlum í allri framleiöslu. Meðal annars eru öll leiktæki Barnasmiðjunnar máluð með eiturefnalausri málningu og allir boltar eru ryðfríir og huldir með plasti. Barnasmiðjan er einnig umboðs- aðili fyrir KOMPAN - danskt fyrir- tæki sem er stærsti leiktækjafram- leiðandi heims. Mjög gott samstarf er milli þessara aðila og hefur Kompan stutt við Bamasmiðjuna í sinni framleiðslu og notar Barna- smiðjan að miklu leyti sömu efni og Kompan, s.s. krossviðinn í tækin og ýmsa smáhluti. Einnig nýtir Barna- smiðjan þekkingu og reynslu Komp- an við hönnun og framleiðslu sinna leiktækja. Alíslenskt Öll smíði í leiktækjum Barna- smiðjunnar er íslenskt handbragð, hvort heldur sem er járn eða tré. Sömu sögu er að segja um hönnun leiktækjanna. Þau Hrafn og Elín fá hugmyndir og útfæra þær og fá svo iðnhönnuð eða arkitekt til að fin- pússa hugmyndina. Auk þess að vera stöðugt að hanna ný tæki er einnig alltaf verið að betrumbæta eldri tæki og hafa þau átt gott samstarf við kennara, leikskólakennara og aðila sem setja tækin upp. Þessir aðilar koma gjarnan með ábendingar um hvað betur mætti fara og er hlustað og farið eftir slíkum ábendingum eftir bestu getu. Fagleg ráðgjöf í einkagarða segir Hrafn að al- gengast sé að fók fái sér rólur og/eða sandkassa. Barnasmiðjan veitir faglega ráðgjöf við val á leik- tækjum og leggur Hrafn mikla áherslu á að það sé ekki magnið heldur notagildið sem hafa beri í huga. Mörgum finnst dýrt að kaupa sér- smíðuð leiktæki en þó hefur nokkur hugarfarsbreyting átt sér stað und- anfarin ár og fólk er farið að átta sig á því að öryggi og ending kostar. Barnasmiðjan sér ekki um upp- setningu á leiktækjunum en góðar leiðbeiningar og allar festingar fylgja. Hrafn mælir með að fólk fái sér garðyrkjumann til að sjá um uppsetninguna. Barnasmiðjan hefur einnig verið með námskeið um leiktæki, stað- setningu þeirra, uppröðun og við- hald og hefur fengið erlenda fyrh'- lesara til þess að miðla af þekkingu sinni en námskeiðin hafa aðallega verið fyrir aðila sem hafa mikið með þessi mál að gera, s.s. hönnuði og garðyrkjumenn. ai barna - okkar Árið 1993 fékk Barnasmiðjan fyrst fyrirtækja viðurkenninguna „Öryggi barna - okkar mál“ og seg- ir í viðurkenningarskjalinu: „Fyrir markvissa stefnu í framleiðslu á ör- uggari leiktækjum." Leiðbeiningar með uppsetningu tækjanna og að- lögun framleiðslunnar i samræmi við reynslu á notkun þeirra hér á landi stuðlar að fækkun áhættu- þátta í leik bamanna. Barnasmiðjan er greinilega vel að þessari viðurkenningu komin og er greinilegt að allt er gert þar til að tækin séu sem best og sem minnstir möguleikar á meiðslum fyrir hendi. Nú í sumar er Barnasmiðjan að festa kaup á sérstöku fallprófunar- tæki sem prófar hversu mikla dempun yfirborð leiksvæða hafi. Allir geta nýtt sér þessa nýju þjón- ustu. Vegasöltin frá Barnasmiðjunni eru með dempur- um sem draga úr höggum ef t.d. leikfélaginn stekkur skyndi- lega í burtu. LEYFISSKÍRTEINI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.