Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 7
3D’\T MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 23 N ___________ hús og garðar Flaggstangir: Þjóðlegt að flagga Það fylgir því viss hátíðleiki að draga fána að húni. Frá barnæsku man maður eftir hve mikið atriði þar var þegar maður fékk að hjálpa til við þá athöfn og seinna þegar maður var búinn að læra það hjá skátunum að binda hnútinn og gera alla hluti rétt þá fékk maður að gera það á eigin spýtur. Margir garðeigendur hafa flagg- stangir í görðum sínum og flagga á hátíðisdögum. Ýmsar stærðir Hjá Ellingsen eru til þrjár stærð- ir af flaggstöngum á lager, sex, sjö og átta metra, aðrar stærðir eru sér- pantaðar. Fólki er í raun alveg í sjálfsvald sett hve stórar flaggstangir það hef- ur í garðinum sínum en fáninn verður að vera í réttu hlutfalli við stöngina. Æskileg viðmiðun er að lengd fánastangar sé 5 sinnum breidd fánans ef hún er reist upp frá jörðu. Flaggstangirnar hjá Ellingsen eru frá Formenta ab og eru framleiddar úr þykku glass fiber efni sem stenst mjög vel ágang veðurs og þarf ekk- ert viðhald. Allar festingar, úr heit- galvaniseruðu stáli, fylgja með og góðar leiðbeiningar við uppsetning- una. Einnig útvega þeir hjá Elling- sen aðila til uppsetningar sé þess óskað. Uppsetning Góður frágangúr er forsenda þess að flaggstangirnar séu til friðs. í Allar festingar fylgja meö fána- stöngunum frá Ellingsen. Stangirn- ar eru fellanlegar. srnnum görðum eru klappir þar sem hægt er að festa flaggstangir en ann- ars staðar þarf að steypa festingarn- ar niður og er þá best að fá sér rör, ganga frá þvi í frostfrítt efni, steypa í rörið og setja festingarnar í steypuna. Ef notuð eru rör með múffu þá er múffan látin snúa nið- ur. Gætið þess að festingin sé í réttri hæð þannig að steypan sjáist sem allra minnst. Frágangurinn kringum flagg- stöngina getur verið með ýmsu móti. Margir setja blóm í kring en gætið þess að hafa pláss fyrir ykkur til að flagga án þess að vaða í gróðri. Fánadagar Fánann má nota við öll hátíðleg tækifæri, jafnt þau sem tengjast einkalífi sem önnur. Fánadagar, þar sem æskilegt er að almenningur dragi fána á stöng, eru 11 talsins. Þeir eru: Fæðingardagur forseta íslands Nýársdagur Föstudagurinn langi (í hálfa stöng) Páskadagur Sumardagurinn fyrsti 1. maí Hvítasunnudagur Sjómannadagurinn 17. júní 1. desember Jóladagur Nokkrar reglur Ekki skal draga fána á stöng fyr- ir klukkan sjö að morgni og hann á ekki að vera lengur uppi en til sól- arlags og aldrei lengur en til mið- nættis. Gæta skal að fáni snerti aldrei jörð og skemmda, trosnaða, óhreina eða upplitaðafána skal ekki draga á stöng, ef ekki er hægt að lagfæra fána skal brenna hann. Þeg- ar flaggað er í hálfa stöng er fáninn fyrst dreginn að húni og síðan felld- ur þannig að 1/3 hluti stangarinnar sé ofan við efri jaðar fánans. íslenski fáninn er ávallt fyrir- liggjandi í mörgum stærðum hjá Ellingsen sem og þjóðfánar flestra annarra landa. /* sem fást í helstu verslunum um land allt Það þykir þjólegt að flagga. Flaggað er í hálfa stöng til minningar og heiðurs hinum látna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.