Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI1996 &s og garðar 31 - og getur aldrei orðið hættulaust Með auknum áhuga á garðrækt hefur einnig orðið mikil aukning á notkun eiturefna í baráttunni við illgresi og meindýr. Vakning hefur verið síðustu ár um að nota skað- laus og lífræn efni en einnig þau eru mörg hver eiturefni þó þau skaði umhverfið minna en þau verksmiðjuframleiddu. Of mikil og röng notkun eiturefna er alltof algeng, fólk les ekki leið- beiningar með efnunum sem það kaupir. Ágæt regla er að lesa alltaf á umbúðirnar fyrir hverja notkun, það getur komið í veg fyrir alvarleg eiturslys. Gegn maðki og lús Islendingar eru sérstaklega pödduhræddir og veit maður um fólk sem hefur beðið um að eitrað yrði gegn flugunum í garðinum þeirra. Með betra tíðarfari eykst bæði fjöldi og tegundafjöldi þeirra meindýra sem lifa af veturinn hér. Eftir mildan vetur eins og þann sem var nú síðast má búast við miklu maðka- og lúsasumri. Ekki þýðir neitt að eitra áður en maðkur og lús sjást. Permasect er algengasta efnið sem notað er gegn maðki og lús og það drepur kvikind- ið við snertingu en drepur hvorki nit lúsarinnar eða púpu í dvala, þannig að eitrun áður en fólk verð- ur vart við meindýrin er það sama og brenna peninga. Hafið það einnig í huga að nokkrir ormar gera trján- um ekki skaða en vissara er að fylgjast vel með því ef mikill maðk- ur leggst á trén, það getur gengið af þeim dauðum. Sérstaklega þarf að gæta að maðkafaraldri ef t.d. lim- gerði hefur verið klippt mikið nið- ur. Margir eitra sjálfir hjá sér meðan aðrir fá utanaðkomandi til þess. Þeir sem eru með stærri tré ná ekki sjálfír upp í toppa þeirra og þurfa því að leita til fólks með góð tæki. Skrúðgarðyrkjufyrirtæki sjá um eitrun fyrir fólk og verður að telja vissast að eiga viðskipti við þá sem hafa almenna þekkingu á garð- yrkju. Illgresi Yfirleitt ætti notkun eiturefna gegn illgresi í heimagörðum að vera óþörf. Þó getur illgresið hafa náð yf- irhöndinni einhverra hluta vegna, þannig að notkun eiturefna sé virki- lega nauðsynleg. Öll eiturefni gegn. illgresi geta einnig drepið plöntum- ar, sem er verið að reyna að vernda, ef ekki er rétt farið með þau. Herbatox Herbatox drepur alla tvíkímblöð- unga og er eina illgresiseitrið sem hægt er að nota í baráttunni við ill- gresi í grasflötum. Gras er ein- kímblöðungur og skaðast því ekki við að fá Herbatox á sig. Herbatox hefur reynst ágætlega í baráttunni við fifla í grasflötum. Roundup Roundup er kerfisvirkt efni sem drepur allar plöntur sem það lendir á. Efnið berst með safastreymi um plöntuna og getur því drepið tré ef t.d. úðað er á rótaskot þeirra. Roundup hefur virkað mjög vel á húsapunt og aðrar grastegundir sem eru mjög næmar fyrir efninu. Casaron G Casaron G er örgresisefni sem notað er til þess að eyða öllu grasi og illgresi. Casaron G er kimi og fæst í staukum sem dreift er úr. Efn- inu er dreift snemma vors frá mars fram í maí og er gott að nota það þar sem gras eða annað illgresi hef- ur vaxið inn í plöntur. Casaron er einnig mikið notað við að eyða ill- gresi í hellulögn. Virkni Casarons er 2-3 ár og því engin þörf á að eitra með því á hverju ári. Barrviður, runnamura, yllir og toppar (Lon- icera) þola ekki að fá efnið á sig og sömuleiðis þola íjölærar blómplönt- ur efnið ekki. Afalon Afalon er spírunarhindrandi efni sem nota á snemma vors áður en gróður fer af stað. Afalon er einnig mikið notað í kartöflugarða og er því úðað yfir garðinn áður en sjást fer í grösin. Gæta verður að róta ekki í jarðvegi sem úðaður hefur verið með Afalon, virknin er efst i jarðveginum og fer úr honum við rask. Lesið leiðbeiningar Aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að lesa vel leiðbeiningar með eitur- efnum. Aldrei skal geyma efnin í öðrum umbúðum en þau eru keypt í. Sum efnin fást eingöngu í nokkuð Við eitrun gegn maðki og lús í stærri trjám þarf að fá fólk með góð og kraftmikil tæki ef ná á upp í toppa trésins. Á innfelldu myndinni má sjá ýmsar tegundir af eiturefnum sem notuð eru við misjafnar aðstæður. Lesiö vel leiöbein- ingar áður en byrjað er að eitra. stórum skömmtum og vDl fólk þá kaupa saman og skipta efninu milli sín. Best er þá að annar eða einn að- ilinn geymi efnið en aðrir fái þann skammt sem notaður er hverju sinni. Slys hafa orðið þar sem eitur var geymt í kókflösku og barn komst í það. Sumir nota sömu dæl- ur við eitrun á t.d. Roundup og Permasect. Gæta verður að skola vel dæluna og allar leiðslur áður en Permasectinu er úðað. Geyma ætti eiturefni í læstum skápum fjarri matvöru. Ef einhver vafaatriði koma upp við notkun eiturefna skal hringja í einhvern söluaðila og spyrja áður en úðað eða dreift er, það er of seint að spyrja þegar efninu hefur verið dreift. Heitir pottar úr akrýli! +Níðsterkir, auðveldir að þrífa. ♦ Fást með loki eða öryggishlíf. +Fáanlegir með vatns-og loft nuddkerfum. ^Margir litir, 6 stærðir, rúma 4-12 manns. + Verð frá aðeins ki 84.8BB Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Hjallahrauni 2, Hafnarfirði, sími: 555 1027 Grasteppi V">1*845 krjm- Grasteppin vinsælu og „sigrænu" hafa fyrir löngu sannað gildi sitt á íslandi. Grasteppi á svalirnar, veröndina og í garðskálann. Má nota árið um kring. Tvær gerðir. Bæði til í 2 og 4 metra breidd. Verð frá: 845 kr./m2 stgr. Teppaland Mörkinni 4 • 108 Reykjavík • Sími: 588 1717 og 581 3577 U ul diLtæki og busilaugar > TTT r? i if. k k ■ * « t f \ I! f (Tm- í i HL4 ' | { r-. i n i \ Ein róla kr. 7.950, stgr. 7.552 • Tvær rólur kr. 9.500, stgr. 9.025 Róla og vegaróla (mynd) kr. 12.200, stgr. 11.590 Tvær rólur og vegaróla kr. 13.900, stgr. 13.205 Róla, vegaróla og þrír stigar (mynd) kr. 19.400, stgr. 18.430 Jarðfestingar fyrir gras eða annan jarðveg kr. 2.300, stgr. 2.185 Vönduð utileiktæki frá V-Þýskalandi, stoðir 45 mm lökkuð stálrör, plastsæti. Busllaug úr sterkum dúki ó stálgrind, sæti, viðgerðarsett og botnloki. Stór busllaug, 122 x 244 cm, kr. 10.900, stgr. 10.355 Lítil busllaug, 122 x 188 cm, kr. 5.400, stgr. 5.130 Se^ Kreditkort og kreditsamningar Varahlutir og viðgerðarþjónusta AMR Armúla 40 Símar: 553 5320 • 568 8860

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.