Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 Munu konur aldrei standa jafnfætis körlum í skák? nn Of erfitt fyrir konur „Ég hef til dæmis hugleitt það mikið og komist að þeirri niður- stöðu að skákin sé of erfið fyrir kon- Helgi Ólafsson stórmeistari, í Alþýðublaðinu. Prestur hafinn yfir söfnuð „Það hlýtur að vera hlutverk prestsins fyrst og fremst að þjónusta söfnuðinn en ekki vera yfir hann hafinn." Guðmundur Ágústsson, formaður sóknar- nefndar, í Tímanum. Ummæli Ropað á eftir „Þaö verður nti lágt risið á sum- um ráðamönnum þegar ég birtist með mínar hugmyndir. Þeir fara bara á fundi, kýla vömbina með vín- arbrauðum og kaffi, en ekkert gert á eftir annað en að ropa.“ Rósa Ingólfsdóttir, í Tímanum. Vinsælt embætti „Það er furðulegt að svona „lítið“ embætti skuli vera svo gífurlega vin- sælt í röðum sjálfstæðismanna." Pétur Óii Jónsson, í Alþýðublaðinu um for- setaembættið. Saltbrennd söguskál eftir Robert Shay. Tvær myndlist- arsýningar og nýtt leikrit Listahátíð heldur áfram með sama glæsibragnum og verið hefur og í dag verða opnaðar tvær mynd- listarsýningar og nýtt íslenskt leik- rit verður flutt i Þjóðleikhúsinu. Leikritið heitir í hvítu myrkri og gerist það á hóteli í litlu sjávar- plássi. Höfundur þess er leikarinn og Spaugstofufélaginn Karl Ágúst Úlfsson. I Gallerí Úmbru verður opnuð sýning í dag sem hefur yfirskrift- ina í minningu landnemanna í vestri. Er um að ræða leirlist eftir bandaríska listamanninn Robert Shay. Á sýningunni verða salt- brenndar smáar söguskálar sem eru í anda og í minningu þeirra sem námu land á sléttum Ameríku. í skálunum, innan hringlaga þrí- víðra ramma þeirra, leitast lista- maðurinn við að ná fram anda Vestursins og gæða þær lífi ævin- Li týris um kúreka, hesta, hornabolta og leik. Robert Shay hefur haldið sýningar beggja vegna Atlantshafs- ins og er virtur i sinni grein. Hinn kunni myndhöggvari, Ragna Róbertsdóttir, opnar sýn- ingu í dag á verkum sínum í lista- salnum, Ingólfsstræti 8. Ragna á að baki langan feril sem myndhöggv- ari og fjöllistamaður og hefur ver- ið dugleg að nýta sér afurð eldfjalla í verk sín. Veðrið í dag: Léttir til nyrðra Milli Islands og Noregs er 995 mb. lægð á norðausturleið. 985 mb. lægð, um 900 km suðsuðvestur af Reykja- nesi, þokast norðaustur. Veðrið í dag í dag snýst vindur í fremur hæga suðaustlæga átt með smáskúrum á sunnanverðu landinu. Nyrðra léttir heldur til. Hiti 4 til 12 stig, svalast við norðurströndina. Á höfuðborgarsvæðinu er austan og suðaustan gola en kaldi í kvöld og nótt. Skýjað að mestu og smá- skúrir. Sólarlag í Reykjavík: 23.45 , Sólarupprás á morgun: 3.08 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.14 Árdegisflóð á morgun: 10.46 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid París Róm Valencia New York Nuuk Vin Washington Winnipeg alskýjaó súld skýjað léttskýjaö skýjaó rigning skýjaö skúr rigning skýjaó skýjaó 13 skýjað 15 rign. á síð.kls. 13 skýjaö 16 skýjað 6 léttskýjaó 20 þokumóóa 18 alskýjaö 18 heiöskírt 18 léttskýjað 11 léttskýjaó 17 skýjað 17 þokumóöa 18 heiökírt 19 léttskýjaö 16 léttskýjað 19 þokumóöa 17 heióskírt 17 heiðskírt 19 hálfskýjaó 3 heióskírt 17 léttskýjað 19 alskýjaö 11 Ámundi Tómasson, íslandsmeistari í handflökun: Sjö ára æfing í flökun „Þetta gekk virkilega vel í þetta skiptið og ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í þess- ari keppni, en í fyrsta sinn sem ég vinn yfir heildina,“ segir Ámundi Tómasson, flökunarmaður hjá Toppflski úti á Granda, en hann sigraði í íslandsmeistarakeppn- inni í handflökun sem fram fór um helgina. Fjölmargir þátttak- endur voru með og þar á meðal út- lendingar frá sex löndum og nú brá svo við að áhorfendur fjöl- menntu og er talið að þegar mest var hafi 400 manns verið að horfa Maður dagsins á. Ámundi sagði að það væri keppt í flokkum og. dæmt samkvæmt mestum hraða, bestri nýtingu og mestu gæðum og þegar allt var tekið saman hefði hann haft sigur. „Það er gaman að taka þátt í svona keppni en það er ekki hægt að segja að ég hafi æft mig neitt sér- staklega fyrir þetta, þetta er jú mitt starf.“ Ámundi Tómasson. Einu sinni hefur verið valið landslið í handflökun og var Ámundi í þvi landsliði: „Þetta var eftir fyrstu keppnina sem ég tók þátt í, þá varð ég í fjórða sæti en vann í gæöaflokki. Þá var sent lið á heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum og þótt ekki gengi vel í það skiptið þá komum við reynslunni ríkari heim og það er synd að ekki skuli hafa verið sent aftur út landslið, þetta var mjög ánægjuleg ferð þótt árangurinn væri ekki mikill. Ámundi var spurður hvort hann hefði farið í keppnina í ár með það fyrir augum að sigra? „Nei, það gerði ég ekki, en það var samt búið að heita á mig ef ég skyldi sigra, en það voru þarna margir flinkir og vanir flökunar- menn svo það var virkilega gaman sigra þá alla.“ Ámundi hefur unnið við flökun í ein sjö ár og alltaf hjá Toppfiski og hefur í raun alla sína tíð unnið í kringum fisk. Það kemur því ekki á óvart að aðaláhugamál hans er veiðar. „Ég hef mjög gam- an af að fara í vötn og veiða og fer oft hér í kringum borgina á kvöld- in og renni fyrir fisk.“ Ámundi er fjölskyldumaður og heitir eigin- kona hans Aðalheiður Gylfadóttir og eiga þau tvö börn, Samúel Kristin, sem er þriggja ára, og Lenu Mjöll, níu mánaða. -HK Myndgátan Réttarlæknir /529 , HUN ER. AP ÞoóevezoA og, yHBFUR Sj'ALFST/ESANy VÍLO/j.J'' -E Vkoftr-*- Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi DV Þrír leikir í 2. deild Nú fer boltinn að rúllla aftur í deildunum eftir landsleikjahrin- una og verður leikið í 2. deild í kvöld og á morgun en þá hefst einnig þriðja umferðin í 1. deild. í kvöld verða þrlr leikir í þriðju umferð. 1 2. deild. Á Akur- eyri mætast Akureyrarliöin KA og Þór og verður þar örugglega um spennandi viðureign að íþróttir ræða, enda mikil keppni í gangi milli þessara félaga á öllum svið- um. í Reykjavík taka ÍR-ingar á móti Víkingum og á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði keppa FH og Völsungur. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Þá verða einnig i kvöld leikir í 3. og 4. deild karla. Ljós, land og líf í Stöðlakoti stendur nú yfir sýn- ing á pastelmyndum eftir Benedikt Gunnarsson sem hefur yfirskriftina Ljós, land og líf. Benedikt stundaði nám á árunum 1945-1954, fyrst hér heima og siðan í Kaupmannahöfn og París, auk þess hefur hann farið i margar námsferðir til ýmissa landa. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína Sýningar í París en hefur síðan haldið fjöl- margar einkasýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum innan- lands og utan. Málverk eftir Benedikt eru bæði í eigu opinberra listasafna hér á landi og í eigu stofnana erlendis. Árið 1987 hlaut hann fyrstu verðlaun í sam- keppni myndiistarmanna um altar- isverk úr mósaík í Háteigskirkju í Reykjavík. Bridge Sumarbridge í Reykjavík hófst um miðjan síðasta mánuð og fór nokkuð rólega af stað en aðsóknin hefur vaxið jafnt og þétt á undan- fórnum dögum. Umsjónarmenn sumarbridge, Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvaldsson, hafa bryddað upp á tveimur nýjungum í sumarbridge sem mælst hafa vel fyrir. Önnur þeirra er keppni um vikumeistara en bronsstigameistari hverrar viku hlýtur vegleg verð- laun. Hin nýjungin er Hornaíjarðar- leikurinn. Veitt verða tvenn verð- laun þeim tveimur spilurum sem tekst að skora flest bronsstig á ein- hverjum 4 spilakvöldum í röð í sum- ar. Verðlaunin eru þátttökugjald á Jöklamótið 1996, siðustu helgina í september. Hér er spil frá spilamennsku í sumarbridge sl. þriðjudag. Þar fengu Erlendur Jónsson og Murat Serdar mjög sérkennilegan topp í NS þegar þeir lentu í sagnmisskiln- ingi. Norður gjafari og enginn á hættu: * 1087532 * Á * 843 * 843 * ÁKG6 * G10765 * G107 * 7 * D * 2 ♦ Á92 * KDG109652 Norður Austur Suður Vestur pass pass 4* pass 4*» p/h Erlendur opnaði á fjórum laufum sem hann hafði hugsað sem hindr- unarsögn. Vestur spurði um sagnir og fékk þá útskýringu að opnunin væri „Texas- sagnvenja" sem lofaði 8-8Z2 slag og góðum hjartalit. Murat sagði hlýðinn ljögur hjörtu og AV höfðu ekkert við þessar sagnir að at- huga. NS fengu sína upplögðu tvo slagi, á ásana rauðu og 8 niður gaf AV 400 i sinn dálk. En það var nán- ast botn fyrir spilið, því flestallir í AV fengu 450 fyrir að spila fjögur hjörtu í hinar áttirnar. ísak Öm Sigurðsson é 94 •* KD9843 ♦ KD65 * Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.