Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996
Fréttir
DV
Ragna Björk Emilsdóttir og Ásgeir Guðmundsson ætla að ganga í hjónaband.
Vígslan fer fram í breið-
þotu yfir heimskautsbaug
- gert ráð fyrir 200 gestum og 360 sseta þota lögð undir brúðkaupið
DV, Suðurnesjum:
„Við nefndum þetta við Arngrím
Jóhannsson, eiganda Atlanta flugfé-
lagsins, og hann sagði að þetta væri
alveg biluð hugmynd og sjálfsagt að
framkvæma hana. Hann og eigin-
kona hans, Þóra Guðmundsdóttir,
tóku þessu strax mjög vel,“ sögðu
Ragna Björk Emilsdóttir og Ásgeir
Guðmundsson sem ætla að ganga í
hjónaband um miðnætti laugardag-
inn 22. júní. Þetta væri ekki i frá-
sögur færandi nema vegna þess að
athöfnin á að fara fram í háloftun-
hinni nýju 360 manna breið-
um
þotu Atlanta flugfélagsins Ulfari
Þórðarsyni en Ragna Björk starfar
sem flugfreyja hjá Atlanta og Ásgeir
er flugmaður hjá Cargolux í Lúxem-
borg.
Flugstjórar í ferðinni verða Am-
grímur Jóhannsson, eigandi Atl-
anta, og Hafþór Hafsteinsson, flug-
maður og rekstrarstjóri Atlanta.
Björn Þverdal verður flugvélstjóri í
ferðinni og Þóra Guðmundsdóttir,
eigandi Atlanta og eiginkona Arn-
gríms, hefur umsjón með öllu um
borð. Þess má geta að um 10 þúsund
lítrar af eldsneyti fara í flugferðina.
„Hugmyndin kviknaði þegar við
vorum í Túnis og þá datt okkur
þetta í hug. Við kynntumst hins
vegar á Vesturgötunni og flugum
saman með Atlanta flugfélaginu í
Jedda, Nígeríu og Túnis,“ segja
Ragna Björk og Ásgeir.
„Þetta verður miðnæturbrúðkaup
og athöfnin stendur frá 22.-23. júní.
„Við nefndum þetta við Arngrím Jóhannsson, eiganda Atlanta flugfelags.ns og hann sagðlaðþettavænaivegb,l
uö hugmynd og sjálfsagt að framkvæma hana. Hann og eiginkona hans, Þora Guðmundsdott.r, toku þessii strax
mjög vel,“ sögðu Ragna Björk Emilsdóttir og Ásgeir Guðmundsson sem ætla að ganga i hjonabandum nnðn
nk. laugardag. Myndin var tekin þegar verið var að æfa fyrir athöfnina. DV-myna /tgir ivia
Það verður farið í loftið fimmtán
mínútum fyrir miðnætti 22. júní og
við verðum um miðnætti á heim-
skautsbaug, 66 gráður norður. Þetta
verður ósköp venjuleg athöfn. Það
verður prestur um borö, Sigurður
Arnarson í Grafarvogskirkju, sem
gefur okkur saman. Það verða veit-
ingar og einnig lítil hljómsveit um
borð. Athöfnin og flugferðin munu
taka um eina klukkustund. Við ger-
um ráð fyrir um 200 gestum.“
„Þetta er stór hugmynd og við er-
um ekki stórt fólk, en við hefðum
aldrei getað komið þessum draumi
okkar í loftið nema með aðstoð eig-
enda Atlanta og starfsfólks. Þetta
sýnir þann góða hugsunarhátt og
andrúmsloft sem ríkir hjá Atlanta.
Það gefa allir vinnu sína og eru til-
búnir að aðstoða okkur á allan hátt
til að gera þetta að veruleika. Fólk
sem þekkir okkur er ekkert hissa á
þessu uppátæki. Viö vildum hafa
þetta öðruvísi þannig að athöfhin
yrði minnisstæð. Foreldrar okkar
tóku mjög vel í þetta og eru hrifnir
af þessari hugmynd," segja þau
Ragna Björk og Ásgeir.
Þau segja að eftir flugið verði
veislunni fram haldið í Hraunholti í
Hafnarfirði þar sem hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar og Egill
Ólafsson munu leika.
„Við erum líka með annað plan í
gangi ef þetta bregst. Við erum vön
fluginu og vitum að það getur alltaf
breyst með vélina og þá fer gifting-
in fram í Dómkirkjunni á laugar-
dagskvöldið," sögðu hin væntanlegu
brúðhjón
„Það eru fæstir sem trúa þessu en
það er bara þeirra vandamál. Það
eru sumir sem halda að við séum að
skrökva þessu. Það er kannski að
einhverju leyti mér að kenna þar
sem ég hef átt það til að gera að
gamni mínu,“ segir Ásgeir.
Brúðkaupsnóttinni ætla svo
hjónaleysin að eyða í tjaldi skammt
frá Reykjavík.
„Það fylgir starfi okkar að gista á
lúxushótelum svo við vildum fá til-
breytingu. Við ætlum aö komast í
íslenska náttúru og vakna við fugla-
söng,“ segir Ásgeir.
„Þetta er alveg klárt og við höfum
verið að undirbúa athöfnina að und-
anfórnu. Ég ætla að fljúga vélinni
sjálfur. Það verður flogið norður fyr-
ir heimskautsbaug og við látum jáin
þeirra koma í sólskinið við heim-
skautsbauginn," sagði Arngrímur
Jóhannsson, eigandi Atlanta flugfé-
lagsins, í samtali við DV. -ÆMK
Stuttar fréttir
Hátíðarhöldin gengu vel
Þjóðhátíðardagur íslendinga var
að venju haldinn hátíðlegur um
land allt í gær. Veörið lék hvar-
vetna við fólk og var ekki annað að
heyra á lögreglumönnum en að há-
tíðarhöldin hefðu gengiö vel fyrir
sig.Talið er að um 20 þúsund manns
hafi komið saman í miðbæ Reykja-
víkur til þess að sýna sig, sjá aðra
og berja augum það sem boðið var
upp á til skemmtunar. Mikill mann-
fjöldi var í bænum aðfaranótt 17.
júní og að sögn lögreglu gekk allt
slysalaust fyrir sig. -sv
Heldur mikið
Varðstjóra lögreglunnar á Akur-
eyri þótti menn hafa drukkið helst
til mikið í bænum um helgina, með
tilheyrandi skrámum, pústrum og
veseni. Allt gekk þó stórslysalaust
fyrir sig. 'sv
Þú getur svaraö þessari spurningu
meö því aö hringja í síma 904 1996.
39,90 kr. mínútan
1 Ástþór Magnússon
2 Gubrún Agnarsdóttlr
3 Guörún Pótundóttlr
4 Ólafur Ragnar Grímsson
5 Pótur Hafsteln
roRsm
904 1996
Hvaða frambjóðanda vilt þú
sem forseta íslands?
Þetta er dagleg atkvæðagreiðsla en ekki skoaanakönnun
Vigdís Finnbogadóttirforseti lagði blómsveig að minnisvarða JonsSigurðs-
sonar forseta við Austurvöll í sextánda og hinsta sinn við upphaf þjoðhatio-
arhaldanna á 17. júní í gærmorgun. Að vanda fékk hún aðstoð nystuden a
við verkið.
DV-mynd S
20 fengu fálkaorðu
Forseti íslands sæmdi í gær 20
íslendinga heiðursmerkjum
hinnar íslensku fálkaorðu.
Heiðursverðlaun
Heiðursverðlaun lýðveldis-
sjóðs runnu í gær til Jóns Boga-
sonar, fyrrum sjómanns og
starfsmanns Hafrannsóknastofh-
unar, og Gísla Jónssonar, fyrrum
menntaskólakennara á Akureyri.
Jón borgarlistamaður
Jón Ásgeirsson tónskáld var í
gær útnefndur borgarlistamaður
Reykjavíkur við hátíðlega athöfn
á Kjarvalsstöðum og fékk um leið
500 þúsund krónur.
194.784 kjósendur
Hagstofa íslands hefur fundið
út að kjósendur á kjörskrárstofni
við kjör forseta íslands 29. júní
nk. eru alls 194.784. Konur eru
þar af 97.444 og karlar 97.340. Frá
1980 hefur kjósendum fjölgað um
36%. -bjb
Feðgar með reynslu af því að bjargast úr sjávarháska:
Sonurinn bjargaðist af Sæborgu
en faðirinn 25 árum fyrr
' V 'C ^ '' í -
FORSETAi
8%
0RG
PH
GA
AM
GP
Meðal þeirra mörgu sem biðu eftir
ástvinum sínum sem bjargað var af
Sæborgu var Örlygur Rúdolf Þor-
kelsson. Hann var þar mættur ásamt
Elínu Maríu Óladóttur, tengdadóttur
sinni, og kornungum sonarsyni,
Andra Má, til að taka á móti syni
sínum, Örlygi Emi. Þau Örlygur
Rúdolf og Elín María sögðust hafa
fengið fréttimar strax um þrjúleytið
og heföu þau vitað frá upphafí að all-
ir hefðu bjargast. Örlygur Rúdolf
sagði að engu að síður væri mjög
ónotalegt aö fá slíkar fréttir. Þau Ör-
lygur Rúdolf og Elín María vora því
að vonum fegin þegar Örlygur Örn
var kominn á fast land og í faðm fjöl-
skyldunnar.
Sjálfur var Örlygur Rúdolf lengi' á
sjó en er núna hættur og kominn í
land. En fyrir 25 árum missti hann
þrjá skipsfélaga sína þegar Andri KE
fórst 15 sjómílur norðaustur af Garð-
skaga. Hann sagði það óhugnanlega
lífsreynslu sem aldrei gleymdist.
Andri KE fórst um páskana 1971
en þá hafði Örlygur eldri þegar ver-
ið á sjó í 20 ár og Örlygur yngri var
ekki enn fæddur. Hjá Örlygi Erni
var aldrei spurning um hvað skyldi
leggja fyrir sig, hann ætlaði á sjó
eins og faðir hans. Örlygur Rúdolf
kvaðst aldrei hafa verið hræddur við
að Örlygur Örn færi á sjó, slíkt væri
til einskis þar sem hann tryði því að
menn færu þegar þeim væri það ætl-
að. Örlygur Rúdolf sagði að honum
hefði ekki komið til hugar að hætta
á sjó eftir að Andri KE fórst en þó
hefði hann vissulega verið smeykur
fyrst á eftir. Þegar Örlygur Rúdolf
var spurður að því hvort hann teldi
að sonur hans hefði gengið í gegnum
svipaða líðan og hann gerði þegar
Andri KE fórst sagði hann að hann
teldi svo ekki vera. Munurinn lægi í
því að hjá Örlygi yngri á Sæborginni
hefði orðið full mannbjörg, það hlyti
að vera töluvert öðruvísi tilfinning
hjá áhöfninni að vita til þess að allir
hefðu komist úr slíkri raun heilir á
húfi. -ggá
- sjá nánar á bls. 4