Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996 H Seðlabankinn. Vita húsbændur þar að kalda stríðinu er lokið. Bankastjórar og kalda stríðið „Er ekki mál til komið að ein- hver hringi í Seðlabanka og biðji símadömuna að skila til banka- stjóranna að kalda stríðinu hafi lokið við fall Berlínarmúrsins. Ásgeir Hannes í Tímanum. Vel bökuð kaka „Forsetinn þarf að geta staðið beggja vegna borðsins, hringinn í kringum það. Ólafur er orðinn eins og vel bökuð kaka í því sam- bandi.“ Rósa Ingólfsdóttir, í Alþýðublaöinu. Ummæli Glaður seppi „Hannes Hólmsteinn er gjarn- an eins og glaður seppi nálægt húsbónda sínum þegar Davíð vinur hans er annars vegar, hann flaðrar upp um hann glað- hlakkalegur og gjammar hátt.“ Birgir Hermannsson, í Alþblaðinu Rússnesk ljósapera í lofti „Salurinn var lítið skítugt her- bergi, svona 20 fermetrar. Þar voru gömul rykfallin skjöl í hill- um og rússnesk ljósapera hékk i loftinu." Gunnlaugur Sigmundsson, um réttarsal í Tyrklandi, í Tímanum. Krabbadýr geta verið mjög mis- munandi að útliti og stærð. Krabbadýr Það eru flölmargar legundir dýra sem teljast til krabbadýra. Má þar nefna krabba, humar, rækjur, helsingja, hrúðurkarla, marílær, fiskilýs, grápöddur og vatnaflær. Stærstur allra krabbadýra er risakóngulóar- krabbinn (Macrocheira kaem- oferi), sem einnig er nefndur stultukrabbi. Hann lifir á djúp- sævi undan suðausturströnd Japans. Þessi krabbategund er þó ekki þyngst. Stærsta humar- tegundin, og þyngst allra krabba- dýra, er Norður-Atlantshafshum- arinn (Homarus americanus). 11. febrúar 1977 veiddist dýr sem vó 20,14 kíló og mældist 1,06 m frá halablöðku út á enda stærstu klóar. Humar þessi veiddist úti fyrir Nova Scotia í Kanada. Blessuð veröldin Smávöxnustu krabbadýrin Smávöxnustu krabbadýrin eru gráflær af ættkvíslinni alon- ella. Þær eru ósjaldan innan við 0,25 mm að lengd. Höfðahumar- inn (Homarus capensis) er smæsti humar sem þekktur er. Hann veiðist við Suður-Afríku og er 10-12 cm að lengd. Smæstu krabbar í heimi eru baunakrabb- arnir svokölluðu og eru skeljar sumra þeirra aðeins 6,3 mm í þvermál. Langlifasta krabbadýr- ið er Norður-Atlantshafshumar- inn sem getur orðið allt að 50 ára gamall. Hlýtt á Suðausturlandi Um 500 km suður af Reykjanesi er 1028 millíbara hæð sem þokast norður og yfir Austur-Grænlandi er grunnt lægðardrag. í dag verður vestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað vestan- Veðrið í dag lands en víðast sæmilega bjart veð- ur annars staðar. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður vestan- og norðvestangola eða kaldi. Skýjað en að mestu þurrt og hiti 9 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.03 Sólarupprás á morgun: 2.54 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.02 Árdegisflóð á morgun: 8.23 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skyjaö 10 Akurnes alskýjaö 9 Bergsstaðir skýjaó 10 Bolungarvík skýjaö 9 Egilsstaðir alskýjaö 10 Keflavíkurflugv. skýjaö 9 Kirkjubkl. léttskýjaó 11 Raufarhöfn súld 7 Reykjavik skýjað 9 Stórhöföi hálfskýjað 8 Helsinki rigning 12 Kaupmannah. skýjaö 11 Ósló skýjað 10 Stokkhólmur þokumóöa 15 Þórshöfn alskýjaö 8 Amsterdam þokumóða 15 Barcelona skýjaó 19 Chicago léttskýjaö 21 Frankfurt skýjað 16 Glasgow skýjaö 11 Hamborg skýjaö 12 London léttskýjaó 13 Los Angeles léttskýjaö 17 Lúxemborg hálfskýjað 16 Madríd skýjað 18 París léttskýjaó 19 Róm þokumóða 17 Valencia þokumóöa 20 New York heiðskírt 22 Nuuk skýjaö 1 Vín léttskýjað 16 Washington skruggur 23 Winnipeg heiöskírt 20 Óskar Sigurðsson flugstjóri: Nágrannatengslin sterkari í Hollandi DV, Suðurnesjum: „Það er alltaf jafn skemmtilegt að fljúga en að vísu kemur alltaf þreyta í mann þegar búið er að fljúga mörgum sinnum en þá tek- ur við frí í nokkra daga og áður en varir er maður farinn að horfa upp í loftið,“ sagði Óskar Sigurðs- son glaður í bragði en hann er flugstjóri hjá hollenska flugfélag- inu Transaviu sem hefur hafið flug á milli Keflavíkur og Amster- dam á vegum ferðaskrifstofunnar Istravel. Óskar flaug vélinni sem Maður dagsins fór jómfrúferðina frá íslandi ný- lega og flaug útsýnarflug yfir Reykjavík af því tilefni áður en lagt var af stað til Amsterdam. Óskar hefur starfað hjá Transavíu I níu ár en sem flug- stjóri í sex ár. Hann segist sér líka mjög vel að vinna fyrir félagið sem er mjög gott flugfélag. Hann flaug fyrst hjá Vængjum árin 1975-1979 og síðan fyrir Arnarflug frá 1979-1986. „Það var tilviljun að ég Óskar Sigurðsson. lenti hjá Transaviu. Fyrst fékk ég árssamning og eftir það vildu þeir bjóða mér fastráðningu. Öll fjöl- skyldan var ánægð með það og ekki var eftir neinu að bíða með að taka því, enda var enga vinnu þá að fá í flugi á íslandi." Óskar og fjölskylda búa í litlum tíu þúsund manna bæ mitt á milli Haag og Amsterdam sem er alveg við ströndina: „Við höfum strönd hér. Þetta er lítið þorp þar sem all- ir þekkja alla. í sumarfríum stund- um við konan tennis, síðan er ég aðeins farinn að fikta við golfið. Þá hjólum við mikið. Það er alveg dýrlegt að hjóla um Holland sem er flatt. Þar eru alls staðar hjóla- stígar og umferð hjóla og annarra farartækja er alveg aðskilin. Það virðast vera miklu meiri tengsl milli nágranna í Hollandi en heima. Það kemur kannski út af því að fólk vinnur mikið heima. Hér erum við nágrannarnm að fara í alls konar ferðalög saman. Við erum að fara, 8-9 fjölskyldur, nágrannar, I júní í tjaldútilegu saman. Nágrannatengslin eru mjög sterk hér í Hollandi.“ Eiginkona Óskars er Edda Ragnarsdóttir en hún vann m.a. hjá Flugleiðum við markaðsetn- ingu til 1982. Þau eiga þrjá syni sem allir búa hjá foreldrum sínum í Hollandi. Sigurður, 21 árs, stund- ar verkfræðinám við tækniháskól- ann, Ólafur, 15 ára, er í þriðja bekk í menntaskóla og Ásgeir, 11 ára, byrjar í fyrsta bekk í mennta- skóla á næsta ári. Óskar segir að krakkarnir í Hollandi séu fljótari að mennta sig en krakkarnir heima þar sem aðeins er tekið 6 vikna sumarfrí í Hollandi. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1537: Ber hönd fyrir auga. Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Fjöldi leikja hjá yngri spilurum í fótboltanum Knattspyrnan er vinsælasta íþróttin hér á landi og vel er fylgst með gengi liða i meistar- flokki. Það er einnig hörð barátt- an hjá þeim yngri sem eiga eftir að taka við í framtíðinni og eru daglega leiknir fjölmargir leikir úti um allt land. í dag eru tuttugu og átta leikir skráðir í yngri flokkum og verð- ur því mikið fjör á mörgum víg- Iþróttir stöðvum. Keppt er í 2. flokki, 3. flokki og 4. flokki karla og hefj- ast leikirnir hjá þeim eldri kl. 20 en hjá þeim yngri kl. 17. Einn leikur er i kvöld í kvennaboltan- um, á Akureyri leika ÍBA og Leiftur í Mjólkurbikarkeppni kvenna og hefst leikurinn kl. 20. Meistaraflokkur karla hvdir sig fram á fimmtudag en þá verða allir leikirnir í 32 liða úrslitum í Mjólkurbikarnum. Eftirsóttir ein- farar í Galleri Horninu, Hafnar- stræti 15, stendur yfir sýning á verkum þriggja helstu einfara í íslenskri alþýðulist og er sýning- in í tengslum við listahátíð. Þeir Sýningar sem eiga verk á sýningunni eru Sölvi Helgason, ísleifur Konráðs- son og Karl Einarsson Dunganon. Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að erlendir aðilar sækjast nú eftir því að fá keypt verk þessara sérstæðu listamanna og er sýn- ingunni öðrum þræði ætlað að velta upp spurningu um það hvort hér sé um þjóðarverðmæti að ræða. Sýningin stendur til sunnudagsins 23. júní og er opin alla daga milli kl. 11.00 til 23.30. Bridge „Multi-opnunin tveir tíglar lýsir hendi með 5-11 punkta og 6 spilum i öðrum hvorum hálitanna. Þegar multi-sagnvenjan er notuð, fara menn ýmist eftir ströngum reglum um gerð handarinnar eða láta vaða á nánast hvaða sexlit sem er. í þessu spiladæmi voru spilarar í sætum austurs og suð- urs sem kærðu sig kollótta um hvort hendurnar féllu nákvæmlega að þeim reglum sem vanalega gilda um opnan- ir á multi. Spilið kom fyrir í sveita- keppnisleik í Danmörku fyrir skömmu. Sagnir gengu þannig á öðru borðanna, austur gjafari og NS á hættu: * ÁK752 * 75 * 6 x K10643 * D 4* DG10983 ♦ Á10832 4 D é G109863 V 4 •f KG 4 ÁG87 4 4 *» ÁK62 ♦ D9754 4 952 Austur Suður Vestur Norður 2f pass 2é 34 44* 44 pass pass 5** 54 p/h Þrátt fyrir að austur ætti 5 spil i tígli til hliðar við hjartalitinn, opnaði hann á multi 2-tíglum. Sagnir komust alla leið upp á fimmta sagnstig, en 11 slagir voru einfaldir i úrvinnslu fyrir sagnhafa. Á hinu borðinu var austur agaður og passaði í upphafi, en suður kaus að opna á multi: Austur Suður Vestur Norður pass 24 pass 2Gr 3Gr pass 44 p/h Hönd suðurs fellur heldur ekki að hefðbundnum venjum um multi- opn- anir, sérstaklega vegna þess að allir punktarnir liggja utan langlitarins. Norður kaus að spyrja á tveimur gröndum og austur kaus þá að segja þrjú grönd til að lýsa tveggja lita hendi. Suður hefði getað sagt fjóra spaða meö hámarkshendi, en kaus að passa og missti þar með af lestinni. Norður taldi að litur suöurs væri hjarta og AV stálu þess vegna samn- ingnum og 13 impa gróða. ísak Örn Sigurðsson ♦ 4 «>►

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.