Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 36
Vinningstölur laugardaginn 15.6/96
2 6 22
32 37
Heildarvlnningsupphæð
3.879.106
Vi nningar Fjöldi vinninga Vinningsupphæð
1.5 a/5 tájsy o 2.027.846
27Tqr5+ 4 68.600
3. 4 af 5 38 12.450
473 0/5 1.512 73Q
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,6háð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ1996
Blur tekur upp á íslandi:
Damon söng í
miðbænum
Það vakti mikla hrifningu útihá-
tíðargesta í Reykjavík í nótt þegar
Damon, söngvari Blur sté á svið
ásamt Emiliönu Torrini og tók tvö
lög. Tveir meðlimir hinnar heims-
þekktu hljómsveitar Blur eru nú
hér á landi, aðalsprautan Damon Al-
barn og bassaleikarinn Alex James.
„Þetta er langstærsta nafnið í tón-
listarheiminum sem hefur komið til
þess að vinna svona vinnu hér á
landi. Blur er eins stórt nafn á
markaðnum og þau verða yfirhöfuð
í þessum bransa og við megum því
bara vera stoltir af því að hljóðver á
Islandi skuli verða fyrir valinu tii
þess að vinna að plötunni," segir
Tómas Þór Tómasson hjá Skífunni.
-sv
Veður á
Faxaflóasvæði
næstu viku ^
- samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - ^
HÍtastíg- á 12 tíma bili
14 c°
4
2
miö. fim. fös. laug sun.
Vindhraði
12stlg
10
8
6
4 VNV VNV JH. ssv
NNéi
miö. fim. f ös. laug sun.
Úrkoma -á 12 tíma bin
18 mm
16
14
12
10
8
miö. fim. fös. laug sun.
Lögreglan í Reykjavík barðist við æstan lýð í miðborginni í nótt:
Óðu inn um dyr og
glugga hjá lögreglunni
- skemmtuninni lauk of snemma, segir Geir Jón Þórisson varðstjóri
„Ástandið var verra en við höf-
um átt að venjast í miðborginni
um langan tíma. Um tíma átti lög-
reglan fullt í fangi með að verjast
og það varð á endanum að nota
táragas," segir Geir Jón Þórisson,
aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í
Reykjavík, um ástandið í miðborg
Reykjavíkur í nótt eftir að 17. júní
skemmtuninni lauk.
Um 30 unglingar voru handtekn-
ir eftir að aðsúgur var gerður að
lögreglunni. M.a. var ráðist á mið-
bæjarlögreglustöðina og þar farið
jafnt inn um glugga sem dyr án
þess að lögreglumenn á staðnum
næðu að stöðva lýðinn. Var flest
lauslegt tekið úr stöðinni en skii-
aði sér aftur síðar um nóttina.
Geir Jón segir að lætin hafi byrj-
að um klukkan tvö og staðið fram
á fjórða tímann. Hann segir að
skemmtanahaldi hafi lokið of
snemma þannig að þeir sem vildu
meiri skemmtun létu óánægju sína
bitna á hverju sem fyrir varð.
„Mér fannst undarlegt að hljóm-
sveitirnar skyldu hætta að spila
klukkan eitt meðan aflt er enn í
fullu fjöri. Eftir það magnaðist óá-
nægjan smátt og smátt. Það var
hiti í fólkinu," segir Geir Jón.
Fyrir utan árásina á lögreglu-
stöðina var ástandið einna verst í
Austurstrætinu þar sem unglingur
var sóttur upp í auglýsingaskilti.
Neitaði hann að hlýða boðum um
að koma niður og var þá náð í
körfubíl til að ná í hann. Við það
æstust áhorfendur og veittust að
lögreglunni. Táragasi var beitt og
fóru nokkrir á slysadeild til að láta
skola gas úr augunum.
„Það slasaðist enginn þrátt fyrir
pústrana en það var engin stjóm á
fólkinu í meira en klukkutíma og
engin leið að koma nokkrum til
hjálpar ef þess hefði þurft með,“
segir Geir Jón.
Mikill troðningur var fyrir fram-
an tónleikapaflinn í Lækjargötu
þar sem unglingahljómsveitirnar
spiluðu. Þar tróðst 12 ára gömul
stúlka nær undir þegar söngvari
hljómsveitarinnar Blur birtist
skyndilega. Henni var bjargað
naumlega út úr þvögunni.
Unglingar voru á reiki um mið-
bæinn fram á morgun og klukkan
farin að halla í sjö þegar síðustu
nátthrafharnir fóru heim.
-GK
Mannfjöldi í miðbænum
Mikill mannfjöldi var í nótt saman kominn í miðbæ Reykjavíkur og lauk skemmtuninni svo að slagsmál brutust út og
átti lögreglan um tíma fullt í fangi með að hafa stjórn á lýðnum. Talið er að um 10 þúsund manns hafi verið í mið-
bænum enda veður gott. Hljómsveitir léku á tveimur pöllum og var mikið fjör fram á nótt.. Miðbæjargestir eru
sammála um að allt hafi farið vel fram lengi kvölds þótt uppúr syði um nóttina. DV-mynd S
Grétar Þorsteinsson:
Fagna hug-
myndum um
styttingu
vinnutíma
„Ég heyrði útdrátt úr ræðu for-
sætisráðherra þar sem hann ræddi
um styttingu vinnutímans. Ég fagna
því að heyra þennan tón hjá honum.
Enda er þarna um að ræða hluta af
þeim áherslum sem við höfum verið
með og síðast nú á Alþýðusam-
bandsþingi. En það er rétt að tíunda
það líka að það eru öll rök fyrir um-
talsverðri kaupmáttaraukningu
þess utan. Stytting vinnutímans
með þeim hætti sem forsætisráð-
herra ræddi um er bara sjálfstætt
viðfangsefni. Menn leysa ekki málið
með því einu,“ sagði Grétar Þor-
steinsson, forseti Alþýðusambands-
ins, um þann kafla ræðu Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra í gær,
þar sem hann fjallaði um nauðsyn
styttingu vinnutímans.
Hann sagði að alþýðusambands-
menn væru að tala um tilfærslur i
þessum málum.
„Þar er ég að tala um styttingu
yfirvinnunnar og hækka dagvinnu-
launin að minnsta kosti að sama
skapi," sagði Grétar Þorsteinsson.
-S.dór
L O K I
Veörið á morgun:
Þurrt og
léttskýjað
Á morgun verður þurrt og all-
víða léttskýjað, síst þó við sjávar-
síðuna norðaustanlands og þar
má jafnvel reikna með þokuslæð-
ingi.
Hiti verður á bilinu 10 til 20
stig yfir daginn, hlýjast suðaust-
anlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
Bílheimar ehf.
Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000
Opel
VerO kr.
1.199.000.-