Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996
Fréttir____________________________________________________r>v
Dagur meö Guðrúnu Pétursdóttur forsetaframbjóðanda:
Spurning hvort ég nota ekki
hjálminn í sjónvarpinu
- frambjóðandinn hitti hafnarverkamenn, bifvélavirkja og fleiri
Guörún Pétursdóttir og sambýlismaöur hennar, Ólafur
Hannibalsson, spjalla á léttu nótunum viö vegfarendur í
Mjóddinni.
starfsmenn virðast
sammála þessu.
Tíminn fram
undan
mikilvægastur
Klukkan er rétt rúmlega 10 að
morgni þegar Guðrún Pétursdóttir
birtist á bifreiðaverkstæðinu Still-
ingu í Skeifunni. Þetta er fyrsta
verkefni í þéttskipaðri dagskrá Guð-
rúnar þennan daginn og ein af
mörgum heimsóknum hennar í fyr-
irtæki og stofnanir um allt land.
Hún heilsar starfsmönnum með
sínu hressilega og alþýðlega við-
móti og þeir bjóða henni og blaða-
manni DV, sem er með Guðrúnu í
för, inn á kaffistofuna. Þar er boðið
upp á cappuchino og andrúmsloftið
er vingjamlegt á kaffistofunni þar
sem eru samankomnir um 15 starfs-
menn
Guðrún biöur starfsmenn um fyr-
irspurnir og þeir svara að bragði að
mikilvægast í kosningunum sé að
kjósa persónu en ekki málefni. Rætt
er um hinn mannlega þátt forsetans
og mikilvægi hans. Ein af starfskon-
um fyrirtækisins segir að það vanti
meira mannlega þáttinn í kosning-
abaráttuna eins og þegar Vigdís var
kosin á sinum tíma. Nú sé baráttan
miklu formlegri og hátíðlegri og það
sé ekki nógu gott. Þá snúist forseta-
framboðið ekki um málefni heldur
um persónu. Guðrún er sammála
þessu og segir að forsetinn þurfi að
vera með þjóðinni á sorgar- jafnt
sem gleðistundum.
í framhaldi af því segist Guðrún
Guðrún spyr
hvemig stemning-
in sé fyrir kosn-
ingarnar og hvort
fólk sé búið að
taka afstöðu. Svör-
in eru á báða vegu.
Sumir eru búnir
að ákveða sig en
aðrir ekki og það
er almennt að
heyra á mörgum
starfsmönnum að
óákveðni verði
fram á síðustu
stundu. Guörún
tekur undir það
og segir að tíminn
fram undan verði mikilvægastur
því mikið geti enn breyst. Eftir að
spjallinu lýkur í kaffistofunni er
Guðrúnu fylgt inn á verkstæðið og
þar fær hún verklega kennslu í
hvernig skipta eigi um bremsu-
borða. Starfsmaður sem blaðamað-
ur talar við á meðan segir það vera
gott að fá frambjóðendur í heim-
sókn á vinnustaði því þá fái menn
tækifæri að sjá framan í væntanleg-
an forseta þjóðarinnar.
forsetaM
K9SHm9MSW9
en hún fær frekar dræmar undir-
tektir. Loftið er í þyngra lagi og
mikill kliður í salnum en Guðrún
lætur það ekki á sig fá. Hún gengur
á milli borða og nær þá betra sam-
bandi við starfsmenn en margir
hafa greinilega
engan áhuga á
öðru en að klára
matinn sinn og
drífa sig aftur í
vinnuna. Guðrún
er spurð hvort
framboð forseta-
efha hafi með trú-
arbrögð að gera.
Hún svarar því að
svo sé ekki því trú-
frelsi ríki á íslandi
og frambjóðandinn
þurfi ekki að vera
bundinn ákveð-
inni trú, svo fram-
arlega að hann sé
íslenskur rikis-
borgari. Umræða
hefst við eitt borð-
ið um neitunar-
vald forsetans.
Sumir eru hlynnt-
ir þvi en aðrir
ekki og segjast
smeykir við að for-
setinn fái of mikil
völd. Guðrún
fylgist með af at-
hygli og fær næst
spurningu hvort
hún sé ekki of háð
vissum stjórn-
málaflokki. Hún
svarar því að hún
hafi ekki höfðað til
ákveðinna stjórn-
málaflokka heldur
hafi hún mest fylgi
meðal verka-
manna og sjó-
manna.
Eftir 45 mínútna
spjall í mötuneyt-
inu er henni fylgt á
vinnusvæðið við höfnina. Þar fær
hún öryggishjálm á höfuðið og er
látin klifra upp í stóran gámalyft-
ara. „Þetta veitir manni vissulega
öryggiskennd. Það er spuming
hvort ég nota hann ekki bara þegar
lætin byrja í sjónvarpinu," segir
Guðrún og hlær. Hún vippar sér
léttilega upp í kranann og fær þar
tilsögn hjá Jóni Snorrasyni sem
stýrir tækinu.
Á leiðinni út í bil bjóða stúlkurn-
ar í eldhúsinu Guðrúnu og blaða-
manni upp á te og brauð. Það er vel
þegið enda hefur enginn tími gefist
til að fá vott né þurrt síðan á verk-
stæðinu um morguninn. í eldhúsinu
spjallar Guðrún við eldri konu sem
þar vinnur. „Það er alltaf gaman að
tala um Vestfirði því það em svo
margar skemmtilegar sögur þaðan,“
segir Guðrún.
Hornafjaröar.
Andlitsföröun í Mjódd
Næst er haldið í Mjóddina í
Breiðholti þar sem hátíðin Sumar í
Mjódd er haldin. Þar slæst Ólafur,
sambýlismaður Guðrúnar, með í för
og saman ganga þau um útimarkað-
inn og spjalla við fólk. Þama er and-
rúmsloftið mun léttara og fólk gefur
sér góðan tima til að spjalla. Hún
fær jákvæð viðbrögð og hvatningu,
sérstaklega frá konunum. Guðrún
lýkur dagskrá sinni í Mjódd með
því að fá andlitsförðun í snyrtivöru-
versluninni Líbíu. Hún hefur rétt
tíma til að kíkja í spegil og sjá góð-
an árangur förðunardömunnar því
Ólafur lítur á klukkuna og minnir á
að þau séu að verða of sein út á flug-
völl. Þar bíður þeirra áætlunarflug-
vél til Hornafjarðar og kosninga-
fundur um kvöldið. „Þetta er gríðar-
leg dagskrá og miklu meiri heldur
en hægt er að ímynda sér fyrir
fram. En þetta er spennandi og
skemmtilegt verkefni og baráttan
heldur áfram fram á síðasta dag,“
segir Guðrún áður en hún stígur
upp í flugvélina.
-RR
Guörún hlustar brosandi á fyrirspurnir í kaffistofu Stillingar hf.
hafa miklar áhyggjur af auknu of-
beldi meðal bama og unglinga og
hvemig megi stöðva það. „Það þarf
meiri vakningu meðal þjóðarinnar
um þetta mikilvæga málefni. Við
eigum undir högg að sækja frá sjón-
varpi og tölvuleikjum þar sem of-
beldi er mikið,“ segir Guðrún og
Klifraö upp í krana viö
Sundahöfn
Næst á dagskrá er heimsókn í
mötuneyti Eimskips. Þar em um
150 manns, allt karlmenn nema
tvær konur og allir í óða önn að
klára matinn sinn. Guðrún býður
fólki að skiptast á skoðunum við sig
Guörún á spjalli viö nokkra starfsmenn Eimskips í mötuneytinu.