Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996
2ERÖWATT
• Þvottamagn 1 til 5 kg.
• Regnúðakerfi
• 18 Þvottakerfi
• Ullarkerfi
• íslenskur leiðarvísir
• Dýpt frá 33 cm !
• Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
c—
ÁRA
CX1,G>C^>Í>^
RAFVORUR
| ARMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411
JJJTÆÆæ.VÆWMMMa
Askrifendurfá
aukaafslátt af smáauglýsingum DV
5505000
Smá-
auglýsingar
DV
UPPBOÐ
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir, á eft-
________irfarandi eign:____
Mánagata 24, íbúð á 1. hæð, þingl.
eig. Elías Rúnar Elíasson og Kolbrún
J. Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, Byggingar-
sjóður ríkisins, húsbréfadeild, og
sýslumaðurinn á Akranesi, föstudag-
irtn 21. júní 1996 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bleikjukvísl 11, efri hæð + bílskúr,
þingl. eig. Hrefna Gunnlaugsdóttir,
gerðarbeiðendur Almenna lögfræði-
stofan ehf. og Gjaldheimtan í Reykja-
vík, föstudaginn 21. júní 1996 kl.
15.00._____________________
Fannafold 102, íbúð á 2. hæð, merkt
0202, þingl. eig. Unnur Einarsdóttir,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki ís-
lands og Byggingarsjóður verka-
manna, föstudaginn 21. júní 1996 kl.
14.00,_____________________
Grýtubakki 26, íbúð á 3. hæð t.v.,
þingl. eig. Ásthildur Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins og Tryggingamiðstöðin hf.,
föstudaginn 21. júní 1996 kl. 14.30.
Háberg 6, þingl. eig. Birgir Sigurðs-
son og Hildur Loftsdóttir, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstu-
daginn 21. júní 1996 kl. 15.30.
Tungusel 1, íbúð á 1. hæð, merkt
0102, þingl. eig. Guðný Helga Þór-
hallsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður verkamanna, Gjald-
heimtan í Reykjavík, íslandsbanki hf.,
höfuðst. 500, og Tungusel 1, húsfélag,
föstudaginn 21. júní 1996 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Utlönd
Borís Jeltsín tryggir sér mikilvægan stuöning fyrir síöari umferðina:
Alexander Lebed til
liðs viö forseta sinn
- Jeltsín hefur naumt forskot á kommúnistaleiðtogann Zjúganov
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
sagði í morgun að hann sæi fyrir
sér að hinn vinsæli hershöfðingi
Alexander Lebed tæki við for-
setaembættinu af sér árið 2000.
Jeltsín hafði þá skömmu áður
skipað Lebed í embætti formanns
öryggisráðsins og jafnframt rekið
Pavel Gratsjov varnarmálaráð-
herra, sem nýtur lítilla vinsælda,
til að auka möguleika sína á að
sigra í siðari umferð forsetakosn-
inganna.
Jeltsín sagði að hann hefði
tryggt sér stuðning Lebeds fyrir
síðari umferðina. „í dag hafa
tveir stjórnmálamenn og tvær
stefnuskrár, mín og Lebeds, sam-
einast. Stefnuskrá Lebeds bætir
mína,“ sagði Jeltsín eftir að hann
hafði skipað Lebed í tvær stöður
í öryggiskerfi landsins.
Lebed kom öllum á óvart með Borís Jeltsín er með nauma forustu eft-
því að ná þriðja sæti í fyrri um- ir fyrri umferð. Símamynd Reuter
ferð forsetakosninganna á sunnu-
dag. Hann fékk 14,7 prósent at- eða 34,82 prósent, og hefur naumt
kvæða. Jeltsín fékk flest atkvæði, forskot á leiðtoga kommúnista,
Barnaheimili í Wales:
Hundruð barna mis-
notuð kynferðislega
Sjö starfsmenn barna- og ung-
lingaheimila í norðurhluta Wales
hafa verið handteknir grunaðir um
kynferðislega misnotkun á fjölda
skjólstæðinga sinna. Talið er að
tæplega 200 börn hafi verið misnot-
uð á 22 ára tímabili, mestmegnis á
áttunda og níunda áratugnum. Yfir-
völd á staðnum hafa framkvæmt
rannsókn á hinni meintu misnotk-
un en skýrsla þeirra hefur enn ekki
verið gerð opinber. Er óttast að hún
geti orðið tilefni til meiðyrðamála
en slíkur ótti hefur aftur vakið upp
grunsemdir um að hlífa eigi ein-
hverjum hina grunuðu.
William Hauge, ráðherra málefna
Wales, sagði í breska þinginu í gær
að ríkisstjórnin væri staðráðin í að
ráðast á það mein sem kynferðisleg
misnotkun barna væri. Fullyrti
hann að engu yrði leynt né neinum
þyrmt í þeirri viðleitni. „Sú kyn-
ferðislega misntokun sem átt hefur
sér stað í norðurhluta Wales og
getuleysi yfirvalda í málinu ber
vitni um afar dapran kafla í umönn-
un barna og unglinga," sagði ráð-
herrann.
Fjöldi frétta hefur undanfarið
birst um meinta misnotkun á hund-
ruðum varnarlausra bama og ung-
linga á stofnunum í Wales. John
Major forsætisráðherra sagðist
hrelldur yfir þeim fréttum sem
hefðu birst um misnotkunina.
Hin meinta misnotkun í Wales
hefur beint augum rannsóknaraðila
að öðrum svæðum Bretlands.
Þannig hafa sex starfsmenn barna-
og unglingaheimila verið handtekn-
ir í Chesire, grunaðir um kynferðis-
misnotkun. Reuter
Sala á lausafjármunum
Hjól og aðrir óskilamunir verða boðnir upp við lögreglustöðina á Blönduósi,
Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, föstudaginn 29. júní nk. kl. 17.00.
Greiðsla verður áskilin við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á BLÖNDUÓSI
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
Uppfylla ströngustu gæöakröfur
• Rakaheld án próteina • Níðsterk
• Hraðþornandi • Dælanleg
• Hentug undir dúka og til ílagna
n
Gólflaffliirh/ir.
iðmaðargólf Smiðjuvegur 70,200 Kópavogur
Simar 564 1740,692 4170, Fax: 5541769
PR0NT0
PRESTO
REN0V0
Gennadí Zjúganov, sem fékk 32,13
prósent.
Það er þó síður en svo ljóst hvort
þær ellefu milljónir manna sem
kusu Lebed munu greiða Jeltsln at-
kvæði í síðari umferðinni, þótt
Lebed hvetji til þess.
Dúman, neðri deild rússneska
þingsins, fjallar í dag um tillögu frá
Jeltsín um að síðari umferð forseta-
kosninganna fari fram í miðri viku,
miðvikudaginn 3. júlí. Alla jafna er
kosið á sunnudögum i Rússlandi og
það er beinlínis í andstöðu við gild-
andi lög að kjósa í miðri viku. For-
setinn hefur því lagt til að 3. júlí
verði gerður að almennum frídegi.
Talið er að Jeltsín muni hagnast
á kosningum í miðri viku þar sem
borgarbúar meðal kjósenda hans
eru taldir líklegri til að eyða helg-
unum uppi í sveit en að fara á kjör-
stað.
Lebed lét í ljós þá ósk sína að
skipan hans í nýja embættið mundi
ekki aðeins sameina stjórnmála-
menn heldur einnig öflin sem að
baki þeim væru. Reuter
Elísabet Englandsdrottning og Filippus, hertogi af Edinborg, koma hér til
kapellu heilags Georgs í Windsorkastala í gær. Þá fór hin árlega afhending
sokkabandsorðunnar fram við hátíðlega athöfn. Símamynd Reuter
Vara við skæru-
hernaði IRA
Talsmenn vopnaðara sveita sam-
bandssinna á Norður-írlandi, sem
styðja yfirráð Breta á svæðinu, segj-
ast búa yfir sönnunum þess efnis að
írski lýðveldisherinn, IRA, sé reiðu-
búinn að endurvekja skæruhernað
sinn, ekki aðeins á Norður- írlandi,
heldur um allt Bretland. Var fullyrt
að sprengjan sem sprakk í verslun-
armiðstöð í Manchester á laugardag
og særði yfir 200 manns hefði aðeins
verið fyrsta skrefið í víðtækum
skæruhernaði IRA.
Sagði talsmaður sambandssinna
að í hvert sinn sem lýðveldisherinn
fremdi hryðjuverk ýtti það undir
hefndaraðgerðir sambandssinna og
stofnaði þannig friðarumleitunum á
svæðinu i hættu. Sambandssinnar
urðu um 600 norður-írskum kaþó-
likkum að bana í hefndaraðgerðum
sínum fram að vopnahléi IRA 1994.
Reuter
Stuttar fréttir
Ekkert stríð
Bandaríkjamönnum og Kín-
verjum tókst aö afstýra við-
skiptastríði vegna deilna um höf-
undarrétt og segja embættis-
menn að samningurinn sé mikil-
vægt skref í átt til vemdunar
hugverka.
Á móti Könum
Stjómir Kanada og Mexíkós
hafa tilkynnt um herta andstöðu
sína gegn viðskiptaþvingunum
Bandaríkjanna gegn Kúbu.
Netanyahu tekur viö
Benjamin Netanyahu, leiðtogi
Likud-bandalagsins, tekur ‘við
forsætisráðherraembættinu í
ísrael í dag en hann hefur tryggt
sér meirihlutastuðning á þingi
með því aö leita til flokka heit-
trúaðra og innfytjenda. Reuter