Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996
Spurningin
Hyggur þú á sumbarbústað-
arferð í sumar?
Konráð Adolfsson skólastjóri: Bú-
inn að fá nóg af sumarbústaðarferð-
um en iegg nú áherslu á hestaferðir.
Jón Atli Gunnarsson sjómaður:
Var að koma úr einni. Fer þá ekki
fyrr en í haust.
Helga Valdimarsdóttir húsmóðir:
Nei.
Adrian López barþjónn: Kannski.
Helga Einarsson, heimavinnandi:
Nei.
Guðrún Bima Sigurðardóttir af-
greiðslumaður: Já, ég á sumarbú-
stað.
Lesendur
í fýlu vegna framboðsmála
Atkvæði án
sannfæringar
„Kosningaréttinum má líkja við „helgan“ sem menn verða auðvitað að læra
að meta sjálfum sér til heilla," segir bréfritari m.a. í greininni.
Konráð Friðfinnsson skrifar:
„Bærinn er skrýtinn , hann er
fullur af húsum,“ segir i texta sem
er að fmna á plötu sem kom út í til-
efni af 200 ára afmæli Reykjavíkur-
borgar og Gunnar Þórðarson hafði
umsjón með.
Þetta textabrot kom upp í hugann
eftir að ein af mörgum skoðana-
könnununum upp á síðkastið kom
fyrir augu almennings. Niðurstaða
hennar er m.a. á þá leið að fjórði
hver kjósandi sé reiðubúinn að
greiða öðrum forsetaframbjóðanda
atkvæði en þeim sem hann ætlaði ef
straumurinn liggi frá honum. Þess
vegna bjó ég líka til nýjan upp-
hafstexta- við sama lag: „Fjórði er
reikull, virðist flökta í vindi.“
Þessu má jafna við fjóra félaga
sem fara á handboltaleik með uppá-
haldsliöi sínu, segjum FH, og hvetja
það til dáða. Einn hefur lúður, til að
þeyta á réttum augnablikum, annar
ber bumbur, þriðji veifar fána eftir
hvert mark. Sá fjórði hefur einung-
is tómar hendumar en mikla rödd
sem hann brúkar óspart til að
styðja „sína menn“.
FH-ingum gengur vel. Mörkin
dynja á Valsmönnum og staðan eft-
ir fyrri hálfleik er 8-10 FH-ingum í
vil. í byrjun síðari hálfleikur geng-
ur FH allt í hag. En áður en varir
eru Valsarar komnir yfir, 12-15, og
markabilið vex þrátt fyrir lúðra-
blástur, bumbuslátt og ógurleg ösk-
ur úr barka „fjórða“. Líst honum
reyndar ekkert á blikuna. Skammt
frá sér hann kampakáta stuðnings-
menn Vals. Hann fikrar sig því
þangað svo lítið ber á og tekur að
hvetja sinn gamla andstæðing.
Handboltaleikir eru óútreiknan-
legir og undir lok leiksins fara FH-
ingar fram úr Val og halda sínum
hlut uns dómarinn flautar leikinn
af. Sá tjórði í hópnum var of fljótur
að skipta um skoðun.
Fólk sem hyggst brúka atkvæðis-
rétt sinn þannig að láta hann
„fljóta" þangað sem það heldur að
straumurinn liggi í væntanlegum
forsetakosningum hefur enga heim-
ild til að nota hann. Kosningaréttin-
um má líkja við „helgan" sem menn
verða auðvitað að læra að meta
sjálfum sér til heilla. í raun eru at-
kvæði manna siðferðilega ógild ef
sannfæring er ekki með í verki.
Kári Sigurðsson skrifar:
Þessa dagana fer fram íslands-
meistarakeppni fýlupoka samhliða
framboðsslagnum til embættis for-
seta íslands. Það hefur verið drep-
fyndið aö fylgjast með hversu
óskaplega fýlu þeir fara í sem ekki
njóta vinsælda þjóðarinnar.
Davíð Oddsson uppgötvaði sjálf-
um sér til mikillar skelfingar að
hann er ekki nærri því eins vinsæll
og honum hafði verið talin trú um.
Ekki dugði honum minna en
tveggja síðna ritgerð í Mogganum
undir fýluna.
Næstur kom Jón Baldvin á tveim-
ur heilsíðum í Mogganum og
klykkti út með því að segja að hann
og Bryndísi hefði hvort eð er ekkert
langað á Bessastaði.
Þá var það næst hin bráðfyndna
ritgerð Jóns Steinars ásamt sam-
hljóða skrifum Magnúsar Óskars-
sonar.
Hugleiðingar um skólaslit
Árni E. Valdimarsson skrifar:
Undanfamar vikur hafa dagblöð
og aðrir fjölmiðlar verið að skýra
frá skólaslitum hinna ýmsu skóla í
landinu. Myndir af hinum fjöl-
mörgu nemendum sem útskrifast
birtast í blöðum og sjónvarpi, ásamt
viðtölum við ýmsa nemendur.
Ánægjulegt er að fylgjast með þvi
þegar ungt fólk er að ná merkum
áfanga í lífi sínu. Ekki siður er gam-
an að sjá það í fjölmiðlum, þegar
eldri árgangar skólanna taka þátt í
þeim fögnuði sem fylgir útskrift.
En einhvern veginn er það svo að
QJiliIM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
5000
milli kl. 14 og 16
...ég hefi ekki séð neitt í fjölmiðlum
segir bréfritari m.a.
ég hefi ekki séð neitt í fjölmiðlum
um skólaslit Stýrimannaskólans í
Reykjavík sem fóru fram þann 24.
maí sl.
Nokkuð furðulegt er að ekki skuli
minnst á skólaslit í þessum rúmlega
100 ára gamla skóla sem útskrifar
þá nemendur sem seinna vinna að
því að draga þá björg í bú sem er
ein af undirstöðum í lífsafkomu
þjóöarinnar.
Við skólaslit Stýrimannaskólans
um skólaslit Stýrimannaskólans..."
koma alltaf eldri nemendur sem
heiðra sinn gamla skóla með nær-
veru sinni. Er þá gaman að sjá og
heyra í þessum öldnu kempum sem
hafa marga hildi háð við Ægi á
löngum sjómannsferli.
Mætti hið unga fjölmiðlafólk
gjarnan gefa því meiri gaum þegar
skólar eins og Stýrimannaskólinn,
Vélskólinn og Iðnskólinn útskrifa
sína nemendur.
Flytjum inn
lækna
Áskrifandi skrifar:
Ég legg til að við flytjum inn
lækna frá Austur-Evrópu. Það
yrði mun hagkvæmara en það
kerfi sem hér viðgengst.
Borgin er í rauninni læknis-
laus. Maður þarf að jagast við
starfsfólk á læknavaktinni til að
fá lækni. Þetta var miklu betra í
gamla daga. Þá gat maður beðið
á biðstofu en komst þó að. Nú
þarf maður helst að hafa spá-
dómsgáfu til að vita hvenær
maður veröur veikur, svo langan
tíma tekur að komast að hjá
heimilislæknum. Þegar maður
með fyrirhöfn nær loks í lækni
eru læknisráðin rúmlega, græn-
meti og skokk, að hætta að
reykja og stilla áfengisneyslu í
hóf. Það þarf ekki háskólamennt-
un til að segja manni slíkt.
Skipt um
trygginga-
félag
Jóhann Jónsson hringdi:
Vegna örorku minnar þarf ég
að eiga bíl. Síðastliðin fimm ár
hef ég tryggt bílinn minn hjá
Tryggingu hf. Ég vil taka fram
að ég hef ekki lent í tjóni nema á
tiu ára fresti.
Tryggingamiðstöðin býður tíu
þúsundum króna lægra iðgjald
en Trygging hf. af bifreið eins og
minni. Ég spurði hjá Tryggingu
hvort félagið vildi lækka trygg-
inguna af bílnum mínum svo að
ég gæti tryggt þar áfram. Ekki
var til umræðu að lækka iðgjald-
ið um svo mikið sem eina krónu.
Nú er minn bíll tryggður hjá
Tryggingamiðstöðinni.
Ótrúleg
árátta
Guðmundur Ólafsson skrifar:
Alltaf verð ég jafn undrandi
þegar ég heyri eða les um menn
sem leggja á sig ómælt erfiði við
að klífa að ég tel næsta ókleif
fjöll. Nýlega varð Ari Trausti
Guðmundsson ásamt félögum
sínum frá að hverfa við að reyna
að klífa eitthvert fjall í Tíbet
vegna veðurofsa og annarra erf-
iðra aðstæðna.
Að sögn er maðurinn feginn
að hvíla sig í þægilegu rúmi og
fá almennilegan mat eftir þetta
ævintýri. Skyldi nokkum undra.
Met í gjald-
þrotum
Jóhanna hringdi:
íslendingar eiga mörg met
miðað við aðrar þjóðir. í nýlegri
könnun sem Félagsvísindastofn-
un HÍ gerði fyrir Aflvaka á tíma-
bilinu september 1995 til júní
1996 á orsökum og afleiðingum
gjaldþrota kemur fram að íslend-
ingar eiga met í gjaldþrotum.
Daglega á tímabilinu varð að
meðaltali eitt og hálft fyrirtæki
gjaldþrota. Þetta er óhugnanleg
staðreynd. Miklum breytingum í
þjóðfélaginu og óbilgirni hins op-
inbera er aðallega kennt um. Það
hlýtur eitthvað mikið að vera að
hjá okkur.
Einkennilegar
sláttuaðferðir
Guðrún hringdi:
Mér finnst einkennilegar að-
ferðir notaðar við grasslátt í
borginni nú í sumar. Víða hagar
þannig til að grasræmur eru
milli gangstétta og lóða. Þessar
ræmur eru sums staðar bara
slegnar að hálfu leyti, ýmist sleg-
ið með fram gangstéttinni eðá
lóðamörkunum, og verkinu ekki
lokiö fyrr en eftir nokkra daga.
Þetta hef ég séð, bæði í Selási og
víðar í borginni, og finnst allt
annað en fallegt.