Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996
15
R-listinn og
Geldinganesið
Viö samþykkt aðalskipulags
Reykjavíkur fyrir skipulagstíma-
bilið 1990-2010,
þann 17. október
1991, var um það
fullt samkomulag í
borgarstjórn að
Geldinganesið,
sem er u.þ.b. 220
hektarar að stærð,
yrði að mestu tek-
ið undir íbúða-
byggð á skipulags-
tímabilinu. Gert
var ráð fyrir 25
hektara athafna-
hverfi í Geldinga-
nesi í tengslum við
fyrirhugað hafnar-
svæði í Eiðsvík. I
maí 1990 voru
kynntar tillögur úr
hugmyndasam-
keppni um íbúða-
byggð á Geldinga-
nesi sem sýndu fram á að þar
mætti koma fyrir 4000-5000 manna
byggð.
Þegar sjálfstæðismenn tóku á
nýjan leik við stjórn borgarinnar í
kjölfar borgarstjórnarkosning-
anna 1982 var það eitt fyrsta verk
þeirra að breyta öllum fyrirætlun-
um fráfarandi vinstri stjómar í
Reykjavík um að stefna framtíð-
aðrbyggð Reykvíkinga upp til
heiða. Vinstri meirihlutinn í
Reykjavík 1978-1982 hafði ákveöið
að næstu íbúðabyggðasvæði yrðu
á svokölluðu Rauðavatnssvæði,
sem að stórum hluta er þakið
sprungum.
Byggt með fram ströndinni
Það var eitt helsta baráttumál
sjálfstæðismanna í borgarstjómar-
kosningum 1982 að næstu íbúða-
byggingarsvæði yrðu norðan Graf-
arvogs í stað svokallaðra Austur-
svæða, þ.á m. Rauðavatnssvæðis.
Sjálfstæðismenn lögðu áherslu á
að byggja með fram ströndinni í
átt til næsta þéttbýliskjama (Mos-
fellssveit) í stað þess að teygja
byggð upp í heiði í átt til fjalla í
allt að 120 metra hæð yfir sjó. Þeg-
ar í ársbyrjun 1983 eftir
að samkomulag hafði
náðst við rikið um land
Keldna og Keldnaholts
var aðalskipulagi
Reykjavíkur breytt. At-
vinnusvæði voru flutt
til, m.a. fellt niður að
hafa atvinnusvæði þar
sem nú er Hamrahverfi
og Húsahverfi.
í aðalskipulagi Reykja-
víkur 1984- 2004 var síð-
an gert ráð fyrir áfram-
haldandi byggð með
fram ströndinni, m.a.
fellt niður að hafa at-
vinnusvæði þar sem nú
er Borgarhverfi og enn
fremur gert ráð fyrir
framtíðarbyggð á stærst-
um hluta Geldinganess.
Nú hefur R-listinn lagt
fram í skipulagsnefnd drög að
nýju aðalskipulagi Reykjavíkur
sem kynnt verður nefndum og ráð-
um borgarinnar og síðar almenn-
ingi.
í bókun R-listans kemur fram
sami hringlandahátturinn í fram-
tíðarbyggðamálum hvað varðar
Geldinganesið og emkenndi allar
ákvarðanir vinstri stjórnar í
Reykjavík 1978-1982 um byggða-
þróun i borginni. í bókun R-listans
segir m.a. að „í borginni eða á höf-
uðborgarsvæðinu þurfi að vera til
stórt, samfellt atvinnusvæði til
framtíðarnota. Geldinganesið er
það svæði innan borgarmarkanna
sem uppfyllir að mörgu leyti best
skilyrði um stórt samfellt atvinnu-
svæði.“
Svæði til síðari nota
Þrátt fyrir ásetning R-listans
um að taka allt Geldinganesið
undir atvinnustarfsemi, e.t.v. stór-
iðju, er því lýst yfir í bókuninni að
ekki sé ástæða til að taka endan-
lega ákvörðun nú, heldur gert ráð
fyrir því að svæðið verði auðkennt
sem svæði til síðari nota annað-
hvort fyrir íbúðir eða athafna-
starfsemi.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins leggja áherslu á að
áfram verði gert ráð fyrir íbúða-
byggð á Geldinganesi og það komi
skýrt fram á aðalskipulagsupp-
drætti. Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í skipulagsnefnd létu
bóka þessa
skoðun og jafn-
framt að ekki
hefðu komið
fram nægjanleg-
ar röksemdir
fyrir þvi að
breyta þessu fal-
lega byggmgar-
svæði í athafna-
svæði.
Geldinganesið
er í næsta ná-
grenni við Við-
ey og byggðina í Grafarvogi. Það
væri meiri háttar skipulagsslys út
frá umhverfis- og byggðasjónar-
miðum að taka allt Geldinganesið
undir atvinnu- og iðnaðarstarf-
semi eða stóriðju.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
„Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að áfram verði gert ráð fyrir íbúöabyggö á Geldinganesi..
segir Vilhjálmur m.a. í greininni.
Kjallarinn
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
borgarfulltrúi
„Það væri meiri háttar skipu-
lagsslys út frá umhverfis- og
byggðasjónarmiðum að taka
allt Geldinganesið undir at-
vinnu- og iðnaðarstarfsemi
eða stóriðju."
Hinn opinberi umferðarháski
Skorað hefur verið á mig að
gefa kost á mér i embætti umferð-
armálaráðherra. Svo mikill þungi
hefur færst í þessar áskoranir
undanfarið, að ég hef viðað að mér
gögnum og gert drög að stefnu-
skrá, því útilokað er að vega og
meta framboð og hugsanlegan ár-
angur af því án þess að hafa skýra
stefnu. Ég komst undireins að því,
sem ég mátti vita fyrir, að íslenska
umferðarkerfið er ekki aðeins
hómópatí, heldur líka einstakt
meðal siðmenntaðra þjóða fyrir
frumleika í að gera það flókið og
hættulegt.
Til þess að á tæru sé hvað ég
kalla umferðarkerfi í þessu við-
fangi, er það laga- og reglurammi
um skipulegt vega- og gatnakerfi
með samrcémdum merkingum, um
heimildir og takmarkanir til þess
að nota það, s.s. varðandi stjórnun
farartækja og vegfarendur, auð-
skildar upplýsingar um kerfið,
ábyrgð og refsingar vegna afbrota,
sýnilegt og vinsamlegt viðvörun-
areftirlit, og loks tæmandi úttekt á
ástandi og afdrifum í umferðinni
ár frá ári.
Lögmál frumskógarins
Við gagnasöfnun mína hófst ég
handa hjá Umferðarráði og bað
um emtök af öll-
um gildandi lög-
um, reglugerð-
um og reglum
um þessi mál-
efni. Þar var mér
til undrunar vís-
að á dómsmála-
ráðuneytið, sem
var jafn óviðbúið
beiðni minni en
sinnti henni
samt og sendi
mér síðar hið skrautlegasta safn af
að því er ráöuneytið taldi eiga við.
Þannig komst ég að því, að hvorki
er til í samræmdu formi hverju
sinni aðgengileg handbók um
þetta efni né neitt ábyggilegt yfir-
lit um það, hvað þá áhersluútrátt-
ur.
Næst var því fljótsvarað hjá við-
komandi aðilum að ekkert hefur
breyst frá því að upplýst var á Um-
ferðaþingi 1990, að íslensk umferð-
armannvirki, útbúnaður þeirra og
viðhald, lytu engum
samræmdum reglum
né stöðlum og væru
helst sýnishorn af al-
þjóðlegum arki-
tektúr, eða gersam-
lega óháð þvi að „ör-
yggi skapast af því að
regla sé á hlutunum.
Leiðbeiningar séu
skýrar og samhljóða
og umferðarumhverf-
ið sé kunnuglegt".
Þetta hirðuleysi er
óverjandi, frá öllum
sjónarhólum.
Það segir sig sjálft,
að við þessar aðstæð-
ur er ógerningur að
skapa umferðar-
menningu sem standi
undir nafni. íslenska
umferðarkerfið er í
grundvallaratriðum byggt á sandi.
Ekki bætir úr skák, að sú stofnun
sem á að sinna sérstaklega þessum
málefnum, Umferðarráð, hefur
augljóslega engin tök á að knýja
fram á sjónarsviðiö umræðu og
aðgerðir til þess að koma á raun-
hæfri umferðarstefnu. Hún hefur
ekki heldur eftir áratuga streð náð
að skilgreina staðreyndir um af-
drif vegfarenda. Lengi hafa bein
áfóll þeirra verið metin í pening-
um á 7-10 milljarða á ári, nú allra
síðast á 15-18 eða svo!
Því miður er heldur
ekki stuðningur af að-
gerðum lögreglunnar,
sem eru jafn tilvilj-
anakenndar og ástand
umferðarkerfisins og
virka iðulega fremur
eins og skotgrafa-
hemaður en leiðsögn
úr vanda.
Vanmetið við-
fangsefni
íslensk umferðarmál
eru í stórfelldum
ólestri og ótrúlega
vanmetið viðfangs-
efni af hálfu allra sem
að þeim koma. Starf
umferðarmálaráð-
herra er ekki laust,
enda ekki til, svo að virtir áskor-
endur mínir verða a.m.k. enn um
sinn að berja á aðrar dyr og ekki
þá hjá Davíð í Stjórnarráðinu, sem
ég ætla að gæti náð taumhaldi á
hinu ótrúlega, opinbera umferðar-
skrímsli sem nú leikur lausum
hala.
Herbert Guðmundsson
„Ég komst undireins að því,
sem ég mátti vita fyrir, að ís-
lenska umferðarkerfið er ekki
aðeins hómópatí, heldur líka
einstakt meðal siðmenntaðra
þjóða fyrir frumleika í að gera
það flókið og hættulegt.“
Kjallarinn
Herbert
Guömundsson
félagsmálastjóri
Versiunarráðs íslands
Með og
á móti
Á að skipa tilsjónarmann í
Langholtskirkju?
Þarf kraftaverka-
mann til að ná
sáttum
Ég fagna að
biskup hefur
tekið þetta
skref. Mér líst
vel á hugmynd-
ina ef sá sem
verður skipað-
ur hefur vald
til að taka á
vandamálum.
Ég hef engar
hugmyndir um
það hver þetta
ætti að vera. Hann þarf að hafa
vald og þekkingu til að taka á
málum. Hann þarf að hafa lagni i
að ná samkomulagi og þekkja
kirkjurétt vel. Deilan er búin að
standa yfir í þrjú ár og það þarf
kraftaverkamann til að ná sátt-
um. Það er heitasta ósk okkar
sem .dtja í sóknamefndinni að
sáttum veröi náð. Deilan hefur
lamað starf í sókninni og með
hverju ári sem líður versnar
ástandið. Brýnt er að leysa málið
enda skaðar það kirkjuna. Vand-
inn er stjómskipulag kirkjunn-
ar. Fyrsta skrefið til að breyta
því er ákvörðun Alþingis um að
prestar verði ráðnir til fimm ára.
Ég tel að það ætti að vera starf-
andi nefnd innan kirkjunnar
sem tekur á innri vandamálum.
Deilan hefur frá upphafi staðið á
milli sóknamefndar og prestsins.
Að reka organistann er engin
lausn. Báðir aðilar, presturinn
og sóknarnefnd, verða að vera til
í að gefa sín embætti eftir. Ég
veit að sambærileg vandamál,
sem hafa ekki komist í hámæli,
eru innan annarra sókna. Marg-
ir líta til þessarar deilu og bíða
lausnar. Ég held að prestafélagið
reki málið sem prófmál gagnvart
öðrum sóknum. Með að leyfa
þessu máli að standa óleystu er
þjóðkirkjan að grafa eigin gröf.
Fullkomlega
ástæöulaust
Skipun sér-
staks tilsjónar-
manns er ekki
til neins. Úr-
skurður herra
Bolla Gústavs-
sonar vígslu-
biskups liggur
fyrir. Hvaða af-
stöðu sem
menn hafa til
úrskurðar
hans þá stend-
ur úrskurðurinn og það stendur
upp á biskup íslands að sjá til
þess að menn haldi hann. Bisk-
upi ber að grípa til viðeigandi
ráðstafana gagnvart þeim aðila
sem ekki hlítir honum. Ég sagði
það á sinum tíma þegar úrskurð-
urinn lá fyrir að hann kæmi mér
fyrir sjónir sem síðbúin sáttatil-
raun en sáttatilraunum lauk með
úrskurðinum. Eftir að hann var
fallinn var deilunni lokið og þess
vegna er ekki til neins að halda
slíkum hlutum áfram sem þessar
hugmyndir biskups fela i sér. Að
því er mér hefur skilist af orðum
biskupsritara þá er hugmyndin
sú að skipa einhvers konar fé-
lags- eða sálfræðing tilsjónar-
mann. Nú er það svo að orðið til-
sjónarmaður hefur alveg skýra
kirkjuréttarlega merkingu. Bisk-
up íslands er superintendent -
tilsjónarmaður - sem er sömu
merkingar og gríska orðið epis-
kopos, sá sem lítur til með. Bisk-
up íslands er tilsjónarmaður
kirkjunnar. Á hans vegum eru
prófastarnir tilsjónarmenn hver
í sínu prófastsdæmi.
Gelr Waago,
formaður prestafé-
lags íslands.