Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Side 18
18 ■nnpapaimi * V ' ^ ’aaaSfegfeiasd^s Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannað gildl sltt á íslandl. Stærb: fyrir 5 kg. Hæð: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm r ' ' :i"U Einnlg: kællskápar \ eldunartækl og uppþvottavélar á elnstöku verði FAGOR FE-844 Stabgreltt kr. £3» Afborgunarverö kr. 50.500 - Vlsa og Euro raögrelðslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 562 40 11 stighækkandi birtingarafsláttur Smá- auglýsingar rs'215505M0 UTBOÐ F.h. Húsnæöisnefndar Reykjavíkur er óskaö eftir tilboöum í pípulagnir í 68 íbúöir viö Álftaborgir í Reykjavík. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri frá miövikud. 19. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: miövikud. 3. júll nk. kl. 14.00. hnr 96/6 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskaö eftir tilboöum í „Hafnarfjöröur; Reykjanesbr. - aöfærsluæö". Leggja skal nýja DN 300 mm aöfærsluæö meö fram núverandi stofnlögn viö Reykjanesbraut, frá Kaplakrika aö Lækjargötu, samtals um 780 m. Verkinu skal aö fullu lokiö 1. sept. 1996. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miövikud. 26. júní nk. kl. 14.00. hvr 97/6 F.h. Gatnamálastjórans I Reykjavík er óskaö eftir tilboðum í verkiö: SVR - Úrbætur 1996. Helstu magnt. eru: Gröftur 1.600 m3 Fylling 1.200 m3 Mulin grús og púkk 1.200 m2 Hellu-.og steinlögn 450 m2 Steypt stétt 630 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. okt. 1996. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 19. júní nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 27. júnl nk. kl. 11.00. gat 96/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboðum I innréttingu á hús- næöi fyrir Námsflokka Reykjavíkur aö Þönglabakka 4. Helstu magntölur: Léttir veggir 160 mJ Kerfisloft 250 m' Málun 470 m2 Verklok: 30. ágúst 1996. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboöa: fimmtud. 27. júní nk. kl. 14.00. bgd 99/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996 33"^/ Dúddi segir (siendinga leiða á músarlitnum á hárinu: Líklega eru um 80 prósent landsmanna með litað hár „íslendingar hafa sérstööu aö því leyti aö vatnið hér hefur svo hátt sýrustig. Þess vegna fer permanent og skol mun fyrr úr en annars staðar. Við erum með mjög gott hár og dekkra og grófara en nágrannar okkar yfir- leitt. Ég hugsa að það stafi að einhverju leyti af matar- æðinu okkar en þó veðráttunni fyrst og fremst. Hár- ið hefur þurft að berjast við rokið í gegnum ald- irnar og það líkist veðráttunni, er úfið og mikið,“ segir hárgreiðslumeistarinn Dúddi þegar hann er spurður hvort hárið okkar hér hafi einhverja sérstöðu. Leiðir á litnum Dúddi segir skollitaðan músarlit vera einkennandi fyrir íslenskt hár. Hann lýsist ekki á sumrin, fólk verði leitt á honum og þess vegna sé gríðarlega stór hluti landsmanna með litað hár, líklega um 80 prósent, og það sé miklu hærra hlut- fall en ann- ars staðar þekkist. „Vegna þess hversu margir eru með kemískt hár, þ.e. hár sem er eitt- hvað unnið, með permanent, skol, stríp- ur eða slíkt, þarf fólk hugsa vel um það og nota rétt sjampó og næringu. Allir vilja hafa glansandi hár. Unga fólkið passar hetur upp á þessa hluti því eldri kynslóðin þekkir þá síð- ur. Það vandist að sjálf- sögðu ekki þessum efn- um og finnst því sem það geti auðveldlega f verið án þeirra,“ segir Dúddi. Hann segir fólk verða að passa litanir og skol því það geti runnið úr í klór sund- lauganna. Hægt sé að k fá sérstök efni sem 1 vemda hárið. Það sé • lítið gaman að borga háar upphæðir fyrir í skol t.d. og fara kannski beint af hár- greiðslustofunni í sund þar sem allt rennur úr. „Svo er því gjarnan kennt umí að ekki hafi verið vandað nógu vel til verka á stofunni," segir Dúddi. Ráðleggingar fagfólks Aðspurður hvort verið sé að selja vondar hársnyrtivörur á markaðnum segist Dúddi ekki telja að svo sé. Hann segir að vísu gríðarlegan fjölda tegunda vera í umferð og erfitt sé að fullyrða eitthvað um gæði þeirra almennt. Það eina sem hann geti sagt er að fagfólk í greininni sé með fyrsta flokks vörur. „Sjampóið og næringin skipta miklu máli og það er mikið atriði að láta fagfólk ráðleggja hvaða sjampó á að nota. Fólk getur verið með þurrt hár og þess vegna keypt brúsa sem hentar í það skiptið. Eftir að búið er úr þeim brúsa getur vel verið að það þurfi eitthvað allt annað.“ Dúddi segir íslenskt fagfólk upp til hópa mjög gott, það fylgist mjög vel með þvi sem gerist í tískunni úti í hin- um stóra heimi og standi sig yfirleitt mjög vel í keppni á erlendri grund. Fólk ætti því áhyggjulaust að geta sest í stólinn og feng- ið klippingu við hæfi. -sv Dúddi segir fólk þurfa að hugsa vel um hár sitt. Hér er hann aö störfum á stofunni sinni, Hjá Dúdda, á Hótel Esju. DV-mynd JAK Tíu lykilatriði fyrir hárið: Hvernig held ég því hreinu? 1. Forþvottur er til að mýkja hár- ið, gera hársvörðinn rakan eða örva blóðrásina. Ef þið eruð með þurran hársvörð nuddið þá lifgandi nuddol- íu fyrir hársvörðinn inn í hann og látið hana vera þar í hálftíma. Hreinsið svo. 2. Beygið ykkur yfir baðkarið eða vaskinn á meðan á hárþvotti stend- ur til að örva blóðrásina í hársverð- inum. Þvoið ykkur aldrei um hárið á meðan þið eruð í baði því það er of mikil froða í vatninu til þess að hárið verði almennilega hreint. í þurrt hárið 3. Hárið verður ekkert hreinna þó að notað sé meira sjampó. Notið tappafylli af sjampói og nuddið því á milli lófanna. Þynnið sjampóið ef hárið er feitt og berið það síðan í þurrt hárið og nuddið þar til freyð- ir. Bleytið síðan hárið og þvoið eins og venjulega. 4. Nuddið sjampói mjúklega inn í hársvörðinn með fingurgómunum. Notið alls ekki hárið sjálft til að nudda með. Nuddið ekki sjampói í hár neðarlega á hnakka. Flestar sjampótegundir eru svo sterkar að yfirleitt er nóg að bera einu sinni í hárið ef þið þvoið ykkur aftur. 5. Skolið hárið vandlega. Ef ein- hver efni skolast ekki burt verður hárið líflaust og klistrað og óhreinkast fljótt aftur. Næring utan á hárið 6. Þerrið hárið með handklæði. Það á hvorki að nudda, toga né vinda blautt hár því þá missir það sveigjanleika sinn og mýkt. 7. Berið hárnæringu í hárendana en ekki rótina. Notið matskeið af næringu í sítt hár og teskeið í stutt hár. Greiðiö með grófri greiðu gegn- um hárið til að næringin dreifist vel. Það er ekki rétt að næringin geri meira gagn eftir því sem hún er lengur í hárinu. Olíur og djúpnær- ing úr panþenol fara inn í hárlegg- inn og eiga þess vegna að vera leng- ur í en hárnæring. Hárnæringin sest utan á hárið. 8. Skolið aftur. Almenna reglan er sú að skola hárið helmingi lengur en þið haldið að þið eigið að gera. Ei hárið er ekki vel skolað er hárþvott urinn til einskis. Skolið næringuna vel úr hárinu nema aðrar leiðbein- ingar séu þar um. Hárið verður lí- flaust og hefur tilhneigingu til að fitna ef það er illa skolað. Vefjið handklæði um höfuðið. 9. Greiðið ykkur varlega. Blautt hár er viðkvæmt. Skiptið hárinu og greiðið gegnum það. 10. Látið hárið þorna sjálft ef hægt er. Þegar það er næstum þurrt notið þá hárblásara en þó eins sjald- an og hægt er. Þegar þið notið hár- blásara er rétt aö blása hárið niður eftir hárleggnum og hættið að blása á meðan það er enn rakt. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.