Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ 1996 39 Fréttir Kaldakvísl: Veiddu níu punda urriða Silungsveiðin viðist aldrei ganga betur en einmitt núna, það virðist vera sama hvaða vatn er. Silungur- inn virðist vera betur haldin en oft áður undan vetri. Enda verið ein- stök veðurblíða í allan vetur. „Veiðimenn voru að koma úr Köldukvísl og þeir fengu góða veiði, stærsti fiskurinn hjá þeim var 9 pund og það var urriði," sagði Kol- beinn Ingólfsson er við spurðum um silungsveiðina í gærdag. „Það var Ómar Árnason sem veiddi þennan stóra og tók fiskur- inn spúnn. Veiðin hefur verið góð þarna efra og flestir eru fiskamir 3 uppí 8 pund. Veiðimenn sem vom fyrir fáum dögum veiddu 10 fiska og sú veiði var frá 3 uppí 5 pund, nmst allt bleikjur. Veiðin í Þórissvatni er ekki byrjun ennþá en hefst 20. júní. Menn hafa eitthvað kíkt uppeftir og horfunar eru mjög góðar,“ sagði Ingólfur í lokin. Elliðvatnið hefur gefið vel af fiski og hann virðist vera vænni en oft áður. Stærstu fiskamir eru vatninu em 4-5 pund. Kleifarvatnið er að komast í gang og veiðimaður sem var nýlega veiddi 4 punda fisk. Vatnið er kalt ennþá en hlýnar óðum þessa dagana. -G.Bender Þórir Garöarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda, leggur af staö á tómum nýja bílnum til Isafjaröar vegna þess aö ráöherraleyfi vantar. DV-mynd ÞÖK Dráttur á veitingu sérleyfis til fólksflutninga til Vestfjaröa: Hann Ingólfur Bjaml Kristjánsson meö hress meö þessa bleljuvelöl úr Soglnu en Ingólfur er 7 ára. DV-mynd II Meiri hraði og fleiri ölvaðir „Það er engin spurning að við munum fylgjast vel með hraðanum hér í þessu umdæmi í sumar. Mun meira er um að menn keyri of hratt en t.d. í fyrrasumar og því miður er það líka svo að við erum taka mun fleiri sem keyra undir áhrifum áfengis," segir lögreglan á Eskifirði. Þar á bæ segja menn ökufantana skilja það eitt þegar þeir þurfi að taka upp budduna og borga. Það þyki þeim verst af öllu. -sv Ekið á stúlku Ekið var á gangandi stúlku á horni Lækjargötu og Bankastrætis aðfaranótt sunnudags. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild og voru meiðsl hennar ekki talin alvarleg. -sv fltti! Opiðfrákl. 08.00-23.00 alla virka daoa ÍB stunda Trimfortn h]á Bergilndi Uvi bar næ ég árangri." tT 7R//VIFQR/V1 Grensásvegi 50, tíml 553 3018. Berglindar Isafjarðarrutan tóm til ísafjarðar mátti ekki taka farþega úr Reykjavík vegna þess að leyfi ráðherra vantar Fólks- og vöruflutningafyrirtækið AOrahanda, sem er sérleyfishafi áætlunarleiðarinnar ísafjörð- ur-Hólmavík, hefur sótt um sérleyf- ið á leiðinni Reykjavík-Ísafiörður. Engar áætlunarbifreiðir aka nú á þessari leið og hafa ekki gert síðan Vestfiarðaleið hætti akstrinum og skilaði sérleyfi sínu árið 1992. Skipulagsnefnd fólksflutninga hefur mælt með því við ráðherra aö hann veiti Allrahanda sérleyfið en ráð- herra hefur ekki orðið við því. Að sögn Þóris Garðarssonar, framkvæmdastjóra Allrahanda, hef- ur skipulagsnefnd fólksflutninga tekið jákvætt undir umsókn Allra- handa. Þá hafa sveitarstjórnir Flat- eyrarhrepps, Bolungarvíkur, Þing- eyrarhrepps, Flateyrarhrepps og ísafiarðarkaupstaðar og loks Fjórð- ungssamband Vestfirðinga beint eindregnum tilmælum til Halldórs Blöndal samgönguráðherra að hann veiti Allrahanda sérleyfið á þessari leið hið fyrsta. Samgönguráðherra hefur hins vegar ekki farið eftir áliti nefndarinnar og þessum eindregnu óskum sveitarstjórnanna á Vest- fiörðum. Allrahanda hefur keypt til lands- ins nýjan bíl sem er svokallaður hálfkassabíll en í honum eru sæti fyrir 25 manns en auk þess er rými fyrir fimm tonn af vörum. Hinn nýi bíll er nú farinn vestur til ísafiarðar en vegna þess dráttar sem hefur orð- ið á veitingu sérleyfisins mátti Allrahanda ekki taka farþega með úr Reykjavík til ísafiarðar og var bíllinn því ferjaður tómur vestur í siðustu viku.-SÁ Arekstrar við framúrakstur Tveir árekstrar urðu í umdæmi lögreglunnar í Vík um helgina, báð- ir við framúrakstur. í bæði skiptin ætlaði sá sem ekið var fram úr að beygja til vinstri og beygði því í veg fyrir þann sem ætlaði fram úr. Eng- in meiðsl urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð í báðum tilvik- unum. -sv Utleiga - barnaafmæli götupartí - ættarmót o.fl. Verð frá kr. 4.000 á dag án vsk. Herkúles Simi 568-2644, boósimi 846-3490 Sjö óku of hratt Lögreglumenn á Dalvík og Ólafs- firði fylgdust vel með umferðinni um helgina þar sem verið var að leika í 1. deildinni í knattspyrnu í Ólafsfirði á laugardag. Sjö ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða. -sv Með Trlmform hefur náðst mjdg góður árangur tu grennlngar, allt að 10 sm grennra mltti eftir tíu tfma meðhöndlun. í baráttunnl vlð „CeUullte" (appelsfnu- húð) hefur náðst góður árangur með Trimform. Trlmform er mlög gon tll bess að blálfa upp alla vöðva Ifkamans, s.s. magavöðva, lærl, handleggsvöðua o.fl. Ath. Vlð biððum ókeypis prafutfma. Komlð og próflð og blð slálð árangur strax. Elnnlg höfum vlð náð góðum árangri vlð uöðvabólgu og buagleka. Vlð enim lærðar f rahiuddl. Hrlnglð og lálð nánarl upplysingar um Trtmform f sfma 553 3818.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.