Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 Fréttir Tagl klippt af sjö hrossum vegna deilu um lausagöngu: Oþarfi að níðast svona á skepnunum - segir eigandinn - snyrtum þá og líðum ekki yfirgang, segja nágrannar Damon Albarn og Alex James í Stúdíó Sýrlandi: Kann því vel að vera hér á hæsta punkti jarðarkringlunnar - leita að ákveðnum hlutum í röddinni, segir Damon Gamlar erjur milli nágranna í Fljótshlíð um ágang hrossa komust á nýtt stig þegar sjö hross frá Ey- vindarmúla voru taglklippt við Hlíðarendakot nýlega. „Deilur um ágang minna hesta er algjörlega að- skiljanlegar frá því að níðast á skepnunum með þessum hætti. Hestamir hafa ekki skaðast mikið við þetta. Hins vegar tefur þetta eitt- hvað fyrir sýningu og sölu á þeim,“ segir Benóný Jónsson, eigandi hrossanna, sem kært hefur athæfi nágrannanna til sýslumanns. Hann viðurkennir að hross hans hafi far- ið inn á landareign nágranna hans í Hlíðarendakoti og lög banni lausa- göngu hrossa í sveitinni. Hins vegar telur hann að lausaganga sinna hesta sé byggð á gamalli hefð. „Við höfum reynt í tuttugu ár að fá ábúendur i Eyvindarmúla til þess að hafa hross sín innan girðingar. Málin hafa verið lögð fyrir öll hugs- anleg yfirvöld en ábúendur í Ey- vindarmúla hafa ekki séð að sér. Hestamir voru búnir aö vera á sveimi fyrir utan hjá okkur í þrjár vikur og fælt fyrir okkur fé. Nú skilja menn vonandi aö við erum Gamlar deilur um lausagöngu hesta í Fljótshlíö hafa komist á nýtt stig en þessir hestar voru taglklipptir nýlega. Peir sem þaö geröu vonast til aö ágangi af völdum hrossa linni en eigandi hestanna telur óþarflega langt gengiö. Hér má sjá Sigríöi Viöarsdóttur, eiganda hrossanna, ásamt börnum sínum, þeim Braga Ágústi og Kára. Merarnar Katla og Rönd eru taglstýföar eins og sjá má. DV-mynd -JHP ekki ánægð meö þennan yfirgang. orðið fyrir ónæði hesta frá Eyvind- endakoti en þeir klipptu af hestun- Aðrir nágrannar okkar hafa einnig armúla," segja ábúendur í Hlíðar- um sjö. -JHÞ „Mig hefur dreymt um að koma til íslands í um tvö ár og kann þeirri tilhugsun vel að vera hér á hæsta punkti jarðarkringlunnar. Hér er dásamlega friösælt og maður verður passlega afslappaður í róleg- heitunum hér,“ segir Damon Al- barn, aðalsprauta hljómsveitarinn- ar Blur, en hann dvelur hér á landi ásamt bassaleikara hljómsveitar- innar, Alex James. Þeir komu hing- að ásamt upptökustjóra og hljóð- manni til þess að taka upp söng á nýja plötu sem hljómsveitin hefur verið að vinna að í London að und- anfórnu. DV fékk að líta örstutt inn til þeirra í Stúdíó Sýrlandi í gær. Aðspurðir af hverju þeir tækju bara sönginn upp hér á landi sögðu Alex og Damon að það væri allt of mikið happdrætti að taka alla plöt- una upp þar sem þeir hefðu aldrei komið áður. Damon segir sig langa til þess að syngja mjúkri röddu og til þess þurfi hann að vera afslapp- aöur og ánægður. „Þótt maður sé kannski að vinna með sorglega texta þá þarf maður að vera glaður og ánægður. Ef mér líð- ur vel þá syng ég betur, það segir sig bara sjálft. Hér lætur mér lifið, Alex James, bassaleikari Blur, og Damon Albarn voru heldur ánægöir meö lífiö þegar blaöamaöur og Ijósmyndari DV hittu þá aö máli í Stúdíó Sýrlandi í gær. Damon mun taka upp hluta af söng á nýja plötu sem Blur hefur unn- iö aö í London aö undanförnu og segir ísland tilvaiinn staö til þess arna. DV-mynd Pjetur ferska loftið fer vel með mig og þetta gengur vel þaö sem af er. Ég hef verið að leita að ákveðnum hlut- um í röddinni og ég held aö það sem búið er lofi góðu,“ segir Damon. Hann reiknar með að verða hér í tvær vikur enn við upptökur og heldur síðan aftur til London. Hljómsveitin hefur þegar lokið við upptökur á tólf lögum þar ytra en að sögn þeirra félaga munu þeir ef til vill bæta einhverju við í sum- ar. En er þessi nýja plata eitthvað svipuð því sem sveitin hefur verið aö gera til þessa? „Nei, alls ekki. Við erum að gera algerlega nýja hluti en það er erfitt að segja nokkuð um þá á meðan þeir eru enn í vinnslu. Ég vil gera plötu sem ég er ánægður með og á meðan svo margir endar eru enn lausir er erfitt að segja íil um hvernig til muni takast. Ég ætla að vera hér í tvær vikur enn en ætla mér ekkert endilega að klára allan sönginn. Mér liggur ekkert á og ætla bara að njóta dvalarinnar," segir Damon Albam. -sv Þú getur svarað þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041996. 39,90 kr. mínútan í Ástþór Magnússon 2 Quörún Agnarsdóttlr 3 Guörún Pótursdóttir 4 Ólafur Ragnar Qrímsson 5 Pótur Hafsteln FORSETA 904 1996 Hvaða frambjóðanda vilt þú sem forseta íslands? Þetta er dagleg atkvæðagreiðsla en ekki skoðanakönnun FORSMTM 23% 13% 12% 11% ÓRG GA AM PH GP Vesturland: Sameinast fimm hreppar í Borgarfjarðar- sýslu? DV, Akranesi: Viðræður eru að fara af stað um sameiningu fimm hreppa norðan Skarðsheiðar í Borgar- firði. Það eru Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundar- reykjadalshreppur og Hálsa- hreppur. Auk þess hefur hrepps- nefnd Hvítársíðuhrepps sýnt áhuga á að fylgjast með viðræð- unum. Vorið 1994 sameinuðust fiórir hreppar í Mýrasýslu en ekkert varö af sameiningu hreppa í Borgarfiarðarsýslu þar sem mönnum þótti of miklum þrýstingi vera beitt á þeim tíma. í hreppunum fimm búa 750 manns. Samkvæmt heimildum DV ætla menn að gefa sér góðan tíma til að ræða um sameining- una. -DÓ Stuttar fréttir Ný skoöanakönnun Ólafur Ragnar Grímsson fær 40,4% atkvæða, Pétur Kr. Haf- stein 29,7, Guðrún Agnarsdóttir 17 og Guðrún Pétursdóttir 8,3 og Ástþór Magnússon 4,6% at- kvæða samkvæmt skoðanakönn- un í Mogga. Bowie kemur í dag Rokkstjarnan David Bowie kemur til íslands í dag ásamt 25 manna fylgdarliði. Hann heldur tónleika í Höllinni annað kvöld. Afli óvenjumikill Heildarafli fyrstu fimm mán- uði ársins nam rúmum 1.100 þús- und tonnum og hefur sjaldan verið meiri á þessum árstíma. Tíminn greindi frá. Gengur vel í Hvalfirði Vinna við Hvalfiarðargöng gengur vel. Gólfið er komið 50 metra niður fyrir sjávarmál. Sprengingar að sunnanverðu hefiast í dag. Stöð 2 sagði frá. Áfengiskaugaaldur Skólameistari MA vill að áfengiskaupaaldur verði lækkað- ur úr 20 í 18 ár. Útvarpið greindi frá. Fiðrildi frá S-Evrópu Rauður aðmiráll, fiðrildi sem á ættir að rekja til Suður-Evr- ópu, hefur fúndist á Hornafirði. Moggi sagði frá. Hamla gegn endurnýjun Úreldingarreglur fiskiskipa hamla gegn endurnýjun nóta- veiðiflotans. Loðnu- og sUdveiði- skip eru að jafnaði 27 ára. Út- varpið greindi frá. Missir ekki húsnæðið Sinfóníuhljómsveitin missir ekki húsnæði sitt í Háskólabíói þegar leigusamningur rennur út um mánaðamót, skv. Útvarpi. Jón borgarlistamaður Jón Ásgeirsson tónskáld hefur verið útnefndur borgarlistamað- ur Reykjavíkur. íslenska á geisladiski Lýðveldissjóður styrkir Náms- gagnastofnun tU aö gefa út marg- miðlunarefhi um íslenskt mál á geisladisk fyrir 19 milljónir króna. Sjónvarpið sagði frá. Rannsakar eidgos íslendingar rannsakar eldgos á Nýja-Sjálandi. Engin slys hafa orðið á fólki. Sjónvarpið greindi frá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.