Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 i. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 • 35 íþróttir I>v DV íþróttir Frjálsar íþróttir: Lewis í vanda á bandaríska úrtökumótinu Skotar halda heim á leið þrátt fyrir sigur á Sviss Bandaríska úrtökumótiö stendur nú sem hæst á ólympíu- leikvanginum í Atlanta. Hinn 35 ára gamli Carl Lewis er hvergi öruggur meö keppnisrétt á ólympíuleikunum í langstökki. Áður en til úrslitakeppninnar kemur er Lewis í sjötta sæti með stökk upp á 8,03 metra. Mike Powell og Mike Conley hafa báð- ir stokkið 8,32 metra og eru ör- uggir áfram. Úrslit verða á mið- vikudaginn kemur. í 100 metra hlaupi lenti Lewis í 8. sæti, fékk krampa í kálfa. Michael Johnson, sem stefnir að verða fyrstur karlmanna til að vinna sigur í 200 og 400 metra hlaupum, vann örugga sigra á þessum vegalengdum á úrtöku- mótinu. Óheppnin virðist elta baráttuglatt lið Skota því þrátt fyrir aö hafa sigr- að Svisslendinga á sannfærandi hátt í gær 1-0 komust þeir ekki áfram í 8 liða úrslit því Hollending- ar eru með betri markatölu. Skotar voru mun betri en Sviss í leiknum og skoraði Ally McCoist fallegt mark á 36. mínútu leiksins en það dugði þeim ekki því Patrick Skotarnir reyndu hvað þeir gátu til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki og verður þetta sterka lið nú að halda heim á leið. Skotar hafa keppt í fimm heimsmeistarakeppn- um og tveimur Evrópukeppnum en aldrei komist áfram í aðra umferð og hefðu þeir átt fyllilega skilið að fara í 8 liða úrslit því þetta litla lið hefur heldur betur komið á óvart í Það kom á óvart að Mary Slan- ey, 37 ára, vann sér sæti á ólympíuleikunum í 5000 metra hlaupi. Hún keppti síðast á leik- unum í Seoul 1988. Hún trúði vart sínum árangri þegar hún kom í markið. Meredith Rainey hljóp á besta tíma ársins í kvennaflokki 800 metra hlaup á timanum 57,04 sekúndum og vann sér sæti í bandaríska landsliðinu. -JKS m.6 Danmörk - Tyrkland nr.7 Króatía - Portúgal m.9 Rússland ■ Tékkland nr.w Ítalía • Þýskaland UtfA Eura9m Englarul Kluivert skoraði eina mark Hollend- inga á Wembley og það dugði til að senda Skotana heim. Tveir Skotar á leið til Sandgerðis Lið Reynis úr Sandgerði fær á föstudaginn tvo unga Skota til liðs við sig og munu þeir spila með fé- laginu út þetta tímabil í 3. deild- inni. Þetta eru leikmennimir Scott Ramsey, 20 ára gamall miðjumað- ur sem spilað hefur meö unglinga- og varaliði Partick Thistle og Kevin Doggerty, 21 árs gamall varnarmaður sem hefur spilað með varaliði Celtic. Leikmennimir ættu að verða Sandgerðingum góður styrkur i sumar en liðið trónir á toppi 3. deildar eftir jafntefli á sunnudag- inn var gegn liði Gróttu. Skotamir verða löglegir þegar Reynir mætir liði HK á sunnudag- inn kemur. Það er fyrir góð sambönd Jó- hannesar Eðvaldssonar, fram- kvæmdarstjóra Reynis, sem Skot- amir koma en Jóhannes lék um árabil með Celtic í skosku deild- inni. -GH/JGG ■ DRAUMALIB ~ irrra * #' # # Þú færð allar upplýsingar um stöðu þína í leiknum og stöðu efstu liðanna í síma 904 IOI5 Verð 39,90 mínútan. Samvinnuleriir-Landsýii ÍPRÓTTADEILD #111! NAFN ÞÁTTTAKANDA. NAFN LIÐS________ SEL LEIKMANN: NÚMER_____NAFN_____________________________VERÐ KAUPI LEIKMANN: NÚMER_____NAFN______________________________VERÐ_________ SENT TIL: DV - ÍÞRÓTTADEILD/DRAUMALIÐ, ÞVERHOLT 11 105 REYKJAVÍK keppninni. -JGG Fram sigraði U-23 lið Stjörnunnar Það voru frískir Framarar sem fóm með sigur af hólmi í Garða- bænum í gær, 4-0, gegn U-23 liði Stjömunnar í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar og var þetta fyrsti leikurinn í umferð- inni. Þetta var algjör einstefna hjá sterku liði Framara sem sóttu mikið allan leikinn og hefðu þeir hæglega getað bætt við mörkum og áttu hinir ungu Garðbæingar aldrei möguleika. Það var Þorbjörn Atli sem skor- aði fyrsta mark leiksins og bætti Ágúst Ólafsson síðan við tveimur mörkum en Þórhallur Víkingsson skoraði fjórða og síðasta mai-kið og em Framarar því komnir í 16 liða úrslit. Á morgvm verða spilaðir níu leikir og hefjast þeir allir klukkan átta. -JGG Skotland (1) 1 Sviss (0) 0 1-0 Ally McCoist (35.) Lið Skotlands: Andy Goram - Colin Calderwood, Colin Hendry, Tommy Boyd, Craig Burley - Stuart McCall, Gary McAllister, Tosh McKinlay (Scott Booth 61.), John Collins - Gordon Durie, Ally McCoist (John Spencer 83.). Lið Sviss: Marco Pascolo - Marc Hottiger, Ramon Vega, Stephane Henchoz, Yvan Quentin (Alexandre Comisetti 80.) - Marcel Koller (Raphael Wicky 46.), Ciriaco Sforza, Cristhophe Bonvin, Johann Vogel - Kubilay Tíirkyilmaz, Stephane Chapuisat (Sebastien Foumier 46.). Holland (0) 1 England (1) 4 1- 0 Alan Shearer vsp. (23.) 2- 0 Teddy Sheringham (51.) 3- 0 Alan Shearer (57.) 4- 0 Teddy Sheringham (62.) 4-1 Patrick Kluivert (78.) Lið Hollands: Edwin van der Sar - Michael Reiziger, Winston Bogarde, Danny Blind, Clarence Seedorf - Ronald de Boer (Patrick Kluivert 73.), Aron Winter, Richard Witschge (Johan de Kock 46.), Jordi Cruyff, Peter Hoekstra (Philip Cocu 73.) - Dennis Bergkamp. Lið Englands: David Seaman - Gary Neville, Tony Adams, Gareth Southgate, Stuart Pearce - Paul Ince (David Platt 68.), Paul Gascoigne, Darren Anderton, Steve McManaman - Alan Shearer (Nick Barmby 76.), Teddy Sheringham (Robbie Fowler 76.). Búlgarskir áhorfendur hrifnir af sínum manni, Hristo Stoichkov, sem skoraði glæsilegt mark í gær en liö hans er samt á heimleiö eftir ósigur þeirra gegn Frökkum en áhugavert er aö sjá hvað áhangendur liöanna hafa sett skemmtilegan svip á keppnina. Símamynd Reuter Franska landsliðið er til alls líklegt - lögðu Búlgara örugglega af velli í Newcastle og eru ósigraðir í 26 leikjum Franska landsliðið er til alls líklegt á Evrópumótinu í knattspyrnu en í gær bar liðið sigur úr býtum í A-riðli keppninnar eftir sigur á Búlgaríu, 3-1, á St. Jame’s Park í Newcastle. Frakkar sýndu þaö í gær eins og reyndar áður í keppninni að þeir hafa á aö skipa geysilega öflugu liði. Það segir ýmislegt um styrkleika liðsins að það hefur ekki tapað leik í 26 viður- eignum eða síðan í nóvember 1993. í franska liðinu er raunar mjög erfitt að finna veikan blett og verður fróðlegt að sjá hvemig liðinu reiðir af í 8 liða úrslitunum sem er útsláttarkeppni, það lið sem tapar getur pakkað niður og haldið heim á leið. Leikurinn var mjög mikilvægur og þá alveg sérstaklega fyrir Búlgara sem máttu alls ekki tapa ef Spánverjar sigruðu Rúmena sem kom á daginn. Búlgarar léku af skynsemi gegn öflug- um Frökkum en aÚt kom fyrir ekki. Eftir sem á leikinn leið tóku Frakkar smám saman leikinn í sínar hendur. Glæsimarkið sem Hristo Stoichkov skoraði beint úr aukaspyrnu gaf Búlgöram smávon um tíma en allt kom fyrir ekki. Nokkur harka setti svip sinn á leik- inn. Það sló í brýnu milli Stoichkovs og Desailly fyrst í leiknum. Eftir leik- inn sagði Stoichkov þetta bara vera hluta af leiknum. Hristo Stoichkov súr að þurfa aö fara heim „Þetta er bara smámunir. Ef settir væru hins vegar hljóðnemar á völlinn kæmi i ljós hvað leikmenn settu út úr sér í hita leiksins. Ryskingar milli míns og Desailly voru bara smámun- ir,“ sagði Stoichkov. Hann bætti við að þaö væri súrt að þurfa að fara heim en honum hefði fundist að búlgarska liðið hefði átt skilið að komast áfram í keppninni. Stoichkov sagði ljóst að liðið myndi yngjast upp í kjölfar keppninnar á Englandi. -JKS Spánverjar í sjöunda himni - komust í 8 liöa úrslit eftir sigur á Rúmenum Spánverjar gerðu sér ekki miklar væntingar um að komast upp úr sínum riðli. Svo þaö gengi eftir yrði allt að ganga upp og það gerði það svo sannarlega. Hetja Spánverja í leiknum var Guillermo Amor sem skoraði sigur- markið sex minútum fyrir leikslok. Hann hafði áður komið inn á sem varamaður í leiknum. Spánverjar áttu samt undir högg að sækja framan af leiknum en þeir hafa í gegnum tíðina átt í mestu vandræðum með Rúmena enda ekki sigrað þá nema tvisvar í síðustu átján leikjum þjóðanna. Spánverjar réðu sér vart fyrir kæti í leikslok en fyrir leikina var útlitið hjá þeim ekkert of bjart. „Við unnum leikinn á þraut- seigju. Rúmenar voru beittari fram- an af en við gerðumst beittari eftir því sem á leið. Það er sigur fyrir spænska knattspyrnu' að komast áfram en það voru kannski ekki margir sem áttu von á þessu. Við höldum vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Javier Clemente lands- liðsþjálfari Spánar eftir leikinn. -JKS Áhangendur franska landsliösins kampakátir eftir aö þeirra menn tryggðu sér sæti í 8 liöa úrslitum eftir góöan sigur á Búlgörum í gær. Símamynd Reuter -i- Englendingar skelltu Hollendingum á Wembley - Patrick Kluivert bjargaði Hollendingum inn í 8 liða úrslitin Það voru Englendingar sem gjörsigruðu slakt liö Hollendinga 4-1 á Wembley i gær þar sem Alan Shearer skoraði tvö og félagi hans í framlínunni, Teddy Sheringham, skoraði hin tvö, það var varamaður- inn Patrick Kluivert sem skoraði fyrir Hollendinga og tryggði þeim þar með sæti í 8 liða úrslitunum. Englendingar spiluðu ekki fallega knattspymu í þessum leik en þeim tókst að klára sóknimar sínar og það eru mörkin sem skipta máli. Á 11 mínútna kafla í seinni hálfleik gerðu þeir út um leikinn með þrem- ur mörkum en Alan Shearer hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik meö marki úr vítaspyrnu sem Paul Ince fískaði. Alan Shearer er nú markahæsti maður mótsins með fjögur mörk og er hann að blómstra i Evrópukeppn- inni og loksins segja eflaust margir því fyrir mótið hafði hann ekki Jordi Cruyff í viðrædum við Ruud Gullit Jordi Cruyff, sonur knattspymu- snillingsins Johans Cruyffs og leikmaður með hollenska lands- liðinu, átti um helgina viðræður við Ruud Gullit, framkvæmda- stjóra Chelsea. Gullit er víst mjög spenntur fyrir því að fá þennan sterka leikmann til liðs við sig. Samningur Jordi við Barcelona rennur út árið 1997 og er talið lík- legt að hann velji annaöhvort Chelsea eða PSV Eindhoven og væri ekki amalegt fyrir hann að spila með Ruud Gullit og Gi- anluca Vialli. -JGG skorað mark með enska landsliöinu í tvö ár. Það er ljóst að Hollendingar verða heldur betur að taka sig sam- an í andlitinu ef þeir ætla að vinna lið Frakka sem hefur verið að spila sannfærandi bolta í keppninni því liðið í heild sinni átti afspymuslak- an dag gegn gestgjöfunum í gær og mega þeir teljast heppnir að vera komnir áfram í 8 liða úrslit því þeir áttu það ekki skilið. Ef framherjapar Englendinga heldur áfram að spila í þessum klassa þá fara þeir langt í keppninni og aldrei að vita nema þeir endur- taki leikinn frá HM '66 þar sem þeir urðu heimsmeistarar. Á laugardaginn mæta Englend- ingar Spánverjum á Wembley en Hollendingar spila gegn Frökkum í Liverpool og verða þar hörkuleikir á dagskrá. -JGG Stoichkov í vandræðum? Marcel Desailly, Frakklandi, sakaði Hristo Stoichkov, Búlgar- íu, um kynþáttahatur eftir leik liðanna í gær. „Ég kunni ekki að meta þetta fordómatal hans í leiknum og er þetta ekki eitthvað sem maður býst við frá leikmanni eins og honum,“ sagði Desailly. Ef eftirlitsmaður UEFA, Lars- Christer Olsson, nefnir þetta í skýrslu sinni þá gæti það haft al- varlegar afleiðingar í fór með sér fyrir Stoichkov. -JGG BÍiro96£m Einkunnagiöf Reuters 9 Alan Shearer, Englandi. 8 Djorkaeff, Frakklandi, Zubizarreta, Spáni, Barjuan, Spáni, Manjarin, Spáni, Prunena, Rúmenía, Raducioiu, Rúmeníu, David Seaman, Englandi, Steve McManaman, Englandi, Teddy Sheringham, Englandi, Stuart McCall, Skotlandi, John Collins, Skotlandi, Marco Pascolo, Sviss. 4 Luboslav Penev, Búlgaríu, Peter Hoekstra, Hollandi, Stephane Chapuisat, Sviss. Markahæstir Alan Shearer, Englandi............4 Hristo Stoichkov, Búlgaríu.......3 Davor Suker, Króatíu..............2 Júrgen Klinsmann, Þýskalandi ... 2 . Pierluigi Cashiragi, Ítalíu.......2 Teddy Sheringham, Englandi .... 2 Venables ánægður með sína menn Þjálfari enska landsliðsins, Terry Venables, stýrði sínum mönnum til sigurs, 4-1, á móti Hollendingum og var þetta stærsti sigur enska liðsins undir stjórn hans. „Ef viö höldum okk- ur við leikskipulagiö þá eigum við alltaf möguleika. Við létum þá hlaupa og kláruðum dæmið. Að sigra svona sterkt lið eins og Hollendingarnir eru er sérlega ánægjulegt," sagði Venables. Þjálfari Hollendinga, Guus Hiddink, hældi Englendingum eftir leikinn. „Þeir létu okkur flnna fyrir því á öllum sviðum í leiknum." Alan Shearer, sem skoraði tvö mörk í leiknum, er bjartsýnn á framhaldið. „Ég er mjög ánægð- ur og vonumst við til að fara enn lengra í keppninni. Ég og Vena- bles höfðum trú á hæfileikum mínum þó að einhverjir af ykkur höfðu það ekki,“ sagði hann við blaðamenn. -JGG Frakkland (1) 3 Búlgaría (0) 1 1- 0 Laurent Blanc (21.) 2- 0 Lyuboslav Penev sjálfs. (63.) 2- 1 Hristo Stoichkov (69.) 3- 1 Patrice Loko (90.) Lið Frakklands: Lama - Blanc, Thuram, Desailly, Lizarau Karembue, Deschamps, Guerin, Djorkaeff, Zidane (Pedros 62.) - Dugarry (Loko 70.). Lið Búlgaríu: Mihailov Kremenliev, Hubchev, Ivanov, Tzvetanov - Letchkov, Iankov (Bormirov 79.), Balakov (Donkov 82.), Iordanov - Stoichkov, Penev. Rúmenía (1) 1 Spánn(l) 2 1-0 Javier Manjarin (11.) 1- 1 Florin Raducioiu (29.) 2- 1 Guillermo Amor (84.) Lið Spánar: Zubizarreta - Lopez, Alkorta, Femandez, Amor, Baijuan - Manjarin, Dadal, Hierro, Amavisca - (Guerrero 71.), Pizzi (Perez 57.), Narvaez. Lið Rúmeníu: Pranea - Petrescu, Prodan (Lupescu 86.), Dobos, Selymes, Gilca - Popescu, Hagi, Stinga, Raducioiu (Vladoiu 78.) - Hie (Munteanu 67.). í tilefni af útgáfu tölvuleiksins adidas power Soccer verður haldin keppni í spilun leiksins dagana 21.-22. júní í Megabúð Skífunnar, Laugavegi 96, s. 525-5066 Skráning er hafin. Vinningar: 1. ► Veglegur eignarbikar, adidas Predator fótboltaskór, adidas power Soccer leikurinn fyrir PlayStation. 2. ► Eignarbikar, adidas power Soccer leikurinn fyrir PlayStation. 3. ► Eignarbikar, adidas power Soccer leikurinn fyrir PlayStation. Frakkland 3 2 1 0 5-2 7 Spánn 3 1 2 0 4-3 5 Búlgarla 3 1 2 0 3-4 4 Rúmenía 3 0 0 1 1-4 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.