Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 7 ^siímar 30 stgrjp ur 59.850 snöggur Menn eru og hafa alltaf ver- ið misduglegir viö vinnu. Og til eru margar skemmtilegar sögur af lötum mönnum. í Austra er saga um mann sem réð sig í vinnu við uppskipun hjá Eimnskip í Reykjavík. Maðurinn var afskaplega latur og svifaseinn og það svq að menn þóttust vart hafa kynnst öðru eins. Allt sem hann gerði tók tvisvar sinnum lengri tíma hjá hon- um en öðrum. Menn sáu auðvitað aö svona gæti þetta ekki haldið áfram. Eitt sinn í kaffitíma settist verkstjórinn hjá honum og sagði að nú gengi þetta ekki lengur. „Þú ert allt of lengi að hlutunum. Er ekkert til sem þú ert fljótur að gera,“ spurði verkstjórinn. „Jú,“ sagði maöurinn, „ég er afskaplega fljótur að þreytast." Sandkorn Fréttir POSTUR OG STWii Soludeild Armula 27. simi S50 7800 Ekkcrt kcmuF&sföoinn fyrir Unsjái: Sigurdór Sigurdórsson Getur verið Hvar var Paradís? í kokkteilpartíi hjá Sameinuðu þjóöunum kom upp sérkenni- leg deila um hvers lensk Adam og Eva hefðu verið. „Þau voru bresk,“ fullyrti breski fulltrú- inn. „Aðeins enskur herra- maður hefði verið svo kurteis að gefa rifbein sitt til að hægt væri að gera úr því konu." Þessu andmælti franski fulltrúinn. „Sjáið bara hversu glæsilegur Adam var þrátt fyrir að vera nakinn. Hann var Frakki.“ ísraelski fulltrúinn sagði þá báða hafa rangt fyrir sér enda segði í Biblíunni að sköpunin heföi átt sér stað í Landinu helga. „Adam og Eva hljóta því aö hafa verið gyð- ingar,“ sagði hann. Rússneski full- trúinn hristi höfuðið. „Adam og Eva geta einungis hafa verið Rúss- ar. Aðeins Rússar geta hafa búið við svo þröngan kost og klætt sig svo illa og samt kallað staðinn para- dís.“ Viðskiptablaðið birti þessa sögu. GSM-símarnir Lengi framan af voru farsiln- ar og nú GMS- símar kallaðir stöðutákn og til eru margar sögur af fólki sem vildi sýn- ast og notaði til þess far- síma. Enda þótt GSM-sím- arnir séu ekki lengur einkaeign „uppanna" eru þeir varla orðnir al- menningseign. Nú segja gárungar að konur sem fá sér og ganga með GSM-síma séu búnar að ná sér í viðhald. Suðurnesjafréttir segja frá þessu og segja að Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar í Reykjanes- bæ, sé búin að fá sér „viðháld.“ Blaðið segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að GSM standi fyrir „gjald- þrota sjálfstæðismaður". Kom í gættina Þaö vakti mikla athygli þegar Guð- mundur Hall- varðsson al- þingismaður mætti ekki á þingfund þegar greidd voru at- kvæði um frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur eft- ir 2. umræðu á Alþingi. Hann fékk meðal annars að heyrta það á þingi ASÍ, sem stóð yfir á sama tíma. Við 3. umræðu á þinginu mætti Guð- mundur og greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en sagði ekkert á fundinum. Þá orti Jón Kristjánsson alþingismaður og ritstjóri: Guðmundur kom hér í gættina, og glotti svo breitt. „Ég sver mig í sjálfstæðisættina, og segi ekki neitt.“ Ekkert fjármagn til kaupa á hjálpartækjum fyrir heyrnarskerta: Hræðilegt ástand - segir Jóhanna S. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar „Staðan er sú að vegna uppsafn- aðs fjárhagsvanda Heyrnar- og tal- meinastöðvar íslands eru engir fjár- munir eftir til kaupa á hjálpartækj- um fyrir heyrnarskerta. Það eru sem sagt engir peningar til og ekk- ert hægt að kaupa af tækjum á þessu ári ef staðan verður óbreytt. Þetta er auðvitað hræðilegt ástand því um er að ræða ýmiss konar ör- yggisbúnað sem er gríðarlega mikil- vægur fyrir heymarskert fólk. Það fjármagn, sem stöðinni hefur verið veitt frá hinu opinbera, er óraun- hæft og dugar engan veginn og heil- brigðisyfirvöld verða að koma til móts við okkur,“ sagði Jóhanna S. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, i samtali við DV. fj-ilTASTHDTl.^ \ fiTiniuriinRPi i Samsung M-6235 er 17 lítra örbylgjuofn með 29 cm snúningsdisld, 800 W, 9 stillingum, sjálfvirid sdllingu tyrir þíðingu o.m.fl. Hann er einstaklega öflugur og vandaður á ótrúlegu verði: Athugið! Við veitum 5 ára ábyrgð á magnetrónunni, sem er hjartað í ofnunum! Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensósvegi11 Sími: 5 886 886 Á aðalfundi félagsins Heymar- hjálpar í byrjun júní var samþykkt ályktun um að skora á heilbrigðisyf- irvöld að auka til muna fjármagn til Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands svo stofnunin geti sinnt laga- legri skyldu sinni sem m.a. er að út- vega nýjasta heyrnartæknibúnað sem völ er á og að skipuleggja þjón- ustuferöir út um land. „Það er bið- listi eftir heyrnartækjum síðan í september á síðasta ári. Þetta er mjög mikilvægt mál og það má minna á að um 10% þjóðarinnar eiga við heyrnarörðugleika að stríða,“ sagði Jóhanna. -RR 19. júní M nnir: Ræð;i: SÖIlfiUl': Lcslur t'ifiin i ('rk;i: JL i : . Él á Hótel Borg kl. 20:30 Kvöldstund með Guðrunu Katrími Unnur Steinsson Guðrún Katrín Þorbergsdóttir Hjáimfríður Þöli Friðriksdóttir við undirleik Edwards Kaaber Signý Sæmundsdóttir við undirieik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur Bryndís Halla Gyifadóttir selló Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó Linda Vilhjáimsdóttir les frumsamin ljóð Inga Huld Hákonardóttir les úr nýju sagnfræðiriti f AUKIÐ URVAL - BCTRA VCRÐ / Fjölmennum! Stuðningsfólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.