Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Side 28
éabs@ö)M®
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjaíst ohað dagblað
MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1996
Selfoss:
Brutu
rúðu með
* sprengju
Rúða brotnaði þegar tveir 17 ára
gamlir piltar sprengdu heimatil-
búna sprengju i íbúðarhverfi á Sel-
fossi að kvöldi þjóðhátíðardagsins.
Voru þeir drukknir og höfðu fyrr
um daginn gert sér minni spreng-
ingar að leik.
Öflugasta sprengjan var búin til
úr flugeldapúðri og ílösku. Komu
piltarnir henni fyrir á miðri götu og
sprakk hún þar með þeim afleiðing-
um að rúða í húsi í 30 metra fjar-
lægð brotnaði.
Lögreglan telur mikla hættu hafa
stafað af sprengjunni því glerbrot
úr flöskunni þeyttust í allar áttir.
-GK
Seltjarnarnes:
Vélhjól
fyrlr bíl
Tveir bræður slösuðust töluvert
þegar þeir lentu á vélhjóli sínu fyr-
ir bíl á Seltjarnarnesi um kvöldmat-
arleytið i gær. Voru þeir saman á
hjólinu.
Annar bræðranna fótbrotnaði en
hinn meiddist í baki. Þeir voru
fluttir á slysadeild þar sem gert var
að sárum þeirra í gær. -GK
Þj óðhátíðargaman:
Ruddaskapur
í löggunni
- segja unglingar
„Það var engin ástæða til að nota
táragas og það var enginn með of-
beldi i miðbænum annar en lög-
reglumennirnir,“ segir einn þeirra
unglinga sem hafa haft samband við
DV eftir uppþotið sem varð i miðbæ
Reykjavíkur nóttina eftir þjóðhátíð-
ardaginn.
Þó er viðurkennt að plastflöskum
var kastað að lögreglunni þegar hún
náði unglingi niður úr auglýsinga-
skilti við austurenda Austurstrætis.
Þá var hrópað: „Ráðumst á lögg-
una.“
„Það gerði enginn neitt fyrr en
lögreglan byrjaöi," segir einn ung-
lingurinn. Um 30 unglingar voru
handteknir eftir ólætin og nokkrir
leituðu á slysadeild en það er mat
lögreglu að lögreglumönnum á
staðnum hafi verið hætta búin.
-GK
ÆJU ÞETTA
SE.NOKKUÐ
GLOPAOULL?,
Hjólastólsþjófarnir í Þjóöarbókhlööunni iðruðust:
Urðu skelkaðir
við fréttina í DV
- segir húsvöröur sem fékk stólinn aftur
„Ég er viss um að fréttin í DV
hefur haft þessi áhrif. Þeir hafa
orðið skelkaðir við að vita að lög-
reglan vissi hvemig þeir litu út og
þá skilað stólnum. Það er ótrúlegt
hvað hægt er að þekkja fólk af
þessum myndum," segir Ólafur
Guðnason, húsvörður í Þjóðarbók-
hlöðunni, við DV.
Á þjóðhátáðardaginn skiluðu
tveir pörupiltar hjólastól sem þeir
stálu fyrr í mánuðinum í Bókhlöð-
unni. Ólafur húsvörður fékk auð-
mjúkt bréf þar sem sagt var hvar
stólinn væri aö finna og beðist var
afsökunar á stuldinum.
„Verknaðurinn með hjólastól-
inn var framinn í ölæði og gerð-
um við okkur ekki grein fyrir al-
varleika málsins fyrr en um sein-
an,“ segja þjófarnir í bréfmu.
Þeir taka og fram að stóllinn
hafi „hlotið sanngjarna meðferð"
og að „ódæðið“ hafi verið „alger-
lega óundirbúið“.
„Viljum við ítreka að okkur
þykir þetta mjög miður og vonum
að enginn hafi hlotið skaða af,“
ljúka þeir bréfinu sem stílað er til
lögreglu og forstöðumanna Þjóð-
arbókhlöðu.
-GK
Langholtsdeilan:
Biskup
og Flóki
hittust
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, og sr. Flóki Kristinsson
hittust á fundi á biskupssstofu í
gærmorgun.
Hvorugur vildi neitt gefa upp um
fundarefnið en líklegt er að Lang-
holtsdeiluna hafi borið á góma. Eins
og DV hefur áður greint frá hefur
biskup sagst vilja skipa sérstakan
tilsjónarmann sem fylgist með því
að deiluaðilar í Langholtskirkju
haldi úrskurð þann sem herra Bolli
Gústafsson vígslubiskup kvað upp í
deilunni fyrir nokkrum vikum.
Skiptar skoðanir eru um það mál.
Formaður sóknarnefndar telur það
af hinu góða, en formaður Prestafé-
lagsins óþarfa. -SÁ
Eðalmálmleit í Mosfellsbæ:
Leitað gulls
í Þormóðsdal
Melmi ehf., sem er fyrirtæki að
80% í eigu Kísiliðjunnar og 20% :
eigu Iðntæknistofnunar, hyggst
bora niður í gömul jarðhitasvæði í
Þormóðsdal og að Búrfelli í Mos-
fellsbæ í sumar í þeim tilgangi að
leita að gulli og hvort það er í vinn-
anlegu magni.
Boraðar verða 5-10 holur og gull-
mag n í borkjörnunum mælt ná-
kvæmlega og búist er við að niður-
stöður liggi fyrir í árslok. Kostnað-
ur við þessa leit er áætlaður um 30
milljónir og hefur tekist samstarf
við erlenda sérfræðinga og fjárfesta
um þetta verkefni sem er í fram-
haldi af athugunum Kísiliðjunnar
og Iðntæknistofnunar undanfarin
sumur. Stjórnvöld hafa gefið út sér-
stakt leyfi til handa Melmi ehf. til
leitar að góðmálmum á 10 svæðum
víðs vegar um landið sem gildir í
flögur ár. Á þeim tíma er öðrum að-
ilum óheimilt að leita góðmálma á
þessum svæðurm
-SÁ
Hvalfjarðarsamningar:
Viðræður í strand
Hjalti Jóhannesson, gæslumaður í Þjóðarbókhlöðunni, hvílir sig stutta
stund í stólnum. Að baki er öryggiskerfið sem náði þjófunum á myndband.
DV-mynd Pjetur
„Við höfum lýst því yfir nú í lang-
an tíma að við viljum semja en
vandamálið er að fattarinn er of
langur í þeim hjá Vinnuveitenda-
sambandinu. Nú verða þeir bara að
fara að velja á milli hvort þeir vilja
þessi göng eða ekki,“ segir Guð-
mundur Gunnarsson, formaður Raf-
iðnaðarsambands íslands, en enn
hefur ekki tekist að semja um kaup
og kjör þeirra sem vinna að Hval-
fjarðargöngunum.
Guðmundur segist ekki búast við
öðru en að menn muni leggja alveg
niður vinnu, fara sér hægt eða
vinna ekki yfirvinnu náist ekki
samningar.
„Ég vísa því á bug að við viljum
ekki semja og höfum unnið að þvi í
einn mánuð. Það ber hins vegar
mikið i milli þar sem menn eru að
fara fram á verulegar launakröfur
umfram það sem við höfum lagt til
grundvallar. Það er slitnað upp úr
viðræðum og við getum ekki sætt
okkur við stöðu mála eins og hún er
nú,“ sagði Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ, við
DV í morgun.
-sv
L O K I
Veðrið á morgun:
Hlýjast á
Suðurlandi
Fremur hæg vestlæg átt eða
hafgola. Skýjað að mestu vest-
anlands og við ströndina norð-
an til en annars léttskýjað.
Hiti 7 til 20 stig, hlýjast á
Suðurlandi.
Veðrið í dag er á
bls. 44
Opel Astra
Verð kr.
1.199.000.-
Bílheimar ehf.
Sœvarhöfba 2a Sími: S2S 90001