Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 Afmæli Eiríkur Elí Stefánsson Eiríkur Elí Stefánsson skrifstofu- stjóri, Bólstaðarhlið 45, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Haga í Þjórsár- dal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943 og stundaði um skeið nám í byggingaverkfræði við HÍ. Eiríkur var kennari við Kvenna- skólann í Reykjavík 1945-47, var leigubílstjóri í Reykjavík 1946-55 og skrifstofustjóri hjá ísam hf. Scania- umboðinu og Norðurleið hf. í Reykjavík 1956-96. Eiríkur var stjórnarformaður Landleiða frá 1956 og meðan fyrir- tækið stundaði rekstur og hefur ver- ið stjórnarformaður Scania-umboðs- ins og Norðurleiða frá 1956. Þá hef- ur hann starfað í Sjálfstæðisflokkn- um og er i fulltrúaráði hans frá því hann var tuttugu og fimm ára. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 31.12. 1949 Guð- rúnu Ragnheiði Rögnvaldsdóttur Líndal, f. 16.6. 1915, húsfreyju. Hún er dóttir Rögnvalds Hjartarsonar Líndal, b. í Hnausakoti í Fremri- Torfustaðahreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, og k.h., Þor- bjargar Guðmundsdóttur húsfreyju. Sonur Ragnheiðar og stjúpsonur Eiríks er Grétar Hreinn Óskars- son, f. 3.3. 1938, flugvéla- verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Loftferða- eftirlitsins, kvæntur Ingi- björgu Guðfinnu Har- aldsdóttur, f. 19.4. 1942, féhirði ASÍ, en börn þeirra eru Eiríkur Álmar Grétarsson, f. 14.8. 1964, flugvélaverkfræðingur, nú búsettur í Bandaríkjunum, Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, f. 26.8. 1966, hjúkrun- arfræðingur og húsmóðir i Reykja- vík, gift Ólafi Sverrissyni verkfræð- ingi og eiga eina dóttur og Haraldur Eyjar Grétarsson, f. 24.3. 1969, brunavörður í Reykjavík, kvæntur Mjöll Þórarinsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn. Systkini Eiríks: Guðrún, f. 12.11. 1911, d. 17.6. 1912; Guðrún, f. 19.3. 1914, d. 25.2. 1943, kennari og hús- freyja í Haga í Þjórsárdal; Sigurður, f. 3.2. 1916, d. 29.11. 1916; Sigurður, f. 25.4. 1918, d. 21.9. 1921; Jóhanna, f. Stefáns- Haga. 27.8. 1919, húsmóðir á Sel- tjarnarnesi; Gestur, f. 8.12. 1923, verkfræðingur í Danmörku. Fósturbróðir Eiríks er Ágúst S.G. Hafberg, f. 30.6.1927, fyrrv. forstjóri í Reykjavík. Foreldrar Eiríks voru Stefán Sigurðsson, f. 11.4. 1885, d. 18.5. 1927, bóndi í Haga, og k.h., Jóhanna Margrét Eiríksdóttir, f. 12.6. 1886, d. 23.6. 1968, kennari og húsfreyja i Ætt Stefán var sonur Sigurðar, b. í Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Jónssonar, prests á Stóra- Núpi, Ei- ríkssonar, dbrm. á Ási í Holtum, bróður Benedikts, prests í Hraun- gerði, langafa Einars Benediktsson- ar skálds. Eiríkur var sonur Sveins, prófasts í Hraungerði, Halldórsson- ar, og Önnu, systur Jóns Eiríksson- ar konferensráðs. Móðir séra Jóns var Guðrún Jónsdóttir, prests í Holti undir Eyja- íjöllum, Jónssonar, bróður Stein- gríms, biskups í Laugarnesi. Móðir Sigurðar var Guðrún Pálsdóttir, prests í Holtaþingum, Ólafssonar, prests í Eyvindarhólum, Pálssonar, klausturhaldara í Gufunesi, Jóns- sonar, ættföður Pálsættarinnar. Móðir Páls í Holtaþingum var Helga Jónsdóttir, „eldprests“ Steingríms- sonar. Móðir Stefáns var Jóhanna Guð- mundsdóttir, b. í Ásum í Gnúpverja- hreppi, Þormóðssonar, b. í Hjálm- holti, Bergssonar. Móðir Jóhönnu var Margrét, systiij Vigfúsar, fóður Grétars Fells rithöfundar. Annar bróðir Margrétar var Ófeigur, afi Tryggva útgerðarmanns. Margrét var dóttir Óféigs, „ríka“ í Fjalli, Vigfússonar, ættfööur Fjallsættar- innar, Ófeigssonar. Móðir Ófeigs í Fjalli var Ingunn Eiríksdóttur, ætt- föður Reykjaættarinnar, Vigfússon- ar. Jóhanna Margrét var dóttir Ei- ríks Jónssonar, b. í Fossnesi í Gnúp- verjahreppi, bróður Sigurðar í Hrepphólum. Móðir Jóhönnu Mar- grétar var Guðrún Jónsdóttur hús- freyja. Hjörleifur Ólafsson Hjörleifur Ólafsson, deildarstjóri í þjónustu- deild Vegagerðarinnar í Reykjavík, Seljugerði 1, Reykjavík, varð sextugur í gær. Starfsferill Hjörleifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu tíu árin en flutti þá með móður sinni til Bakkafjarðar þar sem hann átti heima til 1958. Þá flutti hann aftur til Reykja- víkur og hefur átt þar heima síðan. Þá var Hjörleifur í sveit i Miklaholtshreppnum er hann var strákur. Hjörleifur stundaði nám við Gagnfræðaskóla ísafjarðar og við Eiðaskóla þar sem hann lauk gagn- fræðaprófi 1953. Hann sótti verk- stjóranámskeið hjá Iðntæknistofn- un Islands 1963 og 1966 og hefur sótt ýmis námskeið í vegagerð og áætl- unargerð hjá Vegagerðinni. Hjörleifur hóf störf hjá Vegagerð- inni við brúarbyggingar 1951 og var þar í sumarvinnu 1951 og 1952, var Hjörleifur Ólafsson. bilstjóri og stjórnaði þungavinnuvélum hjá Vegagerðinni 1953-58, stundaði sjómennsku á vetrum 1955-59, á fiski- skipum og farskipum en einkum hjá Skipaútgerð ríkisins, var vegaverk- stjóri á Norðausturlandi 1959-63 en stundaði þá jafnframt skrifstofustörf hjá Vegagerðinni í Reykjavík á vetrum, var forstöðumaður Vegaeftirlits Vegagerð- arinnar frá upphafi 1964 en hefur verið deildarstjóri umferð- arþjónustu þjónustudeildar Vegarð- arinnar í Reykjavík frá 1994. Hjörleifur sat í varastjórn Starfs- mannafélags ríkisstofnanna 1988-90 og var formaður Félags rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar 1992-94. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 19.9. 1970 Ragnheiði Benney Ólafsdóttur, f. 30.1.1942, kennara í Reykjavík. Hún er dóttir Ólafs Árnasonar, fyrrv. starfsmanns Almennra trygginga i Reykjavík, og Kristínar Benjamíns- dóttur húsmóður. Synir Hjörleifs og Benneyjar eru Ólafur Kristinn, f. 16.1. 1971, há- skólanemi í Reykjavík; Jóhann Ósk- ar, f. 11.5. 1973, hljóðfæraleikari í Reykjavík en sonur hans er Hjalti Hjörleifur Jóhannsson, f. 18.3. 1994. Bróðir Hjörleifs er Kristinn Ólafs- son, f. 13.9. 1938, tollgæslustjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Hallgrímsdóttur og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Hjörleifs voru Óskar Ólafur Gíslason sjómaður, f. 9.4. 1909, fórst 1941, og k.h., Sigríður Sig- urveig Hjörleifsdóttir, f. 20.2.1903, d. 1.11. 1984, húsmóðir. Ætt Óskar var sonur Gísla sjómanns frá Brimnesi við Seyðisfjörð sem síðast bjó á Héðinshöfða á ísafirði, Gíslasonar, b. að Svínafelli í Öræf- um, Jónssonar. Móðir Óskars var Kristín, systir Gísla, oddvitá' á Ölkeldu í Staðar- sveit. Annar bróðir Kristínar var Þórður Breiðfjörð, afi Atla Heimis Sveinssonar tónskálds. Þriðji bróðir Kristínar var Pétur, afi Péturs Lút- herssonar húsgagnaarkitekts. Krist- ín var dóttir Þórðar, b. i Ytri-Tungu í Staðarsveit, Gíslasonar. Bróðir Sigríðar var Jóhann, faðir Sigurðar vegamálastjóra. Sigriður var dóttir Hjörleifs, b. að Hofsstöð- um í Miklaholtshreppi, bróður Er- lends, móðurafa Jóns Sen, fyrrv. konsertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, og Signýjar Sen, móður dr. Erlends heimspekings. Hjörleifur var sonur Björns, hrepp- stjóra á Breiðabólstöðum, Björns- sonar, og k.h., Oddnýjar, systur Petrínu, ömmu Kristjáns Eldjárns forseta. Önnur systir Oddnýjar var Björg, amma Árna Björnssonar tón- skálds. Oddný var dóttir Hjörleifs, prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar, prófasts á Hofi í Vopnafirði, Þorsteinssonar. Móðir Oddnýjar var Guðlaug Björnsdóttir, systir Stefáns, afa Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu, móður Önnu Borg. Móðir Sigríðar var Kristjana El- ísabet Sigurðardóttir. Fréttir Hin íslenska fálkaorða A þjóöhátíðardaginn, þann 17. júní sl., sæmdi forseti íslands eftir- talda aðila heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu samkvæmt tillögu orðunefndar: Arnbjörn Sigurðsson skipstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir skipstjórnarstörf. Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu hins opinbera. Eggert Ólafsson bónda, Þorvaldseyri, ridd- arakrossi fyrir störf að ræktunar- málum. Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu, Mosfellsbæ, riddara- krossi fyrir tónlist. Gunnar Biering lækni, Reykjavík, riddarakrossi fyr- ir störf að heilbrigðismálum. Hjálm- ar H. Ragnarsson tónskáld, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir tónsmíðar og störf að menningarmálum. Huldu Valtýsdóttur blaðamann, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf að skógræktarmálum. Jón Pál Halldórsson forstjóra, ísafirði, ridd- arakrossi fyrir störf að menningar- og sjávarútvegsmálum. Dr. Jórunni E. EyQörð erfðafræðing, Reykjavík, riddarakrossi fyrir vísindastörf. Kristínu Pálsdóttur fóstru, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir störf að mál- efnum barna. Laufeyju Jakobsdótt- ur húsfreyju; Reykjavík, riddara- krossi fyrir aðhlynningu við ung- linga. Magnús Óskarsson búnaðar- kénnara, Hvanneyri, riddarakrossi fyrir störf að búvísindum. Manfreð Vilhjálmsson arkitekt, Álftanesi, riddarakrossi fyrir húsagerðarlist. Óskar Ágústsson íþróttakennara, riddarakrossi fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum. Dr. Pétur M. Jónasson prófessor, Kaupmanna- höfn, stórriddarakrossi fyrir vís- indastörf. Sigmar Ólaf Maríusson gullsmið, Kópavogi, riddarakrossi fyrir störf að málefnum fatlaðra. Stefán Friðbjarnarson blaðamann, Reykjavik, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum. Steinunni Sigurð- ardóttur rithöfund, Reykjavík, ridd- arakrossi fyrir ritstörf. Sverri Hauk Gunnlaugsson sendiherra, Reykja- vik, stórriddarakrossi fyrir störf í þágu hins opinbera. Þorstein Jóns- son skáld frá Hamri, riddarakrossi fyrir ritstörf. S _ Asthildur Geir- mundsdóttir Ásthildur Geirmundsdóttir, starfsmaður við leikskólann í Ól- afsvík, Brautarholti 2, Ólafsvík, er sextug í dag. Fjölskylda Ásthildur fæddist að Látrum í Að- alvík og ólst þar upp til tíu ára ald- urs en flutti þá með fjölskyldu sinni í Hnífsdal. Áshildur giftist 6.11. 1956 Kristó- fer Edilonssyni, f. 5.5. 1937, starfs- manni við Löndunarþjónustuna í Ólafsvík. Hann er sonur Edilons Kristóferssonar og Lilju Ágústsdótt- ur sem bæði eru látin. Börn Ásthildar og Kristófers eru Sigurður Kristófersson, kvæntur Þuríði Helgadóttur og eiga þau þrjá syni; Ágúst Kristófersson, kvæntur Katrinu Rögnvaldsdóttur og eiga þau tvær dætur; Guðmundur Krist- Til hamingju með afmælið 19. júní 80 ára Ingólfur Árnason, Hrafnistu í Reykjavík. Svanhvít Ólafsdóttir, Miðleiti 7, Reykjavík. Gunnþór Guðmundsson, Spítalastíg 3, Hvammstanga. Hjörtur W. Vilhjálmsson, Hjallavegi 2, Reykjavik. 75 ára Einar Elíasson, Sigtúni 43, Reykjavík. Sigvaldi Búi Bessason, Goðheimum 23, Reykjavík. Anthon Ringelberg, Álfheimum 72, Reykjavík. 70 ára Hallgrímur Sæmundsson, Goðatúni 10, Garðabæ, verður sextugur á morgun. Hann er að heiman. 60 ára Friðrik Eggertsson, Hlíðarvegi 73, Ólafsfirði. Guðný Sigurjónsdóttir, Lönguhlíð 12, Garðabæ. Jón Guðmundsson, Hraunbergi 23, Reykjavík. Sigurður S. Sigurjónsson, Hverfisgötu 61, Reykjavík. 50 ára Sigrún Sveinbjömsdóttir, Hamarsstíg 35, Akureyri. Páll Pálsson kaupmaður, Múlasiðu 32, Akureyri. Eiginkona hans er Svana Aðal- björnsdóttir verslunarmaður. Þau taka á móti gestum í golf- skálanum að Jaðri í kvöld, eftir kl. 20.00. Ottó Eiðsson, Þingaseli 3, Reykjavík. Ragnhildur V. Johnsdóttir, Sæviðarsundi 90, Reykjavík. 40 ára Tryggvi Þórisson, Viðimel 49, Reykjavík. Jakob Marinósson, Garðhúsum 41, Reykjavík. Margrét Ágústsdóttir, Norðurvöllum 22, Keflavík. Anna Guðmunda Stefánsdótt- ir, Álfhólsvegi 36, Kópavogi. Sveinn Stefánsson, Brekkuhvammi 8, Hafharfirði. Margrét Haraldsdóttir, Stígahlíð 48, Reykjavík. Guðjón Hilmarsson, Teigagerði 17, Reykjavík. Auðbjörg Halla Knútsdóttir, Ytrihúsum, Núpi, Mýrahreppi. Sigurrós Nanna Ásgeirsdótt- ir, Öldugranda 5, Reykjavík. Sigurrós Erlingsdóttir, Miðhúsum 11, Reykjavík. ófersson, kvæntur frisi Hrund Bjarnadóttur og eiga þau tvær dæt- ur; Aðalsteinn Kristófersson, kvæntur Unni Emanuelsdóttur og eiga þau einn son. Fósturdóttir Ást- hildar og Kristófers er Aðalheiður Eggertsdóttir. Foreldrar Ásthildar: Geirmundur Júlíusson, smiður i Hnifsdal, og Regína Sigurðardóttir húsmóðir sem lést 1994. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 5505000 ■ \-u.\gk auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.