Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1996 Fréttir i>v Dagur með Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda: Vill gera Island að landi friðarins - og bjóða upp á sérstakar ferðir pílagríma hingað Spennan vegna forsetakosning- anna er nú að komast I hámark og um fátt annað rætt I þjóðfélaginu þessa dagana. Frambjóðendurnir eru nánast á ferð og flugi allan dag- inn og þar er Ástþór Magnússon engin undantekning. DV fylgdist með þessum boðbera friðarins hluta úr degi og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á þeim tíma. Ofnsteikt lambalæri með sveppasósu Rétt fyrir hádegið var Ástþór í viðtali á Aðalstöðinni og þaðan hélt hann í mötuneyti starfsmanna Flug- leiða á Hótel Loftleiðum. Þar var stöðugur straumur fólks að gæða sér á rétti dagsins, sem var ofnsteikt lambalæri með smjörsteiktum kart- öflum, sveppasósu og grænmeti. Að þessu loknu var svo boðið upp á sjávarréttasúpu. Forsetaframbjóð- andinn notaði tækifærið og fékk sér þar hádegismat en fyrst svaraði hann nokkrum spumingum starfs- manna. Karlpeningurinn á staðnum virt- ist fremur hafa áhuga á að forvitn- ast um afstöðu Ástþórs sem kom Astþór setur merki friðarins á Tönju Karenu Salmon en Olöf Guömundsdóttir Salmon fylgist meö. Olöf sagöi margt gott í boöskap Ástþórs en vildi engu svara um hvern frambjóðendanna hún ætlaöi aö kjósa. að með skömmum fyrirvara en um morguninn haföi starfsfólk skrif- stofunnar rætt saman um að fá einn forsetaframbjóðendanna í heim- sókn. Mestur reyndist áhuginn á því að fá Ástþór í þessa heimsókn. Forsetinn fyrir fólkiö Andrúmsloftið á þessum fundi var nokkuð ólíkt því sem var á Hót- el Loftleiðum enda aðstæður nú allt aðrar. í hádeginu sátu tugir manna að snæðingi og fólkið var ýmist að koma eða fara en hér sátu fundar- gestir saman umhverfis eitt borð. Boöið var upp á kaffi, gos og kökur og fékk frambjóðandinn sér bæði kaffi og köku. Starfsfólkinu voru velferðarmálin mjög hugleikin og ekki síst málefni fatlaðra. Ástþór virtist vera fuOur skilnings á málstað þeirra og sagði að forsetinn þyrfti að berjast fyrir því sem fólkið vildi. Hann sagði jafnframt að hann væri sá eini sem ætlað að gera eitthvað - hinir fram- bjóðendurnir töluðu bara undir rós og ætluðu ekki að gera neitt. Haröskeyttur viöskiptamaö- ur Spjall friðarboðans og starfsfólks- ins stóð í um eina klukkustund og var oft hið líflegasta. Fjölmargar spurningar voru lagðar fyrir Ástþór og m.a. var ein á þá leið hvort hann væri atvinnu-góðmenni! Ástþór Astþór svarar spurningum starfsmanna Flugleiöa. Forsetaframbjóöandinn gæöir sér á kjötmeti viö eina af verslunum Nóatúns og viröist líka nokkuö vel. m.a. inn á það að aUir ættu að leggj- ast á eitt um að gera ísland að landi friðarins. Hann gat þess einnig að kjörið væri fyrir t.d. bæði Flugleið- ir og Atlanta að bjóða upp á sérstak- ar friðarferðir pílagríma hingað til lands. Bara fyrir kosningar! Matargestir virtust almennt taka þessari uppákomu vel og ekki var að sjá að nokkur þeirra gengi út við komu Ástþórs. í samtölum við nokkra starfsmenn Flugleiða könn- uðust þeir ekki við að aðrar fram- bjóðendur hefðu komið þangað og kynnt sig og sína stefnu. Einn fundargesta, sem blaðið ræddi við, taldi það vera hið besta mál að fá frambjóðendur í heim- sókn en bætti við að almennt séð þyrftú þessir einstaklingar að sjást oftar. Það væri ekki nóg að koma bara rétt fyrir kosningar bætti hann við og var þar ekki síst með þing- mennina í huga. Mestur áhugi á Ástþóri í för með Ástþóri á Hótel Loftleið- um var Önundur Björnsson, upplýs- ingafuUtrúi hans, en að fundinum þar loknum tók við annar fundur en nú á kosningaskrifstofu framboðs- ins í Reykjavík. Þar var blaðamaður ekki viðstaddur en slóst hins vegar aftur í för meö þessum frambjóð- anda um kaffUeytiö þegar heimsókn á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra i Reykjavík hófst. Þá kom Ástþór án Önundar en naut nú aðstoðar Stef- áns Pálssonar. Til þessa fundar hafði verið boð- svaraði því hins vegar til að honum hefði verið lýst sem harðskeyttum viðskiptamanni. Einn fundargesta ildi vita um bakgrunn frambjóðanlans og svar- aði Ástþór því tU rð hann væri Reykvíkingur sem hei 5i tekið lands- próf og farið síðan í /erslunarskól- ann og þá að læra ijósmyndun og markaðsfræði. Seii.na stofnaði hann m.á. ljósmynda'Vrirtæki, póst- verslun, rak tölvufyr tæki og versl- aði með flugvélar. , Barmmerki í Krinylunni För Ástþórs og blaðamanns lauk svo síðdegis með ferð í Kringluna þar sem frambjóðandinn og Stefán, aðstoðarmaður hans, dreifðu barm- merkjum tU vegfarenda. Viðskipta- vinir verslunarmiðstöðvarinnar tóku honum vel og sögðu margt í hans boðskap vera mjög göfugt. Það væri aftur á móti aUt annað mál hvort þeir myndu kjósa hann í kom- andi forsetakosningum. Fundaö meö starfsfólki Svæöisskrifstofu málefna fatlaöra í Reykjavík. DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.