Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 11 Fréttir Sorpmál á Vesturlandi: • • Oll sveitarfélögin sameinast um Fíflholt DV; Akranesi: Sorpmálin hafa verið í slæmu ástandi viðast á Vesturlandi síðustu ár en nú er væntanleg bót þar á. Verið er að vinna að umhverfismati fyrir jörðina FifLholt í Borgarfirði þar sem áætlað er að sorp verði urð- að fyrir öll sveitarfélög á Vestur- landi. „Umhverfismatið er að mestu leyti tilbúið. Við erum að bíöa eftir Bílvelta í Þórs- mörk Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti þrjá unga menn í Þórs- mörk aðfaranótt mánudags. Þeir höfðu velt bil sínum í beygju, í glannaskap að sögn sjónarvotta, og meiddust allir eitthvað. Tveir pilt- anna voru lagðir inn á Sjúkrahús Reykjavíkur en voru ekki í lífs- hættu, að sögn sérfræðings á slysa- deild sem DV talaði við í gær. -sv síðustu umsögninni. Ég á von á því að það verði tilbúið í næstu viku og að umhverfismatið fari í auglýsingu strax. Okkur hefur fundist þetta timafrekt og erum svolítið svekktir yfir því að það þurfi að líða allt að 10 vikur áður en starfsleyfið verður gefið út. Við leggjum allt kapp á að opna svæðið í haust því allir þessir stað- ir nú eru með bráðabirgðaleyfí til sorpurðunar. Við höfum kynnt sveitarfélögum á Vesturlandi hug- myndir um fyrirtækið sem yrði stofnað til að sjá um þetta og það kemur ýmislegt til greina í félags- forminu. Það er möguleiki að stofna hlutafélag eða Byggðarsamlag sveit- arfélaga," sagði Guðjón Ingvi Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Vesturlandi, í samtali við DV -DÓ TF-LÍF sótti þrjá unga menn í Þórsmörk í fyrrinótt. Tveir voru lagöir inn á Sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi. DV-mynd S ^úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmfanir—tónleikar—sýningar—kynningar og li. og 11. og fl. dfe(§]{j|(i)öá - wifeö yfipöd (n&° 1*8» Ekk ri * skÍDuleaalaáef ..og ýmsir fylgihlutir 8 f—y—7 Tjöld Ekki treysta á veðrið þegar ' skipuleggja á eflirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur oa leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð. stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. sHcðttsD ..meo skátum á hdmavelli rimi 5621390 •«ax552 6377 Tekjur kirkjugarða skertar um 50% á síðustu fjórum árum: Ekki hægt að uppfylla lög- bundin verkefni - segir Benedikt Ólafsson stjórnarmaður „Það er búið að skerða tekjur kirkjugarðanna um 50% á undan- fömum flómm áram. Menn hafa lagt sitt af mörkum til að hafa garð- ana sem snyrtilegasta og best hirta enda er það í lögum um kirkjugarða En ef þessi skerðing er til frambúð- ar og garðamir fá ekkert í staðinn er ljóst að þeir geta ekki haldið uppi sömu þjónustu og rækt hlutverk sitt með sama hætti og þeir hafa gert hingað til og geta því ekki uppfyllt lögbundin verkefni sín,“ sagði Bene- dikt Ólafsson, stjórnarmaður í Kirkjugarðasambandi íslands, í samtali við DV i gær. Sambandið hélt aðalfund sinn á Egilsstöðum á dögunum og var meg- inmarkmið hans að ræða þá veru- legu fjárhagserfiðleika sem kirkju- garðar hafa átt í vegna tekjuskerð- ingar undanfarinna ára. Á fundin- um var samþykkt samhljóða álykt- un um að beita þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra að leiðrétta þessa tekjuskerðingu. Benedikt segir að kirkjugarðar séu sjálfseignarstofnanir í umsjón safnaða undir yfirstjórn prófasta og biskups og starfa samkvæmt sér- stökum lögum. Að sögn Benedikts er kirkjugörðum ákvarðaðar tekjur samkvæmt sömu lögum. Síðan 1992 hafi hlutdeild kirkjugarða verið skert jafnt og þétt og því blasi þetta ástand nú við. -RR Póstur og sími: CANTAT 3 aftur í notkun í fréttatilkynningu frá Pósti og síma segir að sæsímastrengurinn CANTAT 3 hafi aftur verið tekinn í notkun eftir bilun sem varð síðast- liðinn mánudag. í ljós hefúr komið að gera þarf við einangrun á strengnum þar sem hann liggur á 4 km dýpi suður af Grænlandi. Fram aö því verður strengurinn notaður en ekki þau gervitunglasambönd sem komið var á þegar bilunarinn- ar varð fyrst vart. CANTAT 3 liggur frá Kanada til meginlands Evrópu en ísland teng- ist strengnum með grein sem kemur að landi í Vestmannaeyjum. Með símastrengnum opnaðist ný full- komin fjarskiptaleið milli íslands og annarra landa með meiri flutnings- getu og gæðum en áður þekktist. Verði bilanir á strengnum verður skipt yfir á gervihnattasamband og gerðar ráðstafanir til þess að slík skipting taki ekki lengri tíma en um eina klukkustvmd. NYR BLACK LINE MYNDLAMPI 28" PHOENIX 8A70 NICAM STEREO... stgr. Einnig: 29" Nicam stereo m. ísl. textavarpi kr. 79.900 Ármúla 38 (Selmúlamegin), 108 Reykjavík Sími 553 1133 • Fax 588 4099 Þ(Bíta felldcpí on ásamt 5 þriggja tíma myndbandsspólum á EM-tilboði I EngjajwL • íslenskt textavarp • Super VHS inngangur • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Allar aðgerðir á skjá • 3 ára ábyrgð á myndl. • Heyrnartólatengi • Tímarofi 15-120 mín. • 2 Scart-tengi • Tengi fyrír aukahát. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.