Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 13 Fræðslustarf og tóbaksforvarnir „Sem betur fer er mörgum umhugaö um að sporna við því að börn og ung- lingar byrji að reykja og mikið hefur áunnist," segir Hrund m.a. í greininni. Á sl. skólaári heimsóttu fræðslu- fulltrúar Krabba- meinsfélagsins tæplega 18.000 nemendur á aldr- inum 11-16 ára í grunnskólum landsins, um er að ræða 84% allra nemenda á landinu í þessum aldurs- hópi. Áherslur fræðslustarfsins eru á fyrsta stigs forvömum sem miða að þvi að fá sem flesta til þess að byrja aldrei að nota tóbak. Þær fel- ast í fræðslu um af- leiðingar tóbaks- neyslu bæði líkam- legar, andlegar og félagslegar og hverjir hafi áhrif á tóbaksneysluna. Þar með er fjallað um tóbaksframleiðendur og mark- aðssetningu þeirra. Með beinum og ekki síst óbeinum auglýsingum hafa þeir gífurleg áhrif á viðhorfa- myndun almennings. Þegar nem- endur eru spurðir um óbeinar aug- lýsingar minnast þeir flestir á bíó- myndir. Þúsundir tóbaksauglýsinga á ári í bíó? Sé haldið áfram að spyrja um fjölda bíómynda sem þau horfi á árlega kemur svarið ekki hiklaust. Eftir umhugsunarfrest heyrist oft að lágmarkið sé ein á dag. Ekki eru fyrirliggj- andi neinar tölur um þetta en ef við hugleið- um hversu oft sé reykt í hverri mynd, hvað eru þá margar óbeinar tó- baksauglýsingar að með- altali í hverri kvik- mynd? Getur það verið að börn sjái þúsundir óbeinna tóbaksauglýs- inga á ári hverju í bíó- myndum? Fróðlegt væri að kanna það og bera saman milli ára en vitað er að þessi markaðssetn- ing hefur verið i stöðugri sókn. Reykingar í bíó- myndum aukast Ekki hefur dregið úr reykingum í bandarískum bió- myndum þó að reykingamönnum hafi mikið fækkað í Bandaríkjun- um eða um nærri tuttugu af hundraði síðastliðna tvo áratugi. Reykingar hafa þvert á móti auk- ist í kvikmyndum og tvöfaldast hjá ungu fólki á hvíta tjaldinu. 57% vel stæðra Bandaríkja- manna reykja á tjaldinu þó ein- ungis 19% þeirra reyki í raunveru- leikanum. Fram- leiðendur kvik- mynda fá mikið fé fyrir að gera reykingar eftir- sóknarverðar með því að láta aðal- leikarana og stundum bara alla reykja í tíma og ótíma. Og hverjir eru það sem horfa mest á bíó- myndir? Margt hefur áhrif á hvort ung- lingur byrjar að reykja: Kann hann að segja nei? Hefur hann tekið ákvörðun um að reykja ekki? Er reykt i vinahópnum eða eru vinim- ir hliðhollir reykingum? Hefur unglingnum verið boðið tóbak og er auðvelt að nálgast það? Hver eru viðhorf og vitneskja unglingsins um reykingar? Hvernig eru tengsl unglingsins við vini og skóla? Reykja foreldrar eða nánustu fjöl- skyldumeðlimir? Þetta sem er hér að framan er talið hafa mesta for- spárgildi um hvort unglingur byrj- ar að reykja (erlendar rannsóknir) og það geíúr augaleið að markaðs- setning tóbaksframleiðenda hefur gífurleg áhrif á þessa þætti. Forvarnir hafa dregið úr reykingum Sem betur fer er mörgum um- hugað um að sporna við því að börn og unglingar byrji að reykja og mikið hefur áunnist. Róttæk breyting hefur oröið á hlutfalli reykingamanna siðastliðin tutt- ugu ár til hins betra. Árið 1974 reykti því næst íjórði hver ung- lingur á aldrinum 12-16 ára dag- lega. Árið 1994 reykti einn af hverjum tólf í sama aldurshópi. Ástandið var enn betra 1990 þegar hlutfallið var enn lægra eða einn af hverjum sextán og áríðandi er að fá skýringu á þessari aukningu. Margt má nefna fyrir utan aukna markaðssetningu, s.s. aukna áfengis- og snuffneyslu (finkornótt nef- og munntóbak sem bannað verður að flytja inn fljótlega) þó erfitt sé að sanna orsakasamband með óyggjandi hætti. Krabbameinsfélagið hefur starf- að skipulega að tóbaksforvörnum með börnum og unglingum síðast- liðin tuttugu ár. Tilverunámsefnið sem víða er kennt til að auka lífs- leikni grunnskólanemenda fjallar einnig um tóbaksvarnir. En betur má ef duga skal og efla þarf þá starfsemi sem fyrir er og auka hana. En ekki síst þurfa sem flest- ir að hafa áhuga á tóbaksvörnum og rækta sinn garð því að nóg er um öfl sem gæta hagsmuna tó- baksframleiðenda. Hrund Sigurbjörnsdóttir Kjallarinn Hrund Sigurbjörnsdóttir fulltr. hjá Krabbameins- félaginu Framleiöendur kvikmynda fá mikið fé fyrir aö gera reykingar eftirsóknarverö- ar með því að láta aðalleikarana og stundum bara alla reykja í tíma og ótíma. Og hverjir eru það sem horfa mest á bíómyndir?" Háskóli þjóðarinnar - en Hollvinasamtök hverra? Þessa dagana er verið að gera stórátak til að afla Háskóla íslands hollvina. Spurningarnar vakna víða; hvað eru hollvinir og hvað eiga hollvinir að gera? Þessu er auðsvarað. Að sjálfsögðu erum við öll hollvinir Háskóla íslands í lífi okkar og starfi. Háskólastarfsemi er í meginatr- iðum tvíþætt; fræðsla og rann- sóknir. Hvort tveggja skilar sér út í þjóðfélagið, beint og óbeint. Við sem byggjum þetta land erum því öll neytendur afurða Háskólans og hlýtur að vera annt um gæði þeirra. Nú gefst okkur gullið tæki- færi til að staðfesta og rækta um- hyggju okkar fyrir Háskóla ís- lands með því að ganga í Hollvina- samtökin. Þannig fáum við aukna vitneskju um það sem fram fer innan dyra í húsunum á Melun- um, í Vatnsmýrinni, á Landspít- alalóðinni, Keldum og öllum hin- um stöðunum sem Háskólinn byggir. Við fáum ekki síður gullið tækifæri til þess að beita áhrifum okkar og koma hugmyndum á framfæri. Hverjir geta gerst hollvinir? Eins og ég sagði erum við auð- vitað öll að meira eða minna leyti hollvinir Háskólans - við þurfum bara að staðfesta það með inn- göngu í samtökin - sem eru öllum opin. íslendingar hafa borið gæfu til þess að stofna ekki til háskóla- kennslu í öðrum greinum en þeim sem hægt er að sinna vel, þannig að nemendur séu í stakk búnir til að takast á við launastörf eða t.d. framhalds- nám við erlenda háskóla. Sakir þessa eigum við fjöldann allan af háskólamennt- uðu fólki, sem er brautskráð frá erlendum skólum, en skilar starfi sínu hér. Þetta fólk vill og þarf að fylgjast með i sínum greinum, miðla þekkingu sinni og reynslu og sýna Háskóla íslands hollustu. Hvað er þvi eðlilegra en að þetta fólk geti gerst virkir holl- vinir Háskóla íslands? Hollvinasamtökin, og ekki síst hollvinafélög deilda, eru vettvang- ur þar sem mætist fagfólk innan og utan skólans, stúdentar og áhugafólk. Grundvöllurinn er op- inn, straumarnir liggja frá Háskól- anum út í þjóðlifið og frá þjóðlíf- inu inn í skólann. Verkþekking mætir kenningum, eldri kynslóðir yngri - frjókornum er sáð innan vallar og utan. Sem foreldri þekki ég þörfina fyrir að geta hugsað til barn- anna minna í „réttu“ umhverfi. Hér hafa Hollvinasamtökin og hollvinafélögin enn einu hlutverki að gegna. Foreldrar geta fylgst sjálfstætt með því sem er að gerast í háskóladeildum af- komendanna, látið gott af sér leiða og veitt aðhald. Tengsl við gamla skólann Ekki má gleyma þeim stóra hópi fólks sem útskrifast hefur frá Háskóla íslands og vill halda tengslum við sinn gamla skóla, að ekki sé minnst á gamla félaga. Fyrrverandi nemendur Háskólans hafa að sjálfsögðu sömu hagsmuna að gæta og aðrir íslendingar, há- skólamenn, verkmenn og foreldr- ar. Þeir hafa hins vegar að auki tilfinningatengslin og tækifærin til þess að halda upp á útskrift- arafmæli og styðja við bakið á sinni gömlu deild. Við íslendingar höfum lengi stært okkur af al- mennri reynslu og þekkingu á at- vinnulífinu, sem fyrst og fremst á rætur í atvinnuþátt- töku skólafólks. Ekki er einsýnt að vinnu barna og ungmenna verði sama veg farið framvegis og hingað til. Við getum þvi þurft að leita að nýj- um stöðum fyrir stefnumót atvinnulífs, fræðslu og vísinda. Þar eru Hollvinasam- tökinn álitlegur kost- ur. Lokaorð Það þarf enginn að ganga að því gruflandi að Háskóli íslands býr á margán hátt við þröngan kost. Sú þekking sem þar er varðveitt og framleidd er forsenda velfarnaðar þjóðarinnar og verður því að hafa örugga tilvist - sem er á ábyrgð okkar allra. Því hvet ég þjóðina til að nýta sér þann mótsstað sem Hollvinasamtök Háskóla íslands eru - til að fylgjast með, gagnrýna, styrkja og njóta ávaxtanna. Sigríður Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hollvinasamtaka Háskóla Islands Sigríður Stefánsdóttir „Því hvet ég þjóðina til að nýta sér þann mótsstað sem Hollvinasamtök Háskóla íslands eru - til að fylgjast með, gagnrýna, styrkja og njóta ávaxtanna.“ Kjallarinn Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Hollvinasamtaka HÍ Með og á móti Rafbúnaður á knattspyrnu- mörk. Ingi Sigurösson knattspy mu maöu r. Af hinu góða „Mér finnst að menn eigi að lita á mögu- leikana þess að setja slíkan búnað í mörk- in sem sker úr um vafaatriði. Nú eru menn farnir að úr- skurða um refsingar þegar dómarinn sér ekki eitthvað í leiknum en atvikið sést á mynd- bandsupptökum eins og gert var í máli Slobodan Milisic hjá Leiftri sem dæmdur var í þriggja leikja. Ef menn ætla að taka einn þátt út, þ.e.a.s. með refsingar leikmanna, þá verða menn að fara að líta á málið í víðara sam- hengi og reyna þá að bæta þetta á fleiri sviðum. Þessi mál geta verið mjög erfið fyrir lið sem lenda í þessu eins og sást í leik Leiftursmanna gegn ÍBV og það sama er að segja um mark Rúm- ena. Menn ættu að koma upp ein- hverjum búnaði sem dómarinn gæti litið til strax um leið og vafaatriðið á sér stað. Menn eru að gjalda fyrir að skora glæsileg mörk. Úrskurðarvaldið ætti að vera enn þá hjá dómaranum og á ekki að taka það af honum en yrði ekki þægilegt fyrir hann að geta dregið úr sínum mannlegu mistökum? Ég sé ekkert óeðlilegt við það ef hann gæti notast við aðstoð af slíkum búnaði og ætti að koma þessu upp þá i öllum deildum og yrði það af hinu góða.“ Engin leiö aö sanna „Ég er búinn að skoða þetta mark sem Rúmenarnir skoruðu í leiknum gegn Búlgaríu og staðsetningin á línuverðinum er hárrétt í öllu leyti. Horn- spyrna er tekin og hann fylgir öftustu vörninni og þegar skotið kemur er útilok- að fyrir hann að vera kominn á endalinuna sem er eini staður- inn þar sem var hægt að sjá bolt- ann lenda fyrir innan línuna. Það er ekki hægt að áfellast hann að neinu leyti né dómarann i þessu erfiða máli. Ég sé ekki hvernig hægt er að leysa þetta mál og hvaö varðar þessa nema sem Rúmenar vilja setja í mark- ið, líkt og í íshokkí, þá er ég á móti svoleiðis hlutum. Ég á ógur- lega bágt með að trúa því að þessi vélvæðing eigi eftir að verða knattspyrnunni til fram- dráttar í framtíðinni. Ergelsi Rúmena er að sjálfsögðu skiljan- legt en var ekki glæsilegt mark líka dæmt af Hristo Stoichkov í leik Búlgara og Spánverja þegar það sást greinilega að hann var ekki rangstæður? Svona er fót- boltinn, stundum færðu eitthvað sem þú átt skilið og stundum ekki. Þegar upp er staðið held ég að menn standi á sléttu og hvað varðar mark Englendinga í HM 1966 þegar svipað atvik átti sér stað í úrslitaleik Þjóðverja og Englendinga þegar Geoff Hurst skaut boltanum í slána og hann datt síðan niður og dómarinn og línuvörðurinn í þeim leik dæmdu það sem mark en það er engin leið aö afsanna það né sanna.“ -JGG Gylfi Orrason knattspyrnudom- ari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.