Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 Fréttir dv Dagvinna, yfirvinna og afköstin: Menn láta ekki vinna yfirvinnu að þarflausu - segir Hannes G. Sigurösson, hagfræöingur VSÍ í hátíðarræðu sinni 17. júní sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að það hefði komið í ljós þegar yfir- vinnubann var sett á árið 1978 að af- köst hefðu sáralítiö minnkað. Með þessu er forsætisráðherra að segja að hægt sé að ná sömu afköstum og sömu launum þótt vinnutíminn sé styttur. DV leitaði eftir því hvort ein- hverjar rannsóknir hefðu farið fram sem sönnuðu þessa fullyrðingu. „Ég held að fuliyrðingar um stór- aukin afköst á dagvinnustund í yfir- vinnubanninu 1978 séu byggðar á afar litlum eða engum rannsóknum og hæpnum forsendum. Það hefur einhver byrjað að segja þetta og svo hver étiö upp eftir öðrum án þess að neinar rannsóknir eða kannanir hafi verið gerðar um það hvort af- köst í dagvinnu aukist svo við af- nám aukavinnu að engu muni um aukavinnuna. Ég fullyrði að vinnu- veitendur leita hagkvæmustu lausn- ar hverju sinni. Ef það nást sömu af- köst á 8 tímum og 10 tímum myndu menn auðvitað láta vinna 8 tíma en væru ekki að bæta við 2 tímum í aukavinnu að óþarfu," sagði Hann- es G. Siguröursson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands. „Ég veit ekki til þess að nein könnun hafi farið fram um hvort og þá hve mikið afköst aukast í dag- vinnu við það að afnema auka- vinnu. Það eina sem gæti dregið úr viö mikla aukavinnu er bónusinn eða sem menn kalla fljótandi hluta kaupsins. Færiböndin í frystihúsun- um ganga alveg jafn hratt í dag- vinnu og aukavinnu," sagði Snær Karlsson hjá Verkamannasamband- inu. „Mér er ekki kunnugt um að mælingar á þessu séu til. Hins veg- ar höfum við í fiskvinnslu reynslu fyrir því að þegar fólk var í bónus frá morgni og langt fram á kvöld duttu afköst niður þegar leiö á dag- inn og á kvöldin. Þess vegna hefur það verið aflagt að vinna svona lengi eins og gert var hér áður fyrr. Það hefur gerst á síðustu árum að hlutur hálfs dags fólks í fiskvinnsl- unni hefur farið vaxandi. Þá kemur í ljós að afköst manneskju sem vinn- ur 4 tíma eru meiri en þess er vinn- ur 8 tíma. Sú manneskja sem vinn- ur 8 tímana nær ekki að tvöfalda af- köst þeirrar sem vinnur 4 tima,“ sagði Amar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva, um þetta mál. -S.dór Ördeyða í Smugunni: Fá 200 kíló í sex tíma hali „Þetta er alger ördeyða og eng- ar líkur á að það breytist fyrr en ísinn fer af miðunum og sjór hlýnar," segir Tor Fuglevik, hjá norsku strandgæslunni. Nýjustu fréttir af Smuguveið- um eru þær að það eru nú þrír togarar við veiðar. Þeir fá um 200 kiló af Gatfiski í sex tíma hali. Togaramir hafa verið á miðunum frá því í apríl og enn ekki fengið fuUfermi. Strandgæslumenn bíða eftir að fyrstu íslensku togararnir komi. Eftirlit Norðmanna verður með sama hætti og síðustu ár og sagði Fuglevik að ekki yrði farið að óskum norskra útgerðar- manna um meiri aðgangshörku við erlenda togara. -GK Spennandi leikur: Hver verður Evrópumeist- ari DV? - glæsilegir vinningar í boöi Læstust inni á veitingahúsi Gestir lokuðust inni á veit- ingahúsinu Hvítakoti við Lækj- argötu aðfaranótt sunnudags. Eftir að hafa dúsað inni í læstu húsinu á annan klukkutíma sá fólkið sér ekki aðra leið færa en að brjóta glugga til þess að láta vita af sér. Engum sögum fer af því hvað fólkið var að gera þeg- ar húsinu var lokað og aðrir komu sér heim í háttinn. -sv Skaut sig í höndina Vinnumaður á bæ undir Eyja- fjöllum skaut sig í höndina með riffli á laugardagsmorgun. Sá haíði fengið félaga sinn í heim- sókn og saman höfðu þeir stytt sér stundir við drykkju. Þegar eldvatnið var byrjað að verka fann vinnumaðurinn rifFil sem bóndi hafði falið og skot fann hann líka. Honum tókst síðan að hlaða gripinn og hleypa af með fyrrgreindum afleiðingum. Mað- urinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík. -sv Leitin að Evrópumeistara DV er hafln. Um er að ræða léttan leik sem DV býöur öllum lesendum sín- um að taka þátt í á meðan Evrópu- keppnin í knattspyrnu stendur yfir. Spurt verður tveggja spurninga: Hver verða þrjú efstu liðin og hver verður markakóngur keppninnar? Allt sem lesendur þurfa að gera er að fylla út svarseðil sem birtist dag- lega í DV. Skilafrestur er til fostu- dagsins 28. júní. Hver þátttakandi getur sent inn eins marga seðla og hann vill. Daglega veröa dregnir út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Til dæmis eru í boði 10 miðar á tónleikana með Björk þann 21. júní auk geisladiska, bíómiða og fleiri vinninga. í lokin verður dregið úr réttum innsendum seðlum og Evrópumeist- ari DV hlýtur Sony myndbandsupp- tökuvél að verðmæti 59.900 frá Jap- is. Dagfari Ef aðeins við hefðum forseta eins og Jeltsín. Þá væri ekki frétta- leysi, gúrka eða deyfð. Hér er allt i helgislepju og vandræðum þegar kemur að fréttaflutningi um for- seta landsins, forsætisráðherra eða aðra flokksbrodda. Þeir passa sig svo vel að til vandræða er. Jeltsín leyfir sér að súpa sitt vodka, dansa og dufla. Hann tekur sig til og stjómar hljómsveitum í utanlands- ferðum, mildur svo ekki sé meira sagt, og klípur konur. Ekkert svona leyfa menn sér í stjómkerfmu hér. Það er varla að menn hafi fengið sér staup frá því að Davíð drakk Bermúdaskálina foröum daga. Það má heita að síð- an sé Davíð heilagur maður. Þó vita menn af gamalli reynslu að spaugnáttúran í honum liggur grunnt. Þá er ekki að spauga með það að Vigdís hefur að kalla verið tekin í helgra manna tölu. Á árum áður var reynt að grína svolítið í kringum Vigdísi og embættiö. Það fór illa í þjóðarsálina. Eitthvað verður aö vera heilagt, sögðu menn og jesúsuðu sig. En ástandið er ekki svona á þeim stóra bæ, Rússíá. Jeltsín er langt frá því að vera heilagur. Hann veit það og allir í kringum hann vita það. Hann spilar því frítt og lætur eins og unglingur þótt hann sé nýstiginn upp úr tveimur hjartaáfollum. Þá er ekki að sjá á honum timburmenn. Jeltsín stríðir við kommana og þá skal leggja með öllum ráðum. Forsetinn hefur ráð undir rifi hverju og fer ekki hefð- bundnar leiðir í stjómarathöfnum sínum. Hann man þaö til dæmis að Kastró frestaði jólunum til þess að ná sykuruppskerunni. Fyrst fresta má jólum á Kúbu má líka flýta kosningum í Rússlandi. Og þótt lögbundið sé að kjósa á sunnudög- um þar I landi þá skiptir það Jeltsín forseta engu. Hann breytir bara lögunum upp á sitt eindæmi og lætur kjósa á miðvikudegi. Og hví 6kyldi hann ekki gera það? Hann hefur nefnilega komist að því að borgarbúar meðal kjós- enda hans drífa sig gjarnan upp í sveit um helgar. Það er auðvitað óþolandi að vita af atkvæöunum sínum, áhyggjulausum í sumarbú- stöðum, jafnvel að sötra bjór og vodka og grilla sér pylsu, en nenna ekki á kjörstaö. Jeltsín ætlar sér því að gefa kommunum langt nef og láta sína menn kjósa áður en þeir fara í sveitasæluna. Þá er annað til eftirbreytni fyrir hérlenda tækifærissinna. Nú þarf Jeltsín á hjálp annarra frambjóð- enda að halda fyrir síðari umferð forsetakosninganna. Hann getur nefnilega ekki einn lamið á komm- unum. Hann bregst ekki vænting- um í þeim efnum og hefur þegar skipað andstæðing sinn frá fyrri umferð kosninganna, þann er varð í þriðja sæti, í valdamikið embætti og um leið rekið ráðherra sem var þar fyrir og þótti leiðinlegur. Með þessu ætlar Jeltsín að auka vin- sældir sínar og ætti að takast það. Um leið lýsti hann því yfir að hann hefði innlimað stefnuskrá mót- frambjóðandans í sína og væri sá gjörningur til mikilla bóta. Þetta væri gaman að sjá hér á landi. Engin vandamál með stefnu eða hugsjónir. Bara kippa andstæð- ingnum um borö, lofa honum góðu djobbi og nýta stefnuna ef hún er einhver. Besta trikkið hjá Jeltsín var auðvitað að láta kjósa á mið- vikudegi og gera þann dag að al- mennum frídegi. Hver er ekki til í frídag þótt það kosti skreppitúr á kjörstað? En þetta er borin von. íslenskir pólitíkusar láta það yfir sig ganga að halda sig við fyrirfram ákveð- inn kjördag og fara varlega í það í seinni tíö að útvega pólitískum andstæðingum störf. Því miður er þess ekki að vænta að helstu póli- tíkusar eða forsetaframbjóðendur sprelli, klípi konur eða karla, detti í það og stjórni hljómsveitum. Þetta er óþægilega dauft hjá okkur og dauðhreinsað. Það mætti hugsa sér að Davíð kippti Möggu Frí- manns í þolanlegt framíðarstarf og tryggði þar með stuðning sinna helstu fjenda. Þá gæti Pétur Haf- stein boðið Ólafi Ragnari að eyða ellinni sem hæstaréttarritari gegn því einu að draga sig í hlé fyrir kjördag, svo handahófsdæmi sé tekið af forsetaframbjóðendum okkar. Jeltsín hefði ekki hikað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.