Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 Fréttir Starfsmenn hjá Vestfirskum skelfiski á Flateyri hafa veikst á undanförnum mánuðum: A annan tug með asmakost og hósta vegna eiturgufu - engar úrbætur þrátt fyrir athugasemdir heilsugæslulæknis sem segir ástandið mjög slæmt „Það eru eiturgufur sem berast úr sjóðaranum út um salinn. Við erum búin að klaga þetta til yfirmanna en það er ekkert gert í málinu. Þeim virðist vera nákvæmlega sama um okkur. Það eru flestir starfsmenn sem hafa fengið þennan óþverra og nokkrir hafa veikst illa og þjást af asma,“ sagði starfsmaöur hjá fyrir- tækinu Vestfirskum skelfiski á Flat- eyri. Þar hefur myndast slæmt ástand því margir starfsmenn fyrir- tækisins hafa veikst í öndunarfær- um og þjást af slæmum hósta og nokkrir hafa fengið slæm asmaköst. Orsök þessara veikinda segja starfs- menn vera tæki í vélarsal fyrirtæk- isins sem kallað er sjóðari. Það sér um að sjóða skeljamar en myndar gufur sem valda áðurnefndum veik- indum. Heilsugæslulæknirinn á Flateyri staðfesti þetta við DV. „Ég kom fyrir tæplega þremur mánuðum og varð var viö að marg- ir starfsmenn voru með slæman hósta. Ég hef farið þrisvar sinnum til læknis á þessum tíma en veikin hefur ágerst. Ég er nú á mjög sterk- um asmalyfjum og tek þau svo ég geti hreinlega sofnað. Starfsmenn eru margir hræddir við að taka sér frí því yfirmenn eru mjög fúlir ef minnst er á veikindin eða veikinda- frí. Mér var persónulega hótað brottrekstri i einu veikindafríinu þó ég væri með læknisvottorð. Ég hef reynt að þrauka þetta en nú er ég staðráðinn í að fara burt og aftur í bæinn. Það fara fjórir starfs- menn með mér sem einnig hafa veikst. Ég veit um alla vega 20 starfsmenn sem hafa kvartað undan slæmri líðan en súmir hafa ekki far- ið til læknis því það er dýrt og einnig þau lyf sem við þurfum að kaupa. Margir þeirra hafa flúið héð- an út af þessu og ég veit um einn sem flúði í vor og var þá ælandi blóði. Þeir sem stjóma hér hafa sagst ætla að gera við sjóðarann sem veldur þessum gufum en það eina sem þeir hafa gert er að láta okkur hafa grímur sem virka ekki gegn þessum eiturgufum," sagði starfsmaðurinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Mjög slæmt ástand „Ég get staðfest það að margir starfsmenn frá Vestfirskum skel- fiski hafa kvartað undan ertandi áhrifum í hálsi og öndunarfærum. Orsökina má rekja til sjóðarans í vinnusal fyrirtækisins. Sjóðarinn myndar gufur sem em slæmar fyrir öndunarfæri. Það hefur eitthvað á annan tug starfsmanna komið til mín út af þessu. Sumir hafa fengið asmaköst en tilfellin eru á mismun- andi stigum. Þetta virðist hafa byrj- að í mars þegar slæm inflúensa geisaði hér en hún gerir það að verkum að fólk er viðkvæmara fyr- ir. Þetta er mjög óþægilegt en ekki hættulegt til langframa því þetta eru skammtímavandamál. Engu að síður er þetta mjög slæmt ástand. Ég hef bent yfirmönnum á þetta og þeir ætluðu að vera búnir að gera við tækið fyrir 14. maí. Mér skilst að það eigi að gera við tækið á næst- unni og loka fyrir að gufumar ber- ist út í loftið,“ sagði Páll Þorsteins- son, heilsugæslulæknir á Flateyri, við DV vegna málsins. Á erfitt með að ná andanum Ég hef verið að þrífa hjá Vest- firskum skelfiski í um mánuð og þá er ég á kvöldin eftir að slökkt er á þessu tæki. Engu að síður hef ég veikst af þessum eiturgufum sem eru í loftinu. Ég fæ mjög oft slæman hósta, sérstaklega þegar ég er inni að vinna, og á stundum erfitt með að ná andanum. Ég hef ekki farið til læknis en ætla að fara héðan áður en ég verð meira veikur. Ég veit af mörgum sem hafa flúið af því þeir em hræddir um að veikjast," sagði Pálmi Þór Jónsson, starfsmaður hjá fyrirtækinu. DV talaði við fjóra aðra einstakl- inga sem unnið hafa hjá Vestfirsk- um skelfiski í vor og sumar og höfðu þeir allir orðið veikir, sumir lítillega en aðrir illa. Sögðust allir starfsmennirnir hafa borgað læknis- kostnaðinn sjálfir. -RR Verksmiðja Vestfirsks skelfisks á Flateyri þar sem á annan tug starfsmanna hefur veikst vegna eiturgufu frá sjóðara í vinnslusal. DV-mynd Hörður Aðeins tveir hætt vegna heilsubrests - segir framkvæmdastjórinn Deilan í Efstaleiti 10 til 14: Bent gefst upp á sam- býlinu og fer úr landi „Ég viðurkenni að það hafa kom- ið upp nokkur tilfelli hér hjá starfs- mönnum fyrirtækisins en ég hef ekki nákvæma tölu um hve það eru margir. Eftir að við opnuðum hér bar ekkert á svona veikindum fyrr en í mars. Heilsugæslulæknir taldi það í beinum tengslum við flensu- faraldur sem hér geisaði. Síðan bar ekki á neinu þar til fyrir nokkrum vikum að þetta tók sig aftur upp og nokkrir hafa veikst síðan. Stór hluti starfsmanna hér hefur ekki veikst þannig að við höfum ekki verið vissir hvort veikindin væru beinlín- is út af sjóðaranum og þeirri gufu sem hann myndar. Það er ástæðan fyrir því að við vorum ekki búnir að gera neitt róttækt í málunum en ætlunin er nú að ganga frá þessu á næstu dögum og gera við tækið. Við höfum fengið menn frá Vinnueftir- litinu hingað og erum sammála um að það þurfi að byggja einangrun í kringum tækið þannig að gufan ber- ist ekki út í loftið. Það er stefnt að því nú í vikunni," sagði Guðlaugur Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Vestfirskum skelfiski, við DV vegna málsins. „Það er ekki rétt að þau borgi lækniskostnað því þaö gerum við eins og stendur í samningum. Þá er ekki rétt að við höfum hótað mönn- um vegna veikindafría. Hins vegar geröist það í eitt skipti að starfs- maöur var í veikindafríi en sást úti á sama tíma og okkur fannst það ekki sniðugt fyrst við vorum að borga honum fullan veikindafrídag svo ég áminnti hann en ekkert meira. Ég veit ekki hvað liggur að baki svona ummælum en þetta er ekki sannleikur. Ég tel aö við höf- um gert vel við það fólk sem hefur veikst eða óskaö eftir veikindafríum og því er ég mjög sár yfir þessum ummælum. Það þarf hins vegar að sjálfsögðu að skila inn veikindavott- orði eins og annars staðar í fyrir- tækjum. Að því er ég best veit hafa aðeins tveir starfsmenn hætt und- anfarið vegna heilsubrests. Þeir sögðu mér frá því og það var ekkert mál af hálfu fyrirtækisins," sagði Guðlaugur. -RR „Ég er búinn að kaupa mér hús í Orlando í Flórída svo að ég ætla að hafa langt bil á milli mín og þessara manna,“ sagði Bent Scheving Thor- steinsson sem vann í vikunni mál fyrir héraðsdómi gegn húsfélagi hússins sem hann býr í. „ Ef allt fer sem áður á ég von á því að þessu verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Ég er búinn að gefast upp á þessu sambýli. Þetta er eilíft þvarg. Úrskurðurinn sem féll í héraðsdómi er raunverulega sá sami og kveðinn var upp 1995 af umhverfisráðherra." Bent segist sjá fram á að það verði ekki framar friðvænlegt í húsinu. „Ég og konan mín sjáum ekkert sem hægt er að gera við þessu. Við erum búin að fá úrskurð á úrskurð ofan, ekki einu sinni, tvisvar eða þrisvar heldur fjórum sinnum. Hvað sem við gerum gagnar það ekkert. Það er alltaf fundið upp á því að krefjast endurupptöku, end- urskoðunar, áfrýjunar og svo fram- vegis. Þó vil ég taka það fram og undirstrika að hér eiga ekki allir jafnan hlut. Hér í húsinu er mikið af yndislegu fólki.“ Erum óvelkomin hér „Því miður eru hér 6 til 7 aðilar sem tröllríða húsinu, ráða öllu og hafa gert það frá þvi að þeir fluttu hér inn. Svo er framkoman í okkar garð ákaflega tuddaleg. Við erum ekki velkomin hjá þessu liði sem ræður húsum. „Þó að búið sé að rífa niður vegginn er það ekki nóg. Þeir þráast enn þá við að endurreisa þá veggi sem aðskildu gang og setu- stofu. í rauninni á enginn leið þama um nema fjölskylda mín og þeir sem heimsækja mig því að það á enginn annar íbúð með þessu að- gengi. “ Vitað er um fleiri dæmi þess að fleira fólk í húsinu telur rétt sinn stórlega skertan þannig að ósættið snertir ekki Bent einan. -SF Stuttar fréttir Ákvarðanir á næstunni Líklegt er að ákvarðanir um tvö álver og stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar verði teknar næstu mánuði. Stöð 2 sagði frá. Mótmæla blokkum 550 Reykvikingar mótmæla breytingum á skipulagi á Laug- amesi. Blokkir eru fyrirhugaðar þar, að sögn Útvai-ps. Kvika skýrir jarð* skjálfta Kvika hefur streymt inn í kvikuhólf milli NesjavaUa og Hveragerðis og hefur land risið. Þetta skýrir tiða jarðskjálfta, skv. Útvarpi. DNA sannaði ekki sekt DNA-rannsókn sýndi ekki fram á sekt útlendings, sem kærður var fyrir kynferðislega misbeitingu fyrir vestan í vor. RÚV greindi frá. -GHS Bent við barinn fræga. Hann segist vera búinn að gefast upp á sambýlinu, þar sem deilur hafa staðið um árabil, og ætlar að flytja til Flórída þar sem hann hefur fest kaup á húsi. í baksýn sést inngangurinn í íbúðina hans DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.