Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 9 Ö > > I ) I Utlönd Díana fær loks tilboö frá Karli Díana prinsessa skoðar nú tilboð Karls prins um skilnaðarsáttmála sem henni var gert í gærkvöld. „Við gerum nú ráð fyrir skjótum enda á hjónabandinu," sagði heimildar- maður í nánum tengslum við prinsessuna við breska blaðið Daily Express. Lögmenn Karls afhentu lögmönn- um Diönu tilboðið í gærkvöld og binda þar með enda á tíu vikna langa baráttu. Ef Díana gengur að tilboðinu, sem sagt er að hljóði upp á sem samsvarar um 2 milljörðum íslenskra króna, gæti skilnaður að lögum náð fram að ganga fyrir 15 ára hjúskaparafmæli Díönu og Karls þann 29. júlí næstkomandi. Skiptar skoðanir eru um hversu langan tíma prinsessan og lögmenn hennar taka sér til þess að skoða til- boðið. „Ef það er ekki nógu gott reyna þau að semja, þau munu ekki gefast upp,“ hafði blaðið Daily Mail eftir heimildarmanni sem þekkir prinsessuna. Díana fékk í gærkvöld tilboð um skilnaðarsáttmála frá Karli. Símamynd Reuter Vist er þó talið að Elísabet drottn- ing og John Major forsætisráðherra muni þrýsta á Ðiönu en þeim er í mun að kveða niður sögurnar sem lengi hafa verið á forsíðum dagblað- anna í Bretlandi. Þó svo að Karl Bretaprins sé rík- ur maður getur hann ekki greitt Díönu tvo milljarða án þess að leita til móður sinnar eða taka bankalán. Nokkrir fjölmiðlar hafa fullyrt að Díana fái að halda titlinum hennar konunglega hátign en áður hafði verið talið mögulegt að hún kynni að missa titilinn eins og hertogaynj- an af Jórvík. Víst er talið að í tilboð- inu um skilnaðarsáttmálanum sé ákvæði um jafnan umgengnisrétt foreldranna við synina tvo, Vil- hjálm og Harry. Díana hefur óskað eftir því að fá að gegna hlutverki nokkurs konar farandsendiherra en sumir stjómmálamenn hafa lýst sig andvíga þeirri hugmynd. Reuter Bill Clinton Bandaríkjaforseti var í gær, á þjóðhátfðardegi Bandaríkjanna, viðstaddur er skallaerni var sleppt. Örninn hafði verið í gæslu f eitt ár vegna meiðsla. Símamynd Reuter Móöursamtök Grænfriöunga líða ekki andóf: Danskir félagar barðir til hlýðni í sandsílamálinu DV, Kaupmannahöfn: Danskir Grænfriðungai hafa þurft að beygja sig í duftið fyrir móðursamtökunum í Amsterdam. Þeir mega reyndar hafa sínar skoð- anir á málunum en enginn má vita af þeim opinberlega. Þetta var nið- urstaðan eftir fimm tíma neyðar- fund í Kaupmannahöfn á miðviku- dag þar sem tveir valdamestu menn móðursamtakanna fengu vilja sín- um framgengt. Að undanfomu hafa Grænfrið- ungar barist gegn veiðum á sandsíl- um. Þeir telja að allt of þéttriðin net séu notuð við veiðamar og eru það einkum danskir sjómenn i Norður- sjó sem hafa orðið fyrir barðinu á aðgerðunum. Klaus Iversen var aðgerðastjóri Dana og hefur hann gagnrýnt aðfar- imar harkalega. Hann naut stuðn- ings stjómarinnar sem rak fram- kvæmdastjórann, Mats Abrahams- son, vegna málsins. Eftir fundinn var Iversen rekinn úr stöðu sinni og á sama tíma urðu dönsku samtökin að lofa því að allar gagnrýniraddir gegn móöursamtökunum yrðu í framtíðinni eingöngu innanbúðar. Það þýðir að opinberlega standa Danirnir að aðgerðunum sem þeir hafa gagnrýnt svo harkalega. „Gagnrýnin er enn fyrir hendi en ég er félagi í alþjóðlegum samtökum sem þola ekki að aðgerðimar séu gagnrýndar opinberlega. Því hef ég samþykkt að gagnrýnin skuli fram- vegis haldast innanbúðar," segir stjómarformaðurinn í Danmörku, Nils Bredsdorff. Þessi sami maður sagði á mánu- dag að ef Klaus Iversen yrði látinn víkja, yrðu danskir Grænfriðungar aö „aðhlátursefni" og að opinbert ósætti væri „betra en sjálfsmorð". I Berlingske Tidende í gær segir að Dönum hafi einfaldlega verið hótað brottrekstri úr samtökunum og nafnamissi ef þeir hlýddu ekki. -Pj FRAMTIÐAR MARKAÐURINN \ IVIÐSKIPTANETIÐ HF. FllSlllt VOIUt ií HACT ADIREICA MFG VN Faxateni 10 • Sími: 533 2 533 OPID ALLA DAGA Món-Fim 12:00-18:00 • Föstud. 12:00-19:00 Laugard. 11:00-17:00 • Sunnud. 13:00-17:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.