Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Blaðsíða 32
Tvöftúdur
1. vinningur
Vertu vtðbúin(n) vinningi
mamMz)
KIN
> C3 O FRÉTTASKOTIÐ
cc —, L-U SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
S CZD S IX) Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
c/o (~)
1— LX3 1— '>- LXD 550 5555
Frjalst, ohað dagblað
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1996
1
rra—i
Helgarblað DV:
Lífiðí
fótboltanum
í helgarblaði DV á morgun er
opnuviðtal við knattspymufeðga af
Akranesi, hinn þekkta þjálfara Guð-
jón Þórðarson og son hans, um lífið
í fótboltanum.
í blaðinu hefur göngu sína ný Int-
ernetsíða þar sem fjallað er um
ýmis forvitnileg efni á veraldarvefn-
um og ábendingar gefnar.
í blaðinu eru að sjálfsögðu einnig
viðtöl, fréttaskýringar og ýmis ann-
ar fróðleikur. -GHS
Grænmetið hækk-
ar en svínakjötið
lækkar enn
Grænmetið hækkaði í gær og er
nú komið í nánast sama verð og fyr-
ir viku. Kílóverð á tómötum og
gúrkum var það sama í mörgum
verslunum, kr. 389 og kr. 289. Verð
á rauðri papriku var lægst í Nóa-
túni, kr. 489.
í kjölfar lækkunar Hagkaups á
svínakjöti í gær lækkuðu Nóatúns-
verslanirnar enn frekar sitt kíló-
verð, em nokkrum krónum lægri
en Hagkaup. Þó er búist við að lága
kjötverðið haldist ekki nema út
helgina. -saa
Sjá nánar bls. 6.
Slasaður eftir
sláttuvél
Karlmaður slasaðist illa á fæti
þegar hann var að vinna með sláttu-
vél. Maðurinn féll aftur fyrir sig og
greip þá um sláttuvélina með þeim
afleiðingum að hún lenti ofan á fæti
hans. Hann var fluttur á Sjúkrahús
Reykjavíkur og lá á gjörgæsludeild í
nótt. Að sögn lækna þar mun mað-
urinn líklega missa eina tá, auk
þess sem hann er aðra alvarlega
áverka á öðrum fætinum.
-RR
ÞETTA HEFUR VERIÐ
SANNKALLAÐ
BRENNI-VÍN!
Kona fæddi stúlkubarn á stigagangi í Breiðholti í morgun:
Æðisleg
tilfinning
- sagði faðirinn sem tók á móti fjórtán og hálfrar merkur stúlkubarni
„Þetta gerðist allt svo snöggt.
Við vöknuðum eftir klukkan 5 og
konan min sagði að tími væri
kominn til að fara á fæðingardeild-
ina. Við vorum á leiðinni niður
stigann þegar hún byrjaði skyndi-
lega að fæða,“ sagði Alexander
Guðmundsson, stoltur faðir, við
DV en hann tók á móti barni stnu
í blokk í Breiðholti um sexleytið í
morgun. Kona hans, Brynja Dögg
Ingólfsdóttir, eignaðist 14 og hálfr-
ar merkur stúlkubarn við þessar
sérstöku aðstæður í morgun.
„Við rukum aftur upp í íbúð og
þar tók ég á móti barninu. Ég man
bara að það var æðisleg tilfinning
að taka á móti litlu fótunum. Vin-
kona okkar var á staðnum og að-
stoðaði okkur við þetta allt saman.
Þetta gekk ótrúlega vel og læknir
sagði að fæðingin hefði í alla staði
verið eðlileg. Það er spurning
hvort maður á að leggja ljósmóð-
urstarfið fyrir sig,“ sagði Alexand-
er.
Tveir sjúkrabílar komu á stað-
inn skömmu eftir fæðinguna og
fluttu Brynju Dögg á fæðingar-
deildina þar sem hún dvelur.
„Þau stóðu sig mjög vel og allt
var í besta lagi þegar við komum á
staðinn. Fæðingin var með eðlileg-
asta móti,“ sagði læknir á sjúkra-
bílnum sem kom fyrstur að í
morgun.
„Þetta verður ógleymanlegur
morgunn og það er ekki á hverjum
degi sem maður lendir í svona
nokkru," sagði Alexander en þau
Brynja Dögg eiga fyrir eins og
hálfs árs stúlku. -RR
Hamingjusamir foreldrar eftir ævintýri morgunsins. Þau Brynja Dögg Ingólfsdóttir og Alexander Guömundsson
ásamt nýfæddu barninu, sjást hér á fæðingardeildinni í morgun en barnið fæddist í blokk í Breiðholtinu um sexleyt-
ið í morgun. DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Bjartviðri
um mest-
allt land
Á morgun verður hæg breyti-
leg átt eða hafgola og bjartviðri
um mestallt land en sums stað-
ar síðdegisskúrir sunnanlands.
Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36
Þyrlan sótti
litháskan
sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
í gærkvöld litháskan sjómann sem
misst hafði annan fótinn við hné er
hann lenti i fiskvinnsluvél um borð
í togara sem staddur var 200 mílur
suðvestur af landinu. Að sögn
lækna mátti ekki tæpara standa því
maðurinn hafði misst mjög mikið
blóð. Hann var á gjörgæslu í nótt en
mun vera úr lífshættu. -RR
Njarðvík:
Bruni og brugg
Bruni varð í Njarðvík í gærkvöldi
þegar kviknaði í íbúð þar í bæ.
Slökkvilið kom fljótlega á staðinn,
slökkti eldinn og reyklosaði íbúð-
ina. Töluverðar skemmdir urðu á
íbúðinni vegna elds, reyks og vatns.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík eru
eldsupptök talin vera út af stand-
lampa sem var í svefnherbergi. Að
sögn lögrelgu fannst mikið af
bruggtækjum og nokkrir lítrar af
gambra sem lögreglan lagði hald á.
Tveir menn voru í íbúðinni og
játaði annar þeirra að eiga brugg-
tækin og gambran. -RR
Guörún Agnarsdóttir:
Tómarúm gefur
svigrúm
„Mér finnst fólk vilja aðrar
áherslur í samfélaginu, aðra for-
gangsröðun verkefna. Það vill
meira jarðsamband stjórnmála-
manna og það vill aukna áherslu á
mannlega þáttinn í þjóðfélaginu.
Fólk er að leita og ég held að það
sem stuðningsfólk mitt er að tala
um sé í þessa veru og það vill vinna
að málinu," segir Guðrún Agnars-
dóttir í samtali við DV, en hún hef-
ur átt fund með stuðningsmönnum
sínum sem hvetja hana til dáða á
pólítískum vettvangi.
„Það ríkir greinilega ákveðið
tómarúm í þjóðfélaginu og það gefur
ákveðið svigrúm. Það er gerjun í
gangi en hvort það verður eitthvað
meira veit maður ekki um enn þá,“
sagði Guðrún Agnarsdóttir.
í DV á morgun er ítarleg frétta-
skýring um sameiningarmál félags-
hyggjuflokkanna.
-S.dór
Opel flstra
Station kr.
1.299.000.-
Bílheimar ehf.
Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000