Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
27
x>v____________________
Cold Fever fær frábæra
dóma í Bandaríkjunum
- myndin gengur betur í hita, segir Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri
Masatoshi Nagase í hlutverki sínu í Cold Fever.
íslenska kvikmyndin Á köldum
klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson
var frumsýnd í höfuðborg Banda-
ríkjanna þann 7. júní sl. Viðtökur
voru mjög góðar, enda hafa kvik-
myndadómar um myndina verið
mjög jákvæðir. Um 800 manns sáu
myndina á fyrstu fimm dögunum í
Washington D.C.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem
íslensk kvikmynd er sýnd um öll
Bandaríkin í kvikmyndahúsum.
Sýningar á myndinni hófust í New
York í apríl sl. og hefur hún auk
þess verið sýnd í fjölda annarra
stórborga, auk þess sem hún verður
sýnd á næstunni í borgum víða um
Bandaríkin. Dreifingarfyrirtækið
upplýsir að heildsala myndarinnar
sé komin yfir 200.000 dollara, eða
rúmlega 13 milljónir íslenskra
króna, og ráðgerir fyrirtækið að sú
upphæð eigi eftir að tvöfaldast. Hátt
í 30 þúsund manns hafa þegar séð
myndina í Bandaríkjunum.
Víötækt kynningarstarf
Sendiráð íslands í Washington og
skrifstofa Ferðamálaráðs í New
York tóku þátt í kynningu myndar-
innar, m.a. með því að dreifa upp-
lýsingum um hana i pósti og á Inter-
netinu. Móttaka var haldin i sendi-
ráði Islands þann 10. júní fyrir ann-
an framleiðandann, Bandaríkja-
manninn Jim Stark, og fulltrúa fjöl-
miðla. Bæði hann og sendiherra ís-
lands, Einar Benediktsson, héldu
ræður fyrir sýningu myndarinnar í
Key Theater kvikmyndahúsinu í
Washington um kvöldið þar sem
hún var sýnd.
Það verður ekki annað sagt en að
dómarnir séu glimrandi góðir.
Gagnrýnandi Washington Post segir
að Cold Fever, eins og myndin er
nefnd á ensku, sé hæverskasta og
dulrænasta ánægja sem bjóðist
kvikmyndaáhugamönnum þetta
sumarið. Hér sé um að ræða „öðru-
vísi“ og töluvert svalari vegamynd
en gengur og gerist, segir gagnrýn-
andinn og er yfir sig hrifinn af þeim
skrautlegu persónum sem myndina
skreyta. Hér sé um að ræða mynd
sem fjallar um íslenska og japanska
menningarheima á táknsögulegan
og skemmtilegan hátt.
Gagnrýnandi New York tekur í
sama streng og kallar myndina dá-
samlega furðulega gamanmynd.
Hann segir myndina vera fulla af
sjónrænum töfrum og er þá að vísa
í hið mikilfenglega íslenska lands-
lag sem sé eins og ofsjónakennd feg-
urð í undralandi vísindaskáldsagna
sem blandist saman við stór-
skemmtilega persónusköpun.
Fólk vill kæla sig niöur
DV hafði samband við Friðrik
Þór Friðriksson, leikstjóra myndar-
innar, og sagðist hann að vonum
vera ánægður með umsagnir. Hann
sagði að vissulega hefðu slíkir dóm-
ar áhrif á gang myndarinnar. „Dóm-
ar í Washington Post og New York
Times eru dómar sem allir aðrir
apa eftir,“ sagði Friðrik. „Myndin
hefur almennt fengið mjög góða
dóma í Bandaríkjunum og í Qeiri
enskumælandi löndum eins og Bret-
landi.“ Kom aðsóknin í Bandaríkj-
unum Friðriki á óvart? „Já, hún
gerði það. Erlendar myndir eiga yf-
irleitt erfitt uppdráttar í Bandaríkj-
unum en í þessu tilfelli þekkir fólk
aðalleikara myndarinnar, þau Lili
Taylor, Fisher Stevens og Masatoshi
Nagase. Það getur verið hluti skýr-
ingarinnar en það er fremur óvenju-
legt að íslenskar myndir gangi bet-
ur í Bandaríkjunum en í Evrópu
eins og er í þessu tilfelli." En Frið-
rik er með fleiri athyglisverðar
skýringar á gangi myndarinnar.
„Myndin gengur vel þar sem er
heitt, fólki finnst gott að koma inn
úr hitanum og kæla sig niður.
Myndin er að opna núna í fjórum
borgum á Spáni og við búumst við
að hún eigi eftir að ganga mjög vel
þar. Aðsóknin er minni þar sem er
kalt. Hér á landi var myndin t.d.
sýnd í febrúar og gekk ekki mjög
vel þrátt fyrir góða dóma, þannig að
þetta hefur með veðurfarið að gera.
Fólk getur ekki hugsað sér að koma
inn úr kuldanum inn í þennan hríð-
arbyl sem myndin er,“ sagði Friðrik
að lokum.
Nú í haust verður Djöflaeyjan
frumsýnd í leikstjórn Friðriks og
næsta verkefni hans þar á eftir
verður mynd gerð eftir verðlauna-
bók Einars Más Guðmundssonar en
nú er verið aö ljúka við gerð hand-
rits. -ggá
Leiðrétting
frá listahátíð
Listahátíð í Reykjavík hefur beðið
DV að birta niðurlag greinar Valde-
mars Pálssonar um Eroica- sinóní-
una er birtist í efnisskrá tónleika
Þýsku sinfóníunnar í Berlín á lista-
hátíð 29. júní sl. Meinlegar villur
slæddust inn i setningu og biður
listahátíð höfundinn velvirðingar á
því. Niðurlag greinarinnar á að
hljóma svona: Eroica-sinfónían op. 55
markar bæði tímamót í tónlistarsög-
unni og ferli Beethovens. í henni má
segja að felist eins konar uppgjör við
klassíska tímann og að brautin til
framtíðarinnar sé rudd. Hún er bæði
lengri og viðameiri en fyrri verk
þessarar tegundar og dramatísk tján-
ing hennar á sér varla nokkum líka
í tónlistarsögunni. Fyrsti kafli (Al-
legro con brio) er mikill að vöxtum
og þrunginn geysimikilli spennu.
Annar kafli (Marcia funebre. Adagio
assai) er harmþrunginn sorgarmars
og magnaður í einfaldleik sinum.
Þriðji kafli (Scherzo. Allegro vivace)
er kraftmikill frekar en glettinn og
hefur yfir sér óhugnanlegt yfirbragð
þrátt fyrir glaðlegt tríó í kaflanum
miðjum. Fjórði kafli (Finale. Allegro
molto) er glæsilegur tilbrigðakafli
sem byggir að verulegu leyti á
Kontradansi nr. 7 WoO 14. Þessi dans
er einnig notaður í Píanótilbrigðum
op. 35 og er aðalstef lokakaflans í
ballet Beethovens: Die.,Geschöpfe des
Promotheus op. 43.
Kanadíski píanóleikarinn David Tutt og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari leika á sumartónleikum í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar á þriðjudag.
m
M
Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns
Eins og undanfarin ár gengst Listasafh Sigurjóns
Ólafssonar fyrir vikulegum sumartónleikum í sal
safnsins á Laugamesi á þriðjudagskvöldum kl. 20.30.
Þetta er áttunda árið sem hinir vikulegu tónleikar eru
haldnir og hófst tónleikaröðin 2. júlí með tónleikum
Trio Nordica. Næstkomandi þriðjudag þann 9. júlí kl.
20.30 ætla Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
kanadíski píanóleikarinn David Tutt aö halda tón-
leika en samstarf þeirra hófst þegar þau vom bæði við
nám í Listakólanum í Banff i Kanada. Á efnisskrá em
eftirtalin verk: Sónatína í G-dúr opus 100 eftir Anton-
in Dvorak og tvær sónötur eftir Beethoven, sónata í F-
dúr opus 24, Vorsónatan, og sónata í A-dúr opus 47,
Kreutzersónatan. -ggá
__________Menning
Sálmar Sigur-
björns biskups
1 tilefni af 85 ára afmæli dr.
Sigurbjörns Einarssonar bisk-
ups hefur Friðrikskapella gefið
út bókina Sálmar og ljóð Sigur-
bjöms biskups. í bókinni em 87
sálmar, þýddir og frumortir.
Sumir þessara sálma hafa birst
áður en allmargir þeirra koma
nú í fyrsta skipti fyrir almenn-
ingssjónir. Þá era í bókinni þýð-
ingar á nokkram ljóðum eftir
sænska skáldið Hjalmar Gull-
berg. Bolli Gústavsson víglubisk-
up segir m.a.í formála: „Sálma-
skáldið Sigurbjöm Einarsson á
sér ekki langan feril þótt sýnt sé
nú að með þýddum og frum-
sömdum sálmum muni hann
marka dýpst spor, jákvæð og
tímabær, í sálmasögu íslendinga
á ofanverðri 20. öld.“
Öðruvísi gallerí
Galleríkeðjan Sýnirými hefur
starfsemi sína laugardaginn 6.
júlí kl. 15 á Vatnsstíg 3 með
formlegri opnun þriggja útibúa.
Gallerí Sýnibox er viðarkassi
með plexigleri að frmanverðu,
hangandi út á vegg við Vatns-
stíginn, Gallerí barmur er lítill
gúmmírammi með nælu aftan á
sem tyllt er í barm sérstaks aðila
sem ber verkið. Vegna smæðar
sinnar er verkið farandgallerí.
Að lokum er um að ræða Gallerí
Hlust sem er símsvaragallerí
sem spilar hljóðverk af snældu
fyrir þann sem hringir í síma
551 4348.
Þjóðsögur
úr Kópavogi
Út er komin bókin Þjóðsögur
og sagnir í Kópvogi í samantekt
Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og
Ingu Þóru Þórisdóttur. Bókin
hefur að geyma fjölda þjóðsagna
og munnmæla af ýmsum toga úr
Kópavogi, jafnt gamalla sem
nýrra. í bókinni birtast fjölmarg-
ar sögur af álfum, draugum og
öðrum kynjaverum sem verið
hafa á kreiki í Kópavogi. Sagt er
frá merkilegum og dularfullum
stöðum, undarlegum' atburðum
og ýmsum fyrirbærum sem tor-
velt hefur verið að skýra og
koma ýmsar þekktar persónur
við sögu. Þótt Kópavogur sé ungt
bæjarfélag tengjast honum þó
furðumargar þjóðsögur og sagn-
ir sem fáar hafa komist á prent
fyrr en nú.
Skruggurnar
og Ljósblá
„Skruggurnar" ásamt Helgu
Erlendsdóttur „Ljósblá" opna
sýningu í Hornafírði í dag kl. 14.
Skraggurnar eru þær Auðbjörg
Bergsveinsdóttir, Guðbjörg Há-
konardóttir, Guðný Hafsteins-
dóttir og Guðrún B. ELíasdóttir
og reka þær saman vinnustofur
og gallerí í Hamraborg í Kópa-
vogi. Sýningin ber yfirskriftina
„Lúra undir Jökli“ og verða
sýnd leirverk, málverk og pastel-
myndir.
Söngur í Minja-
safnskirkju
Á þriðjudags- og funmtudags-
kvöldum í sumar fram til 20.
ágúst er flutt söngvaka í Minja-
safnskirkjunni kl. 21-22. Á
Söngvöku er flutt sýnishom úr
íslenskri tónlistarsögu og eru
flytjendur þau Ragnheiður Ólafs-
dóttir og Þórarinn Hjartarson.
Miðaverð á Söngvöku er 600 kr.
og er aðgangur að Minjasafninu
innifalinn en það er opið sömu
kvöld, kl. 20-23. Næstkomandi
sunnudag, 7. júlí, verður boðið
upp á gönguferð um Innbæinn
og Fjörana undir leiðsögn. Lagt
verður af stað frá Laxdalshúsi,
Hafiiarstræti 11, kl. 14, og gengið
um elsta hluta bæjarins. Þátt-
taka í göngunni er fólki að
kostnaðarlausu.
i