Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
5
DV
Áform um fjölgun álvera á íslandi:
30 þúsund tonna
álver hliðarspor
- segir Andrés Svanbjörnsson yfirverkfræðingur
„Menn verða að athuga að 30 þús-
und tonna verið er aðeins ein leið af
mörgum sem við erum að reyna til
þess að koma einhverju í gang
héma. Þetta er hliðarspor við aðal-
málið sem við erum að vinna að en
það er að Columbia álfyrirtækið
ákveði að koma með 60 þús. tonna
álverið hingað til lands en fari ekki
með það til Venesúela," segir Andr-
és Svanbjömsson, yfirverkfræðing-
ur hjá markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytisins og Landsvirkjunar.
„Þetta hliðarspor okkar þjónaði
aðallega þeim tilgangi að fá það full-
reynt að það sé hægt að framleiða
nægilega raforku fyrr en menn
höfðu talið. Nú hefur verið gerð
nægileg grein fyrir því og meira að
segja búið að setja tvennt í gang,
tvær virkjanir, í kjölfarið á því. Það
er mjög gott mál og bætir okkar
samkeppnisstöðu til muna.“
„Aðilamir frá Kína, sem eru að
athuga með 30 þús. tonna verið,
voru upphaflega að spá í bæði verin
en misstu af 60 þúsund tonna ver-
inu þegar Columbia keypti það.
Minna verinu er hins vegar óráð-
stafað ennþá.“
Að sögn Andrésar væri alls ekki
fráleitt fyrir íslenska aðila að kaupa
minna verið ef menn treystu sér á
annað borð til þess að vera í for-
svari fyrir svona álver. Þó væri það
frekar stór biti að kyngja.
„Hugmyndin hefur komið upp hjá
okkur en það er erfitt að hreyfa við
svona máli með jafn litlum fyrir-
vara og um er að ræða. Þetta þarf að
hafa miklu lengri aðdraganda.
Svona miklir peningar em ekki á
lausu og íjárfestar eru ekki reiðu-
búnir til að snara þeim út í áhættu-
viðskipti.
Þá er aftur hin hugmyndin að at-
huga hvort ríkið myndi treysta sér
til þess að hafa um það forystu að
leggja út fyrir þessu gegn því að
selja síðar sinn hlut á innanlands-
markaði. Það er verið að vinna í
þessum málum en ekkert komið á
rekspöl ennþá."
Það er þýskt fyrirtæki, Vereinige
Aluminium Werk eða VAW, sem á
30 þús. tonna verið. Fyrirtækið hef-
ur þróað tæknina við framleiðsluna
mikið svo að segja má að það hafi
að hluta til smíðað verið.
Verið er fyrst smíðað 1924 en síð-
an er búið að breyta því mjög mik-
ið, bæði innvolsinu, rafbúnaðinum
og húsnæðinu. Segja má að húsnæð-
ið sé elsti hlutinn. Þó búið sé að
breyta því svo að það mæti nútíma-
kröfum þá eru undirstöðumar hin-
ar sömu og upphaflega. Sjálf ál-
bræðslutæknin og allur framleiðslu-
búnaður er alveg spánnýr. Hann
var settur niður 1992 og er mjög nú-
tímalegur. Það er sá hluti sem yrði
fluttur. Þá er lofthreinsibúnaðurinn
miklu betri en i 60 þúsund tonna ál-
verinu.
„Að mörgu leyti er þetta miklu
fullkomnari búnaður en í hinu ál-
verinu þó hann sé með svolítið
annarri tækni. Hann er einnig hag-
kvæmari í innkaupum en að sjálf-
sögðu er aðalspumingin alltaf hag-
kvæmni í rekstri. Það er mjög
vandasamt að reka litlar einingar.
Þá þarf að gera allt annað ódýrt,
fasti kostnaðurinn verður þyngri en
ella og einnig vinna alltaf hlutfalls-
lega fleiri menn við svona litla verk-
smiðjur. Það er sama stjórnunar-
starfsliðið hvort sem álverið er 30
eða 60 þúsund tonn. Þar liggur visst
óhagræði sem leiðir til þess að ál-
verið verður hagkvæmara eftir því
sem það er stærra," sagði Andrés.
-SF
Fréttir
Byko til Njarðvikur
DV, Suðurnesjum:
Bykó hf. hefur fest kaup á'3.700
fermetra verksmiðjuhúsi við Fitj-
ar í Njarðvík og stendur húsið
við Reykjanesbraut. Samningar
tókust á milli Bykó og eigenda
fasteignarinnar, Einars Guðbergs
og Sigurþórs Stefánssonar, í síð-
ustu viku. Bykó keypti vélar og
tæki af Ramma hf. fyrir 5 árum
og hefur leigt fasteignina síðan. í
húsinu framleiðir Bykó glugga og
hurðir. Þessi sala þykir vera
mikil tíðindi fyrir Suðurnesja-
menn, að þarna sé kominn á
rekstur til frambúðar sem skapar
í dag 40 manns atvinnu. ÆMK
10-50% afsláttur
Blaserjakkar
Kápur - Sumarúlpur
Heilsársúlpur
Opnum kl. 8.00,
nema laugardaga kl. 10.00.
HW5IÐ
Mörkinni 6,
sími 588-5518
Reykjavík: Hagkaup. Byggt og Búiö Kringlunni, Magasín, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi,
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Guðni E.Hallgrímsson, Grundarfirði.Blómsturvellir Hellissandi.
Vestfiröir:. Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi,Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði.
Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki.
KEA, tiyggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA Hrísalundi, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga,
Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaups-
staö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Fjarðarkaup, Hafnarfirði.
VESTURBÆR • H0FÐABAKKI • K0PAV0G*'
eitt símanúmer
18 tommu Pizza með 2 áleggstegundum
16 tommu Pizza með 2 áleaasteaundum
12 tommu Pizza með 2 áleaasteaundum
OPIÐ
til kl. 01:00
virka daga
og til kl. 05:00
um helgar
■Jjalskylítu eif lómeitvöruiu LllCH. lulL
• v i s s k a 11!
sét uiti klakann/
2 lítrar
71 á aðeins 150 kr
^ón Bakari