Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
7
DV Sandkorn
Barmahlíð
Kirkjan og
prestar lands-
ins hafa sann-
arlega fengið
sinn skammt
af gamansög-
um eftir allt
það sem geng-
ið hefur á inn-
an kirkjunnar
og Prestafé-
lagsins það
sem af er ár-
inu. Á prestastefnunni á dögunum
þótti mönnum biskup með daufara
móti og skyldi nú engan undra. Þeg-
ar hann hafði greint frá því að
hann ætlaði að láta af embætti eftir
eitt og hálft ár var hann daufari i
dálkinn en nokkru sinni. Einhver
gárunginn, sem sá biskup í sjón-
varpinu svona dapran á svip, sagði
að nú yrði að gefa embættisbústað
biskupsins nafn, það ætti að kalla
hann Barmahlíð.
Stækka heldur
fangelsin
mönnum er
meinilla við
hraðahindran-
ir sem verið er
að hrúga upp
hér og þar í
þéttbýli lands-
ins. Steindór
Sigurðsson,
bæjarfulltrúi í
Reykjanesbæ,
greindi frá því
á bæjarstjórnarfundi á dögunum að
borist hefðu 40 beiðnir um uppsetn-
ingu hraðahindrana í bænum. Sum-
ar hefðu verið framkvæmdar, aðrar
í biðstöðu. Skoðun Steindórs á
hraðahindrunum kom hins vegar
vel fram í umræðunum. Hann sagði
það sína skoðun að það ætti að
banna þær en fjölga þess í stað í
lögreglunni, stækka fangelsin og
hækka sektir þeirra sem aka of
hratt. Frá þessu er greint í Suður-
nesjafréttum
Afleiðing niður-
skurðar
Ýmis blöð hafa
þann sið að
segja frá og
birta myndir af
nýfæddum
borgurum
þessa lands.
Þar í hópi er
hið ágæta blað
Borgfirðingur
sem greinir frá
þeim bömum
sem fæðast á Sjúkrahúsi Akraness
því ekki er sjúkrahús í Borgamesi.
En nú er komiö babb í bátinn.
Borgfírðingur greinir frá því að út-
lit sé fyrir að ekki verði hægt að
halda þættinum áfram. „Ástæðan er
sú að ekki hefur tekist að fá upplýs-
ingar frá Sjúkrahúsinu á Akranesi
og mun það aðallega stafa af þvi að
þar hefur starfsfólki verið fækkað
og ekki gefst tími til að taka upplýs-
ingar saman og senda blaðinu," seg-
ir í frétt blaðsins. Ekki lítill niður-
skurður þetta
Hér er sniðugt
höfuðból
TU eru margar
sögur af séra
Sigurði Nor-
land, sem var
prestur í
Hindisvik.
Hann varð
raunar þjóð-
sagnapersóna i
lifanda lifi og
þá ekki síst
fyrir sérvisku
sína margs
konar. Hann var snilldar hagyrðing-
ur og varð meðal annars frægur
fyrir að yrkja stökur á ensku. Hann
orti líka margar tviræðar vísur,
sumar raunar klámfengnar. í bók-
inni Þeim varð á í messunni segir
að hann hafi ort eftirfarandi vísu
um ráðskonu sína:
Ein er mærin munablíð,
mér svo kær að neðan.
Henni ærið oft ég ríð,
annars færi hún héðan.
Eitt sinn kom Jón Helgason bisk-
up í heimsókn til Hindisvíkur og
kastaði þá fram þessum fyrriparti.
Hér er friður, hér er skjól.
Hér er griðastaður.
Séra Sigurður, sem var bæði
hestamaður og kvensamur, botnaði
að bragði.
Hér er sniðugt höfuðból.
Hér er riðið, maður
Umsjón Sigurdór Sigurdorsson
Fréttir
Jóhanna Siguröardóttir, formaður Þjóðvaka, um sameiningu jafnaðarmanna:
Við erum ekki á leið
inn í Alþýðuflokkinn
- hafa ekki svarað bréfinu mínu, segir Margrét Frímannsdóttir
„Það er svo sem ekkert nýtt í
þessum málum, hvað sem Jón Bald-
vin er að segja. Menn hafa verið að
tala óformlega saman alveg frá því í
vetur. Það hefur enginn formlegur
fundur verið haldinn en fólk hefur
spjaUað mikið saman óformlega. Ég
hef lagt á það áherslu að fá Alþýðu-
bandalagið inn í þessar viðræður
lika. Það má þvi segja að bréflð sem
Margrét Frímannsdóttir ritaði for-
mönnum félagshyggjuflokkanna sé
það nýjasta í málinu. Ég vil að það
komi fram að við tökum ekki þátt í
neinum viðræðum nema að um sé
að ræða sameiningu allra jafnaðar-
manna. Ég legg áherslu á það að
enginn okkar er á leið inn í Alþýðu-
flokkinn, það vil ég að sé öÚum
ljóst,“ sagði Jóhanna Sigurðardótt-
ir, formaður Þjóðvaka, um samein-
ingarmál jafnaðarmanna, sem aftur
eru komin á fullt í umræðuna.
„Við í Alþýðubandalaginu erum
búin að hlusta árum saman á tal um
samfylkingu vinstrimanna. Mér
þótti umræðan um þessa samfylk-
ingu ekki ná út fyrir þeirra eigin
garð í Alþýðuflokki og Þjóðvaka.
Þess vegna þótti mér ástæða til að
skrifa þeim bréf á dögunum og
reyna að fá fram umræður um sam-
starf í haust á þingi og þá til hvers
slíkt samstarf gæti leitt. Það hefur
ekki verið farið fram á það formlega
að hefja viðræður. Ég tel að það eigi
ekki að vera formenn flokkanna
sem verða í þessum viðræðum held-
ur eigi flokkamir að tilnefna sína
fulltrúa. Þessar viðræður eiga nefni-
lega að snúast um málefni en ekki
menn og þær eiga ekki að hefjast
kortéri fyrir kjördag," sagði Mar-
grét Frímannsdóttir, formaður Al-
þýðubandalagsins.
Það er greinilegt af samtölum við
fólk í jafnaðarmannaflokkunum að
enn vantar mikið upp á að einhver
sameining sé í nánd. Það væri þá
helst að alþýðuflokksfólkið í Þjóð-
vaka færi aftur heim. -S.dór
Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari á DV var sjötugur á dögunum og í tilefni af þvf afhenti lögreglustjórinn í Reykja-
vík, Böðvar Bragason, honum veggskjöld sem þakklætisvott fyrir áratuga langt samstarf og samvinnu. Sveinn er
landsþekktur í sínu fagi og hefur gjarnan flutt fréttir af störfum lögreglunnar, hvort sem þar er um að ræða bjartar
eða slæmar hliðar mannlífsins. DV-mynd Hákon
Þorskaflahámark krókabáta:
Fá 160 krónur fyrir kílóið
„Við erum búnir að selja á milli
150 og 200 tonn af þorskkvóta smá-
báta með þorskaflahámarki. Verðið
fyrir kvóta næsta fiskveiðiárs er 160
krónur fyrir kílóið af þorski en 170
krónur fyrir óveiddan þorsk á þessu
flskveiðiári," sagði Jakob Jakobs-
son hjá Skipasölunni Bátar og bún-
aður, sem annast kvótamiðlun líka.
Hann segir að mjög lítinn þorskk-
vóta sé að fá um þessar mundir.
Kunnugleg sjón. Vonandi er ekki
langt þangað til að Rúnar verði til-
búinn í slaginn.
Þörfin sé hins vegar mikil hjá þeim
sem eru að bjarga sér eftir að hafa
farið eitthvað fram úr eigin kvóta.
Þannig sé það alltaf þegar líður á
fiskveiðiárið.
Þeir smábátaeigendur sem selja
þorskaflahámark sitt verða um leið
að úrelda bát sinn. Þeir fá til þess
opinberan styrk og mega síðan eiga
bátinn en ekki veiða fisk á honum.
Að sögn Jakobs er nokkuð um að
Rúnar Júlíusson í góðum gír:
Heim eftir hjarta-
aðgerð á Land-
spítalanum
„Heilsan er ágæt en hefur þó oft
verið betri. Mér skilst að aðgerðin
hafi tekist ljómandi vel, nú tekur
við endurhæfing ,“ sagði poppgoðið
úr Keflavik, Rúnar Júlíusson, sem
kom heim til sín fyrir tæpri viku
eftir að skipt hafði verið um hjarta-
loku í honum. Aðgerðin fór fram á
Landspítalanum og tók tæpar fjórar
klukkustundir.
Rúnar segist ekki geta spilað í 2-3
mánuði en það er í fyrsta skipti sem
það gerist á hans ferli. „Ég er ekki
alveg stopp, ég er þegar byrjaður að
semja lög og texta, því ég get hugs-
að. Ég er að undirbúa útgáfu sem
verður á markaðnum fyrir næstu
jól. Ég spila hins vegar hvergi og
það er erfitt aö sætta sig við það. Ég
kem bara sterkari inn aftur þegar
ég byrja á fullu.“ -ÆMK
trillukarlar séu að selja þorskafla-
hámark sitt og hætta trilluútgerð.
Hann sagði líka að nokkuð væri
um að þeir sem ættu bát og þor-
skaflahámark keyptu annan bát
með þorskaflahámarki, sameinuðu
kvóta beggja og úreltu annan bátinn
og fengju styrkinn. -S.dór
'mmmmm
RENAULT HYUflDRI
BÍLASÝNING:
Laugardag 6. jútí:
ísafirði frákl. 10-15
Flateyri frá kl. 15-17
Þingeyri frá kl. 17-20
Sunnudag 7. júlí:
Bíldudal frákl. 10-14
Tálknafirði frá kl. 14-17
Patreksfirði frá kl. 17-21
SÝNT ER Á BENSÍNSTÖÐVUM
Nonni
Bolungarvík
Orþunni
Stór og bjartur fjögurra línu
skjár fyrir tölur, tókn og bókstafi
Innbyggður djktafónn
20 númera endurvalsminni
Orkumælir fyrir rafhlöðu á skjá
230 g með rafhlöðu
POSTUR OG SIMI
Söludeild Ármúla 27, simi 550 7800
Þjónustumiðstöð Kringlunni, simi 550 6690
Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, simi 550 6670
og á póst og símstöðvum um land allt