Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1996, Síða 15
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 15 Almenningsíþróttir sparn- aður í heilbrigðiskerfinu „Það er til eftirbreytni að sum verkalýðsfélög hafa hvatt til aukinnar lík- amsræktar með því að greiða niður þátttökugjöld líkamsræktarstöðva," segir greinarhöfundur. inbera komi þarna inn í upphafi með fjárhagsaðstoð því að þeir peningar skila sér fljótt aftur með spamaði í heilbrigðiskerfmu. Heilsuræktin er skemmtileg Nú á tímum hefur almenningur ótrúlega marga möguleika til þess að taka þátt í líkamsrækt sér til ánægju og skemmtunar. Ferðafé- lag íslands og Útivist bjóða upp á margs konar gönguferðir, trimm- hópar taka sig saman og hlaupa eða ganga sér til ánægju. Kvenna- hlaup, skemmtiskokk og hlaupa- hátíðir eru í gangi nánast um hverja helgi um allt land. Hvemig væri nú að pússa reið- hjólið sitt og hjóla sér til ánægju með fjölskyldunni eða bara fyrir sjálfan sig og í framhaldi af því að gera líkamsrækt að þætti í dag- legu lífi okkar? Sumarið er besti tíminn til slíkrar iðju og hreyfmg leiðir til þess að við getum glöð í bragði leyft okkm að njóta þeirra heilnæmu landbúnaðar- og sjávar- afurða sem framleiddar eru í okk- ar hreina og fallega landi. ísólfur Gylfi Pálmason Það er ánægju- legt að sjá hve al- gengt það er að fólk stundi likams- rækt sér til gleði og heilsubótar. Það eru ekki svo mörg ár síðan þeir vora taldir sérvitr- ingar sem sáust skokka á torgum úti og var þá gjarnan kallað á eftir þeim „einn, tveir, einn, tveir“ eins og gert var í íþróttatímum í gamla daga þegar ungviðinu var kennt að ganga í takt. Það er heldur ekki svo ýkja langt síðan íþróttir þóttu einungis henta ungu fólki. Sem betur fer eru breyttir timar hvað þetta varðar og fólk á öllum aldri hreyfir sig reglulega enda eru möguleikarnir ótakmarkaðir. Mjög brýnt er fyrir kyrrsetufólk að hreyfa sig og nú er orðið algengt að fólki sem vinnur erfiða líkamlega vinnu sé boðið upp á leikfimitíma á vinnustöðum. Líkamsrækt er öflugur þáttur í forvarnarstarfi gegn mörgum sjúkdómum og ætti heilbrigðis- ráðuneytið, sem þó hefur sýnt málinu mikinn áhuga, að láta sig þennan þátt enn meiru varða. Hvemig væri t.d. að hefja auglýs- ingaherferð í morgunút- varpinu þar sem segði: „Ætlar þú út að hlaupa í dag? Átt þú reiðhjól? Er ekki nær að hjóla í vinn- una en að fara á bíln- um?“ Herferð sem þessi væri hvetjandi fyrir almenn- ing og hefði sparnað í för með sér fyrir heil- brigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið. Það er til eftirbreytni að sum verkalýðsfélög hafa hvatt til aukinnar lík- amsræktar með því að greiða niður þátttöku- gjöld líkamsræktar- stöðva. Athyglisvert forvarnarstarf HNLFÍ Um margra áratuga skeið hefur Náttúrulækningafélag íslands ver- ið í fararbroddi varðandi fræðslu til heilsueflingar. Nú er nýlokið fyrsta námskeiðinu hjá HNLFÍ í Hveragerði þar sem fólk hefur ver- ið aðstoðað við að hætta að reykja. Aðferða- fræðin er m.a. fólgin í því að leiðbeina fólki varðandi líkams- rækt og matar- æði og síðan er fylgst reglulega með þátttakend- um að námskeiði loknu. Þá er í burðarliðnum að stofna sérstakan heilsuskóla hjá HNLFÍ þar sem fólk getur fengið fræðslu og aðstoð við að lifa heilsusamlegra lífi með því að ná af sér aukakílóunum með breyttu mataræði, hreyfmgu og hvers kon- ar líkamsrækt. Hér er mn afar at- hyglisverða starfsemi að ræða og er á engan hátt óeðlilegt að hið op- Kjallarinn Isólfur Gylfi Pálmason alþingismaður „Þá er í buröarliðnum aö stofna sérstakan heilsuskóla hjá HNFLÍ þar sem fólk getur fengiö fræðslu og aöstoö viö aö lifa heilsusam- legu lífí meö því að ná af sér nokkrum aukakilóum.u Þjóðin kaus gegn markaðshyggjunni - sigur fyrir vinstri sjónarmiö Menn geta deilt um hvort sá sem var kosinn forseti hafi verið best til þess fallinn. Það sem ekki verður deilt um er að þjóðin gerði í forsetakosningunum uppreisn gegn þeirri stefnu sem ríkisvaldið íslenska hefur rekið undanfarin ár eða áratugi. Þjóðin gerði uppreisn gegn markaðshyggjunni. Hún gerði uppreisn gegn markaðs- hyggjunni eins og hún hefur birst í niðurskurði heilbrigðisþjónust- unnar, i niðurskurði félagslegrar þjónustu, í niðurskuði til mennta- mála. Þjóðin gerði uppreisn gegn yfir- gangi íhaldsaflanna og hroka gagnvart verkalýðshreyfingunni og gegn árásum á launafólkið. Þjóðin gerði uppreisn gegn árás- um markaðshuggjuaflanna á landsbyggðina og á bændur, gegn atvinnuleysinu. Gegn hernum? 70% þjóðarinnar kusu frambjóð- endur sem hún telur að séu á móti veru Bandaríkjahers á íslandi. Að vísu hefur her- málið lítið veriö í almennri um- ræðu undanfariö svo það er ekki beinlínis hægt að segja að þjóð- in hafi kosið gegn hemum. Ég held hins vegar að flestir sem kusu Ólaf, Guð- rúnu eða Ástþór hafi talið þau vera á móti hemum og kusu þau samt, sem segir mikið um stöðu hermálsins í hugarfylgsnum þjóðarinnar. Þurfum nýja tegund af vinstri samfylkingu Úrslitin eru skýr krafa um að vinstrimenn þurfa að hefja mark- vissa, skipulagða og djarfa baráttu á grundvelli manneskjulegra sjón- armiða, sjónarmiða sem á íslandi eru yfirleitt kennd við vinstri stefnu. Sameining vinstri manna á grundvelli stefnu Al- þýðuflokksins og skoðanabræðra hans innan Alþýðubanda- lagsins er dauða- dæmd. Enda hefur þar í mörgum atrið- um verið gengið út frá markaðshyggju sem gengur jafnvel lengra en i Sjálfstæð- isflokknum. Þessir aöilar geta ekki verið með i raunverulegu vinstra samstarfi fyrr en þeir hafa gert upp við hina köldu markaðshyggju. Við þurfum að móta manneskjulega stefnu, hvort sem varðar launa- mál, heilbrigðismál, menntamál eða landsbyggðarmál. Stefnu sem gengur út frá hagsmunum alls venjulegs fólks, en ekki bara út frá gróðahyggjunni og hagsmunum þeirra sem eru að gera það gott og eru í óðaönn að draga allan þjóð- arauðinn í eigin hendur. Vinstrimenn kjósendur allra flokka Við höfum séð í forsetakosning- unum að það eru vinstrimenn meðal kjósenda allra flokka. Þá á ég við vinstri- menn í merkingunni þeir sem vilja ganga út frá samhjálp og manneskjulegum sjónarmiðum. Þessir aðilar hafa haldið tryggð við sína gömlu flokka af því að þeim hefur ekki fundist að hinir flokkamir bjóði upp á neitt betra eða verið í gamalgróinni andstöðu við þá. Þessa vinstrimenn þarf að sameina um sanna vinstristefnu til að geta farið að vinna að þeim fram- faramálum sem við þrátt fyrir allt erum sammála um. Þetta er allt annað en það sem kallað hefur verið sameining vinstri manna á undanfomum árum, þar sem klókir sérhags- munamenn í pólitík hafa veifað fölskum flöggum hver framan í annan. Fölskum flöggum sem þjóð- in hefur ekki komist hjá að taka eftir. Ragnar Stefánsson „Úrslitin eru skýr krafa um aö vinstri menn þurfa aö hefja mark- vissa, skipulagöa og djarfa bar- áttu á grundvelli manneskjulegra sjónarmiöa sem á íslandi eru yfír- leitt kennd viö vinstri stefnu.u Kjallarínn Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur Guömundur Odds- son, formaður framkvrnndastjóm- ar Alþýðuflokksins. Með og á móti A að breyta nafni Alþýðu- flokksins ef af sameiningu hans verður við Þjóðvaka? Lágmark að Alþýðuflokks- menn fórni nafninu „Ég er mjög fylgjandi því að breyta nafni flokksins og láta hann heita einfaldlega Jafnaðarmann- aflokk íslands og sleppa Al- þýðuflokks- nafninu. Rökin eru mjög ein- fold. Ef menn trúa því í alvöru að það séu til jafhaðarmenn annars staðar en í Alþýðuflokknum, því mér sýnist allir vilja vera jafnaðarmenn sein ekki eru sjálfstæöis- eða framsóknarmenn, þá er þetta ein leiöin til að ná saman. Nafhið Al- þýðuflokkurinn tel ég ekkert heilagt og það má vel sleppa því til að létta mönnum að ná samán og koma þá undir nýju nafni sem væri fyrir alla sama upphafið. Mér finnst þetta mjög lógískt. Þama er komið heiti á flokki sem allir sem vilja kalla sig jafh- aðarmenn eru þá í og mundi heita Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Mér finnst það lágmark að alþýðuflokksmenn fórni ein- hverju til að auðvelda mönnum aö sameinast og því er ég mjög hlynntur því að gera þetta. Fyrir mér er þetta ekkert hégómamál því ég meina þetta í fullri al- vöru.“ Hugmyndir um breytingar fjarri öllu lagi Alþyðuflokk- __________ urinn fagnaði ekki alls fyrir löngu 80 ára afmæli sínu og er flokkur sem byggir á traustum og góðum grunni með skýra framtíðarsýn. Það eru hug- myndir um að breyta og ein- falda nafn flokksins en þaö er fjarri öllu lagi. Að minu áliti er enginn tilgangur fólginn í því að breyta nafhi stjórnmálaflokka með hliðsjón af tíðaranda. Sumir hafa haldið því fram að heitið Al- þýðuflokkur sé gamaldags og til- heyri annarri tíö en það er ekki rétt. Alþýða manna er enn skjól- stæðingur flokksins og mun vera það um ókomna tíð. Horfi menn á Sjálfstæðisflokkinn og tilvísun þess nafh hans til nútímans þá er ekkert samræmi þar á ferð. Og þá má einnig nefna mitt ástkæra íþróttafélag Fimleikafélag Hafn- arfjarðar og árangur þess í hand- boltanum en ég er viss um að nafn félagsins breytist ekki. Það að innganga Þjóðvaka í Alþýðu- flokkinn sé tilefni fómar Alþýðu- flokksheitisins og 80 ára sögu em alls engin rök að mínu mati. Ég vil minna á þaö að heiti flokksins í dag er Alþýðuflokkur - Jafnaöarmannaflokkur íslands, þannig að mér sýnist aö á því víðfeöma heiti að öllum ætti að vera greiður aðgangur í þennan stóra, breiða og framsýna flokk.“ -RR Stefánsson, vara- formaður Alþý&u- flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.